Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Gætu átt forgang á flugvélar WOW
Skuldirnar þyngja róðurinn
„Ofurtilboðið bara ótrúlega gott..........
„Dapurlegt á hvaða plani orðræðan ...
Þýskur netbanki ætlar að opna á Ís ....
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Norsk-íslenska netvafrafyrirtækið
Vivaldi, sem er að fullu í eigu frum-
kvöðulsins og athafnamannsins Jóns
von Tetzchner, mun bjóða notendum
upp á tölvupóst í næstu stóru útgáfu
vafrans, sem væntanleg er snemma
á næsta ári. „Þetta er póstur sem
verður hluti af vafranum, sem hver
sem er mun geta notað frítt og feng-
ið netfang ókeypis sömuleiðis,“ segir
Jón í samtali við ViðskiptaMoggann.
Hann segir að meðal eiginleika
póstforritsins sé að gefa fólki kost á
að stjórna mörgum mismunandi
tölvupóstreikningum á einum og
sama staðnum á einfaldan hátt.
„Þetta er hugsað fyrir þá sem nota
tölvupóst mikið. Þetta verður eins
og að vera með Outlook, nema bara
betra,“ bætir Jón við og brosir, en
pósturinn mun birtast að hans sögn í
flipa í vafranum. „Ég hef verið að
nota þennan póst sjálfur með góðum
árangri síðustu 18 mánuði í prufuút-
gáfu.“
Smíðaður á Íslandi
Stór hluti af smíði tölvupóstsins
nýja fer fram á Íslandi, en hjá fyrir-
tækinu starfa nú 45 manns á þremur
starfsstöðvum, Íslandi, Noregi og í
Bandaríkjunum.
Jón segir að það skipti sig mestu
máli í rekstri Vivaldi að búa til góðan
vafra, og hann hafi engan áhuga á að
selja fyrirtækið í framtíðinni, eins og
hann gerði með Operu-vafrann sem
hann stofnaði og seldi fyrir nokkrum
árum.
„Í dag erum við með um eina
milljón notenda, en þurfum nokkrar
milljónir til að vera sjálfbær.“
Árstekjur fyrirtækisins nema um
einni milljón bandaríkjadala, en að
öðru leyti fjármagnar Jón fyrirtækið
að fullu.
Morgunblaðið/Hari
Auk tölvupóstsins nýja vinnur Vivaldi nú að vafra fyrir snjallsíma.
Vivaldi smíðar
tölvupóst
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fólk sem notar mikið tölvu-
póst er markhópurinn fyrir
tölvupóstinn nýja í Vivaldi-
vafranum, sem kemur á
markaðinn fljótlega.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
WOW air varð eigin velgengniað bráð. Félagið flaug of
nærri sólinni, óx of hratt. Þegar vind-
ar snerust skyndilega var engin leið
að rifa seglin – nauðsynlegt reyndist
að fella siglutréð en það gerðist þegar
félagið óskaði eftir samningum við
Icelandair um að síðarnefnda félagið
tæki hið fyrrnefnda yfir.
Fyrir nokkru varð ljóst í hvaðstefndi en erfiðleikar við skulda-
bréfaútboð WOW í september gáfu
til kynna að verkefnið væri of ofvaxið
og illviðráðanlegt. Frétt Morgun-
blaðsins um himinháar skuldir félags-
ins við Isavia upp á nærri 2 milljarða
króna, varpaði ljósi á að þótt for-
svarsmenn félagsins hefðu borið sig
vel og mannalega var staðan allt ann-
að en björt. Þeir sem fylgst hafa með
þróun mála á flugmarkaði síðustu ár,
vörpuðu í raun öndinni léttar þegar
ljóst var að viðræður hefðu leitt til
kaupa Icelandair á WOW air. Mark-
aðurinn var allur á sama máli. Allir
höfðu tiplað á tánum í kringum þá
staðreynd að ef ekkert yrði gert
myndu dagar þessa glæsilega flug-
félags senn verða taldir.
Og nú liggur Samkeppniseftirlitiðyfir kaupunum. Stofnunin hef-
ur í mörgum stórum málum tekið sér
rúman tíma til að heimila samruna og
yfirtökur á stórum félögum. Blindur
maður sér hins vegar að úr þessu er
engin önnur leið fær en að heimila
kaupin, leiði áreiðanleikakönnun til
þess að það sé fýsilegur kostur fyrir
hluthafa Icelandair Group. Það er
vonandi að forsvarsmenn eftirlitsins
geri það líka.
Greiði veg-
inn strax
Af langri reynslu hefur Innherjiþað á tilfinningunni að þeir sem
mest tali um persónulegt álag í vinnu
séu þeir sem minnst hafi að gera.
Hinir harðduglegu bera fremur hlut-
skipti sitt í hljóði og beina kröftum
sínum fremur í verkefnin en þá iðju
að ræða umfang þeirra og mikilvægi.
Þessi reynsla hefur valdið því að Inn-
herji hefur lengi tekið ákveðinn vara
á vinnumarkaðsrannsókn Hagstof-
unnar þar sem eftir slembiúrtaki er
hringt í fjölda manna og þeir m.a.
spurðir hversu langir vinnudagar
þeirra eru.
Þessi „rannsókn“ hefur leitt tilþeirrar niðurstöðu, eftir saman-
burð við aðrar þjóðir, sem flestar hafa
reiknað og talið saman með öðrum
hætti en hér, að Íslendingar vinni
lengst allra og að afraksturinn sé rýr,
sé honum deilt niður á hinar fjöl-
mörgu vinnustundir. Íslendingar
hafa því samkvæmt tölunum bæði
reynst harðduglegir og húðlatir, allt í
senn.
En nú hefur Hagstofan, ákveðið aðbeita alþjóðlegum og viður-
kenndum aðferðum til að meta stöð-
una á vinnumarkaðnum. Öllum að
óvörum, ekki síst talnaspekingunum
sem lengst og mest hafa belgt sig í
fjölmiðlum, kemur í ljós að vinnu-
markaðsrannsóknin sem flestar orr-
usturnar milli vinnuveitenda og laun-
þega hafa verið háðar um, reyndist í
besta falli bull og vitleysa. Þannig
segir Hagstofan: „Nýjar tölur um
heildarfjölda unninna vinnustunda
sýna talsvert lægri niðurstöðu en
fyrri tölur sem byggjast á gögnum
vinnumarkaðsrannsóknar og liggur
munurinn á bilinu 16-20% fyrir tíma-
bilið 2008-2016.“
16 til 20 prósent er ekkert lítilræðiþegar kemur að mati á helstu
kröftum vinnumarkaðarins. Um það
þarf ekki að orðlengja en hin litla
framleiðni og langi vinnudagur hefur
lengi verið mönnum mikil ráðgáta.
Það sést m.a. á eftirfarandi orðum úr
inngangi að skýrslu McKinsey
&Company sem unnin var í samstarfi
við Viðskiptaráð árið 2012: „Þetta
óvenjumikla framlag vinnuaflsins
varpar ljósi á verulegan framleiðni-
vanda í flestum geirum hagkerfisins.
Uppgötvunin sem nú hefur veriðgerð, sem sýnir að Íslendingar
vinna hvorki lengri vinnudag en aðrir
né afkasta minna á meðan þeir eru
stimplaðir inn, gerir það að verkum
að núllstilla verður alla umræðu um
mikilvægi þess að vinnuvikan verði
stytt og framleiðni aukin. Við erum á
einskonar byrjunarreit.
Aftur komin á byrjunarreit
Óviðjafnanlegur dem-
antur var seldur á
50,3 milljónir sviss-
neskra franka, um 6,2
milljarða króna, í Genf.
Sex milljarða
demantur
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ