Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
gerðist og gott að fá hrós frá
ömmu. Ég er ekki svo viss um að
ég væri ennþá á lífi án hennar.
Hún hefur alltaf verið þarna að
hugsa um mig og alla aðra í fjöl-
skyldunni. Ég gleymi ekki þegar
amma var búin að banna mér að
koma nálægt músagildrunni og
skrapp svo aðeins í þvottahúsið,
ég fór beinustu leið og setti
munninn á mér í hana, ég man
hvað hún var hissa á mér þá, ég
var ekki gamall, fimm ára
kannski. Það var alltaf uppáhald
að fara til ömmu og fá beikon og
egg og spjalla þegar ég var lítill
og í leiðinni grípa í spil, Rússa
eða tefla hornskák. Amma hjálp-
aði mér í gegnum ótrúlegustu
hluti og fyrir það verð ég ævin-
lega þakklátur. Ég er líka svo
þakklátur fyrir öll samtölin okk-
ar og allt sem hún hefur kennt
mér, hún hefur svo sannarlega
gert lífið ríkara. Ég gerði verk-
efni í skólanum um fyrirmyndir í
samskiptum og hún er mín mesta
fyrirmynd á nánast öllum svið-
um. Hún hafði ótrúlegan kraft til
að takast á við allt sem hún gerði
og mikla seiglu. Ég veit að amma
mín er á góðum stað núna en það
er erfitt að sætta sig við að hún
sé farin frá okkur. Stundum tek
ég upp símann til að heyra í
henni einu sinni enn, ég veit hún
er að fylgjast með okkur eins og
hún hefur alltaf gert og heldur
áfram að kenna okkur, ég trúi því
allavega. Ég sakna þín enda-
laust, amma mín, núna ertu eng-
ill sem passar okkur með ömmu
Vilborgu. Ég geri döðlutertuna
reglulega fyrir okkur og hugsa til
þín amma mín. Ég elska þig.
Gunnar Þór Grétarsson.
Lillý móðursystir mín er látin.
Ég segi systir hennar mömmu
því Lillý leit alltaf á mig sem
systurdóttur sína, enda hafði hún
verið í fóstri hjá afa mínum og
ömmu, þeim Eyþóri og Bergljótu
í Selvogi. Þær mamma bjuggu
síðar saman hjá móður Lillýjar,
Vilborgu Björnsdóttur, þegar
þær voru í námi í Reykjavík.
Mamma og Lillý vörðu því drjúg-
um hluta æsku sinnar saman sem
systur, voru fæddar sama ár og
höfðu báðar mikinn áhuga á leik-
list og bókmenntum.
Mér fannst alltaf gaman að
koma heim til Lillýjar og Gunna.
Krakkarnir voru töluvert eldri
en ég og fannst mér heimilið
bæði fallegt og heillandi. Lillý
saumaði á mig jólasveinabúning,
en það var í þá daga þegar hvergi
var hægt að kaupa búninga. Það
að fá sérsaumaðan búning var
auðvitað mikil upplifun og gleymi
ég því aldrei þegar ég var að
máta hvað húfan fékk að vera síð
með tilheyrandi dúski. Fyrir átta
ára stelpu var þetta mikil gjöf.
Þessi búningur hefur síðan feng-
ið að ganga á milli kynslóða og
bæði börnin mín prófað að fara í
hann á jólunum.
Þá tókst leiklistarbakteríunni
að smitast á milli kynslóða og út-
skrifuðumst við Þórhallur, sonur
Lillýjar, sama ár úr leiklistar-
skóla. Strax í kjölfarið fengum
við fastan samning hjá Leikfélagi
Akureyrar og lékum meðal ann-
ars systkinin Badda og Dollí í
Djöflaeyjunni. Okkur hafði nú
ekki grunað það þegar við lékum
okkur saman sem krakkar að
fyrir okkur lægi að leika systkini
á sviði.
Lillý var mjög frændrækin og
var yndislegt að fá hana í boð til
sín því hlýjan og væntumþykjan
skein frá henni. Hún fylgdist vel
með, spurði mann ávallt um
börnin og var stolt af hverju
skrefi sem maður tók í lífinu.
Síðustu árin samdi Lillý
hækur. Stundum samdi hún
hæku á dag. Fékk maður að
fylgjast með á samfélagsmiðlum.
Það var oft gaman að sjá hvernig
hún gat lýst veðrinu eða frétt
dagsins með fáeinum línum.
Stundum voru hækurnar mjög
táknrænar með fallegu mynd-
máli.
Lillýjar mun ég sakna og
sendi ég mínar hlýjustu sam-
úðarkveðjur til Gunna, barna
hennar og allra afkomenda. Þessi
fáeinu minningarorð vil ég enda
með hæku eftir ástkæra frænku
mína og móðursystur, hana Lillý.
kolniðamyrkur
borgin sendir ljósakoss
á stjörnuskarann.
Bergljót Arnalds.
Í dag kveðjum við kæra mág-
konu og svilkonu okkar, Lillý.
Það eru nær 60 ár síðan hún
sameinaðist fjölskyldu okkar. Öll
eigum við minningar um Lillý frá
mismunandi tímabilum og
hversu vel hún reyndist okkur á
margvíslegan hátt, hún var ein-
staklega dugleg og tilbúin að
hjálpa þegar á þurfti að halda.
Hún lét sér annt um okkur öll,
var trygglynd og traust.
Foreldrum okkar reyndist hún
vel bæði meðan þau bjuggu fyrir
norðan og eins eftir að þau fluttu
suður.
Lillý hafði sterka réttlætis-
kennd, var ósérhlífin baráttu-
kona, kærleiksrík og ráðagóð.
Hún hélt vel utan um fjölskyldu
og vini, var stolt af sínu fólki og
bar hag þeirra fyrir brjósti.
Margar ánægjustundir áttum
við á fallegu heimili þeirra hjóna,
þau höfðu þann góða sið að hafa
opið hús á afmælum beggja, þar
hittumst við reglulega og treyst-
um böndin, hittum afkomend-
urna og fengum að fylgjast með
þeirra lífi. Einnig nutum við
gestrisni og gleðistunda í sumar-
húsi þeirra hjóna að Efrihólum í
Grímsnesi.
Lillý hafði ekki mörg orð um
veikindi sín, en stóð meðan stætt
var. Uppgjöf var ekki í hennar
orðaforða.
Innilegar samúðarkveðjur til
Gunnars bróður og mágs og af-
komenda þeirra allra og þökkum
Lillý samfylgdina.
Gunnþórunn, Stefán Örn,
Kristveig, Jens, Þorbergur,
Sigurborg, Guðbjörg
og fjölskyldur.
Eins og hendi sé veifað bregð-
ur skýi fyrir sólu. Lillý er ekki
lengur þessa heims. Hún, þessi
bjarta vera, er horfin á vit ljóss-
ins. Okkur, sem þekktum hana,
var hún lifandi ljóð, hún var
ljóðaljóð og leiðarljós, í senn sól-
argeisli og glampi blikandi stáls
fjaðurmagnaðrar sköpunargáfu
sem hún jafnhenti af leikni eins
og riddari sverð sitt. Heillandi
persóna, fínleg, hógvær og fáguð,
en líka hörkudugleg, ákveðin og
fylgin sér, hláturmild og kímin
og jafnframt djúpvitur og íhugul.
Leiðir okkar lágu víða saman á
síðustu áratugum, fyrst í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
og síðar í Háskólanum þar sem
við vorum að miklu leyti sam-
ferða í íslenskunámi og ritlist.
Með okkur tókst dýrmæt vinátta
sem aldrei brá skugga á. Lillý
var mjög virk í Ritlistarfélagi
Kópavogs, en það félag er ef til
vill betur þekkt undir heitinu
Kópavogsskáld. Þar nutum við
félagsmenn þess að deila andleg-
um afurðum okkar með öðrum
Kópavogsskáldum og áttum
margar ógleymanlegar stundir.
Félagið naut þess hvað Lillý var
hugmyndarík og úrræðagóð, og
oftar en ekki var það hún sem
leysti álitaefni sem upp komu í
sundurleitum hópnum.
Lillý var skáld í hugsun og
raun, hver sem vettvangurinn
var. Allt lék í höndunum á henni,
áhugi hennar síkvikur virtist
opna henni nýjar dyr við hvert
fótmál. Kímni, hjartahlýja og
samhyggð einkenndi öll hennar
verk. Það var unun og gleði að
fylgjast með henni, og innilegt
þakklæti er mér efst í huga á
kveðjustund. Ég votta Gunnari,
börnum þeirra og barnabörnum,
samúð mína. Missir þeirra er
mikill og sár, en leiftrandi minn-
ingin lifir.
Ólöf Pétursdóttir.
Aðfangadagur
árið 1952 er mér
minnisstæður. Ég
var þá sendur með
jólapakka niður í Mjógötu á Ísa-
firði. Mér var sagt að banka í
húsi Hermanns Hermannssonar.
Það var nægileg leiðsögn því til
hans hafði ég farið áður með
dagatöl frá Einari Guðfinnssyni.
En nú var erindið ekki við Her-
mann heldur við kærustu Jóns
Páls bróður míns. Ég, átta ára
snáði, var svona rétt farinn að
vita hvað kærasta merkti! En
þarna á loftinu tók á móti mér
aðlaðandi ung kona sem var að
skreyta lítið jólatré. Þó að ég
væri ekki gamall þá skynjaði ég
hlýhuginn sem frá henni
streymdi. Hún lauk við skreyt-
inguna og gaf mér síðan lítinn
jólasvein og snjókarl sem mér
þótti ákaflega vænt um. Þannig
voru fyrstu kynni mín af henni
Huldu Pálma, stelpunni úr
Ögurnesinu sem átti eftir að
verða lífsförunautur bróður
míns næstu 65 árin.
En áður en þessi minnisstæði
atburður átti sér stað hafði
Hulda átt sína blómlegu daga.
Hún sleit barnsskónum í víðsýni
ægifagurs Ísafjarðardjúps, í
Ögurnesi. Án efa lögðu æskuár-
in undirstöðu að traustu vega-
nesti inn í framtíðina. Eftir
barnaskóla á höfuðbólinu Ögri,
lá leiðin um Hnífsdal til Ísa-
fjarðar. Þar hófst gagnfræða-
námið í skólanum sem laut
styrkri stjórn Hannibals Valdi-
marssonar sem Hulda minntist
með lotningu sem skólamanns
og kennara. Kannski var það
síðan tilviljun að Hulda heill-
aðist af starfi í apótekum og
hófst sá ferill hjá Dananum
Hans Svane í Ísafjarðar apóteki.
Þaðan lá leið ungu sveitastelp-
unnar til borgarinnar við
Sundið. Þar starfaði Hulda í tvö
ár við Hørsholm Apothek. Ný-
lega sagði hún mér frá dvöl
sinni í Danaríki og ljómaði þá
upp þegar hún minntist hjóla-
ferða um skóga Sjálands. Að
lokinni Danmerkurdvöl tóku á
ný við störf í Ísafjarðar apóteki
og Ingólfs apóteki í Reykjavík.
En nú tók rómantíkin völdin
og eftir árs trúlofun gengu þau
Hulda og Jón Páll bróðir minn í
hjónaband sumardaginn fyrsta
árið 1953 og stofnuðu sitt fyrsta
heimili í lítilli blokkaríbúð á
Grundargötu 6 á Ísafirði. Þar
fæddust fyrstu tvö börn þeirra
Halldór og Guðfinna. Fáeinum
árum síðar reistu þau sitt nýja
heimili á Engjavegi 14 þar sem
þau nutu samvista síðan og er
það ekki orðum aukið að það
heimili geislar af hlýleika og
fegurð, enda hefur þar verið
gestkvæmt mjög. Þar fæddist
yngsta barn þeirra, Pálmi
Kristinn.
Næstu áratugina helgaði
Hulda sig uppeldi og umönnun
barna sinna og lagði grunn að
því hversu vel þeim hefur öllum
farnast í lífinu. Starf í skáta-
félögunum Einherjum og Val-
kyrjunni á Ísafirði var það
félagsstarf sem öll fjölskyldan
sameinaðist um og veitti þeim
ómetanlegar stundir. Við sem
nutum þess að kynnast Huldu
þökkum af alhug hlýju hennar
og góðvild.
Frændi minn, Halldór Þor-
geirsson, lýsti Huldu sem perlu
og geri ég þau orð einnig að
mínum.
Kæri bróðir, Jón Páll. Við
Salbjörg vottum þér, börnum
ykkar og öllum ykkar góðu fjöl-
skyldum innilega samúð og ég
Hulda Pálmadóttir
✝ Hulda Pálma-dóttir fæddist
16. september
1927. Hún lést 30.
október 2018.
Útför Huldu fór
fram 17. nóvember
2018.
vil um leið þakka
þér þau ráð sem ég
þáði af þér snemma
á lífsbrautinni og
reyndust traust.
Guð blessi minn-
ingu Huldu og allt
það góða sem hún
gaf.
Ólafur Bjarni
Halldórsson.
Hvar fannstu tign jafn hátignarháa
og heilaga, djúpa ró?
Þar háfjöllin gnæfa við himininn bláa
og hlýjan, lognsléttan sjó,
sem árdegissólin frá austrinu gyllir
eldskini fjær og nær,
en sendir úr vestrinu kyrrláta kveðju
og kvöldroðans purpura á Djúpið slær.
Þannig orti Rósa B. Blöndals
í ljóði sínu Ísafjörður. Og undir
háfjöllunum reistu þau sér bú,
Hulda og Jón Páll, og hafa svo
sannarlega ræktað garðinn sinn
vel. En nú hefur elsku frænka
mín fengið hvíldina eftir erfiðan
tíma. Hún hafði um nokkurn
tíma fjarlægst þennan heim, en
nú er hún komin til sólarlands-
ins og þar hefur vafalaust verið
tekið vel á móti henni, af for-
eldrum, systkinum og tengda-
fólki. Frá því að við systur vor-
um litlar stelpur litum við mjög
upp til þessarar glæsilegu
frænku okkar. Ég á mjög skýra
minningu um okkur að tölta Pól-
götuna á jóladag, á leið í súkku-
laði hjá ömmu í Mjógötunni, en
þá bjuggu þau Pálmi faðir
Huldu þar. Ég var með afskap-
lega fallega litla dúkku klædda í
ljósblá föt, þetta var jólagjöf frá
Huldu frænku. Ég man enn al-
veg hvernig hún leit út og hvað
hún var falleg, þótt liðin séu
nær 70 ár. Hún og Jón Páll giftu
sig og eignuðust börnin þrjú.
Þau voru mjög samhent og við-
brigðin verða mikil hjá honum,
sem varði tíma sínum hjá henni
á Eyri alla daga. Alltaf var hún
sama hlýja frænkan og hafði
tíma fyrir okkur. Hún hugsaði
mjög vel um foreldra sína þegar
þau eltust og fór þangað reglu-
lega, kannski tvisvar á dag. Fólk
hefur sagt mér að hægt hafi
verið að stilla klukkuna eftir
Huldu þegar hún gekk niður
Urðarveg og Bæjarbrekkuna á
leið í Tangagötuna til ömmu og
Pálma.
Seinna eignuðust þau hjónin
sumarhús í Trostansfirði og
undu sér þar vel. Eitt sinn sem
oftar fóru þau í náttúrulegan
heitan pott, sem var nálægt bú-
staðnum. Þar hittu þau ungt
par, sem var á leið til Ísafjarðar,
og barst talið að því hvert þau
væru að fara. Jú í heimsókn til
mömmu svarar ungi maðurinn.
Þá var spurt: ertu kannski frá
Ísafirði? Já eiginlega, svarar
hann. Hvað heita amma þín og
afi? spurði frænka mín þá. Ein-
hvern svip hafði hún séð á pilt-
inum og í ljós kom að hann var
barnabarn systur hennar. Sonur
minn var sem sagt á leið til Ísa-
fjarðar, að heimsækja mig, með
verðandi eiginkonu. Við erum
þekkt fyrir að spyrja fólk:
hverra manna ert þú? Þannig
getum við staðsett fólk í fjöl-
skyldum og tengt við það.
Síðustu mánuðina dvaldi
Hulda á hjúkrunarheimilinu
Eyri og naut þar umönnunar
frábærs starfsfólks. Við systur
sem búum hér á Selfossi, Guð-
finna, Erla og ég undirrituð, eig-
um þess ekki kost að fylgja
henni síðasta spölinn nema í
huganum. Ég þykist viss um að
hún sé sátt við það. Fyrir hönd
systra minna votta ég Jóni Páli,
börnunum og þeirra fjölskyldum
innilega samúð. Við óskum
henni góðrar heimferðar og
þökkum fyrir að hafa átt góða
frænku, sem ræktaði sambandið
vel.
Þorbjörg Ólafsdóttir.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HANNES BJARNI KOLBEINS
ökukennari,
lést í Svíþjóð sunnudaginn 16. september.
Útförin fór fram í Svíþjóð laugardaginn
3. október. Minningarathöfn um Hannes verður haldin í Fella-
og Hólakirkju mánudaginn 26. nóvember klukkan 15.
Guðrún Hildur Kolbeins Atli Már Guðjónsson
Jóhanna Rósa Kolbeins
Kristine B. Kolbeins
Arnhildur Ásdís Kolbeins Þórarinn K. Ólafsson
Þorkell Kolbeins Eyrún Steindórsdóttir
Kolbrún P. Hannesdóttir Eyjólfur Þór Jónsson
Hera Guðrún Cosmano
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
BRAGI PÉTURSSON
til heimilis á Hjarðarhaga 46,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 14. nóvember á
Dvalarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 23. nóvember
klukkan 13.
Ásbjörn Ólafsson
Svala Ásbjörnsdóttir Ásgeir Sigurðsson
Erna Ásbjörnsdóttir Daníel Jósefsson
og barnabarnabörn
Móðir okkar,
ELÍSABET ÞORKELSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 20. nóvember á
hjúkrunarheimilinu Eiri.
Þorkell Bjarnason Ása K. Oddsdóttir
Björgvin Á. Bjarnason Kristjana S. Kjartansdóttir
Ólöf H. Bjarnadóttir Stefán Kristjánsson
barnabörn, barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐNÝ ANNA EYJÓLFSDÓTTIR,
Hrafnistu, Boðaþingi,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar
16. nóvember.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Rúnar Gils Hauksson
Jón Hjálmar Hauksson Ike Tiora Hauksson
Hannes Hauksson Hjördís Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn