Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
Jólin 2018
Opið virka daga kl. 10-18, laugardag kl. 11-16
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einhver utanaðkomandi öfl eru að
rugla með skipulag þitt. Nýttu tímann vel og
vertu um leið opin/n fyrir nýjum tækifærum.
Eitthvað mjög spennandi er í uppsiglingu í
ástamálunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú vekur athygli annarra og finnst
notalegt að láta hana leika um þig. Vertu
opin/n fyrir ábendingum því þú veist ekki
hvaðan næsta heilræði kemur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eyddu ekki óþarfa tíma í að sann-
færa aðra um að þú sért að gera rétt því þú
ert besti dómarinn í því máli. Skemmt-
analífið tekur toll af heilsunni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú áttar þig á því hversu mikla um-
hyggju aðrir bera fyrir þér á komandi vikum.
Þó jólin nálgist er engin ástæða til að setja í
5. gír. Andaðu djúpt og njóttu líðandi stund-
ar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það getur verið snúið þegar persónu-
leg vandamál teygja anga sína inn á vinnu-
staðinn. Þú ert að drukkna í útgjöldum,
þetta er heimatilbúinn vandi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Kappsfullur félagi þarf að hafa sig all-
an við til þess að ná þér. Stundum færðu
ekki það sem þú þráir, kannski er það þér
fyrir bestu, þú sérð það seinna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú íhugar atburði, en líka tilfinningarnar
á bak við þá. Sestu niður og raðaðu hlut-
unum í rétta forgangsröð. Þú syndir á móti
straumnum, sem er gott.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er ákaflega gefandi að eiga
sálufélaga sem skilur þig og þekkir allar þín-
ar þarfir. Segðu þeim til syndanna sem eiga
það skilið, en farðu samt fínt í hlutina.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það getur verið skemmtilegt að
krydda hversdaginn með útivist. Minntu þig
á að hamingjan er ekki fólgin í peningum.
Setti þig í stellingar fyrir óvæntar fréttir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú býrð yfir nægu hugrekki til
þess að horfast í augu við galla þína, og það
er meira en flestir geta sagt. Farðu vel með
hlutina þína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að ganga úr skugga um
að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Hættu
að hafa áhyggjur, þær bæta ekkert. Annastu
vel þá sem þú elskar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Taktu ekki allt bókstaflega sem þú
heyrir heldur sannreyndu það sjálf/ur. Að
búa við sálarfrið er mesta hamingjan.
Kannske Blesi hafi verið aðsenda eitthvað. Hann var
menntahrokagikkur,“ skrifaði Fía
á Sandi í Leirinn á föstudag:
Blesi var hugprúður hestur,
í hlaupi var klárinn víst bestur
en fátítt var það
að hann færi af stað
hann lá oftast heima við lestur.
Og bætti síðan við með friðar-
kveðju: „Ath. Það er engin meining
bak við limruna. Hún var bara að
þvælast fyrir mér.“
Þannig var hljóðið í Ólafi Stef-
ánssyni á laugardag:
Það er myrkur á morgnana núna,
ég missi nærri’á því trúna,
að aftur neitt birti
en áfram hér syrti.
Þessi andskoti ergir menn lúna!
Daginn áður hafði Ólafur talað
um „háspekilega leirhyggju“ og
býr til nýyrðið „vistill“ um að vista
og fer vel á því:
Hvernig líturðu Leirinn á,
er læturðu vísu þar inn á slá?
Sem verandi vistil
kassa’ eða kistil,
eða kornmæli til að fylla þá?
Nú koma tvær limrur eftir Helga
R. Einarsson. Fyrst „Sagan síunga“
Honum fannst mikið mein
hve mikið sú stutta var ein.
Fyrst augum var gotið
og einhvers svo notið.
Gamla sagan um stelpu og svein.
Og síðan „Að letja og hvetja“:
Jóna litla var lött
að leika við Pésa kött,
sem var gugginn og grár,
gamall og sár,
en til þess Kata var hvött.
Hér yrkir Sigurlín Hermanns-
dóttir um vegagerð og er „stolið úr
ýmsum áttum“:
Landslag yrði lítils virði
ef lægju hvergi vegahró.
Botninn er austur í Berufirði,
býsna djúpt á honum þó.
Þórður Vilberg Oddsson kynnti
ljóðabók sína „Tækifæri“ á Boðnar-
miði og lét fylgja tvær stökur, sú
fyrri er „Skáldskapur“:
Og síðan „Íslenska“:
Slettuskapur slæmur er
og slævir málsins þunga.
Fleygu orðin færir þér
fögur íslensk tunga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Friðarkveðja og
háspekileg leirhyggja
„ÞETTA GEKK MJÖG VEL ÞANGAÐ TIL ÉG
BAÐ HANN AÐ SÝNA MÉR HVERNIG HANN
FLÚÐI.“
„HJÚKKA? HRINGDU Á SJÚKRABÍL.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar mamma kyssir
góða nótt.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG VAR AÐ TALA
VIÐ LÍSU...
HÚN SAGÐI AÐ VIÐ
ÞYRFTUM AÐ BORÐA
HOLLARI MAT
OG ÞÚ VEIST
HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR
SKILIÐ. ÉG FER
AÐ HAMSTRA
KLEINUHRINGI
ÆTLARÐU AÐ
MEIÐA OKKUR?
NEI, VIÐ ERUM FARNIR!
ÞIÐ EIGIÐ EKKERT SEM
VIÐ VILJUM RÆNA!
JÆJA, ÞAR TÓKST ÞÉR AÐ SÆRA
TILFINNINGAR ÞEIRRA!
Hvíta albúm Bítlanna fagnar umþessar mundir hálfrar aldar af-
mæli sínu. Víkverji fellur nánast í
stafi þegar hann skrifar þessi orð,
enda finnst honum tónlistin á albúm-
inu ekki bera þess merki að platan
sé komin á „miðjan aldur“, ef svo má
að orði komast.
x x x
Albúmið var endurútgefið í tilefniafmælisins og er búið að endur-
hljóðblanda það og fara rækilega yf-
ir hvern einasta tón sem heyrist á
plötunni. Mun Giles Martin, sonur
upptökustjórans og goðsagnarinnar
George Martin, hafa haft yfirumsjón
með því, og er óhætt að segja að hon-
um hefur farist verkið vel úr hendi.
x x x
Víkverji er ekki nógu gamall til aðmuna það þegar albúmið kom
út, en rekur minni til þess að hafa
heyrt föður sinn segja að mjög skipt-
ar skoðanir hafi verið um ágæti lag-
anna á vínylplötunum tveimur sem
komu í albúminu. Þar ægir enda
mörgum ólíkum tónlistarstílum sam-
an, allt frá skerandi þungarokki í
laginu Helter Skelter yfir í Reggae-
takt í Ob-la-di Ob-la-da og þaðan yfir
í ljúfar ballöður eins og Julia og I
Will. Inn á milli eru síðan lög, sem
kannski hefðu betur mátt víkja fyrir
einhverju betra.
x x x
Víkverji ætlar til dæmis ekki aðláta sig hafa það að hlusta á
„lagið“ Revolution 9 aftur, en það er
í raun samansafn óhljóða í boði John
Lennon og Yoko Ono. Paul McCart-
ney bauð upp á svipað með laginu
Wild Honey Pie, sem hefur það þó
fram yfir Revolution 9 að vera bara
tæp mínúta á lengd.
x x x
Það sem hefur komið Víkverjakannski mest á óvart við að
hlusta á Hvíta albúmið að þessu
sinni er hversu mörg góð og vel unn-
in lög eru á því. Það er varla hægt að
trúa því að fimmtíu ár séu liðin frá
því að þau komu út, og hljómsveitir
dagsins í dag gætu prísað sig sælar
ef þær gæfu út eina plötu af gæða-
efni, hvað þá tvær í einu.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó
Guð, mannanna börn leita hælis í
skugga vængja þinna.
(Sálmarnir 36.8)