Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 Við vatnsverjum flíkina þína Traust og góð þjónusta í 65 ár Álfabakka 12, 109 Reykjavík, sími 557 2400, www.bjorg.is • Opið alla virka daga kl. 8-18 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Borgarstjórnarmeirihlutinn sam- þykkti í gærkvöldi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019, sem og fimm ára áætlun fyrir árin 2019-2023, eftir langan fund borgar- stjórnar í gær. Hófst fundurinn kl. 10 um morguninn og var fundi slitið rúmlega tólf tímum síðar. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að borgin skili afgangi sem nemi um 3,6 milljörðum króna á næsta ári. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við Morgunblaðið að hann væri stoltur af þessari fyrstu fjárhagsáætl- un nýs meirihluta og nefndi að gert væri ráð fyrir að framlög til velferð- armála og skólamála myndu aukast á sama tíma og mikil uppbygging inn- viða ætti sér stað. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðis- manna, taldi hins vegar að á heildina litið væri sá rekstrarafgangur sem áætlaður væri ósjálfbær miðað við þau verkefni sem blöstu við og að áætluð útgjöld næstu fimm ára hefðu hækkað mikið miðað við áætlunina sem lögð var fram í fyrra. Námsgögn og Borgarlína Nokkrar breytingartillögur komu fram frá bæði meiri- og minnihluta milli umræðna. Lögðu meirihluta- flokkarnir meðal annars til sumar- opnanir leikskóla, að námsgögn yrðu gerð gjaldfrjáls og að NPA-samning- um yrði fjölgað. Þá lagði meirihlutinn til að framlög vegna móttöku barna af erlendum uppruna og til íslensku- kennslu fyrir þá sem ekki hafa hana að móðurmáli yrðu aukin ásamt því að auka hreinsun borgarlandsins til að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Af öðrum þáttum sem áætlunin gerði ráð fyrir til næstu fimm ára var að framlög til Borgarlínu væru tryggð upp á fimm milljarða króna. Þá laut ein breytingartillaga meiri- hlutans að því að lækka fasteigna- gjöld á atvinnuhúsnæði frá árinu 2021 úr 1,65% niður í 1,60%. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsáætlunin sé ein sú umhverfis- vænasta sem hann muni eftir. „Fjár- festing í Borgarlínu og leikskólapláss- um fyrir yngstu börnin setur sinn svip auk þess sem fjárfesting tengd umfangsmikilli húsnæðisuppbygg- ingu um alla borg, frá austri til vest- urs, er mjög mikil. Þá eru knatthús fyrir ÍR, sundlaug og íþróttamann- virki í Úlfarsársdal verkefni sem er ánægjulegt að koma til fram- kvæmdar.“ Spurður hvort áætlunin geri ráð fyrir of mikilli skuldasöfnun á næstu fimm árum segir Dagur að gert sé ráð fyrir að reksturinn muni skila afgangi öll árin, en að lántökur tengist að litlu leyti þeim miklu fjárfestingum sem ráðist verði í. „Þessar metnaðarfullu fjárfestingar tengjast því að við erum að fylgja eftir þessu mesta uppbygg- ingarskeiði í sögu borgarinnar. Staða borgarinnar er sterk. Skuldir borg- arsjóðs eru lægri en hjá flestum sveit- arfélögum og langt innan viðmiða sveitarstjórnarlaga. Á næstu fimm árum erum við að fjárfesta fyrir um 80 milljarða úr borgarsjóði. Þar af eru aðeins um 10 milljarðar teknir að láni. Á þessum tíma eru hreinar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinn- ar að lækka sem hlutfall af tekjum. Geri aðrir betur,“ segir borgarstjóri. Hafa ekki efnt loforðin Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir hins vegar að áætlunin geri ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavík- urborgar muni hækka verulega frá gildandi áætlun. Segir Eyþór að þær séu nú um 40 milljörðum hærri en þær voru í þeirri fimm ára áætlun sem samþykkt var fyrir ári. „Hér er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, sem sýnir að nýj- um meirihluta hefur mistekist að efna kosningaloforð sín um lækkun skulda.“ Eyþór bendir einnig á að í upphaf- legum drögum núverandi fjárhags- áætlunar sem lögð voru fram fyrir tveimur vikum hafi verið gert ráð fyr- ir að skuldir og skuldbindingar sam- stæðunnar myndu aukast um 38 milljarða, en að handbært fé hafi lækkað um tvo milljarða milli um- ræðna, sem sé veruleg breyting. Þá gagnrýnir Eyþór að fjárhags- áætlun 2019 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 millj- örðum lakari en gert var ráð fyrir á síðasta ári. „Jafnframt verða viðbótarvaxtagjöld samkvæmt fimm ára áætlun átta milljörðum hærri en áður var ráðgert,“ segir Eyþór. Það þýði að vaxtakostnaður borgarinnar muni hækka frá síðustu áætlun um u.þ.b. tvo milljarða á ári. „Fyrir þá upphæð væri hægt að byggja meira en 11 sex deilda leikskóla í hæsta gæðaflokki, gæðaflokki A, sem myndu rúma um 1.400 börn,“ segir Eyþór. Eyþór segir að fyrir þá upphæð væri einnig hægt að létta skattbyrði á borgarbúa um 60 þúsund krónur á hvert heimili í borginni árlega. Útsvar verði hins vegar áfram í hámarki mið- að við áætlunina. Þá gagnrýnir Eyþór að ekki sé nein hagræðing á rekstrarkostnaði borg- arinnar, heldur sé þvert á móti verið að auka hann umfram verðlag. „Ekki er tekið á strúktúrvandanum í góð- æri. Þetta þýðir að það verður mun erfiðara að mæta áföllum. Rekstrar- afgangur upp á 3,6 milljarða er ósjálf- bær miðað við þau ófyrirséðu og stóru verkefni sem blasa við á árinu 2019,“ segir Eyþór. Greinir á um stöðu borgarinnar  Gert ráð fyrir rekstrarafgangi 2019 upp á 3,6 milljarða  Staðan ekki sjálfbær að mati Eyþórs Morgunblaðið/Hari Borgarstjórn Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt af meirihlutanum í gærkvöldi. Átta vísindamenn, sem ýmist eru prófessorar við Háskóla Íslands eða starfa í nánum tengslum við skól- ann, eru sagðir í hópi 4.000 áhrifa- mestu vísindamanna heims sam- kvæmt nýjum lista á vegum greiningarfyrirtækisins Clarivate Analytics sem birtist fyrir helgi. Samkvæmt frétt á heimasíðu Há- skóla Íslands hefur íslenskum vís- indamönnum í þessum hópi fjölgað um tvo á milli ára. Þeir eru Jón Atli Benediktsson, rektor Háskólans, og Thor Aspelund, prófessor í tölfræði við Miðstöð lýðheilsufræða. Alls hef- ur vísindamönnum með tengsl við ís- lenskar rannsóknastofnanir og fyr- irtæki á listanum fjölgað um fimm frá 2017. Þetta er í fimmta sinn sem Clarivate Analytics birtir lista af þessu tagi, en hann nær til þess eins prósents vísindamanna innan hverr- ar fræðigreinar sem mest er vitnað til í vísindagreinum sem birtast í al- þjóðlegum vísindatímaritum. Listinn byggist á gögnum úr gagnabank- anum Web of Science og nær hann í ár til rúmlega 4.000 vísindamanna á 21 fræðasviði. Í hópnum eru 17 Nób- elsverðlaunahafar. Átta af 4.000 áhrifamestu vísindamönnum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er ein hraðfleygasta skrúfu- vélin á markaðnum í dag. Hún er því mjög fljót í förum, þykir farþegavæn og er hljóðlát. Það má því í raun segja að þetta sé Rollsinn í þessum flokki flugvéla,“ segir Hörður Guð- mundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til nýjustu viðbótar flugfélagsins, farþegaflugvélar af gerðinni Dornier 328-100. Vélin sem um ræðir ber ein- kennisstafina TF-ORI og var fram- leidd árið 1998. Kom hún hingað til lands um mánaðamótin maí-júní og hefur frá þeim tíma verið unnið að því að koma vélinni inn í kerfi félags- ins og þjálfa bæði flugmenn og flug- virkja. Hörður segir það vera heilmikið verk að koma nýjum flugvélum í þjónustu en nú sé biðin hins vegar á enda. Fer vélin því í fyrsta áætl- unarflug sitt á vegum Flugfélagsins Ernis í dag og er áætluð brottför frá Reykjavík til Húsavíkur laust fyrir klukkan 16. Flotanum skipt út á næstunni Nýja flugvélin tekur 32 farþega og segir Hörður að samkvæmt reglugerðum bætist flugliði við í áhöfn með 20. farþeganum. Greint var frá því í Morgunblaðinu í mars síðastliðnum að rúmlega 50 manns hefðu sótt um fjögur störf flugliða um borð í vélinni. „Það er nýtt í starfsemi okkar að hafa flugliða um borð enda höfum við fram til þessa bara haft vélar sem taka 19 far- þega,“ segir Hörður og bendir á að um fjórar Jetstream-skrúfuþotur sé að ræða. „Við reiknum svo með að flotanum verði skipt út á komandi misserum. Við stefnum að því í framtíðinni að vera með tvær stærri vélar og tvær minni í rekstri,“ segir hann. Aðspurður segir Hörður vélar Ernis fljúga til fimm áfangastaða innanlands auk Reykjavíkur. Verður vélin nýtt í þau verkefni sem best henta hverju sinni. „Þessi vél mun sinna áætlunum okkar innanlands.“ Ein hraðfleygasta skrúfuvélin  Ný flugvél Ernis fer í fyrsta áætlunarflugið í dag Ljósmynd/Birgir Steinar Birgisson Dornier 328-100 Flugvélin, sem ber einkennisstafina TF-ORI, tekur 32 farþega, er fljót í förum og hljóðlát.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.