Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Fyrr í mánuðinum var Margrét Pétursdóttir hjá EY kjörin í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda (IFAC) Þar situr hún fyrir hönd Norðurlandanna og er fyrsti Íslend- ingurinn til að sitja í stjórninni. Margrét er að vonum spennt enda fylgir stjórnarset- unni tækifæri til að hafa áhrif á þróun endurskoðunar á heimsvísu. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstr- inum þessi misserin? Örar tækniframfarir valda því að starf endurskoðenda tekur stöðugum breytingum. Endurskoðendur þurfa að tileinka sér nýja tækni og sjálfvirkni hratt og örugglega og einnig þarf að huga að annars konar hæfi- leikum en áður varðandi nýliðun í stéttinni. Auk þess stendur fyrir dyrum innleiðing á Evrópureglum um starfsemi endurskoðenda sem mun valda miklum breytingum á starf- inu. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráð- stefnan sem þú sóttir? Ég var á ráðstefnu í Sydney í síðustu viku (World Congress of Accountants) þar sem saman komu tæplega sex þúsund endurskoðendur frá fjölda landa um heim allan. Fyrirlesarar voru á heimsmælikvarða og var um að ræða þétta dagskrá fjóra heila daga. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Á endurskoðendum hvíla lögbundnar kröfur um endurmenntun en hverjum end- urskoðanda ber að sækja sér endurmenntun sem nemur 120 klukkustundum á hverju þriggja ára tímabili. Auk þess að sækja ýmsar ráðstefnur á vegum Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) og EY tek ég virkan þátt í erlendu samstarfi bæði hjá EY og á vegum FLE. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Starf endurskoðandans í dag er svo gríðarlega fjölbreytt og felur í sér stöðugar áskoranir þ.a. það eitt og sér er fyrir mig innblástur. Ég myndi, held ég, seint þrífast í starfi sem fæli í sér miklar endurtekn- ingar. Hugsarðu vel um líkamann? Ég mæti í ræktina svona þrisvar í viku, geng mikið þegar ég fæ tækifæri til og stunda golf. Auk þess reyni ég að borða hollan mat að öllu jöfnu til að halda orku. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég myndi læra eitthvað tengt stjórnar- háttum held ég, og þá helst hvernig stjórn getur starfað þannig að jafnvægi sé á milli markmiðs um hámörkun hagnaðar og sam- félagslegrar ábyrgðar. Eins hvernig stjórn tryggir að stefnan sé innleidd í ferla félags- ins á þann hátt að nýta hæfileika hvers og eins starfsmanns þannig að hann njóti sín og að öllum líði vel í vinnunni. Mörkin á milli einkalífs og vinnu eru, með aukinni tækni, að verða sífellt óljósari og við verðum að hverfa frá þeirri hugsun að vinn- an sé kvöð sem við þurfum að inna af hendi og njótum síðan lífsins í frítímanum. Fram- tíðastefnan þarf að verða sú að við njótum vinnunnar frekar en að hún sé kvöð og mörg fyrirtæki eru byrjuð að fara spenn- andi og nýjar leiðir með þetta að markmiði. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Klárlega er óstöðugleiki hagkerfisins gríðarlegur galli í rekstri fyrirtækja en á sama tíma held ég að hann viðhaldi frum- kvæði, kjarki og sköpunargleði sem veldur því að Íslendingar eru oft í fremstu röð á erlendum vettvangi þrátt fyrir það hve fá við erum. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Lögum um tekjuskatt, þar sem ég myndi hækka persónuafslátt á lægstu laun þ.a. þeir sem lægstu launin hafa myndu ekki greiða tekjuskatt. SVIPMYND Margrét Pétursdóttir sviðsstjóri hjá EY og meðlimur í stjórn IFAC Óstöðugleikinn er galli en viðheldur frumkvæði og kjarki Morgunblaðið/Árni Sæberg NÁM: Stúdent frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 1994; við- skiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands 1999; löggiltur endurskoðandi 2003. STÖRF: Hóf störf við endur- skoðun 1998 hjá því sem þá hét Endurskoðunarstofan Skóla- vörðustíg 12 ehf., síðar Moore Stephens ehf. og frá árinu 2002 hef ég starfað hjá Ernst & Yo- ung ehf. (EY) þar sem ég er sviðsstjóri endurskoðunar- sviðs. Varaformaður og síðar formaður Félags löggiltra end- urskoðanda (FLE) 2014-2017; formaður Norrænu endurskoð- unarsamtakanna (NRF) 2017; kjörin í stjórn Alþjóða- sambands endurskoðenda (IFAC) 2018. ÁHUGAMÁL: Golf er mitt aðal- áhugamál þótt það hafi þurft undan að láta seinstu tvö árin vegna anna við endurbætur á sumarbústað sem keyptur var gamall. Við fjölskyldan ferð- umst mikið og förum þá bæði í hvíldar- og upplifunarferðir. Síðan er líka bara dásamlegt að vera heima með fjölskyldu og vinum og elda góðan mat og njóta samvista. FJÖLSKYLDUHAGIR: Í sam- búð með Ínu Hannesdóttur, hjá okkur búa tveir synir Ínu og einnig eigum við þrjú uppkomin börn. HIN HLIÐIN FARARTÆKIÐ Undanfarin ár hefur ítalski mótor- hjólaframleiðandinn Ducati stolið senunni á EICMA-mótorhjólasýn- ingunni, sem haldin er í Mílanó í nóvember ár hvert. Að þessu sinni gerði fyrirtækið allt vitlaust með Panigale V4 R; kappakstursútgáfu af verðlaunahjólinu Panigale V4. Meðal þess sem vekur athygli við hönnun nýja hjólsins er að það er með tvær vindskeiðar sína hvor- um megin við framdekkið, eða öllu heldur tvo litla vængi. Vindskeið- arnar setja óneitanlega sterkan svip á hjólið og gera það vígalegra. Og eflaust veitir ekki af að gera allt sem hægt er til að þrýsta framdekkjunum niður í malbikið, því frá vélinni berast allt að 221 hestöfl (en 234 með Akrapovic- pústkerfi). Er Panigale V4 R ekki nema 172 kg að þyngd, sem þýðir að rétt um 1,36 hestöfl eru á hvert kíló. Eflaust hugsa margir lesendur með sér sem svo: „Skyld‘etta vera jólahjól?“ ai@mbl.is Erfitt er að segja til um hvort hjólið er fallegra í svörtu eða rauðu. Ducati með vindskeið Vindskeiðin líkist hákarlsugga og hjálpar til að halda hjólinu á jörðinni. Margrét segir að innleiðing á Evrópureglum um starfsemi endurskoðenda muni valda miklum breytingum á starfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.