Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 vílan getur minnkað þreytu , hvarmabólgu og haft áhrif á augnþurrk, vogris, í hvörmum/augnlokum og rfsemi í fitukirtlum. Fæst í helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Augnh í augum jákvæð rósroða vansta Augnheilbrigði Augnhvíla Dekraðu við augun Margnota augnhitapoki 5. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.6 123.18 122.89 Sterlingspund 156.06 156.82 156.44 Kanadadalur 92.96 93.5 93.23 Dönsk króna 18.628 18.736 18.682 Norsk króna 14.359 14.443 14.401 Sænsk króna 13.549 13.629 13.589 Svissn. franki 122.71 123.39 123.05 Japanskt jen 1.0795 1.0859 1.0827 SDR 169.47 170.49 169.98 Evra 139.01 139.79 139.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.9541 Hrávöruverð Gull 1231.05 ($/únsa) Ál 1934.5 ($/tonn) LME Hráolía 59.98 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Bogi Nils Boga- son hefur verið ráð- inn forstjóri Ice- landair Group, en hann hefur verið starfandi forstjóri félagsins frá því í lok ágúst sl. Úlfar Stein- dórsson, stjórn- arformaður Ice- landair Group segir að það hafi verið afdráttarlaus niður- staða stjórnar félagsins að ráða Boga í starfið. „Hann gjörþekkir fyrirtækið, hef- ur skýra framtíðarsýn og er vel til þess fallinn að stýra því til móts við nýja tíma.“ Bogi Nils gegndi stöðu framkvæmda- stjóra fjármála Icelandair Group frá október 2008. Áður var hann fram- kvæmdastjóri fjármála hjá Askar Capital og framkvæmdastjóri fjármála hjá Ice- landic Group. Hann var endurskoðandi og meðeigandi í KPMG á árunum 1993 til 2004. tobj@mbl.is Bogi Nils ráðinn for- stjóri Icelandair Group Bogi Nils Bogason STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðirnir tveir sem kölluðu eftir hluthafafundi og stjórnarkjöri í tryggingafélaginu VÍS hafa hvatt tvo aðila til að bjóða sig fram til stjórnarsetu í félaginu. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Sjóðirnir sem um ræðir eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Samanlagt fara þeir með tæp 15% hlutafjár í fé- laginu. Frambjóðendirnir tveir eru Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, og Marta Guðrún Blöndal, yfirlögfræðingur ORF líf- tækni. Vilhjálmur var um langt ára- bil í forystu á vettvangi stjórnar Gildis lífeyrissjóðs fyrir hönd Sam- taka atvinnulífsins (SA) en hann var framkvæmdastjóri samtakanna 2006-2013. Marta Guðrún var lög- fræðingur Viðskiptaráðs Íslands 2014-2018. Sterkt bakland víða SA tilnefna einn fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að fengnu áliti Viðskiptaráðs Íslands og Samtök iðnaðarins tilnefna einn full- trúa að fengnu áliti SA. Heimildir Morgunblaðsins herma að frambjóðendurnir tveir muni njóta stuðnings víðar að, ekki síst meðal lífeyrissjóða sem eru fyrir- ferðarmiklir á hluthafalista VÍS. Í hópi 20 stærstu hluthafa félagsins eru lífeyrissjóðir með tæplega 40% eignarhlutdeild í félaginu. Í þeim hópi er Gildi lífeyrissjóður sem á tæplega 2,8% í félaginu. Raunar átti sjóðurinn mun stærri eign í félaginu en seldi sig niður þegar þau átök, sem nú hafa leitt til hluthafafundar- ins, náðu hámarki. Stjórn Gildis er að helmingshluta tilnefnd af SA. Sú staðreynd að sjóðirnir, sem kölluðu eftir stjórnarkjörinu, skuli aðeins tilnefna tvo fulltrúa til setu í stjórninni er talið til marks um að þeir ætli ekki að láta sverfa til stáls og freista þess að ná meirihluta í stjórninni, sem í sitja fimm fulltrúar hluthafa. Það að tveir fulltrúar séu tilnefndir af þeirra hálfu mun auka líkurnar á því að fulltrúarnir þrír, sem enn sitja í stjórninni, nái kjöri. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonar- dóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórninni í lok október í kjölfar trúnaðarbrests sem upp kom innan stjórnarinnar. Helga Hlín hafði með- al annars notið stuðnings Gildis líf- eyrissjóðs og Jón stuðnings Lífeyris- sjóðs verslunarmanna. Núverandi stjórnarmenn með sterkt bakland inn í kosningu Í stjórninni, sem nú situr, og öll sækist eftir endurkjöri, eru þau Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, sem á félagið K2B fjárfestingar ehf. sem heldur á 7,3% hlut í VÍS, Gestur Breiðfjörð Gestsson sem er hluthafi í félaginu Óskabein ehf. sem á 2,05% í VÍS og Valdimar Svavarsson sem á sínum tíma naut stuðnings félagsins Grandier, sem um tíma átti um 8% hlut í VÍS. Það félag hefur selt sinn hlut. Heimildir Morgunblaðsins herma hins vegar að Valdimar njóti stuðnings annarra hluthafa, meðal annars félagsins NH fjárfestingar ehf., sem er í eigu Sigurðar Sigur- geirssonar. Það félag á 2,15% hlut í VÍS. Þá mun hann einnig njóta stuðnings Viola ehf. sem er í eigu Berglindar Bjarkar Jónsdóttur. Það félag heldur á 1,52% hlut í VÍS. Til- nefningarnefndin mun ekki ráða úr- slitum Nú er að störfum tilnefningar- nefnd stjórnar sem fer yfir fram- komin framboð til stjórnarinnar. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hafa aldrei borist jafn mörg framboð til stjórnar í skráðu félagi hér á landi en frambjóðendurnir að þessu sinni eru 10 talsins. Nefnd mun ekki ráða úrslitum Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er meirihluti tilnefn- ingarnefndarinnar skipaður fólki með ríkar tengingar við hluthafa Óskabeins hf. Heimildir Morgun- blaðsins herma að niðurstaða til- nefningarnefndar muni ekki ráða úr- slitum um fyrirætlan allra þeirra sem tilkynnt hafa um framboð. Þannig er ólíklegt að þau Vilhjálmur Egilsson og Marta Guðrún Blöndal muni draga framboð sín til baka, taki tilnefningarnefnd ákvörðun um að líta framhjá þeim í tillögu sinni. Þannig mun atkvæðamagn að baki framboðum þeirra vera með því móti að nærri öruggt þykir að þau nái kjöri, verði gengið til kosninga á fundinum 14. desember. Stjórnin sem kjörin verður á fund- inum þann dag mun aðeins sitja í 98 daga. Samkvæmt fjárhagsdagatali VÍS er stefnt að boðun aðalfundar félagsins 22. mars næstkomandi. Stórir hluthafar reyna að bera klæði á vopnin í VÍS  Tveir lífeyrissjóðir tefla fram tveimur í stjórnina  Hún mun sitja í 98 daga Marta Guðrún Blöndal Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stjórn Átök hafa risið á vettvangi stjórnar VÍS sem reynt hafa á félagið. Vilhjálmur Egilsson Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hefur sent frá sér afkomu- viðvörun vegna yfirstandandi rekstrarárs og þess næsta. Í tilkynn- ingu frá félaginu segir að við yfirferð uppgjörs fyrir októbermánuð, ásamt yfirferð auglýsingatekna og áskrift- arsölu í nóvember, hafi það verið niðurstaða stjórnenda félagsin að færa þurfi afkomuspá félagsins frek- ar niður. Það var 1. nóvember síðast- liðinn sem félagið sendi frá sér aðra aðvörun. Þar var EBITDA-spá fyrir árið 2018 færð í 3,6 milljarða en í upp- runalegri afkomuspá voru neðri mörk spárinnar fjórir milljarðar króna. Í hinni nýju afkomutilkynningu segir að gera megi ráð fyrir að EBITDA ársins verði 3.450 milljónir króna af grunnrekstri en ekki 3.600 milljónir eins og tilkynnt var fyrir réttum mánuði. Meiri kostnaður og samkeppni Ástæður lækkunarinnar nú eru sagðar hærri kostnaður en gert var ráð fyrir. Um sé að ræða kostnað sem tengist fjarskiptakerfum félagsins og dagskrárkostnað. Þá hafi tekjur einn- ig reynst lægri en áætlað var, auglýs- ingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta hafi verið lægri en spáð var fyrir nóv- embermánuð. Ástæður lægri tekna segir félagið vera efnahagsaðstæður og harða samkeppni á markaðnum í haust. Þá hafi fjarskiptatekjur einnig orðið fyrir talsverðum áhrifum vegna mikillar samkeppni þar sem „við- skiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október“. Spáin fyrir 2019 hefur af þessum ástæðum einnig verið lækkuð og liggur EBITDA-spáin á bilinu 3,9 til 4,4 milljarðar króna í stað 4,6 til fimm milljarða króna eins og áður var talið. Markaðurinn tók viðvörun Sýnar illa og lækkuðu bréf félagsins um 8,9% í Kauphöll í gær. Hafa bréf fé- lagsins nú lækkað um 35% frá upphafi ársins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýn Rekur m.a. starfsemi undir merkj- um Vodafone, Stöðvar 2 og Vísis. Meiri kostnaður við sameiningu  Sýn lækkar afkomuspá fyrir 2018 og 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.