Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
✝ Gissur Þor-valdsson fædd-
ist í Reykjavík 1.
september 1929.
Hann lést á Land-
spítalanum 22.
nóvember 2018.
Móðir hans var
Ragnheiður Brynj-
ólfsdóttir frá Ytri-
Ey, f. 22.5. 1901, d.
10.6. 1994, og faðir
hans var Þorvaldur
Þórarinsson frá Hjaltabakka, f.
16.11. 1899, d. 2.11. 1981.
Gissur átti 10 systkini, al-
systkini hans eru: Sigríður Þóra,
f. 24.1. 1927, d. 9.4. 2001, Krist-
ín Bryndís, f. 20.2. 1928, d.
16.10. 2018, Þráinn, f. 2.7. 1934,
Þór, f. 2.4. 1937, d. 8.4. 2001, og
Ásgeir, f. 6.5. 1944. Hálfsystkini
hans, samfeðra, eru: Inga, f.
24.2. 1926, d. 14.12. 2012, Örlyg-
ur, f. 4.4. 1926, d. 17.8. 2013,
Bergþóra Sigríður, f. 15.9. 1927,
d. 22.11. 1995, Fjóla Guðrún, f.
1.11. 1931, d. 27.1. 2007, og
Elsa Grímsdóttir, börn hans eru
Hrefna Kristín, Andri Hrafn og
Anita Ýr. Hörn, f. 16.12. 1969,
sambýlismaður Dufþakur Páls-
son. Gunnlaug, f. 2.11. 1972, gift
Magnúsi Rögnvaldssyni, börn
þeirra eru Kristján Helgi, Sæv-
ar Þór, Gissur Þór, Sóley Björt,
Margrét Björt og Dagný Björt.
Langafabörn hans eru þrjú,
Saga, Hrafnhildur og Áshildur.
Gissur og Hrefna bjuggu
lengst af í Akraseli og hin síðari
ár í Kópalind.
Gissur ólst upp hjá afa sínum
og ömmu á Ytri-Ey í Húnavatns-
sýslu. Hann vann ýmis störf frá
unga aldri. Gissur var lærður
loftskeytamaður og starfaði sem
slíkur hluta starfsævinnar. Hann
var skrifstofustjóri hjá EJS í
nokkur ár, síðar framkvæmda-
stjóri hjá Vöruflutningamiðstöð-
inni. Árið 1982 tók hann við
stöðu framkvæmdastjóra hjá
Landflutningum og sinnti því
starfi fram að starfslokum.
Gissur var félagsmaður í Kátu
fólki um árabil.
Útför Gissurar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 5. desember
2018, klukkan 13.
Hjördís Bára, f.
11.8. 1941.
Gissur var tví-
kvæntur, fyrri kona
hans var Jensína
Fanney Vatnsdal
Karlsdóttir, f.
23.10. 1931, d.
23.10. 1971. Dætur
þeirra eru: Ragn-
heiður Jóna, f.
10.11. 1954, börn
hennar eru Ölver
Þráinn Bjarnason, Sigrún
Bjarnadóttir, Ásrún Bjarnadótt-
ir og Eyrún Bjarnadóttir. Hulda
Kristín Vatnsdal, f. 7.2. 1958,
börn hennar eru Arnar Þór
Vatnsdal og Sandra Dögg
Vatnsdal.
Eftirlifandi eiginkona Giss-
urar er Hrefna Guðbjörg Ás-
mundsdóttir, f. 31.3. 1938. Börn
þeirra eru: Ásgerður Svava, f.
21.3. 1964, gift Axel Geirssyni,
börn þeirra eru Egill Daði,
Haukur Freyr og Bjarki Hrafn.
Þorvaldur Hrafn, sambýliskona
Elsku pabbi. Þá er komið að
ferðalokum hjá okkur og við lítum
yfir farinn veg með þökk og gleði í
hjarta. Við vorum gæfusamar að fá
að alast upp í okkar stóru sam-
heldnu fjölskyldu.
Þær eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann og þá
helst frá uppvaxtarárum okkar í
Akraselinu. Við vorum frum-
byggjar í hverfinu ásamt öðru
góðu fólki. Dugnaður og drif-
kraftur einkenndu ykkur
mömmu á húsbyggingarárunum
og við ólumst upp í nýju hverfi
með ævintýrin allt um kring.
Minningabrotin eru mörg og
mögnuð. Í minningunni var alltaf
mikið af ættfólki, vinum og
skemmtilegum gestagangi á
æskuheimilinu. Við systkinin nut-
um góðs af því að foreldrar okkar
æfðu dans í áraraðir, en þau æfðu
sig gjarnarn á stofugólfinu
heima, þar fylgdumst við með
þeim og njótum þess nú að dansa
allar ágætlega. Pabbi var fæddur
í meyjarmerkinu og skipulagður í
öllum sínum verkum samkvæmt
því sem skrifað er í stjörnurnar.
Pabbi var víðsýnn og vel lesinn.
Hann var traustur, úrræðagóður,
þolinmóður og með sérlega nota-
lega nærveru. Pabbi var vinnu-
samur maður og kenndi okkur
snemma að vinnusemi borgar sig.
Við vorum ekki háar í loftinu þeg-
ar við vorum að fara með honum
um helgar að sópa og taka til
hendinni á planinu hjá Landflutn-
ingum, en hann sinnti stöðu for-
stjóra þar. Hann naut mikillar virð-
ingar samstarfsfólks síns og sinnti
starfi sínu af mikilli alúð.
Það var farið að halla undan fæti
heilsufarslega hjá þér, en þú tókst
á móti verkefninu með æðruleysi
og óendanlegri jákvæðni. Okkur
þótti einnig dásamlegt að fylgjast
með þér heilla hjúkkurnar á spít-
alanum með glettni þinni og húm-
or, það gerði þetta allt miklu létt-
ara.
Við þökkum þér fyrir samfylgd-
ina í gegnum lífið, þú varst einstak-
ur og lífið var ljúft og skemmtilegt
með þér. Þú varst dásemdin ein.
Þínar dætur,
Gunnlaug, Hörn og
Ásgerður.
Ég sat við rúmstokkinn hjá
pabba niðri á Landspítala þar sem
við spjölluðum saman nokkrum
dögum áður en hann hélt í sína
hinstu ferð. Það var töluvert af hon-
um dregið eftir erfið veikindi og
geislameðferð og hann átti orðið
erfitt með að komast á ról. Í því
dreif að alveg sérstaklega elskulega
hjúkrunarkonu sem spurði hvort
hann treysti sér ekki fram úr og
með henni í stuttan göngutúr fram
ganginn. Það stóð ekki á svari: „Jú
auðvitað, og svo skulum við skella
okkur saman út að dansa á eftir.“
Nokkrum dögum á undan hafði
hann haft á orði við starfsstúlkurn-
ar að það væri jákvætt að hann gæti
ekki lengur haft tennurnar sínar
uppi í sér, annars gætu þær bara
orðið alltof skotnar í honum.
Þessi kímni og lífsgleði er dálítið
lýsandi fyrir framkomu hans og lífs-
viðhorf, alveg til síðasta dags. Þrátt
fyrir erfið veikindi og þverrandi lífs-
orku var alltaf upplífgandi að hitta
hann og eiga með honum samveru.
Hann mætti öllu mótlæti með ein-
stöku æðruleysi og takmarkalausri
jákvæðni, það var honum í blóð
borið.
Við þessi ferðalok rifjast upp
ferðalagið okkar og óteljandi góðar
stundir með pabba. Fyrir þær er ég
ævarandi þakklátur.
Pabbi var víðlesinn og marg-
fróður. Hann var sérstaklega
áhugasamur um Íslendingasög-
urnar, Hávamál, Völuspá og marg-
ar fornsögurnar kunni hann og gat
þulið upp utanbókar.
Hann hafði lag á því að vekja
áhuga minn á unga aldri á lestri
góðra bóka og hann var góð fyrir-
mynd á svo margan hátt. Hann var
heiðarlegur, orðvar og orðheldinn,
hjartahlýr og örlátur.
Góða ferð, pabbi minn, við hitt-
umst seinna – handan við himin-
geimana.
Eldr er beztr með ýta sonum
ok sólar sýn, heilyndi sitt,
ef maðr hafa náir,
án við löst at lifa.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þorvaldur.
Elsku afi minn. Nú þegar þú ert
horfinn á braut kemur margt upp í
hugann. Sú staðreynd að við mun-
um ekki hittast aftur í þessu jarðlífi
fyllir mig söknuði. Mikið væri ég til
í að geta átt við þig eitt spjall í við-
bót yfir tóbakshorni og kaffibolla.
Slíkar stundir áttum við reglulega
allt fram undir hið síðasta og þær
eru mér dýrmætar.
Þú varst einstaklega ljúfur og
yfirvegaður maður. Þú komst fram
við fólk af virðingu og kurteisi. Þú
varst vel máli farinn og þurftir ekki
orðaflaum til að koma þínu til skila.
Þú varst glettinn og skemmtilegur
maður, víðlesinn og greindur. Þá
varstu afbragðspenni. Svo góður
að ég er viss um að þú hefðir vel
getað orðið rithöfundur ef þú hefð-
ir viljað.
Undanfarna daga hef ég rifjað
upp allar þær góðu minningar sem
ég á um þig; veiðiferðirnar, berja-
tínslan og skíðaferðirnar með þér
og ömmu. Hringferðin sem við þrjú
fórum eitt sumarið. Þá skoðuðum
við náttúruna og fossana, veiddum
fisk og gistum á bæjum. Á þessum
árum var ég oft næturgestur hjá
ykkur ömmu um helgar. Þá horfð-
um við tveir á hnefaleika langt
fram á nótt. Prinsinn var okkar
maður. Þegar við vöknuðum var
svo tekin skák, en þú kenndir mér
mannganginn þegar ég var barn.
Alltaf hafðir þú betur í skákinni.
Eftir einn ósigurinn spurði ég þig
hvers vegna þú leyfðir mér aldrei
að vinna þig. Þú svaraðir engu en
horfðir á mig með þínu kímna
brosi. Þarna þurfti engin orð.
Brosið þýddi: Ekkert í þessu lífi
fæst gefins.
Ég man þegar ég var fimm eða
sex ára og þér þótti orðið tímabært
að kenna mér mannasiði. Þú
brýndir til dæmis fyrir mér að
heilsa öllum með handabandi.
Þetta þurfti að þjálfa upp, enda átti
handabandið að vera þétt og
hraustlegt. Ekki nóg með það,
heldur var mikilvægt að vera beinn
í baki og horfa í augun á fólki á
meðan tekið var í höndina.
Þjálfunin skilaði sér og ungi mað-
urinn var fljótt farinn að heilsa
ungum sem öldnum með þéttu
handabandi. Ég bý enn að þessari
þjálfun og er þakklátur fyrir það.
Þú hefur alltaf sýnt því sem ég
hef tekið mér fyrir hendur mikinn
áhuga og stutt vel við bakið á mér.
Það var sama hvort það voru
íþróttir, nám eða vinna; alltaf fann
ég fyrir því hvað þú hafðir mikla
trú á mér. Þegar ég var í laga-
náminu varstu svo viss um að ég
myndi ljúka námi að í öllum afmæl-
is- og jólakortum titlaðir þú mig
sem herra lögfræðing, þrátt fyrir
að langt væri í útskrift. Þú varst
ekki gefinn fyrir oflof eða tilfinn-
ingasemi, en hvort sem það voru
litlir áfangar eða stórir varst þú
alltaf fyrsti maður til að hringja í
mig. Þá sagðir þú hress í bragði:
„Það er ekki að spyrja að því lags-
maður! Þetta leikur allt í höndun-
um á þér!“ Ég fann alltaf svo sterkt
að ef eitthvað var mikilvægt fyrir
mig var það líka mikilvægt fyrir
þig.
Vertu sæll, afi minn. Þú hefur
alltaf verið mér mikil fyrirmynd og
ég er heppinn að hafa átt þig að.
Takk fyrir stuðninginn og vinátt-
una. Ég veit við hittumst aftur
hinum megin. Þá hellum við okkur
upp á kaffi, fáum okkur úr tóbaks-
horninu og tökum jafnvel eina
skák.
Haukur Freyr Axelsson.
Gissur Þorvaldsson
✝ Rut Benjamíns-dóttir fæddist á
Ystu-Görðum í
Kolbeinsstaðahreppi
24. maí 1945. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Lundi á Hellu
24. nóvember 2018.
Foreldrar Rutar
voru hjónin Arndís
Þorsteinsdóttir, f.
30.12. 1918, frá Ölv-
iskrossi í Hnappadal,
d. 1.7. 2006, og Benjamín Mark-
ússon, f. 18.8. 1906, frá Ystu-
Görðum, d. 19.12. 1991. Arndís og
Benjamín bjuggu á Ystu-Görðum.
Systkini Rutar eru: Markús, f.
23.5. 1940, Ölver, f. 24.5. 1945,
Þorsteinn Gunnlaugur, f. 7.1.
1949, Rebekka, f. 4.7. 1950, og
Guðmundur, f. 1.12. 1952.
Rut kynntist Eiði Baldri Hilmis-
syni, f. 8.2. 1946, er þau störfuðu á
Hesti í Borgarfirði árið 1966. Þau
gengu í hjónaband 25.4. 1968. Rut
og Eiður bjuggu á ýmsum stöðum,
m.a. á Suðureyri, í Reykjavík og
dís, f. 19.4. 1970. Maki Gunnar
Þór Jóhannesson, f. 30.10. 1967.
Börn þeirra: Hrafnhildur Ósk, f.
30.4. 2003, og Ásgeir Ægir, f. 2.4.
2009. Áður átti Arndís Jón Aron
Lundberg, f. 7.4. 1994, og Jó-
hönnu Rut Arndísardóttur, f. 6.8.
1998. 2) Auður, f. 18.4. 1971. Maki
Benedikt Páll Magnússon, f. 8.4.
1972. Synir þeirra: Benedikt Jón,
f. 9.5. 1997, á soninn Brynjar
Gauta, f. 29.12. 2017, með Evu
Rut Friðriksdóttur. Eiður Bragi,
f. 24.10. 1998, Karel Magnús, f.
5.5. 2006, og Hilmir Hrafn, f.
14.11. 2009. 3) Baldur, f. 5.6. 1972.
Maki Margrét Kristín Tryggva-
dóttir, f. 7.9. 1976. Dætur þeirra:
Bríet Auður, f. 13.5. 2000, María
Brá, f. 21.1. 2008, og Ronja Bella,
f. 1.10. 2012. Áður átti Baldur
dæturnar Heiðrúnu Rut, f. 10.8.
1995, og Kristjönu Dögg, f. 29.4.
1997. Kristjana á Kolfinnu Lind, f.
31.12. 2013. 4) Guðlaug Veronika,
f. 26.4. 1976. Maki Jónas Harðar-
son, f. 14.11. 1971. Dóttir þeirra:
Máney Sól, f. 1.2. 2016. Áður átti
Guðlaug Veronika Franz
Hafþórsson, f. 13.6. 2003, og Söru
Storm Hafþórsdóttur, f. 21.3.
2006. 5) Trausti Þór, f. 8.5. 1980.
Útför Rutar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 5. desember
2018, klukkan 14.
Dalsmynni, uns þau
tóku við ráðs-
mennsku á Brekkum
í Hvolhreppi árið
1971. Rut og Eiður
keyptu jörðina Bú-
land í Austur-Land-
eyjum árið 1976 og
stunduðu þar búskap
til 1996. Eftir það
bjuggu þau í Öldu-
garði við Hvolsvöll
uns þau slitu sam-
vistir. Rut bjó þar áfram í nokkur
ár og eftir það á Flúðum og Sel-
fossi þar til á síðasta ári er hún
flutti á dvalarheimilið Lund.
Rut eignaðist dótturina Ásdísi
Þórðardóttur, f. 6.3. 1960. Maki
Hallgrímur Jökull Jónasson, f.
31.1. 1963. Börn þeirra: Jónas Jök-
ull, f. 9.11. 1990, og Ólöf Gígja, f.
25.6. 1997. Eiður Baldur á dótt-
urina Sigrúnu Hörpu, f. 10.11.
1965. Maki Eyjólfur Kristjónsson,
f. 16.11. 1964, og eiga þau sex
börn og fimm barnabörn.
Börn Rutar og Eiðs eru: 1) Arn-
Elsku mamma mín.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Arndís Eiðsdóttir.
Ég á mér draum
um betra líf.
Ég á mér draum
um betri heim.
Þar sem allir eru virtir,
hver á sínum stað,
í sinni stétt og stöðu.
Þar sem allir eru mettir
gæðum sannleikans.
Þar sem allir fá að lifa
í réttlæti og friði.
Þar sem sjúkdómar,
áhyggjur og sorgir
eru ekki til.
Og dauðinn aðeins upphaf
að betri tíð.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Til elsku ömmu Rutar minnar.
Þótt þú sért farin þá býrðu
ennþá í hjarta mér, ég sakna þín
samt sem áður alveg rosa mikið og
vona að ég hitti þig aftur einn dag-
inn. Enginn veit hvað gerist hinum
megin við regnbogann en ég veit
að þú heldur í höndina á mér alla
daga og gefur mér hlýju og vernd.
Þú barðist við alls konar vanda-
mál þau ár sem ég fékk að þekkja
þig og ég þekki engan sem var
jafn sterkur og þú.
Þú, amma, varst mjög mikil-
væg fyrir mér. Komst þínum
skoðunum á framfæri og varst
ákveðin með það sem þú vildir.
Einstakur karakter og engum lík.
Ég leit upp til þín þar sem þú viss-
ir hvernig átti að koma ást og um-
hyggju í hjartað mitt.
Þú baðst mig um að lofa þér að
vera alltaf góð og skynsöm stúlka
og mun ég reyna af minni bestu
getu að uppfylla þá ósk.
Þín nafna og barnabarn,
Jóhanna Rut.
Rut
Benjamínsdóttir
✝ Pálína Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. febrúar 1928.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold 17. nóvember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Sigurrós Þorsteins-
dóttir, f. 16.7. 1896
á Horni í Horna-
firði, d. 11.7. 1971, og Guð-
mundur Matthíasson, f. 22.9.
1874 í Reykjavík, d. 27.4. 1949.
Pálína á eina systur á lífi, Rósu,
en látin eru Matthías, Gunnar,
Þorsteinn og Anna og hálf-
bræður samfeðra, Aðalsteinn
og Magnús.
Eiginmaður Pálínu var Sig-
urður Sigurgeirsson deildar-
stjóri, f. 6. júlí 1920 á Ísafirði,
d. 8. nóvember 1986. Börn Pál-
ínu og Sigurðar eru: 1) Sig-
urgeir, f. 9.5. 1950, d. 6.7. 2013.
Maki Caroline Elizabeth Foster.
Þau skildu. Barn þeirra er
usti Ólafur Hlynsson, sonur
þeirra er Eyþór. Sonur Guð-
rúnar með Páli Árnasyni er
Kjartan Hjaltalín. Sigurrós
Oddný, unnusti Sacha Þór Ás-
geir Medina, sonur þeirra er
Viktor Freyr. 6) Haraldur, f.
8.5. 1966, maki Sóley Stef-
ánsdóttir, þau skildu. Sonur
þeirra er Andri Sigurður. Maki
Margrét Valdimarsdóttir, þau
skildu. Dóttir þeirra er Anna
Alexandra.
Pálína ólst upp á Lindargötu
23 í Reykjavík. Hún lauk
barnaskólaprófi frá Austur-
bæjarskóla og gagnfræðaprófi
frá Ingimarsskóla. Síðan lauk
hún stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1949.
Pálína og Sigurður giftu sig 5.
nóvember 1949 og hófu búskap
í Gimli við Lækjargötu. Lengst
af bjuggu þau síðan í Skeiðar-
vogi 111 í Reykjavík þar sem
Pálína stýrði af myndarskap
stóru og barnmörgu heimili.
Hún útskrifaðist frá Kennara-
háskólanum í Reykjavík 1980
og hóf þá störf við Vogaskóla
þar sem hún kenndi til starfs-
loka.
Útför Pálínu fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 5.
desember 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elizabeth Svanhild-
ur. Dóttir Sigur-
geirs með Ólafíu
Arinbjarnardóttur
er Lilja, maki Ósk-
ar Á. Óskarsson.
Börn þeirra eru
Arnór Alex og Al-
exander Aron. 2)
Sigrún, f. 8.6. 1952,
maki Halldór M.
Gunnarsson, synir
þeirra eru Davíð
Örn, maki Lan Tian, sonur
þeirra er Benedikt Jiyao. Egill
Már, maki Íris Dögg Björns-
dóttir, dóttir þeirra er Tinna
Björt. 3) Anna Svanhildur, f.
7.8. 1953, sambýlismaður Einar
J. Blandon, d. Þau slitu sam-
vistum, dóttir þeirra er Sunna
Dóra, maki Gunnar Svansson,
dóttir þeirra er Saga. 4) Guð-
rún Rósa, f. 8.11. 1954, maki
Martin Grabowski, d. Dætur
þeirra eru Eydís Anna og Haf-
dís María. 5) Kjartan, f. 19.6.
1961, maki Særún Jónasdóttir,
dætur þeirra eru Guðrún, unn-
Elsku amma Skeiðó. Þá ertu
eftir erfið veikindi komin til afa
Sigurðar sem tekur vel og inni-
lega á móti þér. Allt líf þitt helg-
aðir þú börnum. Þú varst ung
byrjuð að passa börn, eignaðist
sjálf sex börn, varst oft á tíðum
með barnabörn í pössun og fimm-
tug ákvaðst þú að fara í Kenn-
araháskólann og kenna börnum.
Ég naut þess mikið að hlusta á
þig segja sögur úr kennslunni og
ég veit að þú varst góður og virt-
ur kennari. Þú sagðir mér að þú
hefir fengið jólakort frá fyrrver-
andi nemanda (þá tvítugum), en
þú kenndir honum þegar hann
var á yngsta stigi í grunnskóla.
Það er ótrúlega hjartnæmt.
Þínar sögur veittu mér góðan
innblástur í að verða kennari
sjálf. Góðmennska þín og ástúð
endurspegluðust svo vel í um-
gengni þinni við börnin. Oft sat
ég ásamt hluta barnabarnanna
við eldhúsborðið í Skeiðarvogin-
um, við gæddum okkur á brauði
og hlustuðum á þig segja
skemmtilegar sögur af prakkara-
strikum foreldra okkar.
Ég á mínar bestu minningar
með þér þegar ég var á unglings-
aldri og fór með þér í margar
ferðir austur í bústaðinn á
Flúðum. Tilhlökkunin hjá þér að
komast á leiðarenda var svo sterk
að þú jókst hraðann þegar beygj-
an var tekin við Skeiðavegamót. Í
bústaðnum spjölluðum við um
heima og geima og nutum sam-
vistanna. Eitt haustið fór ég í
sund og þú ákvaðst að kíkja á
berjarunnana með „Gufuna“ í út-
varpinu. Þegar ég kom til baka úr
sundi fann ég þig ekki í fljótu
bragði. Ég fór að berjarunnunum
og þar sast þú pollróleg með
heyrnartólin á höfðinu. Þá hafðir
þú dottið niður á milli þúfna og
gast ekki staðið sjálf upp. Þá
varst þú búin að sitja þarna í tölu-
verðan tíma en kipptir þér ekki
mikið upp við það. Eftir að ég
hjálpaði þér upp hlógum við að
þessu.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Við sjáumst einn daginn – þangað
til veit ég að þú vakir yfir mér og
minni fjölskyldu.
Guðrún Kjartansdóttir.
Pálína
Guðmundsdóttir