Morgunblaðið - 22.11.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 22.11.2018, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Í dag fer ég út að borða meðfjölskyldunni, konunniminni, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og for- eldrum mínum,“ segir Guðni Olgeirsson sem fagnar 60 ára afmælinu í dag. „En ég er búinn að halda upp á afmælið þetta árið með ýmsum hætti. Stór- fjölskyldan var í sumarhúsi á Ítalíu, í Toskanahéraði, í tilefni afmælisins og það var mjög gaman og svo fór ég með syni mínum og tengdasonum í vískí- smökkunarferð í Skotlandi. Það var síðan heilmikið afmæl- isboð í Veiðivötnum fyrir alla sem voru með mér í netaveiði og stangveiði þar í haust. Það eru því búnar að vera margar minni veislur þetta árið. Svo er draumurinn að gera ýmislegt árið sem ég er sextugur og halda áfram að njóta lífsins.“ Guðni er sérfræðingur á skrifstofu mennta og vísinda hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og hefur unnið mestanpart í stefnu- mótunarmálum í skyldunáminu í gegnum tíðina. Hann hefur einnig verið öflugur í félagsmálum og sérstaklega hvað varðar foreldrastarf. „Ég fór meira að segja í sóknarnefnd til að rífa upp barnastarfið en mér finnst virkt foreldrastarf skipta miklu máli til að börnum gangi vel í því sem þau eru að gera.“ Guðni er sömuleiðis mikill Valsari og hefur unnið að mörgum störfum hjá því félagi auk þess að vera dug- legur að fara á völlinn. Enn eitt hjartans mál hjá Guðna er útivist. „Eftir því sem maður kynnist fleiri göngusvæðum því meira finnst manni maður eiga eftir. Útivistin hefur gefið mér svo mikinn kraft og maður safnar vetrar- forða með þeim, sérstaklega stóru ferðunum. Ég er fæddur og uppal- inn í Holtum í Rangárvallasýslu og seinni árin hef ég farið út í að móta gönguleiðir á Fjallabaksvæðinu og skrifað rit um gönguleiðir, til dæmis um Hellismannaleið og núna er ég að skrifa um leiðir á Rangár- vallaafrétt. Ég vonast til að nema fleiri afréttarlönd meðan heilsan leyfir.“ Eiginkona Guðna er Sigurlaug Jóna Sigurðardóttir, læknaritari á Landspítalanum, og börn þeirra eru Finnur Kári, Signý Heiða og Gerður. Barnabörnin eru Margrét Hekla tíu ára og Vordís Katla þriggja ára Finnsbörn. Við fjallaskála Guðni Olgeirsson. Býr til gönguleiðir og skrifar um þær Guðni Olgeirsson er sextugur í dag M argrét Þórey Stef- anía Guðmunds- dóttir fæddist að Hæli í Flókadal 22.11. 1933 og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs og síðan í Reykjavík. Hún dvaldi þó að Hæli flest sumur til 16 ára ald- urs. Margrét lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1950, stundaði nám við Leiklist- arskóla Lárusar Pálssonar 1950- 51, við Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins 1951-53 og við Royal Aca- demy of Dramatic Art í London 1953-54. Margrét lék sitt fyrsta hlutverk við Þjóðleikhúsið í barnaleikritinu Litli Kláus og Stóri Kláus, árið 1952. Hún var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá 1955-2003 en hún lék töluvert á annað hundrað hlutverk í Þjóðleikhúsinu, síðast árið 2006. Meðal helstu hlutverka Mar- grétar má nefna Tachang í Krítar- hringnum; Lótusblómið í Tehúsi ágústmánans; Sólveigu í Pétri Gaut; Dórotheu í Galdrakarlinum í Oz; Charlotte Corday í Marat/ Sade; Dísu í Galdra-Lofti; Konuna í Hversdagsdraumi; Lýsiströtu í Lýsiströtu; Stellu í Sporvagninum Girnd; Sén Te/Sjúi Ta í Góðu sál- inni í Sesúan; Doris í Á sama tíma að ári; Unni í Grasmaðki; Elísa- betu drottningu í Ríkarði III; Eleanor í Helgispjöllum og Krist- ínu í Hafinu. Þá lék hún í sjón- varpsleikritum, í fjölda útvarps- leikrita og kvikmyndum, nú síðast í kvikmyndinni Halastjarnan sem tekin var upp í fyrra og nú er verið að sýna. Margrét var fulltrúi Félags ís- lenskra leikara í Þjóðleikhúsráði 1978-83 auk þess sem hún sat í verkefnavalsnefnd Þjóðleikhússins. Hún var auk þess formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins um skeið. Fjölskylda Margrét giftist 24.6. 1988 Bessa Bjarnasyni, f. 5.9. 1930, d. 12.9. 2005, leikara. Hann er sonur Margrét Þ.S. Guðmundsdóttir leikkona – 85 ára Úti á svölum Hér er Margrét með börnunum sínum, talin frá vinstri, Ivon Stefán, María Dís og Victor Guðmundur. Hefur leikið á annað hundrað hlutverk í 65 ár Ríp í Hegranesi, Skagafirði Þor- valdur Heiðar Elvarsson fæddist 6. febrúar 2018 kl. 16.45. Hann vó 3.312 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Elín Petra Gunn- arsdóttir og Elvar Örn Birgisson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.