Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tillögur starfshóps um skipulag innanlandsflugs fela í sér uppbygg- ingu á Reykjavíkurflugvelli. Með því er framtíð vallarins tryggð til næstu 15-20 ára hið minnsta. Þetta segir Njáll Trausti Frið- bertsson, formaður hópsins, en til- lögurnar voru kunngerðar í gær. Meðal þess sem hópurinn leggur til er að frá og með árs- byrjun 2020 verði millilandaflug- vellirnir – Kefla- víkurflugvöllur, Reykjavíkur- flugvöllur, Akur- eyrarflugvöllur og Egilsstaða- flugvöllur – skil- greindir sem kerfi flugvalla með sameiginlegan kostnaðargrunn. Með þessu sé verið að stórauka flug- öryggi landsins. Njáll Trausti segir aðspurður þetta fela í sér grundvallarkerfis- breytingu. Alþjóðaflugvellirnir í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum verði reknir undir hatti þjónustu- samnings ríkisins við Isavia. Keflavíkurflugvöllur hafi hins veg- ar verið með eigin kostnaðargrunn frá stofnun Isavia árið 2010. Það þýði að öll uppbygging og við- hald á hinum flugvöllunum þremur er í gegnum þjónustusamninginn sem aftur er fjármagnaður í gegnum fjárlög. Með breytingunni verði hægt að nýta þjónustugjöld beint til að byggja upp varaflugvellina þrjá. Stjórnvöld og Isavia hafi 13 mánuði til undirbúnings. Telur Njáll Trausti að æskilegra væri ef málin yrðu unn- in með enn meiri hraða. Staðan sé óviðunandi. Horft til Svíþjóðar og Noregs Njáll Trausti áætlar að uppbygg- ing varaflugvalla á Akureyri, í Reykjavík og á Egilsstöðum muni kosta 7-10 milljarða á næstu árum. Fara eigi sömu leið og í Noregi og Svíþjóð þar sem byggð hafa verið upp flugvallarkerfi. Stækka þurfi varaflugvellina, sem séu orðnir allt of litlir miðað við hlutverk sitt. Framkvæmdafjár verði aflað með því að leggja á varaflugvallargjald, 100-300 krónur á fluglegg. Gjaldið verði hluti þjónustugjalda og fjármagnað af notendum. Með því er varaflugvallargjaldið endurvakið en fram til ársins 2009 var skattur innheimtur af millilanda- flugi sem fór til viðhalds og uppbygg- ingar flugvallanna í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Þetta er þó gert með þjónustugjaldi sem fer beint til þessara flugvalla en ekki í gegnum ríkissjóð. „Þetta er í grunninn flugöryggis- mál. Uppbygging innviða hefur engan veginn fylgt mikilli aukningu á flugumferð,“ segir Njáll Trausti og tekur 2. apríl sl. sem dæmi. Þá hafi fannfergi raskað flugi í Keflavík. Fyrir vikið hafi fjórum far- þegaþotum verið beint á Egilsstaði, tveimur til Akureyrar og einni til Glasgow. Fjallað sé um þennan dag í umsögn öryggisnefndar Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna við sam- gönguáætlun. Hætta vegna eldsneytisskorts Segir þar að „ein þeirra flugvéla sem þurftu að hverfa frá Keflavíkur- flugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var 8 mín. frá því að lýsa yfir neyðar- ástandi vegna eldsneytisskorts“. Njáll Trausti segir þetta vitna um hversu brýnt sé að byggja upp vara- flugvellina. „Það koma 25 til 30 flug- vélar á sama tíma inn til Keflavíkur og við erum að benda á að varaflug- vellirnir hafa ekki nógu stór flughlöð og akstursbrautir til að taka við þeim, ef t.d. Keflavíkurflugvöllur lokast, eins og gerðist 2. apríl. Fyrir utan vélarnar sem beint var annað voru margar í biðflugi yfir Keflavík meðan snjókoman var að ganga yfir,“ segir Njáll Trausti. Hann rifjar svo upp umsögn Ice- landair vegna samgönguáætlunar. Nánar tiltekið að mesta ógn við flug- öryggi til og frá landinu séu vanbún- ir varaflugvellir. Umsögn frá WOW air sé á sömu leið. Standa ekki undir álaginu „Innviðir kerfisins hjá okkur standa ekki undir þessari miklu flug- umferð til og frá landinu,“ segir Njáll Trausti um stöðuna og bendir á aukna flugumferð. Árið 2010 hafi Icelandair og Iceland Express haft 16 þotur samanlagt. Á þessu ári hafi Icelandair og WOW air hins vegar verið með 55 þotur í rekstri. „Staðan hefur verið mjög slæm síðasta áratug. Mörgum finnst orðið mjög seint að grípa í taumana núna. Miðað við mikilvægi flugsins í land- inu og ferðaþjónustunnar verður að taka á þessum málum með skýrum hætti. Samgönguráðuneytið vinnur nú að flugstefnu fyrir Ísland. Þessi skýrsla er innlegg í þá vinnu.“ Kerfið má ekki veikjast meira Njáll Trausti segir aðspurður að tillögurnar feli í sér uppbyggingu á Reykjavíkurflugvelli á næstu árum. Það sé flugöryggismál. Kerfið megi ekki veikjast meira en orðið er. Með tillögunum séu færð rök fyrir að hafa áfram flugvöll í Vatnsmýri. „Ég held að það sé orðið almennt samþykki fyrir því að menn sjái ekki fyrir sér að Reykjavíkurvöllur fari næstu 15-20 árin. Slíkt sé enda óraunhæft. Flugvöllurinn er mikil- vægur í alþjóðaflugvallarkerfi lands- ins. Hann gegnir þar stóru hlutverki. Út frá flugöryggissjónarmiðum eru engar forsendur fyrir því að ræða um að hann fari, án þess að það sé komin niðurstaða og jafn góður eða betri kostur tilbúinn til notkunar, ef honum verður einhvern tímann lokað með tíð og tíma,“ segir Njáll. Byggja upp Reykjavíkurflugvöll  Formaður starfshóps um innanlandsflug segir áform í flugvallarmálum styrkja flugvöllinn í sessi  Nýta á þjónustugjöld til að byggja upp varaflugvelli Keflavíkurflugvallar  Rætt um 7-10 milljarða Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnsmýri Áformað er að byggja Reykjavíkurflugvöll upp á næstu árum. Það er liður í að auka flugöryggi. Njáll Trausti Friðbertsson Verði til fimm ára » Meðal tillagna hópsins er að þjónustusamningur ríkisins við Isavia um rekstur, viðhald og nýframkvæmdir á öðrum flug- völlum verði til fimm ára og fjárframlag ríkisins til þeirra aukið frá því sem nú er. » Þá skuli stefnt að því að frá og með 1. janúar 2024 verði millilandaflugvellirnir og aðrir flugvellir í grunnneti hluti af sama flugvallakerfi. » Skýrsla hópsins er 70 blað- síður og hana má nálgast á vef samgönguráðuneytisins. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Starfshópurinn leggur til að far- miðar íbúa sem eiga lögheimili á til- greindum svæðum úti á landi verði niðurgreiddir um 50%. Þá að há- marki fjórar ferðir (átta leggir) á mann meðan reynsla er að komast á kerfið. Með því á að fara svonefnda skoska leið í ríkisstuðningi. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir markmiðið að efla innanlandsflugið. Fyrri stuðn- ingsaðgerðir hafi ekki skilað tilætl- uðum árangri. Dregið hafi úr flug- umferð og fólk kvartað undan háu miðaverði, samtímis ódýru flugi til útlanda. Forveri hans í embætti sam- gönguráðherra, Jón Gunnarsson, hafi því skipað starfshóp undir for- ystu Njáls Trausta Friðbertssonar. „Við viljum jafna tækifæri fólks, sama hvar það býr og sama við hvaða kjör það býr, svo það geti notið sömu gæða og meðaltals- Íslendingurinn. Við höfum byggt upp alla stjórnsýslu, hágæðaheilbrigðis- þjónustu og helstu menningarstofn- anir landsins á ein- um stað, á höfuð- borgarsvæðinu. Til að jafna stöðu fólks sem býr lengst frá svæðinu höfum við metið það svo, eftir að hafa skoðað reynslu annarra þjóða, ekki síst Skota, að niðurgreiðsla flugmiða til tiltekins hóps skili betri niðurstöðu en þau stuðningskerfi sem við höf- um verið með,“ segir Sigurður Ingi, sem reiknar með að niðurgreiðsl- urnar muni auka flugumferð og tíðni ferða í innanlandsflugi. Sigurður Ingi rifjar svo upp að far- þegum á íslenskum flugvöllum hafi fjölgað úr tveimur í tíu milljónir á að- eins nokkrum árum. „Við höfum á sama tíma ekki byggt upp aðra flugvelli sem vara- Niðurgreiðslur efli innanlandsflugið ÍBÚAR Á TILTEKNUM SVÆÐUM MUNU FÁ ALLT AÐ 50% AFSLÁTT AF VERÐI FLUGMIÐA flugvelli í þeim takti. Þess vegna er það rökrétt framhald að styrkja flug- ið á Íslandi og setja alla millilanda- flugvellina undir sama flugvallar- kerfið og fela Isavia ábyrgð á rekstri þess og uppbyggingu,“ segir Sig- urður Ingi og bendir á að kannski hafi fulltrúar ríkisins ekki bestu þekkinguna á því hvernig verja skuli fé til flugvallarmála. Sú þekking sé hins vegar hjá Isavia. Það hafi gengið eftir sem óttast var að niður- lagning þjónustugjalda árið 2009 myndi bitna á uppbyggingu vara- flugvalla. Síðan hafi farþegafjöldinn margfaldast. Sigurður Ingi reiknar með að framkvæmdir við uppbyggingu vara- flugvallanna geti hafist 2020. Hann bindi vonir við að niðurgreiðslur á verði farmiða geti hafist sama ár. Það spari flugfélögunum umtals- vert fé að hafa örugga varaflugvelli á Íslandi í stað þess að þurfa að reiða sig á Skotland og Írland. Sigurður Ingi Jóhannsson Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um að endurlána allt að 1,5 milljarða til Íslandspósts fyrir þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið fylgja ýmis skilyrði. Því til viðbótar leggur meirihlutinn til að við 6. grein fjárlaga bætist nýr liður um að leggja Íslandspósti til aukið eigið fé vegna fyrirliggjandi lausafjárvanda félagsins. Engin fjárhæð er tilgreind varðandi þessa nýju heimild. Willum Þór Þórsson, formaður nefndarinnar, staðfest- ir það og segir að um heimildargrein sé að ræða. Hann bendir á að þegar sé búið að lána 500 milljónir á þessu ári af umræddri heildarfjárhæð en að öðru óbreyttu hefði fyrirtækið ekki getað haldið áfram án þess stuðnings. Meirihluti fjárlaganefndar geri það síðan að skilyrði að nefndin verði upplýst um framvindu aðgerða vegna mál- efna Íslandspósts. Umhverfis- og samgöngunefnd sé með til umfjöllunar frumvarp til breytinga á póstlögum og að- gerðahópur vinnur að tillögum sem snúa að rekstri fyrir- tækisins til þess að styrkja rekstrargrundvöll þess. „Við erum að reyna að tryggja það að þingið sem hefur eftirlit með framkvæmdavaldinu sé upplýst reglulega um stöðu mála,“ segir hann. Í ítarlegri umfjöllun meirihlutans um aðgerðir vegna málefna Íslandspósts í nefndaráliti er því beint til stjórn- ar og eiganda ,,að marka fyrirtækinu skýra stefnu og endurmeta þannig mögulega stöðu þess á póstmarkaði, með það fyrir augum að draga jafnvel úr þátttöku félags- ins á virkum samkeppnismörkuðum utan kjarnastarf- semi félagsins.“ Stofnanir greiði markaðsleigu Meirihlutinn leggur til ýmsar breytingar á fjárlaga- frumvarpinu fyrir 3. umræðu, m.a. um innleiðingu á markaðsleigu fyrir fasteignir í eigu ríkisins. Í dag inn- heimta Ríkiseignir húsaleigu af ríkisaðilum sem á að standa undir viðhaldi, tryggingum og gjöldum. Leigan er mun lægri en sú sem greidd er fyrir sambærilegt hús- næði á almennum markaði. Willum bendir á að engin áhrif verði af þessu á afkomu ríkissjóðs þar sem tekjur Ríkiseigna hækka samhliða en með innleiðingu markaðsleigu ætti að myndast hvati fyr- ir stofnanir til að draga úr stærð húsnæðis og hagræða í húsnæðismálum. omfr@mbl.is Endurlán bundið skilyrðum  Tillaga um heimild til að leggja Íslandspósti til aukið eigið fé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.