Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 11
manna þingflokkanna í gær [fyrra- dag]. En ég er hætt að vera hrædd við að gráta. Það er alltaf ætlast til þess að fólk fari allt á hnefanum og sýni hvorki tilfinningar né veik- leikamerki. Af hverju má ekki sýna tilfinningar?“ Baktal ekki daglegt brauð Haft hefur verið eftir Sigmundi Davíð, formanni Miðflokksins, að baktal og fúkyrði séu hluti af dag- legum störfum Alþingis. Er það þín upplifun? „Nei, ekki almennt. Það kemur fyrir, en er ekki hluti af dag- legum störfum þingsins. en ég veit til þess og það sem ég er að tala um eru samkvæmi og slíkt. Ég hef heyrt sögur, því miður, um þing- menn við slíkar aðstæður. En ég er tiltölulega ný á þingi og hef ekki upplifað það sem betur fer. En ég hef þó heyrt hvernig fólk talar við slíkar aðstæður. Þingmenn tjá sig oft frjálslega á opinberum vett- vangi, m.a. á facebook og oft eru það orð og ummæli um persónur sem sýna mætti meiri nærgætni. Kannski er þetta svona í tilteknum hópum. Að mínu mati einkennast dagleg störf Alþingis af heilindum og ég hef fundið það undanfarna daga að fólk er sérlega elskulegt hvað við annað. Það eru þó und- antekningar þar á, ein þeirra er að Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur gengið hart fram um og talað fyrir því að ég fari frá sem formaður Jafnréttis- sjóðs. Það er eitt sem þarf að hafa í huga varðandi þessi ummæli Sig- mundar Davíðs og það er að hann hefur verið talsvert lengur á þingi en ég, og hefur líklega upplifað ýmislegt og ekki allt jákvætt.“ Þú segir að þú upplifir vinnu- menninguna á Alþingi ekki með þessum hætti. En er það daglegt orðfæri þessa hóps sem þú sast með á Klaustri að kalla konur kuntur og tíkur og raða þeim á lista eftir útliti? „Nei. Ég hef aldrei upplifað það í þessum hópi. Aldrei.“ Var allt það sem greint hefur verið frá í fréttum sagt þarna um kvöldið? Var eitthvað af því slitið úr samhengi? „Ég hef ekki heyrt upp- tökurnar í heild sinni og get ekki fullyrt neitt um það. Ég get því heldur ekki sett hluti í samhengi, þó það gæti hugsanlega skýrt stöðu annarra sem þarna voru.“ Órög við að biðjast afsökunar Meðal þeirra ummæla sem vakið hafa athygli eru orð Gunnars Braga um sendiherraskipan og að hann telji sig eiga inni greiða hjá Sjálf- stæðisflokknum vegna skipunar Geirs H. Haarde í embætti sendi- herra Íslands í Bandaríkjunum. Spurð hvort slíkar embættisfærslur fari að öllu jöfnu fram eins og hann lýsti þeim segist Anna Kolbrún ekki getað svarað því. „Ég hef einfald- lega ekki hugmynd um það.“ Heldurðu að þeir Gunnar Bragi og Bergþór eigi afturkvæmt á þing? „Ég veit það ekki. Það er ekki mitt að segja til um það. Þeir eru að vinna í sínum málum og ég vil gefa þeim svigrúm til þess.“ Í upphafi þingfundar á mánudag- inn bað Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þjóðina afsökunar á framferði þingmannanna sex fyrir hönd þingsins. Spurð hvort ekki væri nær að sexmenningarnir gerðu það sjálfir segir Anna Kol- brún að það hafi hún þegar gert. Bæði í sjónvarpsviðtali á RÚV og í samtölum sínum við allflesta þeirra sem um var rætt í téðu samtali. „Ég er búin að segja að ég sjái mjög mikið eftir því sem þarna fór fram. Ég er ekki rög við að biðjast afsökunar og ég skil alla þá sem líð- ur illa yfir því sem sagt var á Klaustri.“ Umdeilt selahljóð Talsvert hefur verið fjallað um hljóð, sem líkist hljóði sels, sem heyrist á upptökunni þegar verið var að ræða um Freyju Haralds- dóttur, sem barist hefur fyrir rétt- indum fatlaðs fólks. Sigmundur Davíð sagði í viðtali á Stöð 2 í fyrra- kvöld að um væri að ræða eitthvert umhverfishljóð, annaðhvort væri verið að draga til stól eða hugsan- lega hefði reiðhjól bremsað fyrir ut- an glugga Klausturs og sagðist ekki kannast við að neinn við- staddra hefði vísvitandi gefið frá sér selahljóð. Anna Kolbrún tekur undir þetta: „Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur? Hvaða fordómum býr sá yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um það?“ spyr hún. Kom þetta hljóð úr barka ein- hvers ykkar þingmannanna? „Nei, ég veit ekki til þess.“ Var sögð þroskaþjálfi Fram kom í fréttum í gær að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði til- kynnt til Embættis landlæknis að Anna Kolbrún væri sögð þroska- þjálfi í ferilskrá sinni á vefsíðu Al- þingis, en hún hefur ekki slíka menntun.Einnig var greint frá því í fréttum að hún væri á sömu síðu sögð hafa verið ritstjóri Glæða, sem er fagtímarit sérkennara, en hið rétta er að hún sat í ritnefnd tíma- ritsins. Síðar um daginn tilkynnti forseti Alþingis að ekki væri við Önnu Kolbrúnu að sakast, heldur hefði skrifstofa Alþingis skráð inn rangar upplýsingar. Þegar Anna Kolbrún bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi fyrir alþing- iskosningarnar 2007 var hún sögð vera þroskaþjálfi á framboðslist- anum. Spurð hverju það sæti segir hún að það hafi líklega verið vegna þess að hún hafi sinnt slíku starfi í Síðuskóla á Akureyri. Sjálf hafi hún aldrei haldið því fram að hún sé þroskaþjálfi. En hvernig stendur þá á þessu? „Frambjóðendur þurftu að tiltaka við hvað þeir störfuðu og í mínu tilviki var ég ráðin í stöður þroskaþjálfa og fagstjóra sér- kennslu yngsta stigs í grunnskóla.“ Tekur ekki skellinn fyrir aðra Könnun sýnir að 74% landsmanna vilja að þú segir af þér þing- mennsku, um síðustu helgi var hald- inn fundur á Austurvelli þar sem þú og hinir fimm voruð hvött til að stíga til hliðar. Viltu vera þingmaður áfram á þessum forsendum? „Ég er mannleg og geri mistök. Ég þarf að lifa með því og ætla mér að læra af þeim mistökum, en ég tek mig jafn- framt hafa margt fram að færa. Og ég er ekki tilbúin til að taka á mig skellinn fyrir ummæli annarra.“ Siðanefnd Alþingis hefur fengið málið til meðferðar og hefur kallað eftir upptökunum. Verði úrskurður nefndarinnar sá að þú hafir brotið siðareglur Alþingis - hvað ætlarðu þá að gera? „Þá kemur upp ný staða sem ég þarf að takast á við.“ Fylgið hrynur Miðflokkurinn mældist þriðji stærsti flokkur landsins fyrir rúm- um hálfum mánuði. Síðan fréttir bárust af Klausturmálinu hefur fylgi flokksins hrunið, tveir þingmenn farnir í ótímabundið leyfi og nýir þingmenn komnir inn í staðinn. Hvernig líður ykkur í þingflokki Miðflokksins með þetta? „Stemn- ingin hefur vissulega verið erfið og örugglega erfitt fyrir nýtt fólk að koma inn við þessar aðstæður. Það er vel skiljanlegt. Það sem mestu skiptir er þó að hafin hefur verið vinna innan hópsins til að byggja upp traust að nýju. Við höfum öll fengið aðstoð og hjálp fagfólks sem mun vinna með okkur áfram.“ Er komin að niðurstöðu Fyrstu fréttir af málinu birtust fyrir um viku síðan, miðvikudaginn 28. nóvember. Síðan þá hefurðu sagst vera að hugsa þinn gang og raunar gengið lengst í því að gang- ast við ábyrgð af ykkur sex. Er þetta ekki orðinn býsna langur um- hugsunartími? „Það, að ég hafi verið að hugsa minn gang, þýðir ekki að ég hafi verið að hugsa um að segja af mér, heldur var ég að hugsa um hvernig mér gæti liðið með þetta allt saman. En auðvitað hef ég íhug- að að segja af mér.“ Ertu komin að niðurstöðu? „Já.“ Ætlarðu að segja af þér? „Nei.“ FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 JÓLAHUMARINN ER KOMINN Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn N FRÁ STÓR KANADÍSKUR HUMARGLÆNÝ LÚÐA ÞORSKHNAKKAR NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA SALTFISKHNAKKAR LÖNGUNAKKAR Í JAPÖNSKUM RASPI Anna Kolbrún greindist með krabbamein í brjósti árið 2011 og hefur verið í meðferðum við því, með hléum, síðan þá. Síðan þá hefur það dreift sér „um allt“ eins og hún kemst sjálf að orði; í kringum hjarta, í eitla, kviðar- hol og í lífhimnu. Hún er nýbyrjuð í meðferð og hyggst nýta jólafríið til þess. „Ég er með 4. stigs krabbamein. En ég tala aldrei um það, mér finnst það í sjálfu sér ekki koma þessu máli neitt við. Ég vil bara fá að vera manneskja; ég er kona með krabbamein en ég er ekki krabbameinið,“ segir Anna Kolbrún. „Ég er ekki krabbameinið“ ANNA KOLBRÚN HEFUR BARIST VIÐ ILLVÍGT MEIN Í SJÖ ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.