Morgunblaðið - 22.11.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 22.11.2018, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 ✝ Erlingur Sig-urðarson fæddist á Græna- vatni í Mývatns- sveit 26. júní 1948. Hann dó á Sjúkra- húsinu á Akureyri 12. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Sigurður Þórisson, f. 1919, d. 2001, bóndi og oddviti, og Þorgerður Bene- diktsdóttir, f. 1916, d. 2009, kennari og húsfreyja. Bræður Erlings eru Benedikt, f. 1952, framkvæmdastjóri Búfesti, og Hjörleifur, f. 1957, bóndi á Grænavatni. Eftirlifandi eiginkona Er- lings er Sigríður Stefánsdóttir, f. 1949, fyrrverandi kennari, bæjarfulltrúi og stjórnandi hjá Akureyrarbæ. Börn þeirra eru Erna, f. 1975, íslenskufræð- ingur, Sigurður, f. 1977, land- vörður, og Kári, f. 1982, rann- sóknarlögreglumaður. Kærasta Sigurðar er Regina Christine Vogt. Kona Kára er Margrét eyri. Hann sinnti þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið og var m.a. umsjónarmaður þáttarins Dag- legt mál 1986-1987. Hann birti fjölda greina og ljóða í blöðum og tímaritum og gaf út tvær ljóðabækur: Heilyndi 1997 og Haustgrímu 2015. Sviðsverk Erlings Á svörtum fjöðrum – úr ljóðum Davíðs Stefánssonar var sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar 1995. Hann var einnig þekktur fyrir þátttöku í spurningaþáttum, m.a. í Út- svari. Erlingur naut starfs- launa listamanns hjá Akur- eyrarbæ 2005 og fékk heiðurs- viðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar fyrir ritlist árið 2016. Erlingur gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa. Síðast sat hann í Stjórnlagaráði sem starfaði árið 2011. Áður hafði hann m.a. setið í Stúdentaráði og starfað fyrir Alþýðu- bandalagið auk þess sem hann sat í ýmsum nefndum fyrir Akureyrarbæ og í stjórn Útgerðarfélags Akureyrar 1987-1995, í stjórn Mecklen- burger Hochseefischerei 1993- 1995, í Ferðamálaráði 1987- 1991 og í stjórn Hins íslenska kennarafélags 1989-1991. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju í dag, 22. nóvember 2018, klukkan 13.30. Kristín Helgadótt- ir og börn þeirra eru Sunna Mekkín, Helgi Hrafn og Baltasar Bassi. Erlingur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1969. Hann lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1976, cand.mag.-prófi í sagn- fræði frá sama skóla 1987 og prófi í uppeldis- og kennslu- fræði 1981. Hann stundaði einnig nám við Colby College í Maine í Bandaríkjunum og há- skólann í Tübingen í Þýska- landi. Erlingur var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1978-1997 og forstöðumaður Sigurhæða – Húss skáldsins á Akureyri 1997-2003. Á yngri árum og skólaárunum vann hann m.a. við bústörf á Græna- vatni og var blaðamaður við Tímann og Þjóðviljann og síðar við blaðið Norðurland á Akur- Það var snemma á áttunda tug liðinnar aldar að stóra systir kom með kærasta og mannsefni inn í fjölskylduna, Erling Sig- urðarson frá Grænavatni. Hann var Þingeyingur og bar þá eðlis- kosti sem menn tengja gjarnan við þann part landsins, var kjarnyrtur í tali, réttsýnn og af- dráttarlaus, margfróður, vel les- inn og minnugur – og vissi vel af þessu öllu. Þá var ég ungling- urinn að byrja að uppgötva ís- lensk nútímaljóð og fannst all- mikill slægur í að kynnast þarna manni sem hafði lesið þau flest og stúderað af smekkvísi, enda átti eftir að koma á daginn að hann var afbragðsgott skáld sjálfur, eins og bók hans Heil- yndi (1997) ber vitni um. Það fylgdi Erlingi gustur og áræði; fyrsta árið sem við Hildur bjuggum saman leigðum við íbúð vestur í bæ sem Sigga og Erlingur áttu, en þau voru þá flutt norður. Þau komu í borgina einhvern tímann um veturinn og heimsóttu okkur, en þá vildi svo til að það brast á með aftaka- veður með norðanbáli og hríð svo að flest lagðist niður þann daginn, vinnustöðum og versl- unum var lokað, götur ófærar og fólki ráðlagt að halda sig innan- dyra. En Erlingur, auðvitað af kyni Fjalla-Bensa sem segir frá í Aðventu, stóðst ekki að fara gönguferð út í kófið og dvaldist nokkuð lengi uns hann heyrðist loks stappa af sér í forstofunni, allur hélaður en heldur kátur og tilkynnti með sínum hljómmikla rómi: Ég fann opna ísbúð! Og dró tvær stórar dollur með ís upp úr hríðarbörðum anorakks- vasanum. Eftir að hann veiktist og dró af honum fóru líkams- burðir auðvitað þverrandi en sjálfstraust og ókvalræði var samt við sig; fyrir fáum árum vorum við báðir á samkomu hjá Sigga Hansen í Kakalaskálanum í Skagafirði og þaðan lá leiðin niður að grjóthernum við Haugsnes, og var þá Erlingur að því er mér sýndist orðinn ær- ið linur til gangs. Og brá mér því nokkuð þegar við komum að svona A-tröppum eins og eru hafðar til að komast yfir vírgirð- ingar og ætlaði ég að styðja hann yfir. En það var óþarfi enda sýndist mér hann fara léttilegar yfir þetta en ég sjálfur. Nú er þessi skemmtilegi og litríki mágur minn allur og ver- öldin fátæklegri sem því nemur. Við Hildur og stelpurnar geym- um minningu um góðan dreng. Einar Kárason, Hildur Baldursdóttir. Erlingur föðurbróðir minn hefur lokað bókinni. Síðustu daga hafa minning- arnar sprottið fram og bros og hlátur fylgt, þó að þær hafi ekki allar verið af gáfulegum augna- blikum. Til dæmis bátsferð í brjáluðu veðri heima á Græna- vatni, þar sem Elli og afi fóru að vitja um net og tóku okkur krakkana með sér. Veðrið versn- aði hratt, svo að erfiðara varð að róa og líklega vorum við í alvöru hættu. Þeir sem til þekkja vita alveg að samræður þeirra feðga, afa og Ella, voru hvorki kærar né gáfulegar undir þessum kringumstæðum, en allt fór vel. Elli kenndi mér tjáningu í Menntaskólanum, þar sem við meðal annars áttum að velja ljóð og flytja í tíma. „Stattu í báða fætur og talaðu skýrt“, fyrir- mælin voru ekki flókin. Mér er minnisstæður tíminn þegar ágætur bekkjarbróðir minn valdi að fara með ljóðið Hvarf séra Odds á Miklabæ. Ég vissi að ljóðið var eitt af uppáhaldsljóð- um Ella og vissi þar með líka að hann hefði sterkar skoðanir á því hvernig skyldi flytja ljóðið og myndi án efa gera athugasemd- ir. Þetta var eina ljóðið sem flutt var í þessum tíma. Spurningakeppnir, spil, leikir og almennt gáfnafar voru sér- stakt áhugamál ekki bara Er- lings heldur allrar fjölskyld- unnar. Elli vissi líka hvar styrkleikarnir lágu hjá öðrum og þegar hann tók þátt í Viltu vinna milljón um árið fékk ég þann vafasama heiður að vera síma- vinur – ef upp kæmu „bleikar“ spurningar um kóngafólk og bíó- myndir. Fyrir rétt svar fékk ég Mix (og síðar koníak). Við áttum að auki okkar rimmur í Skrafli og mun ég seint gleyma barátt- unni um Súðofna – þegar Elli gjörsigraði mig eitt árið. Mér fannst frændi reyndar vera að senda mér skilaboð núna um daginn þegar ég sá umfjöllun um „Attic furnace“ í húsbúnaðar- blaði. Það hlýtur að útleggjast sem súðofn á íslensku. Hestamannamótin voru sér- stakur kapítuli. Ég gerði talsvert grín að því hvernig Elli gerði sér mannamun á hestamanna- mótum. Því hærra sem menn voru í virðingarstiga frænda (í bland við ætt, uppruna og gáfna- far), þeim mun betri sopi var þeim boðinn úr taupoka Erlings, þar sem var að finna allt frá Va- lashi til fínasta koníaks. Við fór- um síðast saman á hestamanna- mót á Vindheimamelum árið 2011. Parkinsoninn var farinn að segja ívið meira til sín og eitt- hvað hafði okkur förlast í að fylgjast með tímanum upp á lyf- in að gera. Skagfirska sólin skein skært og fallegir hestar héldu okkur uppteknum. Ég gleymi ekki þar sem Elli sat fastur í brekkunni og veltist um af hlátri, þegar ég reyndi mitt besta að maka sólarvörn í andlit- ið á honum – meðan pabbi grenj- aði af hlátri. Seinna um daginn var mér boðinn sopi – af koníaki. Þegar Bensi Rafn fæddist færði Elli mér koníak. Mér fannst það staðfesting á að ég væri orðin fullorðin. Ég minnist frænda með gleði og þökk: Frændi er genginn – á mjúkum götum Sumarlandsins, stígur í hnakkinn þar sem fjöllin eru blárri, vatnið tærara og hærra til lofts. Víðáttan tekur móti þér, – þú töltir á ný. Þína skál (í koníaki), elsku frændi. Þorgerður Benediktsdóttir. Þegar ég heyrði að þú værir látinn Erlingur, þá fór ég inn á fésbókarsíðuna þína til að skoða myndir af augunum þínum. Langaði að sjá einu sinni enn þennan tæra vatnsbláa lit og glampann sem sameinaði allan heimsins prakkaraskap og ver- aldarinnar dýpstu visku í hverju bliki. Á fésbókarsíðunni sá ég mynd af sólarlagi á vetrarsíðdegi í sveitinni þinni. Eða var það kannski sólarupprás? Ég sá líka að þú varst enn skráður sem starfsmaður Stjórnlagaráðs. Mér fannst það spaugilegt og fallegt en þar kynntumst við jú og störfuðum saman í þessa fjóra annasömu mánuði sem okkur voru veittir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir Ís- land á vormánuðum 2011. Það er augljóst að hver sem fékk að kynnast þér gleymir þér aldrei. Við urðum merkilega góðir vinir á þessum stutta tíma. Skildum einhvern veginn fannst mér hvort annað alveg frá fyrstu stund. Orðin sem koma í kollinn á mér þegar ég hugsa um þig eru: náttúra, glettni, viska, tungumálið, réttsýnin og auð- vitað baráttan. Ég hef á tilfinningunni að þú hafir ekki óttast dauðann. Hann hafði þó gert boð á undan sér með öðrum hætti hjá þér en okk- ur hinum og byrjað að heimta af þér líkamlega orku löngu áður en hann tók þig í faðm sér. Þú ortir um hann eins og hann væri ekki mjög merkileg staðreynd en mér fannst þú alltaf hafa fangað svo vel hversu merkileg staðreynd lífið hins vegar væri. Þú lifðir því. Mér finnst sorglegt að þú sért farinn og að sjálfsögðu er sú sorg fyrst og fremst aðstandend- anna þinna og náinna vina, sem ég votta innilega mína dýpstu samúð. Þó vil ég líka óska þeim til hamingju með að hafa fengið þig sem förunaut í lífinu, það ímynda ég mér að hafi verið mikil gjöf. Ég verð þó að vera alveg hreinskilin og segja í kveðju- skyni, kæri Erlingur, að mér finnst gríðarlega sárt að þú hafir ekki lifað það að sjá stjórnar- skrána sem við skrifuðum saman taka gildi. Stjórnarskrána sem þú áttir svo stóran hlut í að orða með þinni einstöku næmni fyrir okkar dýrmæta tungumáli. Stjórnarskrána sem kjósendur sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að skyldi lögð til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það markar því afar sár skil í þessari baráttu að sjá á eftir þér en við minnumst þín að eilífu sem þekktum. Hvíldu í friði, elsku vinur. Katrín Oddsdóttir. Með miklum söknuði og trega kveð ég fallinn félaga og vin, Er- ling Sigurðarson frá Græna- vatni, lengst af kennara við Menntaskólann á Akureyri. Kynni okkar ná aftur til upp- hafs stjórnmálaþátttöku minnar fyrir um fjörutíu árum. Þau hjónin, Erlingur og Sigga, voru allt frá byrjun búsetu sinnar á Akureyri burðarásar í starfi Al- þýðubandalagsins og heimili þeirra meira og minna undirlagt. Sigríður varð aðalmaður í bæj- arstjórn 1984 og gegndi því hlut- verki og fjölmörgum trúnaðar- störfum sem því tengdust í um hálfan annan áratug. Svo mikils álits og virðingar aflaði hún sér með dugnaði sínum og einurð í því starfi að hún var hvött til þess að gefa kost á sér sem for- maður flokksins 1987. Ekki varð það niðurstaðan en breytir engu um það álit okkar sem til hennar þekkjum að því hefði verið vel skipað með hana í forustusæti. Erlingur bóndi hennar var á sama tíma ómetanlegur liðs- maður í málefnabaráttu og flokksstarfi, ósérhlífinn dugnað- arforkur sem gekk af eldmóði í þau verk sem vinna þurfti hverju sinni. Eftirminnilegast er mér samstarfið við hann á þessum árum í tengslum við blaðaútgáfu. Upp rifjast vökunætur á níunda áratugnum þar sem legið var við inni í prentsmiðju til að koma Norðurlandi út. Verið að lesa síðustu próförk og með prent- tækni þess tíma meira mál en nú er að gera breytingar á elleftu stundu. Ekki lét Erlingur þó laust og aftók að vélarnar færu af stað fyrr en allt var á gull- aldarmáli. Margt flakkið fórum við saman um kjördæmið á þess- um árum og Erlingur frábær ferðafélagi, hress og skemmti- legur, fróður um menn og mál- efni og vílaði ekki fyrir sér ófærðarslark. Það var þungbært þegar Er- lingur, þessi orkumikli atgervis- maður, fékk langt um aldur fram greiningu á þeim harðskeytta sjúkdómi sem hann glímdi við alla tíð síðan. Eftir sem áður fékk hann miklu áorkað. Hann skilur eftir sig ljóðaperlur á bók- um og hlaut kosningu til stjórn- lagaþings sem varð að stjórnlag- aráði þar sem hann lagði sitt af mörkum af sama eldmóði og endranær. Margir landsmenn minnast þess ugglaust hvernig víðtæk þekking hans og stál- minni fleytti liði Akureyringa langt, ár eftir ár, í spurninga- keppni sveitarfélaganna. Færri þekktu þá hlið þar sem Erlingur var þó hvað næst sjálfum sér og uppruna sínum. Þar fór sveita- maðurinn og náttúrubarnið sem hvergi naut sín betur en á hest- baki, með hund í för og ekki verra ef eitthvað var af fé til að smala. Hart sem það er þá er víst ekki annað eftir en að þakka fyr- ir og kveðja kæran félaga. Ef því er þannig fyrir komið að honum sé nú ferð á höndum og hitti þar einhverja fyrir þá bið ég að heilsa Starra og öllum hinum. Minningin um góðan dreng lifir í öllu falli áfram með okkur sem þekktum Erling og megi hún létta okkur skammdegið, ekki síst ykkur fjölskylda hans. Kæra Sigga, mikinn heiður átt þú skilinn fyrir það hvað þú stóðst vel með þínum manni í margri raun og varst honum stoð og stytta til hinstu stundar. Við Bergný sendum þér, börn- unum og fjölskyldu allri innileg- ar samúðarkveðjur. Dreymi þig ljósið og sofðu rótt, kæri vinur Erlingur. Steingrímur J. Sigfússon. Með Erlingi Sigurðarsyni er genginn merkur sveitamaður af gamla skólanum. Hann var ein- lægur náttúru-, dýra- og öræfa- unnandi og heimasveit hans, Mý- vatnssveit, var honum kærari en aðrir staðir á jarðríki. Erlingur hafði hrjúft yfirbragð en undir bjó tilfinninganæmur maður sem alltaf tók stöðu með lítilmagn- anum, maður sem andæfði lát- litlum yfirgangi auðvalds og auð- magns og var ódeigur að krefjast réttlætis samferðafólki sínu til handa, hvar sem þess var þörf. Erlingur var hugsjóna- maður. Ég kynntist Erlingi sem sam- kennara við MA og skömmu síð- ar sem nágranna og traustum fé- laga. Börnin okkar voru jafnaldra og samgangur á milli heimila mikill. Aldrei skorti um- ræðuefni. Erlingur var víðlesinn, skarpgreindur, skoðana- og rök- fastur og fylgdist vel með þjóð- félagsmálum. Þótt hann drægi sig aðeins fimmtugur að aldri út úr beinum afskiptum af stjórn- málum var hugur hans sívirkur á þeim vettvangi sem öðrum. Sá áhugi kom glöggt fram er hann tók öflugan þátt í störfum stjórnlagaráðs árið 2011. Erlingur var greiðvikinn mað- ur og margsinnis lét hann eigin hagsmuni víkja fyrir óskum ann- arra. Ég fæ honum til dæmis seint fullþakkað hversu vandlega hann yfirfór handrit mitt að sýslunefndarsögu Húnvetninga á fyrri hluta árs 1992. Erlingur var þá við nám í Tübingen í Þýskalandi og hafði mörgu að sinna. Engu að síður las hann skrifin af gjörhygli, var leiðsögu- maður minn um meðferð ís- lenskrar tungu og spurði gagn- rýninna spurninga um efnistök. Yfirlestur þeirrar gerðar er ómetanlegur og til Erlings leit- aði ég oft með önnur erindi sömu ættar. Þekking Erlings spannaði vítt svið svo sem alþjóð veit eftir frá- bæra frammistöðu hans í spurn- ingakeppnum í sjónvarpi. Þess utan hafði hann næmt auga fyrir ljóðum og ljóðaflutningur hans er öllum sem á hlýddu ógleym- anlegur. Sem forstöðumaður Sigurhæða, húss skáldsins á Akureyri, naut hann sín vel á sérstökum ljóðakvöldum þar sem hann fór með heilu kvæða- bálkana utanbókar og túlkaði þá jafnan með persónulegum og eft- irminnilegum hætti. Ljóðelska Erlings náði þó ekki einvörð- ungu til túlkunar á orðum ann- arra heldur lét hann til sín taka bæði sem ljóðskáld og þýðandi. Á þeim vettvangi gerðist tvennt. Annars vegar fengu orðsnilld hans og næmt brageyra að njóta sín til fulls og hins vegar fann Erlingur í ljóðunum vettvang fyrir sínar innstu tilfinningar, hugsanir og þrár. Þann farveg nýtti hann svo eftir var tekið. Harður sjúkdómur lék Erling grátt á seinni árum. Líkaminn bognaði smám saman og röddin sveik hinn áður hljómmikla mann. Samræður urðu erfiðar, einkum þegar margir komu sam- an. Á þeim árum leitaði nátt- úrubarnið Erlingur til hestanna sinna og hunds um sáluhjálp og samneyti. Ég sé hann fyrir mér álútan með staf í hendi, hest í taumi og Lappa sér við hlið. Kollurinn er alhvítur, andlitið er holdskarpt og svipmikið, undir þykkum brúnum leiftra árvökul og rannsakandi augu. Þeir ganga hægt inn í heiðina og hverfa mér sjónum. Við Ragnheiður þökkum langa samfylgd og sendum Sig- ríði og fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Bragi Guðmundsson. Aldarfjórðungur er aðeins ör- skotsstund. Grænavatnsbræður tveir tóku okkur hjónum opnum örmum í hesthús með eina meri veturna ’93-’95. Leggið bara hey með merinni. Flóknari voru þeir samningar ekki. Það varð vísir að góðri vináttu. Hestar, hestaferðir, ferðalög og ljóð. Alltaf ljóð; ljóðabækur, ljóð með jólakveðjum, viðburða- ljóð, ljóð í kaffistofunni og í án- ingarstað. Ljóð út um allt enda liggur ljóðið til allra átta eins og segir í einu örljóði. “… í stundareilífð eina sumar- nótt …“ (HKL) Þær eru margar og ógleyman- legar þessar eilífðarstundir um ótal sumarnætur þegar fuglarnir sofa: Undir fjárhúsvegg á Merkigili, réttarvegg í Sellönd- um, Sörlastaðir, Stóra Flysja við bakka Suðurár í nálægð Ódáða- hrauns, um víðan Skagafjörð og víðar. Eigin ljóð og annarra flutt eftir beiðni, af innlifun og alúð, aldrei hik á orði eða hendingu. Aldrei komið að tómum kofan- um. Ljóðakvöld í Davíðshúsi og á Sigurhæðum þar sem Erlingur, með djúpri tilfinningu og innsæi, opnaði leið inn í ýmsa leyndar- dóma Njálu, fleiri fornsagna og aðrar bókmenntir á nám- skeiðum. Seinni ljóðabók Erlings, Haustgríma, er óður hans til æskunnar, náttúrunnar, Sveitar- innar, hesta. En helst til lífsins, gleðinnar, ástar og virðingar fyr- ir landi og tungu. Þó bregður þar fyrir skuggum. Erlingur yrkir til meistara Parkinsons og lamandi samfylgdar hans. Þeir mættust á miðjum vegi, eins og hann segir sjálfur í ljóði, og fylgdust að eftir það. Síðar tölti klár Erlings ekki lengur. Park- inson lagði á líkamann fjötra, hreyfingar erfiðar og málið stirt. En hugurinn óbundinn. Á hest- baki var þó eins og gamalt minni hreyfinga frá æsku vaknaði til lífsins og við ljóðaflutning varð röddin aftur skýr og styrk. Um stund og stund hafði Erlingur förunaut sinn Parkinson undir „og knapinn á hestbaki er kóng- ur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur“ (E. Ben). Seiglan fylgdi honum allt til enda og stutt í spaugilega hlið tilver- unnar. Það er huggun við missi góðs vinar að sjá hann fyrir hugskots- sjónum í bliki eilífðarstundanna og leggja af stað í morgunljóm- ann og reyna fjörgammsins tök. Nú skal fara vel. Takk kæri vinur. Takk. Við vottum Sigríði eiginkonu Erlings og börnum þeirra, Ernu, Sigurði og Kára okkar innileg- ustu samúð. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson) Páll og Herdís. Erlingur Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.