Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
Ég er staddur í Berlín í afmælisferð, ég hef komið hingað áðuren þetta er borg sem mig langaði til að skoða betur. Við erumhérna hjónin með vinafólki okkar,“ segir Sigfús Bjarni Sig-
fússon, forstjóri Hertz á Íslandi. Í dag er fyrirhugað að fara í Trab-
ant-ferð. „Þá fáum við að keyra Trabant um borgina, verðum í hala-
rófu og fáum leiðsögn í leiðinni. Svo ætlum við skoða söfn og
Charlottenburg-höllina í ferðinni.“
Sigfús hefur verið í ferðabransanum í 30 ár og verið við stjórnvöl-
inn hjá Hertz á Íslandi í tíu ár. „Þetta er 100 ára gömul bílaleiga og
við leigjum út tæplega 3.000 bíla sem eru keyrðir 75 milljónir kíló-
metra á ári. Við erum með 17 umboð um allt land og 140 starfsmenn.“
75-80 prósent viðskiptavina eru ferðamenn en Hertz leigir einnig bíla
til fyrirtækja og í langtímaleigu.
Þegar Sigfús er ekki í vinnunni finnst honum best að vera með fjöl-
skyldunni, en þau hjónin keyptu sér hús á Torrevieja-svæðinu á Spáni
og njóta þess að vera þar. „Samgöngurnar á milli eru svo þægilegar
og við erum dugleg að skreppa þangað og fjölskyldan er dugleg að
koma í heimsókn til okkar.“
Eiginkona Sigfúsar er Unnur Pálsdóttir, sérkennari í Valhúsa-
skóla. Börn þeirra eru Páll Ingi, þróunarhagfræðingur og vinnur í
Úganda og er búinn að vera þar í átta ár; Erla Hlíf, hjúkrunarfræð-
ingur á Barnaspítala Hringsins; Sigfús Ragnar jöklaleiðsögumaður
og Gunnar Sveinn nemandi í Versló. Barnabörnin eru Unnur Ágústa,
Sigrún Lára og Skyler Hekla og svo má ekki gleyma hundinum Bolla.
Fjölskyldan Sigfús og Unnur ásamt börnum, barnabörnum og Bolla.
Ekur um á Trabant
í tilefni afmælisins
Sigfús Sigfússon er fimmtugur í dag
G
róa Margrét Lárus-
dóttir fæddist á
Blönduósi 5.12. 1958
en ólst upp í foreldra-
húsum á Brúsastöðum
í Vatnsdal, við öll almenn sveita-
störf.
Gróa var í grunnskólanum á
Húnavöllum við Reykjabraut,
stundaði nám við Héraðsskólann á
Reykjum í Hrútafirði og lauk bú-
fræðiprófi frá Bændaskólanum á
Hvanneyri 1977.
Gróa hefur fyrst og síðast sinnt
landbúnaðarstörfum alla tíð. Hún
gaf sér þó tíma í fiskvinnslu á Pat-
reksfirði á árunum 1978-83, en þar
kynntist hún manni sínum, Sigurði
Ólafssyni: „Við fluttum að Brúsa-
stöðum 1983 og þar bjó ég í félags-
búi með foreldrum mínum en Sig-
urður vann utan heimilis til 1994.
Þá keyptum við jörðina. Síðan þá
höfum við byggt upp gripahús,
endurbyggt íbúðarhúsið og ræktað
upp tún. Við keyptum síðan jörð-
ina Snæringsstaði árið 2017 og
rekum þar gistiheimili í dag.“
Gróa er líka veðurathugunar-
maður hjá Veðurstofunni frá 2003.
Gróa söng með kirkjukór Undir-
fells- og Þingeyrakirkju í 20 ár,
hefur verið í sóknarnefndinni síð-
ustu 15 ár, var formaður Bún-
aðarfélags Áshrepps í nokkur ár
og sat í stjórn Félags kúabænda í
Austur-Húnavatnssýslu í 12 ár.
Hún sat einnig í hreppsnefnd
Húnavatnshrepps eitt kjörtímabil,
2006-2010.
Brúsastaðir hafa verið afurða-
hæsta kúabúið í Austur-Húna-
vatnssýslu í 12 ár á sl. 14 árum,
hefur einnig verið afurðahæsta
Gróa Margrét Lárusdóttir, bóndi á Brúsastöðum – 60 ára
Á Brúsastöðum Arndís Eggerz, Gróa og Sigurður. Myndin var tekin 1.12. sl. en þá hefði faðir Gróu orðið 90 ára.
Bústólpi og húsahönn-
uður í Vatnsdalnum
Með kusu Gróa og Sigurður í fjósi á Brúsastöðum. Búið hefur fjórum sinn-
um orðið afurðahæsta kúabú landsins og hlaut Landbúnaðarverðlaun 2015.
Reykjavík Þröstur Leó
Kárason fæddist 20.
febrúar 2018 kl. 10.07.
Hann vó 17 merkur og var
52 cm langur. Foreldrar
hans eru Kristín Inga
Þrastardóttir og Kári
Arnar Kárason.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is