Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 9

Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 9
m fasta daga í einkaskrif- 0 þúsund krónur á mánuði. fyrir fyrirtækið, við tökum á m, svörum pósti og síma og í maður að því að þú sért bara mánuði en ekki alla daga.“ nir við geta selt ríkinu og í meira mæli, þannig að menn ríkis og sveitarfélaga á ferðalögum eða haft að- að vinnustaðurinn sé í öðru ess vegna opnað sendiráð í í sem það kostaði annars. t fyrir íslensk sjávarútvegs- ðast víða og vinna.“ hluti af gamla tímanum að ð mæta alltaf í vinnuna á allt á skjáborðinu í tölvunni krifstofan mín er bara þessi dir á svarta tösku á gólfinu. und fermetra á leigu ef fólk- rðalögum og annað?“ ur er áhættusamur. Hvað um rekstri og þessi rekstur hefur oft sveiflast eftir því sem er að gerast í samfélag- inu. Stundum koma aðilar til okkar sem stækka út frá okkur en þá koma aðrir inn sem þurfa að minnka við sig. Í hruninu komu þrír erfiðir mánuðir hjá Regus al- þjóðlega en eftir það var allt komið í sama horf aftur. Einyrkjarnir fóru heim á eldhúsborðið, en aðeins stærri fyrirtæki minnkuðu við sig og komu inn í stað- inn. Þetta sveiflast og sveigist til. Núna finnst mér um- hverfið vera mjög heilbrigt, þrátt fyrir allt tal um að allt sé að fara á verri veg.“ Um frekari stækkun fyrirtækisins segir Tómas að það sem hái því sé smæð landsins, en einnig skekki það samkeppnisstöðuna þegar ríki og sveitarfélög niður- greiða sambærilegt húsnæði. „Þar er ég að tala um fyrirtækjaklasa fyrir frumkvöðla í Reykjavík, Akur- eyri og Ísafirði til dæmis, sem niðurgreiddir eru af skattfé, hvort sem er með beinum hætti eða með lægri fasteignagjöldum. Þarna kemur fram mikil skekkja því við bjóðum það sama en borgum fullt markaðsverð fyr- ir okkar húsnæði. Þetta er eflaust niðurgreitt með góð- um hug en skekkir alla samkeppni.“ Regus byrjaði nýlega að bjóða upp á þá nýjung að veita alhliða umsjón atvinnuhúsnæðis, sem er sam- bærileg þjónusta og Regus veitir alþjóðlega. „Í því felst að við höfum umsjón með rekstri og þjónustu, s.s. þrifum, innheimtu, umsjón lóða, bílakjallara og fleira. Við sjáum nú þegar um Höfðatorgsreitinn og munum sömuleiðis sjá um rekstur Hafnartorgs og Urðar- hvarfs.“ Önnur þjónusta sem Regus veitir er að bjóða fyrir- tækjum og aðilum sem lenda í vatnstjóni eða bruna að- stöðu. „Ef menn lenda í slíku tjóni og verða að fara úr sínu húsnæði geta þeir komið með tölvuna sína með sér til okkar og hafið rekstur strax daginn eftir. Það eru nokkur nýleg dæmi um að fyrirtæki hafi nýtt sér það.“ Opna á Grænlandi 2020 Ekki er langt síðan tilkynnt var að Regus ætlaði að færa út kvíarnar og opna skrifstofuhúsnæði í Fær- eyjum og Grænlandi. Tómas segist eiga sérleyfið fyrir bæði löndin og stefnt sé að því að opna í Grænlandi um það leyti sem nýr flugvöllur í Nuuk verður opnaður ár- ið 2022. Verið sé að leita að hentugu húsnæði en gríðarleg tækifæri séu að opnast þar í landi. Í Fær- eyjum hins vegar hyggst Tómas finna samstarfsaðila til að opna með Regus-þjónustu. Rekstur Regus hefur alltaf skilað hagnaði að sögn Tómasar, allt frá 70 þúsund krónum fyrsta árið og upp í 16 milljónir á síðasta ári. „Við höfum verið réttum megin við núllið öll fjögur árin þrátt fyrir að við höfum byrjað með núll krónur árið 2014. Við erum hins vegar ekki mikið skuldsett og höfum náð að stækka með innri vexti. Veltan í ár verð- ur á bilinu 250-300 milljónir króna, og sú upphæð mun vaxa á næsta ári, enda fermetrafjöldinn að aukast. Kostnaðurinn hjá okkur er aðallega leigukostnaður, eða um 40-45%, og svo talsverður launakostnaður. Við erum með níu starfsmenn og ætlum að fjölga upp í 12 á næsta ári. Við þolum ekki mikið launaskrið, því við teljum okkur ekki geta velt því út í leiguverðið. Við hagræðum frekar og leitum leiða til að nýta hlutina betur.“ Tómas segir að góð nýting húsnæðisins hafi hjálpað þessi ár. „Við höfum aldrei borgað arð og fyrstu tvö ár- in fékk ég engin laun, en eftir á að hyggja er það vel þess virði þegar maður sér árangur af starfi sínu í dag.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon diráð í 120 löndum ” Það er vakning í heiminum núna í þá átt að bruðla ekki með hluti og nýta allt betur. Það er líka okkar hugsun. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 9VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.