Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 2

Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 2
Hagnaður bankanna, tekjur og arðsemi eiginfjár Heimild: Árshlutauppgjör bankanna Hagnaður Rekstrarkostnaður Vaxtatekjur nettó Þóknanatekjur nettó Arðsemi eigin fjár 9M 2018 9M 2017 9M 2018 9M 2017 9M 2018 9M 2017 9M 2018 9M 2017 9M 2018 9M 2017 Arion banki 6,2 10,4 25,6 21,4 22 22,6 12,3 10,7 3,9% 6,3% Íslandsbanki 9,2 10,1 23,6 22,4 23,6 22,7 8,7 10,1 7,1% 7,7% Landsbankinn 15,4 16,8 17,7 17,7 29,8 27,1 5,8 6,6 9,4% 8,8% Upphæðir eru í milljörðum kr. Samanlagður hagnaður viðskipta- bankanna þriggja nam 30,8 millj- örðum í ár. Þar af nemur hagnaður Landsbankans nærri helmingi upp- hæðarinnar. Er hagnaðurinn í ár 6,5 milljörðum minni en yfir sama tíma- bil í fyrra þegar hann nam 37,3 milljörðum. Mestur er samdráttur- inn hjá Arion banka. Minnkar hagn- aðurinn um 4,2 milljarða eða 40%. Samdrátturinn er 9% hjá Íslands- banka og 8,3% hjá Landsbankanum. Svipuð mynd birtist þegar horft er til þróunar á arðsemi eigin fjár bankanna þriggja. Á fyrstu 9 mán- uðum þessa árs reynist hún aðeins 3,9% hjá Arion banka en bankinn hefur hlotið þung högg vegna greiðslustöðvunar United Silicon og Primera Air. Fer arðsemin úr 6,3% á fyrstu 9 mánuðum síðasta árs. Hún helst yfir 7% hjá Íslandsbanka en var 7,7% í fyrra. Hjá Landsbank- anum eykst arðsemin úr 8,8% í 9,4% þrátt fyrir minni hagnað. Það skýr- ist af því að eigið fé bankans hefur lækkað talsvert vegna arðgreiðslna. Snorri Jakobsson, hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, segir fátt annað í spilunum hjá viðskipta- bönkunum en hægur vöxtur eða samdráttur á komandi árum. „Þegar rýnt er í reikninga bank- anna og þróunina þá blasir það ein- hvern veginn við. Þeir eru í senn of stórir og of litlir fyrir hagkerfið. Það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri og þeir eru litlir en þeir geta ekki stækkað.“ Segir Snorri að fjármálakerfið sé á fleygi- ferð og miklar breytingar fram- undan þar sem samkeppnin harðnar ár frá ári. Færri sóknarfæri en áður „Stærstu fyrirtækin taka lán í er- lendum bönkum og lífeyrissjóðirnir taka æ stærri skerf af húsnæðis- lánamarkaðnum. Þá eru í raun eftir yfirdráttarlánin og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Snorri. Segir hann að þegar rýnt sé framtíðina blasi við tekjusam- dráttur og að eina ástæðan fyrir því að staðan sé ekki verri en hún er sé sú staðreynd að bankarnir hafi náð árangri á kostnaðarhliðinni. „Þeir sýna aðhald og þótt kostn- aðurinn hækki talsvert hjá Arion þá skýrist það m.a. af einskiptisliðum.“ Vaxtartækifærin annars staðar Snorri bendir á að í fjármálakerf- inu séu vaxtartækifæri, ekki síst þar sem krafan um eigið fé er ekki eins ströng og á bankana. „Þetta sjáum við t.d. hjá Valitor sem Arion banki hefur ákveðið að selja. Þar hefur mikil útrás verið í gangi og fyrirtækið orðið í raun dragbítur á bankann vegna þess. Kostnaðurinn er mjög mikill. Þótt þarna séu tækifæri þá verður bank- inn í raun að losa þetta út úr sínu bókhaldi.“ Samdráttur í kortunum hjá öllum bönkunum Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Uppgjör viðskiptabank- anna gefa til kynna að þeir eigi erfitt með að sækja ný tækifæri á markaðnum á komandi árum. Hagnaður bankanna á fyrstu níu mánuðum ársins nam 30,8 milljörðum króna. Dróst hann saman um 6,5 milljarða miðað við sama tíma í fyrra. 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras ym maxipodium 500 b Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) REITIR -2,07% 71 EIM +7,98% 203 S&P 500 NASDAQ -2,87% 7.194,547 -2,08% 2.723,29 -0,84% 7.045,93 FTSE 100 NIKKEI 225 15.5.‘18 15.5.‘1814.11.‘18 14.11.‘18 1.800 85 2.327,0 1.940,7 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 67,35 -1,81% 21.846,48 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 78,43 65 2.400 TRYGGINGAMARKAÐUR Haraldur Ingólfsson útibússtjóri Sjóvár á Akranesi, segist í samtali við ViðskiptaMoggann finna fyrir töluverðri fjölgun viðskiptavina hjá útibúinu í kjölfar þess að trygginga- félagið VÍS lokaði útibúi sínu á staðnum í lok september sl. „VÍS tilkynnti með skömmum fyr- irvara um miklar breytingar á úti- búaneti sínu, sem tengist þá fyrst og fremst landsbyggðinni, og íbúar á Akranesi virðast margir vera ósáttir við þá fækkun starfa sem þetta hef- ur í för með sér í bænum,“ segir Haraldur. Hann segir að VÍS hafi verið með ráðandi markaðshlutdeild í bænum fyrir lokunina, eða um 40%, og fjóra starfsmenn. Sjóvá hafi á sama tíma- punkti verið með rúmlega 30% hlut- deild og tvo starfsmenn. TM er með umboðsmann á Akranesi. „Viðbrögðin hér á Akranesi hafa verið sterk. Þó að tryggingaþjón- ustan sé smátt og smátt að verða meira rafræn, þá skiptir það fólk líka máli að hafa þjónustu í heima- byggð.“ Andri Ólafsson samskiptastjóri VÍS vill taka fram að engum hafi verið sagt upp störfum. „Allir starfs- menn þjónustuskrifstofunnar eru enn starfsmenn VÍS og þjónusta enn viðskiptavini sína á svæðinu.“ tobj@mbl.is Töluverð aukning eftir lokun útibús VÍS Morgunblaðið/Sigurður Bogi VÍS, Sjóvá og TM voru öll á Akranesi þar til í lok september. FERÐAÞJÓNUSTA Velta erlendra greiðslukorta hér á landi nam 18,4 milljörðum króna í október síðastliðnum. Dregst veltan saman um 9% miðað við sama mán- uð í fyrra en þá nam veltan tæpum 20,2 milljörðum króna. Þannig eykst samdrátturinn frá því í sept- ember. Þá nam hann 6% miðað við septembermánuð í fyrra. Raunar hefur mælst samdráttur í veltu er- lendra greiðslukorta hér á landi alla mánuði yfirstandandi árs, mið- að við samsvarandi tímabil 2017, að marsmánuði undanskildum. Þá jókst veltan milli ára um 8% og reyndist 18,3 milljarðar króna. Sé litið yfir fyrstu 10 mánuði árs- ins nam erlend kortavelta hér 219,5 milljörðum króna, samanborið við 232,2 milljarða yfir sama tímabil í fyrra. Nemur samdrátturinn því 5,5%. Samdráttur innanlands Í október nam velta með innlend greiðslukort 37,6 milljörðum króna, samanborið við 38,8 milljarða í október í fyrra. Nemur samdrátt- urinn því 3%. Það sem af er ári hef- ur greiðslukortaveltan hins vegar aukist um 6% og stendur eftir fyrstu tíu mánuði ársins í 394 millj- örðum króna. Það er raunar aðeins í október og september síðastliðnum sem orðið hefur samdráttur milli ára í veltu með innlend greiðslukort. Á fyrstu átta mánuðum ársins varð hins vegar aukning milli ára. ses@mbl.is Kortavelta útlendinga dróst saman um 9% FJÁRMÁL Kostnaður eignarhaldsfélagsins Lindarhvols, sem annaðist umsýslu, fullnustu og sölu á þeim stöðugleika- eignum sem framseldar voru ríkinu í apríl árið 2016 vegna þeirrar þjón- ustu sem lögfræðifyrirtækið Íslög ehf. veitti, nam 16 milljónum króna á árinu 2018. Um er að ræða tvær greiðslur sem aðgengilegar eru á vefsíðunni opn- irreikningar.is, báðar dagsettar 20. ágúst, upp á 11,6 milljónir króna og 4,4 milljónir króna. Í svari sem ViðskiptaMogganum barst frá fjármála- og efnahags- ráðuneytinu kemur fram að tæpar 13 milljónir af þeim kostnaði megi rekja til ráðgjafar lögmanna Íslaga í verk- efnum tengdum söluferli á Arion banka, söluferli Lyfju og umsýslu stöðugleikaeigna, auk annarra verk- efna. Íslög ehf. eru í eigu hæstaréttar- lögmannsins Steinars Þórs Guðgeirs- sonar en lögmannsstofan hélt utan um rágjöf og daglegan rekstur Lind- arhvols. Samtals nemur kostnaður Lindarhvols vegna þjónustu Íslaga 88,6 milljónum króna á árunum 2016- 2018. Greiðslur Lindarhvols til Íslaga numu 36,4 milljónum árið 2016 og 36,2 milljónum 2017. Samningur var gerður um þjónustuna í lok apríl 2016. Miðað við að starfsemi Lind- arhvols hefur legið niðri frá því í febr- úar síðastliðnum, skv. upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyt- inu, hafa greiðslur Lindarhvols til Ís- laga að jafnaði numið rúmum 4,2 milljónum króna á mánuði. 31 milljón í stjórnarlaun Stjórnarfundir Lindarhvols frá stofnun þess í apríl 2016 og fram í febrúar 2018 er eiginlegri starfsemi félagsins var hætt voru 41 talsins og nema stjórnarlaun fyrir árin 2016 og 2017 14 milljónum annars vegar og 16,6 milljónum hins vegar, samtals 30,6 milljónum. Í stjórn Lindarhvols sátu Þórhallur Arason, stjórnar- formaður, Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. peturhreins@mbl.is 89 milljónir króna til Íslaga Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrifstofa Íslaga er við Túngötu 6.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.