Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf BÝVAXKERTI FYRIR JÓLIN Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 • Falleg kerti úr 100% hreinu býflugnavaxi • Hreinn bruni • Náttúruafurð Kíktu á netverslun o kkar bambus.is Jón Gunnarsson al- þingismaður og fyrr- verandi samgönguráð- herra hefur farið um landið og boðað mönn- um fagnaðarerindið. Boðskapur Jóns er mjög einfaldur; þ.e. að mjög auðvelt væri að stórbæta allt vegakerfi landsins á næstu árum með því að taka millj- arða lán til tuttugu ára og greiða það niður með innheimtu veggjalda. Jón var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á dögunum þar sem hann útlistaði þessar hugmyndir sín- ar. Hann var spurður hvort núver- andi ráðherra vissi af þessu og hvort hann hefði rætt þessi mál við hann. Jón sagðist hafa sagt honum frá þessu, en ráðherrann væri í þröngri stöðu, því hann þyrfti að leggja fram samgönguáætlun samkvæmt lögum, en vitað væri að henni yrði ekki vel tekið af þjóðinni, vegna þeirra fram- kvæmda sem ekki væri fyrirhugað að fara í á næstu árum. Annars sagði Jón að núverandi samgönguráðherra kæmi þetta mál ekkert við, því búið væri að taka þetta mál út úr þinginu og það komið til samgöngunefndar og þar væri hann varaformaður. Jón hélt því fram að núverandi sam- gönguráðherra þyrfti samkvæmt lögum að leggja fram handónýta samgönguáætlun, sem enginn stemning væri fyrir og því kæmi hann með lausn sem allir væru ánægðir með. Við erum því búin að fá nýj- an samgönguráðherra, sem ekki þarf að fara að lögum og gerir allt fyrir alla ef þeir eru til- búnir að borga. Jón er því kominn heim. Greiða niður skuldir Fjármálaráðherra hefur sagt það vera mál númer eitt að greiða niður skuldir og hefur stát- að af því að árlega sé búið að greiða niður skuldir ríkissjóðs um tugi milljarða síðan hann varð fjármála- ráðherra. Það eru því til nægir pen- ingar til framkvæmda ef dregið er úr niðurgreiðslu skulda. Jón Gunnars- son vill ekki fara þá leið heldur vill hann taka ný lán og auka þannig skuldir ríkissjóðs á sama tíma og fjármálaráðherra keppist við að greiða niður skuldir. Hvers konar hagstjórn er þetta eiginlega? Getur verið að hin nýju framkvæmdalán sem Jón Gunnarsson boðar að taka auki ekki skuldir ríkissjóðs, heldur verði skrifuð á þá vegfarendur, sem um vegina keyra? Nýr skattur Sjálfstæðisflokkurinn boðar það alltaf fyrir kosningar að hann vilji lækka skatta. Nú vill Jón Gunnars- son bæta við nýjum skatti því þeir fjármunir sem komi með honum verði notaðir til framkvæmda. Er það eitthvað nýtt að skattfé sé notað til framkvæmda? Þegar Jón var spurður hvar ætti að innheimta þennan nýja skatt var svarið einfalt: Um allt land. Það er með ólíkindum að núver- andi ríkisstjórn skuli láta alla innviði landsins grotna niður og líta á það sem forgangsatriði að borga niður skuldir, sem nú eru komnar niður fyrir það sem þekkist í hinum Norð- urlandaríkjunum. Þá vill fjármála- ráðherra stofna einhvern þjóðarsjóð, sem hægt væri að nota ef einhver áföll kæmu fyrir þjóðina. Er það ekki áfall að innviðir landsins séu í rúst? Peningarnir eru fyrir hendi, það vantar einungis viljann til að verja þeim á réttan hátt. Við þurfum ekki að taka ný lán til vegaframkvæmda. Eftir Guðmund Oddsson »Nú höfum við tvo samgönguráðherra. Annar verður að fara að lögum, en hvað með hinn? Hann þeytist um landið og boðar fagnaðarerindið. Guðmundur Oddsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. gumodd@gmail.com Er Jón kominn heim? Það eru blikur á lofti í efnahagsmálum, stýrivextir hafa verið hækkaðir og á þriðja hundrað kjarasamn- inga er laust næsta hálfa árið. Við vitum ekki nákvæmlega hvert stefnir en hins vegar getum við skoð- að hver staðan er núna og metið framhaldið. Framtíð útsvarsgreið- enda í Reykjavík er ekki björt, árið 2022 verða vaxtagreiðslur borgar- samstæðunnar orðnar ellefu millj- arðar. Ellefu milljarðar sem eytt er í vexti af því að framkvæmdir eru fjármagnaðar með lánum í mesta tekjugóðæri borgarinnar. Skuldir aukast á þessu ári um tuttugu millj- arða og áætlanir gera ráð fyrir því að þær hækki um fimmtán milljarða 2019. Þrjátíu og fimm milljarða hækkun á tveimur ár- um. Skuldir borgar- innar eru því að hækka um fjörutíu og átta milljónir á dag. Tvær milljónir á klukkustund og eins og áður sagði, það í mesta tekjugó- ðæri Reykjavíkur- borgar. Hve lengi er hægt að skuldsetja Reykjavík- urborg og vona að góð- ærið haldi áfram? Tug- ir íbúða standa tómir, þrátt fyrir sögulegan íbúðaskort. Það er einfaldlega af því að þétting byggðar hefur ekki heppnast sem skyldi. Venjulegt fólk hefur ekki efni á því að kaupa þessar íbúðir sem voru byggðar fyrir Beck- ham-hjónin. Ungt fólk flytur í ná- grannasveitarfélög Reykjavíkur, því þar fær það meira fyrir peningana. Kannanir sýna okkur líka að íbúar telja grunnþjónustuna þar betri en í Reykjavík. Það eina sem borgarmeirihlutan- um hugkvæmist er að hækka álögur á borgarbúa eða finna upp ný gjöld. Það er virk samkeppni um íbúa og höfuðborgarsvæðið er orðin ein heild. Flest fólk veltir því ekki endi- lega fyrir sér hvort það búi í Garða- bæ, á Seltjarnarnesi eða í hvaða hverfi Reykjavíkur. Það einfaldlega skoðar hvar það fær besta húsnæðið fyrir sig og bestu þjónustuna. Þar fellur Reykjavík því miður á prófinu. Reykjavíkurborg er augljóslega ekki lengur fyrsta val þegar kemur að búsetu enda sést það best á því að Reykjavíkurborg hefur ekki vaxið í takt við sveitarfélög í kring. Byggingaraðilar kvarta sáran yfir því að stjórnsýsla Reykjavíkur í skipulagsmálum sé í molum, ófagleg, háð geðþóttaákvörðunum og óráðsía virðist regla. Þar liggur stærsti þröskuldurinn. Rörsýn meirihluta undanfarin ár í skipulagsmálum hef- ur komið í veg fyrir að þau sjái heild- armyndina sem blasir við öllum öðr- um. Ódýrar og góðar íbúðir verða ekki byggðar á dýrustu byggingar- svæðum landsins. Það kemur að skuldadögum, skuldaklukkan tifar og þegar harðn- ar í ári getur borgin ekki kreist meira út úr borgarbúum. Reykjavík þarf að stokka upp í skipulagsmál- um, lækka álögur, hætta með inn- viðagjald, hætta skuldsetningu og síðast en ekki síst draga höfuðið upp úr sandinum með að allir vilji búa í miðbænum. Þá og kannski þá getur borgin orðið sjálfbær og stolt lands- manna. Eftir Valgerði Sigurðardóttur »Reykjavík þarf að stokka upp í skipu- lagsmálum, lækka álög- ur, hætta með innviða- gjald, hætta skuld- setningu og ekki síst draga höfuðið upp úr sandinum með að allir vilji búa í miðbænum. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Skuldaklukkan tifar Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.