Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 6
Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum „Þarna hittist fólk og miðlar af reynslu sinni, myndar ný sambönd við annað fólk í atvinnugreininni og styrkir á sama tíma eldri tengsl. Ráð- stefnugestum gefst líka tækifæri til að sjá ólík sjónarhorn annarra á vandamál og lausnir sem þeir glíma ef til vill við í sínum daglegu störf- um,“ segir Helga í samtali við 200 mílur. „Við leggjum líka áherslu á að hafa fjölbreytt efnistök, þannig að við er- um ekki bara að einblína á einn hóp innan sjávarútvegs heldur reynum að taka greinina fyrir í heild sinni. Við fáum einnig fjölda ábendinga í að- draganda ráðstefnunnar hverju sinni, um hvað væri gott að taka til umfjöll- unar.“ Mikilvægt sé að vera með nýj- ungar á hverju ári. „Við reynum allt- af að koma inn með eitthvað nýtt og þróa þannig þessa ráðstefnu enn bet- ur,“ segir hún. Skipuleggja hraðstefnumót „Í ár ætlum við að vera með svo- kallaða nemendamálstofu, þar sem fólk sem starfar í atvinnugreininni kemur og miðlar gagnlegum upplýs- ingum til nemenda sem eru áhuga- samir um framtíðarferil innan grein- arinnar.“ Þá verður svokallað hraðstefnu- mót, þar sem nemendur fá tækifæri til að spyrja stjórnendur fyrirtækja ýmissa spurninga. „Þannig geta þeir gefið af sinni reynslu til nemendanna. Mér skilst að töluverð aðsókn sé í þennan dagskrárlið og að nemendur séu mjög spenntir fyrir þessu. Það verður því gaman að sjá hvernig þetta kemur út.“ Helga segir að sér finnist mikil- vægt að tengja nemendur inn í ráð- stefnur sem þessa. „Þá geta þeir tengt menntun sína við framtíðar- störf í greininni og geta þannig séð ákveðin tækifæri. Í sjávarútveginum, eins og öðrum greinum, þá taka yngri kynslóðir við af þeim eldri, og í því sambandi tel ég mikilvægt að þessi vettvangur sé til staðar til að tengja kynslóðirnar betur saman, á þessum sameiginlega grundvelli. Jafnvel geta myndast einhver atvinnutækifæri í kjölfarið. Ég vona þess vegna inni- lega að þessi liður sé kominn til að vera á dagskrá sjávarútvegsráðstefn- unnar.“ Mikilvægir styrktaraðilar Hún bendir á að sjálf hafi hún eitt sinn verið nemi. „Og ef ég hugsa til baka þá hefði mér þótt svona málstofa mjög spennandi kostur.“ Nokkur fjöldi styrktaraðila stendur að baki ráðstefnunni hverju sinni og segir Helga framlag þeirra ómetan- legt. „Án stuðnings frá þeim gætum við ekki haldið ráðstefnuna. Styrkt- araðilarnir halda okkur gangandi og ef þeirra nyti ekki við þá væri þetta ómögulegt. Ráðstefnan hefur enda stækkað og nú er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin í Hörpu.“ Spurð hvað efst sé á baugi í um- ræðu um sjávarútveg núna nefnir Helga sjálfbærni og öra tækniþróun. „Við lifum á þessari öld þar sem miklar tækninýjungar eru og við horf- um fram á miklar breytingar á sjávar- útvegi, þannig að þetta eru mjög spennandi tímar. En á sama tíma þurfum við að beina sjónum okkar að umhverfismálum og að aukinni sjálf- bærni innan atvinnugreinarinnar,“ segir Helga. Ekki sammála um svarið „Sölu- og markaðsmál útflytjenda íslenskra sjávarafurða eru einnig í deiglunni og við ætlum að reyna að gera þeim góð skil á ráðstefnunni. Til umræðu er hvort útflytjendur eigi að koma sér upp nokkurs konar sameiginlegu vörumerki og vera þannig samheldnari út á við, eða hvort halda eigi áfram núverandi ástandi. Fólk er ekki sammála um svarið við þessari spurningu og þess vegna verður skemmtilegt og spennandi að sjá umræður um þetta, eins og önnur málefni, í lok hverrar málstofu.“ Fjölbreytt efnistök á ráðstefnunni Skúli Halldórsson sh@mbl.is Sjávarútvegsráðstefnan hefst í Hörpu í dag og lýkur síð- degis á morgun. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í atvinnugreininni til að koma saman og ráða ráðum sín- um, segir Helga Franklínsdóttir, stjórnarformaður ráð- stefnunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Við lifum á þessari öld þar sem miklar tækninýjungar eru og við horfum fram á miklar breytingar á sjávarútvegi.“ 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni,“ segir Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa. „Það var því kjörið tækifæri að fara út í fjárfestingar á búnaði í rækjuverksmiðjunni.“ Verið sé að auka afköst og sjálfvirkni hjá fyrir- tækinu og kaup á góðu karakerfi frá Skaganum 3X séu liður í því. Ávinningur kerfisins er sagður mikill, þar sem það auki afköst og sjálfvirkni verksmiðjunnar. Notkun lyftara minnki til muna auk þess sem meðhöndlun á hráefni og körum verði betri. „Fyrirtæki í sjávarútvegi hérlendis eru ávallt að leita leiða til þess að ná fram meiri afköstum, auka sjálfvirkni og bæta meðhöndlun af- urða,“ segir Freysteinn N. Mánason, svæðissölustjóri Skagans 3X. Ávinningur kerfisins er sagður mikill fyrir verksmiðjuna á Ísafirði. Kampi fjárfestir í nýju kerfi frá Skaganum 3X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.