Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
94
international
design awards
Einstök barnagleraugu
frá Lindberg. Þau hafa
hlotið fjölda viðurkenninga
um heim allan.
Með nýrri og betri
landbúnaðarstefnu má
lækka matarverð,
bæta afkomu bænda,
auka framboð heil-
næmra matvæla,
vernda og bæta um-
hverfið og stuðla að
góðri þróun lands-
byggðanna.
CAP, Sameiginleg
landbúnaðarstefna
Evrópu, gagnast okk-
ur vel sem fyrirmynd. Í stað nú-
verandi búvörusamninga og
tollverndar kæmi ný og betri
stefna í þessum dúr:
1. Grunnstuðningur: Virkir
bændur eiga rétt á grunngreiðslum
viðhafi þeir viðurkenndar starfsað-
ferðir sem stuðla að umhverfis-
vernd og sem eru í almannahag.
Grunnstuðningi er ætlað að
tryggja afkomuöryggi bænda.
Greiðslurnar eru óháðar sveiflum í
vörusölu á mörkuðum og stuðla að
stöðugu framboði helstu matvara.
Fullur grunnstuðningur miðist við
tiltekin grunnlaun og launaþróun í
landinu.
Bændur hafa frelsi til að bæta
afkomu sína með því að keppa á
markaði með vörur sínar og aðlaga
framleiðsluna að eftirspurn og
þörfum markaðarins. Undanþágur
frá samkeppnislögum falla niður.
Beingreiðslur til býlis lækka eft-
ir atvikum ef starfsemin fer á svig
við viðurkenndar starfsaðferðir.
2. Viðurkenndar starfsaðferðir:
Til að fá óskertar grunngreiðslur
þurfa bændur að starfa samkvæmt
viðurkenndum starfsaðferðum.
Þær varða matvæla-
öryggi, velferð hús-
dýra, velferð gróðurs,
sjálfbæra landnýtingu,
loftslagsvernd, vatns-
vernd, ástand ræktaðs
lands, sjálfbæra notk-
un varnarefna og
fleira. Kröfurnar
skiptast í lögbundnar
kröfur og góðar
starfsvenjur í land-
búnaði og umhverfis-
málum.
Stjórnvöldum ber
að skilgreina hvað
teljast viðurkenndar starfsaðferðir
og önnur skilyrði fyrir grunnstuðn-
ingi og veita bændum fræðslu þar
um.
3. Valkvæðar og grænar
greiðslur: Bændur eiga kost á við-
bótarstuðningi fyrir tiltekin verk-
efni sem talin eru æskileg. Meðal
verkefna sem koma til álita í þessu
sambandi eru tæknivæðing
búskapar, aðgerðir sem stuðla að
öryggi og vinnuvernd, auka fram-
legð, bæta velferð dýra og plantna,
endurheimt votlendis, skógrækt,
fegrun lands, landumsjón á vissum
svæðum, vöruþróun í anda „beint
frá býli“, nýsköpun svo sem á sviði
ferðaþjónustu og fleira.
Bændur sem beita tilteknum
starfsaðferðum við ræktun sem
taldar eru stuðla að vernd loftslags
og umhverfis, eiga rétt á „grænum
greiðslum“. Hér er meðal annars
átt við gott viðhald túna, sáðskipti
og lífræna ræktun.
4. Ungir bændur: Til að stuðla
að kynslóðaskiptum eru grunn-
greiðslur til ungra bænda hærri en
til annarra sem nemur 5% fyrstu 5
ár búskapar.
5. Sérstakar aðstæður: Bændur
sem búa á landsvæðum þar sem
náttúrulegar aðstæður takmarka
búskap, eiga rétt á allt að 20%
hærri grunngreiðslum.
6. Meiriháttar forsendubreyt-
ingar: Þegar stuðningskerfi land-
búnaðar eða starfsskilyrðum er
breytt verulega af stjórnvöldum
ber að gera það af fyllstu tillits-
semi við bændur og tengda aðila
sem verða fyrir raski eða tjóni og
bæta fjárhagstjón í sumum til-
vikum.
7. Hámark greiðslna: Ef heildar-
upphæð stuðnings einstaks bús fer
yfir 20 milljónir kr. á ári skerðast
greiðslur um 5% á því sem umfram
er.
8. Stjórnun og eftirlit: Greiðslu-
stofnun (Matvælastofnun) úthlutar
grunnstyrkjum samkvæmt reglum.
Stofnunin fylgist með og metur
frammistöðu bænda og rétt til
greiðslna eftir vinnuframlagi og
starfsháttum hvers virks bónda.
Greinargerð: Með því að bændur
fari á föst grunnlaun með mögu-
leikum á viðbótartekjum myndast
traustur grunnur til að byggja bú-
skapinn á. Kvótar og takmarkanir
á framleiðslumagni falla niður og
markaðurinn tekur við. Bændur
mundu þá endurskipuleggja sína
framleiðslu miðað við þá framlegð
sem þeir eiga möguleika á að
skapa sér til viðbótar við grunn-
stuðninginn. Með þessu og viðbót-
argreiðslum fyrir þjóðþrifaverk,
gæti afkoma bænda stórbatnað.
Matartollar og innflutnings-
hömlur á matvæli af öðrum ástæð-
um en vegna heilnæmis, myndu
jafnframt falla niður og niður-
greiðslur landbúnaðarvara hætta.
Niðurfelling matartollanna
lækkar verð kjöts, eggja og osta
um nálægt 35% eða 100.000 kr. á
mann á ári sem þýðir um 400.000
kr. á fjögurra manna fjölskyldu. Í
heild mun þetta spara neytendum
um 25 milljarða króna á ári.
Útgjöld skattgreiðenda til land-
búnaðar gætu áfram verið um 15
milljarðar króna á ári og jafnvel
mætti réttlæta viðbótar framlög
með því að niðurfellingar toll-
verndarinnar kemur neytendum
og landinu sem ferðamannalandi
mjög vel.
Ætla má að niðurfelling matar-
tollanna mun fækka störfum sem
tengjast landbúnaði úr um 10.000 í
um 9.500 eða um 500 störf. Störf-
um í landbúnaði hefur verið að
fækka og sú þróun verður ekki
stöðvuð. Í staðinn koma ný og
jafnvel betri störf.
Frelsið til vaxtar skapar ný
sóknarfæri. Siggi‘s skyr í Ameríku
er dæmi um vaxtarsprota sem
byrjaði í eldhúsi frumkvöðuls og
varð að fyrirtæki sem selt var á 30
milljarða króna. Ný störf verða til
þegar einkaframtakið fær að
blómstra í landbúnaði.
Við erum orðin mjög aftarlega á
merinni hvað varðar skipulag land-
búnaðar. Það er ekki seinna vænna
að slá í klárinn og hleypa frjálsum
vindum um matvælaframleiðsluna.
Við þurfum að ná öðrum þjóðum í
Evrópu hvað þetta varðar til að
bæta lífskjör hér og vera góður
staður til að vera á í opinni veröld
framtíðarinnar.
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson » Bændur mundu end-
urskipuleggja fram-
leiðsluna til að sækja
sem mesta framlegð til
viðbótar við grunn-
greiðslurnar. Með þessu
mun afkoma bænda
stórbatna.
Guðjón
Sigurbjartsson
Höfundur er bóndasonur og
viðskiptafræðingur.
gudjonsigurbjartsson@gmail.com
Ný og betri landbúnaðarstefna
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is