Morgunblaðið - 05.12.2018, Side 27

Morgunblaðið - 05.12.2018, Side 27
kúabú landsins í fjögur skipti og fékk Landbúnaðarverðlaunin árið 2015. Þegar Gróa er spurð um áhuga- mál nefnir hún landbúnað almennt og einkum nautgriparækt og skóg- rækt. Auk þess innanhúss- arkitektúr og bóklestur: „Ég hef verið milli tektar og tvítugs er ég áttaði mig á því að mér myndi hvergi líða betur en hér á jörðinni þar sem ég er uppalin. Það lá því beinast við að fara á Hvanneyri og hefja búskap. Foreldrar mínir höfðu verið með blandaðan búskap en kúabúskapur er að ýmsu leyti einfaldari en sauðfjárbúskapurinn, sem alltaf krefst mikilla árstíðabundinna tarna. Kýrnar hafa hins vegar sinn vanagang árið um hring.“ – Þú hefur einnig áhuga á innan- hússarkitektúr? „Já. Þegar við vorum að byggja hér upp húsakost þurftum við að gera það upp við okkur hvort við ætluðum að endurnýja gamla íbúðarhúsið, sem er frá 1956, eða byggja nýtt. Við ákváðum að endurnýja, tókum þakið af húsinu, lyftum annarri hæðinni og fengum mun meira rými en áður var. Síðan gerðum við upp húsið á Snærings- stöðum. Þetta voru allt töluverð heilabrot sem ég kom mikið að. Ég held að þetta hafi allt tekist prýði- lega en ég hafði virkilega gaman af þessum vangaveltum.“ Fjölskylda Maður Gróu er Sigurður Eggerz Ólafsson, f. 26.9. 1959, bóndi. For- eldrar Sigurðar voru hjónin Arndís Eggerz Sigurðardóttir, f. 10.9. 1924, d. 10.5. 2013, húsfreyja, og Ólafur Gunnar Bjarnason, f. 10.12. 1930, d. 17.11. 2001, vörubílstjóri. Þau voru lengst af búsett á Brunn- um 11 á Patreksfirði. Börn Gróu og Sigurðar: 1) Áki Már, f. 28.7. 1983, d. 2.1. 2004, nemi. 2) Arndís Eggerz, f. 4.5. 1989, verslunarmaður, en maður hennar er Elvar Freyr Pálsson, sölu- og dreifingarstjóri fóðurs hjá Bústólpa. Systkini Gróu: Benedikt, f. 19.5. 1950, tónlistarkennari á Blönduósi, og Sigurlaug Björg, f. 22.4. 1953, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Gróu voru Ragnheið- ur Guðrún Blöndal, f. 29.7. 1928, d. 16.4. 2016, og Lárus Konráðsson, f. 1.12. 1928, d. 28.3. 2008. Þau voru bændur og bjuggu nánast allan sinn aldur á Brúsastöðum. Gróa Margrét Lárusdóttir Guðrún Gróa Bjarnadóttir Blöndal húsfr. á Breiðabólstað í Vesturhópi og Brúsastöðum, dóttir Bjarna Sigvaldasonar prófasts á Stað í Steingrímsfirði Björn Benediktsson Blöndal b. á Breiðabólstað, bróðursonur Lárusar Blöndal amtmanns á Kornsá, langafa Halldórs Blöndal fv. ráðherra og Matthíasar Johannessen skálds. Björn var sonarsonur Björns sýslum. í Hvammi,ættföður Blöndalsættar Benedikt Bjarni Björnsson Blöndal b. á Brúsastöðum Ragnheiður Guðrún Blöndal húsfr. á Brúsastöðum Margrét Blöndal Björnsdóttir húsfr. á Brúsastöðum Eggert Ágúst Konráðsson b. á Kistu í Vesturhópi Ragnheiður Eggerts- dóttir verkak. á Hvammstanga Helgi Ingólfsson fv. b. á Marðarnúpi Ingólfur Konráðsson b. á Vöglum í Vatnsdal Ragnheiður Konráðsdóttir húsfr. í Gröf í Víðidal Jón Konráðsson b. í Lækjarhvammi í V.-Hún Örlygur Atli Guðmundsson kórstjóri í Hveragerði Ingibjörg Kristjánsdóttir húsfr. í Mosfellsbæ Gróa Kristjánsdóttir kennari við Austurbæjarskóla Björn Kristjánsson b. og kennari á Húnsstöðum Gréta Björnsdóttir húsfr. og kennari á Húnavöllum Jón Björnsson sálfr. og rithöfundur Sveinbjörg H. Jónsdóttir Blöndal húsfr. á Brúsastöðum Ragnheiður Ingibjörg Sveinsdóttir húsfr. á Blönduósi, af Hnjúksætt Jón Helgason b. í Skrapatungu, síðar verkam. á Blönduósi Þorbjörn Jónsson b. á KornsáKristján Þorbjörnsson fv. yfirvarðstj. á Blönduósi Sigurður Þorbjörnsson b. og refaskytta á Kornsá Ari JónssonKarl Arason skipstj. Þorleifur Arason slökkviliðsstj. á Blönduósi Lilja Jónsdóttir húsfr. í Kárdalstungu í Vatnsdal Jón Konráðsson Kárdal b. í Kárdalstungu flutti til Vesturheims Konráð Jónsson b. í Gilhaga Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfr. í Gilhaga í Vatnsdal Guðmundur Guðmundsson b. á Hvoli í Vesturhópi Rósa Níelsdóttir var á ýmsum bæjum í V-Hún. Úr frændgarði Gróu Margrétar Lárusdóttur Lárus Konráðsson b. á Brúsastöðum í Vatnsdal ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða – fleiri litir Verð frá 18.900,- BATTERY Borðlampi – fleiri litir Verð frá 21.900,- PLANET CRYSTAL Borðlampi Verð 54.900,- PLANET FUME Borðlampi – fleiri litir Verð 74.900,- jólagjöfin fæst hjá okkur ABBRACCIAIO kertastjaki Verð frá 25.390,- stk. CINDY Borðlampi – fleiri litir Verð 32.900,- BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 39.900,- LOULOU GHOST Barnastóll Verð 15.900,- Theódór Björnsson Líndalfæddist í Reykjavík, 5.12.1898. Foreldrar hans voru Björn Líndal Jóhannesson, yfir- réttarmálflutningsmaður á Akureyri og bóndi, útgerðarmaður og al- þingismaður á Svalbarði á Sval- barðsströnd, og Sigríður Metú- salemsdóttir, húsfreyja á Staðar- bakka í Miðfirði. Björn var sonur Jóhannesar Jó- hannessonar, bónda á Útibleiks- stöðum í Miðfirði, en Sigríður var dóttir Metúsalems Magnússonar bónda á Arnarvatni, bróður Þór- arins Magnússonar, bónda á Hall- dórsstöðum, langafa Magnúsar Þ. Torfasonar, fv. hæstaréttardómara. Eiginkona Theodórs var Þórhild- ur Pálsdóttir Líndal, systir Helga Briem, skattstjóra, bankastjóra og sendiherra. Þórhildur var dóttir Páls Briem, amtmanns og alþing- ismanns á Akureyri, og Álfheiðar Helgadóttur Briem húsfreyju. Börn Theódórs og Þórhildar: Páll Jakob, borgarlögmaður, ráðuneyt- isstjóri og rithöfundur, Sigurður, prófessor emeritus í lögum við HÍ, og Álfheiður Birna, húsfreyja í Reykjavík. Theódór lauk stúdentsprófi frá MR 1919, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1923, stundaði framhaldsnám í Danmörku, Noregi og Þýskalandi og öðlaðist hrl.-réttindi 1930. Theódór starfaði á lögmannsstofu Lárusar Fjeldsted hrl. í Reykjavík 1920-23, starfrækti síðan málflutn- ingsskrifstofu með Lárusi frá 1923- 54 og jafnframt með syni Lárusar, Ágústi Fjeldsted hrl., frá 1944.Theó- dór var síðan lagaprófessor við Há- skóla Íslands 1954-69. Hann var dómari í Félagsdómi 1962-65, til- nefndur af BSRB, og dæmdi fjölda mála í Hæstarétti sem setudómari. Theódór var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1928-30, sat í stjórn KRON, var formaður Málflutnings- mannafélags Íslands og gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa. Theódór lést 2.2. 1975. Merkir Íslendingar Theódór B. Líndal 90 ára Anna R. Kristmundsdóttir 85 ára Björg Aðalsteinsdóttir Haukur Berg Hildur Sæbjörnsdóttir 80 ára Birgir Jóhannsson Einar Hjaltested Elínborg Ólafsdóttir Guðmundur Haukur Gunnarsson Gunnar Ingimundarson Helgi Þorkelsson Ragna M. Þorsteins 75 ára Ármann Sævar Jónasson Bára Berndsen Benedikt Guðmundsson Daði Sæm Ágústsson Edda Þorvarðardóttir Guðrún Jóna Gunnarsdóttir Hrefna Bjarnadóttir Sigurrós Pétursdóttir Tryggvi Eyvindsson 70 ára Guðrún Karlsdóttir Þór Pálmi Magnússon 60 ára Anna Misztalewska Anna Sigrún Hreinsdóttir Danute Daraskeviciene Edda J. Einarsdóttir Gróa Margrét Lárusdóttir Guðbjörg Lára Wathne Hannes Guðlaugsson Hrönn Sævarsdóttir Jón Gauti Böðvarsson Katrine Bruhn Jensen María Kristín Guðjónsdóttir Sigrún Björk Sverrisdóttir Stanislaw Boguslaw Kupis Tómas Kristinn Sigurðsson 50 ára Agnes Jósefsdóttir Ársæll Már Arnarsson Ian Stuart Stephenson Janine Elizabeth Long Jórunn Harðardóttir Kristinn Pálsson Sigfús Bjarni Sigfússon Susanne Schneider Valdemar Johnsen Virginijus Kavala 40 ára Áslaug Birna Jónsdóttir Barbara Bogucka Davíð Jón Rikharðsson Fannar Þór Bergsson Florante Estonilo Abando Hávarður Gunnarsson Jasmina Nikolic Laufey Jóna Sveinsdóttir Linda Björg Björnsdóttir Pétur Pétursson Ryan Neil Carlson Sigrún Gunnarsdóttir Þórey Indriðadóttir 30 ára Ada Brysiewicz Aidas Mereckas Andri Þorvarðarson Anna Kristín Baldvinsdóttir Daníel Jóhannsson Íris Stefanía N. Gylfadóttir Jagoda Anna Dabrowska Jessica Marie Milan Lára Björk Elíasdóttir Michal Kapusniak Rakel Guðmundsdóttir Sara Nassim Valadbeygi Stefán Smári Ásmundarson Tadeusz Bogumil Blaszczyk Tómas Oddur Eiríksson Víkingur Sigurðsson Til hamingju með daginn 30 ára Víkingur ólst upp í Reykjavík, býr í Njarðvík, lauk sveinsprófi í húsa- smíði og starfar hjá Ís- lenskum aðalverktökum. Sonur: Lúkas Ýmir, f. 2009. Bræður: Bjarki Þór, f. 1974; Reynir, f. 1979, og Eiríkur, f. 1982. Foreldrar: Edda Björk Karlsdóttir, f. 1957, og Sigurður Reynisson, f. 1957. Þau eru búsett í Reykjavík. Víkingur Sigurðsson 30 ára Tómas ólst upp í Garðabæ, býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í landfræði, er í MS-námi í skipulags- fræðum, er jógakennari og meðeigandi Yoga Shala. Kærasti: Heiðar Snær Jónasson, f. 1993, nemi í rekstrarverkfræði við HR. Foreldrar: Oddný Sigurð- ardóttir, f. 1957, söng- kona, og Eiríkur Jónsson, f. 1958, yfirlæknir við Landspítalann. Tómas Oddur Eiríksson 30 ára Lára Björk býr í Kópavogi og starfar við umönnun á Hrafnistu í Kópavogi. Maki: Bjartmar Már Björnsson, f. 1990, leið- sögumaður og bílstjóri. Dætur: Elísa Bjarney, f. 2009; Klara Dís, f. 2012; Björt Rún, f. 2016, og Marín Mjöll, f. 2018. Foreldrar: Elías Rúnar Reynisson, f. 1958, og Rúna Björg Þorsteins- dóttir, f. 1966. Lára Björk Elíasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.