Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 1
Eignamiðlun óskar eftir að ráða löggiltan fasteignasala. Um 100% stöðu er að ræða. SÖLUMAÐUR FASTEIGNA HELSTU VERKEFNI • Sala fasteigna • Gerð verðmata • Samskipti við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni • Árangurstengd laun HÆFNISKRÖFUR • Reynsla af sambærilegu starfi • Geta unnið undir álagi • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund • Góð tölvufærni • Hreint sakavottorð Umsóknir óskast sendar til jenny@eignamidlun.is Umsóknarfrestur er til og með 2. des 2018. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Eignamiðlun er elsta starfandi fasteignasala landsins og á meðal þeirra stærstu. Hjá fyrirtækinu starfa 16 manns.        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is VIÐSKIPTASTJÓRI Umsóknarfrestur er til og með 1. janúar 2019. Nánari upplýsingar veita Svandís Hlín Karlsdóttir, yfirmaður viðskiptaþjónustu- og þróunar, og Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við hjá Landsneti berum við umhyggju hvert fyrir öðru, tökum þátt í að skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar – samvinnu, ábyrgð og virðingu – að leiðarljósi. Starfssvið • Verkefnastýring erinda og verkefna, funda og þjónustu við viðskiptavini • Þróun þjónustu við viðskiptavini • Skipulag á stafrænni upplýsingagjöf til viðskiptavina • Þjónustumælingar • Þátttaka í samningagerð og vöktun samninga Menntunar- og hæfniskröfur • Iðnaðarverkfræði eða sambærilegt tækninám sem nýtist í starfi • Áhersla á viðskipti eða verkefnastjórnun er kostur • Jákvæðni og samskiptahæfni • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun • Tæknileg þekking á sviði raforku kostur • Framúrskarandi hæfni til að vinna í teymi Við hjá Landsneti leggjum áherslu á gott starfsumhverfi með spennandi verkefnum þar sem starfsfólk okkar hefur áhrif, nýtur stuðnings, fær góða þjálfun og hefur tækifæri til þróunar í starfi. Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi sem býr yfir jákvæðni og afar góðri hæfni í mannlegum samskiptum í samhent teymi okkar í viðskiptaþjónustu. Viðskiptastjóri er tengiliður okkar við viðskiptavini og er starfið og starfsumhverfið fjölbreytt og lifandi þar sem bregðast þarf við auknum kröfum í síbreytilegu viðskiptaumhverfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.