Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Fólk heldur að mosi sé baraeinn mosi, en það eru yfirsexhundruð tegundir til álandinu. Ég er með lýsing-
ar á 250 mosategundum í bókinni, en
restin eru sjaldgæfar tegundir sem
sumar hafa fundist aðeins á einum
stað á landinu,“ segir Ágúst H.
Bjarnason grasafræðingur, sem
langar að opna augu fólks fyrir því
hversu mikilvægir mosar eru í lífrík-
inu og hann gaf því út á eigin kostnað
veglega bók, Mosar á Íslandi.
„Áhugi minn á mosum kviknaði
fyrir fimmtíu árum þegar ég var að
læra grasafræði í Svíþjóð. Þar kynnt-
ist ég og lærði hjá tveimur kennurum
sem voru í mosum. Fegurð mosanna
og smæð þeirra heillar mig, en líka sú
staðreynd að mosar hafa orðið út-
undan þegar gróðurfélagið er skoðað
og rannsakað. Hér á landi hefur verið
látið nægja að greina mosa til teg-
unda en ekki flokka
gróðurfélög með tilliti til
þeirra. Sagt er að mosa-
vaxið land sé ónýtt land og
fólk talar um „bölvaðan
mosann“, en nú hefur
komið í ljós að hann gegnir
gífurlega mikilvægu hlut-
verki í öllum lífsferlum. Til
dæmis lifa blágerlar á þeim
mosum sem eru í birki-
skógum, en blágerlar binda
nauðsynlegt köfnunarefni eða nitur
úr andrúmsloftinu og skila því til
birkitrjánna. Allt hefur tilgang í nátt-
úrunni,“ segir Ágúst og bætir við að
þar sem vaxi mosi hlífi hann jarðveg-
inum, líkt og teppi. „Á vorin þegar
regn getur orðið strítt og flóð fara af
stað, þá verndar mosinn efsta yfir-
borð jarðvegsins, sem skiptir mestu
máli fyrir allar aðrar plöntur. Hann
er því verndarhjúpur jarðarinnar.“
Bakteríudrepandi efni í mosa
Ágúst segir að mosi myndi eng-
an forða, hann sé ekki með rætur og
því safnist hvergi næring í hann.
„En mosar hafa verið til margra
hluta nytsamlegir. Til
dæmis er sérstakur hópur
mosa sem kallast barna-
mosar en þeir voru notaðir
sem sárabögglar í gamla
daga því í þessum mosa
eru bakteríudrepandi efni.
Á stríðsárunum voru verksmiðjur í
Kanada og Evrópu sem framleiddu
sáraböggla úr slíkum mosa. Til er
gömul frásögn af lækni sem átti að
aðstoða við að taka fót af manni á
Sauðárkróki, en hann fór áður en að-
gerð hófst upp í fjall að leita að
barnamosa til að leggja við sárið.
Barnamosar voru líka settir undir lít-
il börn, líkt og bleiur, því þeir geta
dregið mikinn raka í sig.“
Ágúst segir að haddmosi hafi
verið notaðaður til að flétta reipi og
körfur og að hér á landi hafi mosi líka
verið notaður til að einangra hús, því
hann er loftkenndur. „Til dæmis er
gamla íbúðarhúsið á Kárastöðum í
Þingvallasveit einangrað með mosa,
og það standa enn þónokkur hús á
Akureyri og víða um sveitir sem eru
einangruð með mosa. Ármosi var
notaður til að troða meðfram skor-
steinum, en slíkur mosi lifir ofan í
vatni og getur orðið 80 sentimetrar
að lengd.“
Eftirtekt vekur þegar bók
Ágústs er flett hversu fögur íslensku
heiti margra mosa eru. Nokkur
dæmi þar um eru lindaglæta, gjótu-
gopi, heiðarindill, hæruburst, götu-
lokkur, skuggarefill, dverghöttur,
holtasóti, lindaskart, melhöttur,
berglubbi, mýrhaddur, skurðaskalli,
bylgjurandi, vörtuburi, hagatoppur,
álfaklukka, laugaseti, skálabúi,
hrokkinskeggi, snoðgambri, fjöru-
kragi, giljavendill og urðavisk. Ágúst
á heiðurinn af sumum þessum nöfn-
um. „Ég á ekki þátt í íslenskum nafn-
giftum á mosa fyrr en í seinni tíð, en
sá sem byrjaði á því er Helgi Hall-
grímsson á Akureyri, afar málhagur
maður. Hann gaf mörgum mosum ís-
lensk nöfn sem eru virkilega vel
valin. Bergþór Jóhannsson tók við af
honum en síðan hafa orðið talsvert
miklar breytingar á mosum hér á
landi og þá hef ég þurft að búa til ný
nöfn, um fimmtíu nöfn,“ segir Ágúst
og bætir við að hann taki mið af lat-
nesku heiti mosa þegar hann gefi
þeim íslensk nöfn.
„Litur og lögun ráða líka stund-
um för í nafngiftum, sótmosar eru til
dæmis svartir. Þeir eru merkilegir,
lifa þar sem er mjög þurrt og sterkur
vindur næðir um þá, til dæmis ofan á
stórum steinum. Fyrir vikið eru þeir
mjög fastir við steinana, því þeir
þurfa jú að þola mikinn vind.“
Rændu dýrmætum stundum
Ágúst segist ekki halda upp á
neinn mosa öðrum fremur, þeir séu
honum allir jafn kærir. „Þó verð ég
að nefna glómosann, einn af allra
sjaldgæfustu mosum á Íslandi, af því
ég uppgötvaði hann. Glómosi finnst
aðeins í tveimur hraungjótum á land-
inu, hlið við hlið, þar sem er hitaupp-
streymi. Ég fann hann í Eldborgar-
hrauni og játa að þá hoppaði ég hæð
mína í loft upp af fögnuði. En nú er
búið að virkja þar og hitinn hefur
minnkað, svo hætta er á að þessi
mosi hverfi. Hvorki Náttúrufræði-
stofnun né Umhverfisstofnun láta sig
það varða, því miður. Fleiri mosar
eru í hættu, sérstaklega þeir sem eru
á hitasvæðum. Svo eru aðrir sem
sækja í sig veðrið, til dæmis mosi
sem barst hingað til lands árið 1983
og heitir hæruburst, hann er að
leggja undir sig stór svæði á jarð-
hitasvæðum. Hann hefur til dæmis
útrýmt mörgum öðrum tegundum
við Gunnuhver á Reykjanesi. Hann
er enn skæðari en lúpínan.“
Ágúst segist vera einyrki þegar
kemur að mosum, og hálfgerður
utangarðsmaður. „Mosafræðingar
eru ekki allir að gera það sama, þeir
leggja mismikla áherslu á flokka
mosa. Til dæmis líta sumir mosa-
fræðingar einvörðungu á barnamosa,
enda eru þeir mjög stór flokkur mosa
sem lifa yfirleitt í votlendi, en margir
þeirra eru erfiðir í greiningu.
Frumugerð þeirra er allt öðruvísi en
annarra mosa, í þeim er ein stór lit-
laus fruma en utan um hverja slíka
eru sex frumur með grænukorn. Þeir
eru því afar sérstakir að byggingu og
mikið rannsakaðir.“
Ágúst tileinkar bókina konu
sinni Sólveigu Aðalbjörgu Sveins-
dóttur, sem lést fyrir tveimur árum,
en hann segir mosana stundum hafa
rænt hann dýrmætum stundum með
henni. „Hún sýndi mosaáhuga mín-
um mikinn skilning og við ferð-
uðumst heilmikið saman um landið
og gengum um það. Þá var ég mikið
að safna mosum, en hún dundaði sér
við annað.“
Ég hoppaði hæð mína í loft upp
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ágúst Mosinn á stofni trésins er ögurmosi (Ulota phyllantha); algengur með ströndinni, einnig í landi.
Fyrir mosaáhugamann er það líkt og að finna gull að uppgötva nýja tegund mosa. Ágúst H. Bjarnason uppgötvaði hinn sjaldgæfa
glómosa. Mosi hefur verið nýttur til ólíkustu hluta í gegnum tíðina, til að græða sár, sem bleiur fyrir börn og einangrunarefni í húsum.
Ágúst heldur úti vefsíðunni
www.ahb.is þar sem finna má
fróðleik um flóru og gróður.
Mosinn
Um urðir og berang hins alnakta lands
hann ótrauður las sig og þræddi,
sá frumherji lífsins; í fótspor hans
svo fjölgresi auðnina klæddi.
Hann veggbergið handfastur, hásækinn
kleif
og hóf sig á snösum og tyllum.
Hans legurúm hæfði ei lofthræddri kveif
í lyfting á bjarganna syllum.
Við köldustu dýjanna lágfara lind,
þar líft var ei háttmetnum gróðri,
hann einn þreifst á bláköldu vatni og
vind’
við vosbúð á einhæfu fóðri.
Hann bliknar ei, niður á hann þó sé horft,
ber hadd eins í skini sem frosti.
Á ljósþrotastöðum við skugga og skort,
með skófunum deilir hann kosti.
(Sigurður Jónsson)
Brot úr ljóðinu Mosinn eftir Sigurð Jónsson
Með skófunum deilir hann kosti
Hvirfilmosi Mosi þessi er mjög sjaldgæfur, hefur fundist á fjórum stöðum.