Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 38

Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is MINI ONE COUNTRYMAN nýskr. 07/2014, ekinn 56 Þ.km, bensín, 6 gíra. FÖSSARATILBOÐ 2.290.000 kr. stgr. Raðnúmer 257394 TOYOTA LAND CRUISER 120VX nýskr. 06/2005, ekinn 284 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, 33“. FÖSSARATILBOÐ 1.990.000 kr. stgr. Raðnúmer 258331 SVARTUR FÖSSARI - SVARTUR FÖSSARI - SVARTUR FÖSSARI FORD FIESTA TREND nýskr. 04/2014, ekinn 81 Þ.km, bensín, 5 gíra. FÖSSARATILBOÐ 890.000 kr. stgr. Raðnúmer 258429 PORSCHE CAYENNE S Árg. 2004, ekinn 173 Þ.km, 8 cyl. bensín, sjálfskiptur. FÖSSARATILBOÐ 999.000 kr. stgr. Raðnúmer 258288 M.BENZ C 180 CDI AVANTGARDE 02/2011, ekinn 199 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. FÖSSARATILBOÐ 1.990.000 kr. stgr. Raðnúmer 258355 Bílafjármögnun Landsbankans FÖSSARA TILBOÐ Íslenski dansflokkurinn frum-sýndi tvö ný íslensk verk áNýja sviði Borgarleikhússinssíðastliðið laugardagskvöld, sem hluta af alþjóðlegu sviðslistahá- tíðinni Spectacular. Viðburðurinn ber nafnið Dísablót. Flokkurinn hef- ur tekið mikilli endurnýjun á þessu ári og það er gaman að sjá mörg ný andlit á sviðinu. Hópurinn vinnur vel saman, dansararnir leggja sig gríð- arlega fram, og er augsýnilegt að á milli þeirra ríkir góður skilningur og traust. Verk nr. 1 eftir Steinunni Ketils- dóttur og dansarana er fyrsta verk í seríu verka sem eru afrakstur tveggja ára rannsóknarvinnu höf- undar, sem nefnist EXPRESS- IONS: virði og vald væntinga í dansi. Um er að ræða kóreógrafíska listrannsókn þar sem væntingar inn- an dansins og fyrirframgefnar hug- myndir um dans og möguleika formsins eru í brennipunkti. Verkið er kröftugt, flókið, skemmtilegt og tilefni til mikilla heilabrota. Unnið er með margar hugmyndir, margra spurninga spurt, og klisjur eru afbyggðar og settar í ný samhengi. Framsetningin gefur tilefni til ólíkra túlkana en þó má segja að þetta sé dansverk um dans, um hlutverk dansarans, sem og dansverk um afstöðu og viðmót áhorfandans. Það er undirliggjandi allt verkið að dansararnir eru skýrt meðvitaðir um nærveru áhorfenda, þeir með- taka þá og horfa beint á móti, ein- hvers konar „ég sé þig sjá mig“ og „ég vil það eða vil það ekki“- tilfinning. Þeir vilja að áhorfandinn horfi á þá, hlutgeri þá, og víki sér ekki undan. Spurningarnar sem sitja eftir eru: Hvað er dansari og hvert er hlutverk hans? Er áhorfandinn hugsanalaus neytandi og dansinn og líkami dansarans neysluvara? Hverjar eru væntingar áhorfandans til dansarans og dansins? Verkið spyr þannig pólitískra spurninga sem má yfirfæra á önnur svið. Tónlist Áskels Harðarsonar spilar stórt hlutverk í heildarupplifuninni en hún er sambland af hústónlist, teknó, raftónlist, og hljóðgervlalík- ingum. Tónlistin varð til á æfingum og er því samofin dansinum, hún er límið sem heldur verkinu saman og skapar grípandi andrúmsloft. Hún á í góðu samtali við búningana sem eru frumlegir og fallega litríkir og undirstrika líkamsvöxt dansaranna. Lýsingin er afar falleg og magnar áhrif verksins. Kóreógrafían er hrein og formföst frekar en flæðandi. Það reynir á ein- beitingu og samstillingu dansar- anna, og þeir sem hópur standa und- ir fyllstu kröfum. Verkið hefur yfir sér fútúríska, vélræna stemningu og ákveðna ró, sem kristallast sér- staklega í frammistöðu Ernu Gunn- arsdóttur sem er einn af nýjum dönsurum flokksins. Hreyfingar hennar eru áreynslulausar, og hún heldur athygli áhorfandans frá fyrsta augnabliki. Frammistaða og nærvera Sólbjartar Sigurðardóttur var einnig áhrifamikil, en Sólbjört kemur inn í uppfærsluna með aðeins tveggja daga fyrirvara vegna for- falla. Í verki þar sem einblínt er á list- formið sjálft og hlutverk listamanns- ins er það umhugsunarefni hvort hinn almenni áhorfandi hafi for- sendur til að skilja hin fínni blæ- brigði í því sem um er fjallað. Það má líka spyrja sig hvort það hefði verið til gagns að einfalda verkið, draga betur fram höfuðþættina og einblína á færri hugmyndir. Verk nr. 1 fjallar um gífurlega áhugavert efni og verður spennandi að sjá framhaldið. Lengi framan af er verkið eins og þægileg neyslu- vara, vélrænt og fjarlægt. Í endann verður það þó persónulegra, og við sjáum glitta í innra líf dansaranna. Þetta endurspeglast sérstaklega í lokasólóinu, sem Elín Signý Wey- wadt Ragnarsdóttir dansar af mikilli list. Þar kemur fram nýtt sjónar- horn á heim verksins, formfestan hverfur og við sjáum undir yfirborð- ið. Við erum skilin eftir með óþægi- lega tilfinningu og stingandi sorg, sem og spurningar um manneskjur og dans. Pottþétt myrkur er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans eftir Ernu Ómars- dóttur, Valdimar Jóhannsson og dansara Íd. Verkið hefst í rétt svo nægri birtu til að hægt sé að greina form ótal svartra mannslíkama sem ferðast um rýmið eins og svart haf. Hápunkti er náð í ljóðrænum fossi líkama, sem er eftirminnileg mynd. Búningarnir virka vel þarna, ver- urnar eru samtengdir líkamar, dúkka og dansari, og minna á sálu- félaga-skrímsli Platós. Það er heims- endastemming yfir senunni, hún er frumleg og í anda danshöfundarins. Nálgunin gefur áhorfandanum tæki- færi til að upplifa dans á annan hátt, og einblína á formin og hreyfing- arnar. Myndlíking verksins á líklega að vera sú, að við höfum öll einhvers konar draug eða djöful að draga, sem við losnum aldrei við. Það getur verið óöryggi, þunglyndi, kvíði, ást- arsorg, ofbeldissamband, fíkn, sjúk- dómur, væntingar eða öll heimsins helvíti. Áhorfendum er frjálst að túlka. Einnig er hægt að tengja verkið við átök okkar tíma þar sem gröftur samfélagsins er að brjótast upp á yfirborðið. Að lokum þessa áhrifamikla inn- gangs umbreytist allt andrúmsloftið. Það birtir á sviðinu, andlit dansar- anna koma í ljós, tónlistin hækkar, og dansararnir verða ógnandi og hreyfingarnar hrottafullar. Birtunni er teflt á móti myrkrinu og stemning ofbeldis tekur völdin. Hvað hefur eiginlega gerst, og hvers vegna? Til þess að svona umbreyting geti virk- að verður að vera innistæða fyrir henni, eitthvað í aðdragandanum sem gefur til kynna framhaldið. Því er því miður ekki að skipta í þessu tilfelli, bara tilgangslaus hávaði og hamagangur og aldrei gefið neitt eftir. Jú, reyndar verður stemnings- breyting þegar dansararnir birtast í sínum eigin hversdagsfötum, gefa frá sér kokhljóð og leika einhvers konar dýr eða uppvakninga, sem minnir helst á risaeðlur. Ætlunin er óljós, á þetta að vera fyndið eða óþægilegt? Búningavalið er einnig torskilið, eiga dansararnir núna að vera þeir sjálfir í eigin fötum? Tónlist Sigur Rósar og Valdimars Jóhannssonar er mjög ágeng og hvöss, og áhorfandinn fær aldrei pásu. Þetta er samfelldur hljóð- massi, aldrei þagnir eða rólegri augnablik, til að geta síðan sprengt allt upp á nýtt. Hún er þannig pláss- frek og yfirgnæfandi og má spyrja sig hvort hún hafi verið rétta valið fyrir þetta verk. Maður spyr sig líka hver sé ástæð- an fyrir því að gera verk með svona miklu ofbeldi. Það getur fengið á áhorfendur líkamlega að horfa á dansarana fleygja dúkkunum og hver öðrum um sviðið, og getur haft öfug áhrif við það sem ætlað er, orð- ið tilgerðarlegt og pirrandi. Í lokin er nýtt efni kynnt til sögunnar, svartar konfetti bombur og flöktandi strobe-ljós sem er klisjukennt og bætir engu við. Sjálfsagt er það ætlun höfunda að spyrja spurninga um valdbeitingu, hlutgervingu og notkun á mann- eskjum – þessir tveir pólar, að vera sá sem beitir valdinu og vera sá sem er beittur valdinu. Að keyra á tryll- ingslegri orku eða gefast upp í ör- mögnun. Að vera fastur í fangi ann- ars afls eða annarrar manneskju, algjörlega undir hennar valdi. Að hata djöfulinn sinn en geta ekki lifað án hans. Allt er þetta spennandi og verðugt efni fyrir dans, en það hvernig svo hugmyndin er fram- kvæmd, stöðugt af sömu þungu orku og án þess að setja í annað sam- hengi, verður fljótt þreytandi og jaðrar við tilgerð þegar upp er stað- ið. Það einfaldlega vantar dýpt til að kveikja í áhorfendum. Hér hefði þurft að huga betur að dramatúrgíu, tempói og tónlist – og stytta. Hins vegar er það krafturinn, færnin, ein- beitnin og traustið hjá dönsurunum sem heldur verkinu uppi. Um tilgang, kraft og ofbeldi Ljósmyndir/Jónatan Grétarsson Borgarleikhúsið Verk nr. 1 bbbbn Eftir Steinunni Ketilsdóttur í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins. Tónlist: Áskell Harðarson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Alexía Rós Gylfadóttir. Dansarar: Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Ernesto Camilo Aldaza- bal Valdes, Félix Urbina Alejandre, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Sólbjört Sigurðardóttir, Una Björg Bjarnadóttir og Þyri Huld Árnadóttir. NÍNA HJÁLMARSDÓTTIR DANS Pottþétt myrkur bbnnn Eftir Ernu Ómarsdóttur í samvinnu við dansara Íd. Listrænir stjórnendur: Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson. Tónlist: Sigur Rós og Valdimar Jóhanns- son. Búningar: Rebekka Jónsdóttir. Leikmunir og sviðsmynd: Erna Ómars- dóttir og Valdimar Jóhannsson. Dans- arar: Sömu og fyrr ásamt Hannesi Þór Egilssyni. Íslenski dansflokkurinn frum- sýndi bæði verk undir yfirskriftinni Dísablót á Nýja sviði Borgarleikhússins laugardaginn 17. nóvember 2018. Áhugavert „Verk nr. 1 fjallar um gífurlega áhugavert efni og verður spennandi að sjá framhaldið,“ segir í rýni um Verk nr. 1. Kraftur „[Það er] krafturinn, færn- in, einbeitnin og traustið hjá döns- urunum sem held- ur verkinu uppi,“ segir í rýni um Pottþétt myrkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.