Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Dan Schawbel virðist hafa hitt nagl-
ann á höfuðið: þó svo að tæknin eigi
að hjálpa okkur að eiga í samskipt-
um við annað fólk höfum við í raun
einangrast. Það tek-
ur enga stund að
senda kollega tölvu-
póst, eða setja
færslu á Facebook
sem fær helling af
jákvæðum við-
brögðum – en við
virðumst vanrækja
það að umgangast
vinnufélaga, vini og
ættingja augliti til
auglitis.
Schawbel segir að
af þessum sökum
upplifi margir
einangrun og ein-
manaleika í vinnunni. Stjórnendur
þurfi að grípa til aðgerða og reyna
að breyta menningu vinnustaða
sinna til að gera samskiptin heil-
brigðari og meira gefandi.
Um þetta hefur Schawbel skrifað
bók: Back to Human: How Great
Leaders Create Connection in the
Age of Isolation.
Auk þess að ýta undir einangr-
unartilfinningu segir Schawbel að
þau tæknivæddu samskipti sem ein-
kenna vinnustaði í dag séu ekki endi-
lega skilvirk. Hver kannast t.d. ekki
við að sitja fastur í langdregnum
tölvupóstsam-
skiptum þegar auð-
veldast og skýrast
hefði verið að ein-
faldlega taka upp
símann eða rölta yfir
á næsta bás og ræða
málin í hvelli? Að
ekki sé talað um
„reply all“ takkann
sem fyllir ótal tölvu-
pósthólf af upplýs-
ingum sem viðtak-
endurnir þurfa ekki
endilega á að halda.
Schawbel greinir
vandann og leggur
m.a. próf fyrir lesandann til að sjá
hvort og þá hvar rafræn samskipti
hans hafa farið út af sporinu. Höf-
undurinn veitir líka hagnýt ráð um
hvernig má gera samskiptin betri –
og jafnvel fá sama gleðistrauminn í
samskiptum við vinnufélagana og
fæst með nýju „læki“ á Facebook.
ai@mbl.is
Er ekki tími til kom-
inn að tengjast?
Nú líður senn að því að 100 ár verða liðin frá gildis-töku íslensk-danska sambands-lagasamnings-ins. Í 1. gr. sambandslaganna sagði: „Danmörk
og Íslands eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn
og sama konung og um samning þann, er felst í þessum
sambandslögum.“ Með undirritun dansk-íslenska sam-
bandslagasamningsins og gildistöku laganna varð Ísland
fullvalda ríki. Birtingarmyndir fullveldisins voru margs-
konar í kjölfar þessa nýja réttarástands, en þessar birt-
ingamyndir verða gerðar að um-
talsefni í þessari grein.
Á hádegi sunnudaginn 1. desem-
ber 1918 var íslenski fáninn – fáni
hins fullvalda ríkis – dreginn að
húni á fánastöng Stjórnarráðs-
hússins. Í kjölfar þess að íslenski
fáninn var dreginn að húni var
tuttugu og einu fallbyssuskoti
skotið frá varðskipinu Islands
Falk samkvæmt ákvörðun dönsku
ríkisstjórnarinnar og í samræmi
við venju þess efnis að tuttugu og einu fallbyssuskoti
skyldi skotið þegar heiðra ætti fána fullvalda ríkis.
Frekari birtingarmyndir fullveldisins var að finna í
ákvæðum dönsk-íslensku sambandslaganna. Í 7. gr. lag-
anna kom fram að Danmörk færi með utanríkismál Ís-
lands í umboði þess. Í 8. gr. laganna sagði að Danmörk
hefði á hendi gæslu fiskveiða í íslenskri landhelgi undir
dönskum fána. Þá sagði í 10. gr. að Hæstiréttur Dan-
merkur hefði á hendi æðsta dómsvald í íslenskum mál-
um. Af þessu er ljóst að tiltekinn hluti framkvæmdavalds
og dómsvalds var í höndum danskra stjórnvalda, en þó
einungis með heimild íslenskra stjórnvalda – m.ö.o. með
gerð sambandslagasamningsins varð eðlisbreyting á
stöðu Íslands í þeim skilningi að orðalag samningsins
gerði ráð fyrir því að Ísland veitti Danmörku umboð til
að fara með hluta fullveldis en forsenda slíkrar ráðstöf-
unar er að fullveldi sé til staðar.
Mikilvægan hluta dönsk-íslensku sambandslaganna
var að finna í 19. gr. laganna. Í ákvæðinu var mælt fyrir
um þá skyldu danskra stjórnvalda að tilkynna erlendum
ríkjum að Danmörk hefði viðurkennt Ísland sem full-
valda ríki. Þessi skylda hafði umtalsverða þýðingu enda
ljóst að Danmörk var þá þegar fullvalda og fullgildur
þjóðréttaraðili. Meiri líkur en minni voru á því að önnur
ríki myndu viðurkenna Íslands sem fullvalda ríki ef til-
kynning um það bærist frá ríki sem þegar var fullvalda.
Hið nýfrjálsa og fullvalda ríki hafði fjölmörg samskipti
við önnur ríki eftir gildistöku dansk-íslensku sambands-
laganna. Áhugavert er að skoða efni þjóðréttarsamninga
sem Ísland gerði við önnur ríki stuttu eftir að sam-
bandslagasamningurinn öðlaðist gildi. Á árunum 1920-
1930 voru gerðir tvíhliða samningar við önnur ríki, s.s.
Finnland, Litháen, Austurríki og Grikkland, er lutu að
verslun og viðskiptum en slíkir
samningar voru algengir meðal
ríkja. Um var að ræða svokallaða
vináttu-, verslunar- og siglinga-
samninga en í slíkum samn-
ingum reyndu ríki að sammælast
um tilteknar meginreglur sem
gilda skyldu í samskiptum ríkja
og vörðuðu þegna þeirra þegar
þeir ferðuðust eða flyttust bú-
ferlum til annarra ríkja.
Í nokkrum tilvikum gerðist Ís-
land aðili að öðrum samningum sem ekki vörðuðu versl-
un og viðskipti. Árið 1928 gerðist Ísland aðili að hinum
svokallaða Briand-Kellogg-sáttmála, en sá samningur
mælti fyrir banni við beitingu hervalds í samskiptum
ríkja. Umræddur samningur var hluti þróunar sem hófst
1907 með gerð Drago-Porter-sáttmálans en þeim samn-
ingi var ætlað að mæla fyrir banni við beitingu hervalds
við innheimtu samningsskulda. Þessari þróun lauk síðar
með gerð stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1945
en hann mælir fyrir um að ríki skuli ekki beita hervaldi í
samskiptum við önnur ríki nema í sjálfsvörn eða að feng-
inni sérstakri heimild frá öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna.
Af þessum þjóðréttarsamningum virðist sem íslensk
stjórnvöld hafi eftir að fullveldi var náð, að eigin frum-
kvæði eða fyrir tilstilli danskra stjórnvalda, gert samn-
inga sem almennt tíðkaðist að gerðir væru meðal ríkja.
Virðast stjórnvöld hafa þannig horft m.a. til viðskipta-
hagsmuna í því sambandi en ekki var vanþörf á því enda
settu helstu viðskiptalönd Íslands á gjaldeyris- og inn-
flutningshöft eftir 1930 sem höfðu áhrif á útflutning sjáv-
arafurða frá Íslandi. Allt frá upphafsdögum fullveldis
hefur Ísland því verið virkur þátttakandi í samfélagi
þjóðanna.
Fyrstu samningar Íslands
LÖGFRÆÐI
Finnur Magnússon
hæstaréttarlögmaður og aðjunkt við lagadeild
Háskóla Íslands
”
Árið 1928 gerðist Ísland
aðili að hinum svokall-
aða Briand-Kellogg-
sáttmála, en sá samn-
ingur mælti fyrir banni
við beitingu hervalds í
samskiptum ríkja.
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - atvinnueign.is
Til sölu vandað staðsteypt atvinnuhúsnæði fyrir léttan iðnað eða þjónustu. Grunnflötur hússins er 1.100 fm.
sem skiptist í 8 einingar (misstórar) auk þess sem steypt plata er milli hæða og efri hæð með 3,5 m. lofthæð
getur nýtst sem skrifstofur, starfsmannaaðstaða eða lager, skilast á byggingarstigi 4.
Miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, stutt í stofnbrautir, Vesturlandsveg í austurátt eða í suðurátt að Höfðum/
Ártúnsbrekku. Stutt er í vöruhús og flutning í Voga. Mikillar uppbyggingar má vænta á næstu árum og áratug
í nágrenninu.
Fasteignamiðlun
ATVINNUHÚSNÆÐI GYLFAFLÖT 17 - 112 RVK
Allar nánari upplýsingar veita:
Halldór Már löggiltur fasteignasali
sími 898 5599, halldor@atvinnueign.is
Þóra löggiltur fasteignasali
sími 777 2882, thora@fastborg.is
Sölusamsetning jarðh. e.hæð Samtals fm Verð
Hálft hús 548 518 1.066 242.000.000
Endi + 1xbil 308 295 603 139.000.000
Endi + 2xbil 428 407 834 192.000.000
2millibil 240 223 463 109.000.000
3millibil 360 335 695 162.000.000
Endi 188 184 371 88.000.000
Stakt bil 120 112 232 55.000.000