Morgunblaðið - 23.11.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Starfssvið:
TÆKNIMAÐUR
Menntunar- og hæfniskröfur:
Vegna mikilla umsvifa leitum við að framúrskarandi starfsmanni í
DeLaval þjónustudeild Bústólpa.
Starfsmaðurinn mun hljóta þjálfun hjá Bústólpa og DeLaval
• Þjónusta á DeLaval mjaltaþjónum og
öðrum tæknibúnaði
• Viðgerðir og uppsetningar á DeLaval búnaði
• Iðnmenntun skilyrði
• Góð enskukunnátta
• Góð tölvukunnátta
• Hæfni til að vinna sjálfstætt
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Þekking á landbúnaði er kostur
• Bílpróf er skilyrði
Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember 2018. Umsókn um starfið ásamt ferilskrá skal senda
til skrifstofustjóra á netfangið sigurbjorg@bustolpi.is. Stefán Hlynur Björgvinsson þjónustustjóri
DeLaval veitir frekari upplýsingar um starfið í síma eða í gegnum netfangið
stefan@bustolpi.is
Bústólpi starfrækir fóðurverksmiðju á Oddeyrartanga á Akureyri ásamt því
að reka verslun með vörur sem tengjast landbúnaði. Bústólpi er þjónustuaðili
DeLaval á Íslandi. Hjá Bústólpa starfa 23 manns. Bústólpi hefur verið valið
framúrskarandi fyrirtæki átta ár í röð af Creditinfo.
Við finnum rétta
einstaklinginn
í starfið
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.
Síðastliðinn mánudag veitti
Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, ferðamála-, iðn-
aðar og nýsköpunarráðherra,
Sagafilm Hvatningarverðlaun
jafnréttismála árið 2018 á
fundi um jafnréttismál sem
haldinn var í Háskóla Íslands.
Hilmar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
veitti verðlaununum viðtöku,
en markmiðið með þeim er að
vekja jákvæða athygli á fyrir-
tækjum sem hafa jafnrétti að
leiðarljósi í starfsemi sinni og
jafnframt að hvetja önnur
fyrirtæki til að gera slíkt hið
sama.
Jafnréttisverðlaunin, sem
nú voru veitt í 5. sinn, fara til
fyrirtækja sem hafa stuðlað
að jöfnum möguleikum
kynjanna til starfsframa,
jöfnum launum, jafnvægi í
kynjahlutföllum og aukinni
vitund um þann ávinning sem
jafnrétti hefur fyrir alla. At-
vinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið, Samtök atvinnu-
lífsins og Festa – miðstöð um
samfélagsábyrgð standa að
Hvatningaverðlaunum jafn-
réttismála og er landsnefnd
UN Women á Íslandi sam-
starfsaðili.
Í áliti dómnefndar ber ár-
angur Saga film í jafnréttis-
málum þess merki að stjórn-
endur hafi sett skýr markmið
og óhikað hrundið þeim í
framkvæmd. Saga Film starfi
í geira þar sem karlar hafi
verið ráðandi og því þurfi vilj-
inn til breytinga að vera ein-
beittur.
Meðvitaðar ákvarðanir hef-
ur þurft til að tefla fram kven-
kyns leikstjórum og handrits-
höfundum.
Konur fá aukið vægi
„Ákvarðanir hafa síðan
áhrif á framleiðslu fyrirtæk-
isins þar sem glöggt má sjá að
hlutur kynjanna hefur jafnast
og konur fengið aukið vægi.
Sögurnar sem sagðar eru
spegla þannig betur en áður
raunveruleikann,“ segir dóm-
nefnd um Saga Film.
Ljósm/aðsent
Viðurkenning Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Saga-
film, og Hrönn Þorsteinsdóttir, fjármála- og starfsmannastjóri
Sagafilm veittu verðlaununum viðtök úr hendi Þórdísar Kol-
brúnar Reykfjörð Gylfadóttur nýsköpunarráðherra.
Vilji til breytinga
Sagafilm hlýtur Hvatningar-
verðlaun jafnréttismála 2018
Út er komin bókin Saga
flugvalla og flugleiðsögu á Ís-
landi, það er í rafbókarformi
í opnum aðgangi á vef
Landsbókasafnsins og Isavia.
Einnig er hún gefin út í bók-
arformi. Tilefni útgáfunnar
er að árið 2016 voru 70 árlið-
in síðan Íslendingar fengu
herflugvelli bandamanna í
Reykjavík og Keflavík af-
henta til eignar og hófu
rekstur flugleiðsöguþjónustu
á stórum hluta Norður-
Atlantshafs. Í fyrra voru svo
þrjátíu ár liðin frá opnun
Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar sem olli straum-
hvörfum í farþegaflugi um
Keflavíkurflugvöll.
„Flugsamgöngur og inn-
viðir sem þeim tengjast eru
undirstaða sívaxandi ferða-
þjónustu sem orðin er einn
mikilvægasti atvinnuvegur
þjóðarinnar,“ segir í frétt frá
Isavia sem gefur bókina út.
Ritinu sé ætlað að fagna
framangreindum áföngum
þessarar sögu. Útgáfan eigi
líka vel við á afmælisári 100
ára sjálfstæðis þjóðarinnar.
Bókin er um 550 blaðsíður og
er tileinkað öllu starfsfólki
Isavia og forvera félagsins
ásamt öðrum sem lagt hafa
dygga hönd á plóginn við
uppbyggingu og rekstur flug-
þjónustu í landinu.
Höfundur bókarinnar er
Arnþór Gunnarsson (f. 1965)
sagnfræðingur. Eftir Arnþór
liggur fjöldi greina um sagn-
fræðileg efni í tímaritum svo
og nokkrar bækur.
sbs@mbl.is
Flugvallasaga í bók
70 ára á flugi Mikilvægur
atvinnuvegur og þjónusta
Ljósm/aðsend
Útgáfa Arnór Gunnarsson höfundur bókarinnar, Björn Óli
Hauksson forstjóri Isavia, Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra, og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.