Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
✝ Guðríður LillýGuðbjörns-
dóttir fæddist á
Litla-Fljóti í Bisk-
upstungum 25.
febrúar 1940. Hún
lést á blóðlækn-
ingadeild Landspít-
alans 14. nóvember
2018.
Móðir: Vilborg
Björnsdóttir, f.
25.2. 1918, d. 22.8.
1993, hússtjórnarkennari.
Faðir: Guðbjörn F. Helgason, f.
26.8. 1909, d. 1977, kjötiðn-
aðarmaður. Bróðir, samfeðra:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
f. 14.1. 1953.
Maki Guðríðar Lillýjar:
Gunnar Þór Þórhallsson, f. 18.1.
1935. Móðir: Margrét Friðriks-
dóttir, húsmóðir, f. 11.6. 1910,
d. 9.10. 1989. Faðir: Þórhallur
Björnsson, kaupfélagsstjóri á
Kópaskeri, síðar aðalféhirðir
SÍS, f. 9.1. 1910, d. 16.6. 2000.
Guðríður Lillý og Gunnar
Þór gengu í hjónaband 11.6.
1960. Börn þeirra eru: Margrét,
f. 28.1. 1960, Vilborg, f. 14.12.
1960, Þórhallur, f. 11.11. 1963.
Börn Margrétar: 1) Gunnar
Þór Grétarsson, f. 13.6. 1980.
Dóttir hans er Ísey Lífdís. 2)
Ásdís Eyrún Sigurgeirsdóttir, f.
kennari við Barnaskóla Sel-
vogs. Er Vilborg fór í nám til
Reykjavíkur var Guðríður Lillý
eftir í Torfabæ hjá hjónunum
Bergljótu Guðmundsdóttur og
Eyþóri Þórðarsyni en fluttist til
móður sinnar 1946 er móðir
hennar hafði lokið námi. Upp-
eldissystkini hennar frá Torfa-
bæ eru; Guðmundur Pétursson
(látinn), Ingibjörg Eyþórsdóttir,
Eydís Eyþórsdóttir (látin), Sig-
ríður Eyþórsdóttir (látin) og
Þórður Eyþórsson.
Guðríður Lillý stundaði nám
í Melaskólanum, Kvennaskól-
anum í Reykjavík og Leiklistar-
skóla LR. Hún var stundakenn-
ari í leiklist við Gagnfræðaskóla
Kópavogs frá 1971 og vann við
þau störf næstu árin. Tók síðan
stúdentspróf frá MH (öldunga-
deild). Frá HÍ lauk hún námi
með BA-prófi í íslenskum fræð-
um og bókmenntum og í kjöl-
farið lauk hún námi í kennslu-
og uppeldisfræði frá sama
skóla. Samhliða námi vann Guð-
ríður Lillý við ýmis störf: Skóla-
ritari í Kársnesskóla, læknarit-
ari á Landspítalanum og full-
trúi á Unglingaheimili ríkisins.
Að loknu háskólanámi var hún
fastráðin kennari við Grunn-
skóla Reykjavíkur. Síðast
kenndi hún við Brúarskóla þar
til hún fór á eftirlaun. Birst
hafa ljóð og smásögur eftir
Guðríði Lillý í ýmsum samrit-
um.
Útför Guðríðar Lillýjar fer
fram frá Digraneskirkju í dag,
22. nóvember 2018, klukkan 11.
8.9. 1983. Ásdís er
gift Hauki Skúla-
syni. Þeirra börn
eru: Íris Helga
Hauksdóttir, Ró-
bert Orri Hauks-
son. Ásdís á dóttur-
ina Eniku Karen
Gunnarsdóttur frá
fyrra sambandi. 3)
Andri Ingimar Þór-
arinsson, f. 22.2.
2003. Vilborg var
gift Lárusi Björnssyni. Þeirra
börn eru: 1) Elsa Lillý Lárus-
dóttir, f. 26.10. 1984. 2) Krist-
veig Lárusdóttir, f. 15.4. 1990.
Hennar kærasti er Róbert
Kristmannsson. 3) Lára Borg
Lárusdóttir, f. 30.4. 1996.
Hennar kærasti er Kristján Þór
Sigurðsson. Þórhallur er
kvæntur Brynju Árnýju Nor-
dquist. Fósturdóttir Þórhalls er
Gunnur von Matérn, f. 19.8.
1987. Hún er í sambúð með
Gunnlaugi Egilssyni. Þeirra
börn eru: Tinna Vigdís Gunn-
laugsdóttir og Þór Gunn-
laugsson. Sonur Brynju úr
fyrra sambandi er Róbert Aron
Magnússon. Hans sonur er Oli-
ver Einar Nordquist.
Guðríður Lillý fluttist í
Torfabæ í Selvogi þegar Vil-
borg móðir hennar var ráðin
Elsku mamma mín, nú ert þú
komin í draumalandið.
Það er erfitt að hugsa um lífið
án þín. Þú varst svo yndisleg og
góð móðir. Þú varst kletturinn
minn. Hjá þér fékk ég góð ráð,
umhyggju og kærleika. Þú varst
alltaf til staðar, fyrir mig og
börnin mín.
Ég man þegar ég var að vaxa
úr grasi þá gerðir þú allt fyrir
okkur. Þú saumaðir falleg föt á
mig. Það þurfti ekki annað en að
lýsa fötunum sem mig langaði í.
Þú saumaðir þau eins og ég hafði
hugsað mér að þau litu út. Þú
varst svo hæfileikarík, allt sem
þú gerðir var gert með stæl, ég,
börnin mín og barnabörn eigum
yndislegar minningar með ykkur
pabba úr bústaðnum ykkar fal-
lega. Þar áttum við svo margar
góðar stundir. Ég sakna þín sárt,
mamma mín fallega. Það mun
ekki líða sá dagur að ég hugsi
ekki til þín.
Elsku mamma.
Nú farin þú ert.
Hve erfitt það er að þú ei lengur
hér sért.
Fallega ljósið mitt
komst og fórst.
Þú munt lýsa okkur
um ókomin ár.
Það er okkar ósk.
Við munum þerra tárin
og smám saman gróa sárin.
Þú verður fyrirmynd okkar
alla tíð.
Skærasta stjarnan sem á himni skín
er geislar mömmu
til mín og þín.
Margrét Gunnarsdóttir.
Elsku mamma. Þegar ég
hugsa um fyrstu tólf ár bernsku
minnar man ég aðeins eftir gleði í
samskiptum okkar. Mér fannst
ég svo öruggur að eiga þig að og
vissi að þú værir ávallt til staðar
fyrir mig. Mér fannst þú falleg-
asta kona í heimi því brosið þitt
lýsti upp veröldina fyrir mér.
Þegar ég var sjö ára var mér
strítt af eldri strákum og vildi
ekki fara í skólann. Þú á þinn
djarfa hátt leitaðir einfaldlega
uppi stríðnispúkana og ræddir
vinsamlega við þá. Svo sagðir þú
við mig: „Þetta verður allt í lagi,
þú getur farið í skólann núna.“
Ég fór dauðhræddur af stað en
allt hafði breyst. Mér mætti vin-
semd í stað stríðni. Þarna hafðir
þú mætt með töfrasprotann þinn;
svipt strákana illkvittninni en
gefið þeim eitthvað fallegt í
staðinn.
Þú elskaðir að fara í leikhús og
tókst mig á flestar leiksýningar,
hvort sem þær voru ætlaðar
börnum eða fullorðnum. Mér
fannst líka magnað að sjá þig
sjálfa á leiksviði í fjölda leikrita
og skemmtana hjá Leikfélagi
Kópavogs. Þú stýrðir barnatím-
um í útvarpinu, samdir sögur og
ljóð. Ég sat við útvarpið og hlust-
aði dáleiddur á röddina þína. Þú
sagðir mér sögur sem þú fluttir
með tilþrifum svo orðin breyttust
í myndir í huga mér. Það var æv-
intýraljómi yfir öllu sem þú gerð-
ir og þú varst svo ólík öðrum. Í
minningunni ertu einhvern veg-
inn svífandi um í alls kyns verk-
efnum með fullt af hugmyndum
en alltaf svo hlý, góð og brosmild.
Þú fannst alltaf upp á ein-
hverju skemmtilegu sem fyllti öll
tómarúm. Ég man hversu mikið
ég saknaði þín þegar þú varst
ekki hjá mér en var samt alltaf
öruggur um ást þína.
Barnabörnin hafa sannarlega
fundið fyrir þessari ástúð þinni
og munu öll sakna þín svo mikið
og sárt.
Þegar talað er um fyrirmynd
er oft vísað í þekkta einstaklinga
sem hafa náð langt á einhverju
sviði. Ég hef aldrei fundið slíka
fyrirmynd en hef áttað mig á eft-
ir því sem árin líða að þú ert hin
sanna fyrirmynd.
Þú gerðir allt sem þig langaði
og lést fátt stoppa þig.
Að eiga mömmu sem var leik-
kona, útvarpskona, kennari,
saumakona, ljóðskáld, rithöfund-
ur, leikstjóri, kokkur á skipum og
handverkskona var einstaklega
hvetjandi. Þú varst alltaf að upp-
götva eitthvað nýtt og elskaðir að
deila því með okkur.
Þér fannst gaman að dansa og
kipptir oft pabba upp úr stólnum
og sagðir: „Gunni … dansaðu við
mig …“ Og hann dansaði við þig
og horfði á þig ástföngnum aug-
um enda elskaði hann þig svo
heitt.
Ég var alltaf svo viss um að ég
myndi aldrei missa þig. Í vor
þegar þú varst lögð inn á Land-
spítalann fundum við að þessi
stund gæti nálgast. Við ákváðum
samt að trúa að lyfjameðferðin
myndi færa þér lengri líftíma. Þú
varst á Landspítalanum í allt
sumar og fram á haust. Pabbi
dvaldi hjá þér á hverjum degi og
þangað kom ég og sat hjá ykkur
löngum stundum. Þetta verður
einhver verðmætasti tími ævi
minnar. Við ræddum um allt sem
hvíldi á okkur og tjáðum hvert
öðru væntumþykju. Við rök-
ræddum, rifjuðum upp ótal
minningar og hlógum að sögum
hvert annars.
Elsku mamma. Ég er ákaflega
heppinn með fólk í kringum mig
en þú varst upphafið að þessu
öllu. Þú ert mín sterkasta fyr-
irmynd með greind þinni, lífs-
orku, góðvild, gleði og listrænum
hæfileikum. Þú varst svo stór
manneskja á allan hátt og ég vildi
óska að ég hefði sagt þér oftar
hversu mikilvæg þú hefur verið
mér.
Elsku mamma … takk fyrir
allt.
Þórhallur Gunnarsson.
Mín yndislega móðir er fallin
frá eftir hetjulega baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Mamma var ein-
stök kona, vel lesin, menntuð,
óendanlega greind, skvísa og
töffari. Hún orti ljóð og skrifaði
smásögur og leikrit. Í nokkur ár
hefur hún samið hækur sem er
japanskt ljóðaform og hún birti
eina hæku á hverjum degi á
Facebook síðastliðin ár. Síðasta
hækan hennar birtist 10. nóvem-
ber síðastliðinn.
Hún var húmoristi, beinskeytt
og sterk en líka svo ljúf og blíð og
mátti ekkert aumt sjá. Hæfileik-
ar hennar voru á svo mörgum
sviðum, hún saumaði föt eftir
nýjustu tísku frá því við börnin
hennar munum eftir okkur. Hún
virtist hafa óendanlega orku,
saumaði á nóttunni og afrakst-
urinn var ótrúlegur. Mamma var
einstök, full af krafti og orku og
gaf mikið af sér til allra sem
henni kynntust. Hún hafði ein-
staka hæfileika til þess að tengj-
ast börnum og setti sig ekki á há-
an hest gagnvart neinum en fékk
það besta út úr öllum.
Einn af hennar mörgu hæfi-
leikum var að hrista fram úr
erminni einstaka rétti og veisl-
urnar hjá foreldrum mínum voru
einstaklega vel úr garði gerðar.
Þá mætti hún ávallt með dásam-
legt góðgæti í veislur hjá afkom-
endum sem hún hafði útbúið af
natni og yfirleitt var beðið eftir
því sem hún kom með. Hornin
hennar með pylsum í kláruðust
eiginlega áður en hún náði að
leggja bakkann á borðið. Hún hló
og brosti sig í gegnum lífið og
elskaði að vera innan um fólkið
sitt. Hennar framlag var á svo
mörgum sviðum, hún las ljóð,
sagði sögur, hlustaði á aðra og
var svo greind að það var hægt
að tala við hana um allt milli him-
ins og jarðar. Þegar á reyndi í lífi
okkar allra var best að tala við
mömmu.
Mamma elskaði að dansa og
kippti oft pabba upp úr stólnum,
alltaf eins og hún væri bara tví-
tug. Hún var í ballett og dans-
tímum allt til enda. Hláturinn
hennar og brosið var óendanlega
sjarmerandi og hún heillaði alla.
Hún var líka mjög ákveðin og
með skoðanir á öllu.
Hún og pabbi byggðu sumar-
hús sem pabbi færði henni
sumardaginn fyrsta 1996. Þar
var gróðursettur heill skógur og
þau gróðursettu tré með nöfnum
afkomenda sinna þegar þau
komu í heiminn hvert af öðru.
Mamma hugsaði vel um alla og
gætti þess að öllum liði vel. Hún
og pabbi áttu einstakt samband
og þar var mikil ást og vinátta.
Þau töluðu um allt á milli himins
og jarðar og þó þau væru ekki
alltaf sammála þá báru þau virð-
ingu fyrir skoðunum hvort ann-
ars. Það var dásamlegt að vera
samvistum við þau jafnvel á spít-
alanum þegar mamma var veik,
þá var alltaf spjallað og stutt í
húmorinn.
Hún var ávallt sterk og hlý og
þrátt fyrir mikil veikindi kvartaði
hún ekki, vildi sem minnst um
það tala, spurði frekar um aðra
og hvernig þeim gengi. Þegar
hún var á sjúkrahúsinu sýndi hún
hjúkrunarfólkinu áhuga, var far-
in að þekkja nöfn allra og spurði
um hagi þeirra. Pabbi var við hlið
hennar fram á síðustu stund.
Móðir mín, vinur og fyrirmynd
hefur snúið sér að öðrum verk-
efnum.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Þín dóttir,
Vilborg Gunnarsdóttir.
Elsku Lillý!
Ég gleymi aldrei þeirri stund
þegar ég hitti þig og Gunna í
fyrsta skipti á aðfangadagskvöld
árið 1994. Ég kveið því mikið og
fannst ég vera að ryðjast inn í
jólahaldið hjá ykkur. En þessi
ótti minn var ástæðulaus því þið
tókuð mér strax svo vel og sýnd-
uð mér mikla hlýju.
Ég fann strax hversu mikil-
vægur hlekkur þú varst í þessari
fjölskyldu. Þú tengdir einhvern
veginn alla saman og sinntir fólk-
inu þínu af svo mikilli alúð og ást.
Allir gátu leitað ráða hjá þér og
þú áttir svo auðvelt með að setja
þig í spor annarra.
Börnin þín og barnabörn
fundu í þér einstaka fyrirmynd
þar sem þú varst svo rík af hæfi-
leikum og góðvild.
Ég var lengi vel feiminn við
þig og kannski var það vegna
þess að ég bar endalausa virð-
ingu fyrir þér og fannst þú ein-
hver fjölhæfasta manneskja sem
ég hef kynnst.
Ég las alltaf hækurnar þínar
sem þú settir á Facebook á
hverjum degi og fannst yndislegt
að lesa þær. Ég valdi eina þeirra
sem mér finnst ákaflega falleg:
almættið dró frá
og sendir heita kossa
beint í hjartastað
Elsku Lillý, við munum hugsa
vel um ástina þína hann Gunna.
Því lofum við þér! Ég veit að
pabbi og mamma verða ánægð að
hitta þig á himnum ásamt öllum
góðum vinum sem hafa horfið frá
okkur.
Þín tengdadóttir,
Brynja Nordquist.
Elsku amma, vinkona, hetja
og fyrirmynd mín. Þú varst ein-
stök og ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt þig að. Þú varst svo
hæfileikarík, skemmtileg, falleg,
klár og góð. Það var alltaf svo
gaman að ræða við þig um allt
milli himins og jarðar og ég vissi
að þú myndir alltaf koma með
nýtt og spennandi sjónarhorn á
það sem um var rætt. Það var
ótrúleg gleði og orka sem fylgdi
þér hvert sem þú fórst og þú
heillaðir alla upp úr skónum. Ég
hef lært svo margt af þér. Gleði
þín og kraftur munu halda áfram
að vera mér innblástur um
ókomna tíð.
Veit þú munt alltaf verða hjá
okkur öllum. Sakna þín svo
mikið, elsku amma mín.
Takk fyrir allt.
Kristveig Lárusdóttir.
Elsku amma mín,
Ég á svo margar góðar æsku-
minningar með þér og afa. Sér-
staklega frá Álfhólsveginum þar
sem garðurinn var ævintýra-
heimur fyrir litla krakka og
minningar um langa sumardaga
endalausar. Það var alltaf svo
gott að koma til ykkar og
skemmtilegast fannst mér að
taka einn Rússa við eldhúsborðið
og spjalla við ykkur um daginn
og veginn. Þegar ég var í námi
fékk ég endalausa hvatningu frá
þér, þú last yfir ritgerðir og
verkefni og sagðir mér til. Gafst
þér alltaf tíma. Alltaf svo stolt af
mér.
Við áttum svo mörg góð sam-
töl og gátum talað um allt milli
himins og jarðar. Þú þekktir
flestar vinkonur mínar með nafni
og spurðir reglulega frétta af
þeim. Alltaf svo vel tengd og
áhugasöm um aðra, glöð fyrir
hönd annarra þegar vel gekk og
tilbúin að gefa ráð og biðja fyrir
þeim sem voru að ganga í gegn-
um erfiða tíma. Þú áttir svo fal-
legt samband við krakkana mína
sem elskuðu að hitta ömmu Lillý,
þau munu sakna þín.
Elsku amma, þú ert fyrir-
mynd. Lifðir lífinu í gleði, fórst
að dansa salsa tvisvar í viku,
varst í ljóðaklúbbi, hittir vini og
kunningja og tókst þátt í stjórn-
málum. Þú kunnir svo sannar-
lega að njóta lífsins. Ég gleymi
aldrei fallega brosinu þínu og
hlýjunni í augunum. Takk fyrir
allt.
Þín,
Ásdís.
Þegar ég hugsa til ömmu núna
á þessari kveðjustund koma upp í
hugann óteljandi margar minn-
ingar. Ein þeirra er sagan sem
amma og afi hafa alla tíð sagt
mér og fleirum; eitt sinn vildi ég
fara með þeim upp í sumarbústað
en hvorki systur mínar né for-
eldrar komust með. Þegar önnur
systranna benti mér á að það
yrði enginn til að leika við, þá
sagði ég skýrt: „Þau leika við
mig!“ Sem var svo sannarlega
satt.
Ömmu tókst alltaf að gera allt
svo skemmtilegt og skapandi,
sama hvað það var. Hún sagði
mér sögur, föndraði alls kyns
hluti og skraut með mér eða spil-
aði við mig. Svo var líka svo gam-
an að tala við hana um allt og
ekkert þar sem henni fannst allt
svo áhugavert og skemmtilegt.
Þá hló hún að öllum manns
bröndurum, sama hversu lélegir
þeir voru.
Amma var mér óendanlega
mikilvæg og kenndi mér svo
margt. Hún kenndi mér að vera
með sterkar skoðanir, njóta lífs-
ins og að láta ekkert stoppa mig
en þetta er lífsviðhorf sem ég hef
tileinkað mér og er ömmu þakk-
lát fyrir það.
Elsku amma mín, ég sakna þín
svo mikið og ég vildi óska þess að
þú værir hér hjá mér. Ég mun
aldrei gleyma þér.
Lára Borg Lárusdóttir.
Amma Lillý var einstök. Hún
var hæfileikaríkasta manneskja
sem ég hef kynnst, afburða klár,
góð, falleg og næm. Fáir í mínu
lífi hafa haft jafn mikla og sterka
nærveru og ávallt var líf og gleði
í kringum hana og á heimili
þeirra afa. Margar hlýjustu
minningar mínar í gegnum ævina
eru frá Álfhólsveginum þar sem
þau áttu heima og svo Efri-Hól-
um, sumarbústað hennar og afa.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með hvað hún hélt vel utan allt
og alla og skipulagði ótal sam-
verustundir fyrir okkur niðja
sína. Hún var höfuð og herðar
fjölskyldunnar og einhvern veg-
inn hefur mér alltaf fundist hún
geta allt. Það var að minnsta
kosti hennar viðmót í gegnum
allt og eitt af því marga í hennar
fari sem ég vil sjálf tileinka mér.
Sama viðmót sé ég í Vilborgu
mömmu minni og veit ég að það
er frá ömmu Lillý komið.
Hún sýndi öllu sem ég hef tek-
ið mér fyrir hendur áhuga og ég
fann alltaf fyrir því hvað hún var
stolt af okkur systrum. Við vor-
um og erum líka stoltar af henni.
Það var svo skemmtilegt að
spjalla við ömmu, hún virkilega
hlustaði, var opin fyrir öllu og
dugleg að prófa nýja hluti. Hef
oft grínast með að hún, konan á
áttræðisaldri, hafi átt töluvert líf-
legra félagslíf en ég sem er rétt
yfir þrítugt. En þannig var það í
raun og veru, sem segir svo mik-
ið um ömmu.
Amma var líka ofurskvísa,
töffari, algjör nagli og þau afi svo
glæsilegt par og alltaf jafn glöð
og ástfangin. Ég er svo heppin að
hafa fengið fallega nafnið hennar
og rauða háralitinn, en mikið vil
ég líkjast henni að svo mörgu
öðru leyti þó það væri ekki nema
að ég hefði brotabrot af hennar
mannkostum.
Amma Lillý hefur alltaf verið
ein af stærstu fyrirmyndunum í
mínu lífi og það mun ekki breyt-
ast þó hún sé nú búin að kveðja.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín og vinkona.
Elsa Lillý Lárusdóttir.
Elsku amma mín, mikið hef ég
saknað þín. Það var alltaf svo
gott að koma til ykkar afa og líka
að vera í sumarbústaðnum þar
sem margt var gert og margar
minningar urðu til. Hvíldu í friði,
elsku besta amma mín, ég gleymi
þér aldrei.
Andri Ingimar Þórarinsson.
Elsku amma mín er dáin. Það
er ótrúlegt. Sterkari konu er erf-
itt að finna. Mínar fyrstu minn-
ingar eru þegar ég færði ömmu
gjafir úr leikskólanum og hún
var alltaf svo glöð, hélt upp á allt
sem ég gerði. Hengdi það upp í
bústaðnum og inni í stofu. Ennþá
í dag var hún að segja hve hæfi-
leikaríkur ég væri og hvatti mig
áfram sama hvað hefur gengið á
hjá mér. Hún hafði alltaf haft
mjög sterka rödd sem hefur oft á
tíðum haldið mér lifandi. Maður
komst ekkert langt í að bulla
neitt í ömmu, hún krafðist svara
við öllu því sem skipti máli.
Amma var minn helsti stuðnings-
maður, alltaf þegar eitthvað bját-
aði á var hún til staðar hug-
hreysti eða sagði manni til og var
tilbúin að hjálpa og gerði það
fram á seinasta dag. Ég átti erf-
itt með að læra þegar ég var
yngri og í þrjú ár í röð ákvað hún
að hafa mig hjá sér á páskunum
og fór með mig í gegnum heilt
skólaár í námi og það tókst í öll
skiptin þrátt fyrir að ég hafi ekki
sett staf í bók nánast allt árið. Ég
gleymi ekki garðinum hjá afa og
ömmu hvað hann var flottur eða
álfahúsinu á Álfhólsveginum.
Amma mín var besti vinur minn í
gegnum tíðina. Ég hélt alltaf
sambandi því allt sem hún sagði
skipti mig máli, kannski ekki allt-
af gott að heyra sannleikann en
hún lét mann heyra hvað henni
fannst og maður vildi alltaf gera
betur fyrir hana. Minn mæli-
kvarði á hvar ég er staddur and-
lega og svona almennt mældi ég í
því hvernig samskiptin okkar
ömmu voru því hún hitti yfirleitt í
mark og spurði réttu spurning-
anna sem ég er svo þakklátur
fyrir í dag. Mér þótti líka gaman
að segja henni frá öllu því sem
Guðríður Lillý
Guðbjörnsdóttir