Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það liggur vel á þér í dag. Þú ert búinn að gera þitt besta síðustu daga. Þú hugsar þér til hreyfings í vinnunni og sérð ný tækifæri á hverju strái. 20. apríl - 20. maí  Naut Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú undrast þín eigin viðbrögð. Nú er að hrökkva eða stökkva í ástamálunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru litlu hlutirnir sem fá þig til að brosa. Það er ekki hundrað í hætt- unni þó að þú bakir ekki 18 sortir fyrir jólin. Borðar þú nokkuð smákökur hvort sem er? 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sá sem er góður við sjálfan sig er oftast góður við aðra líka. Þú tekur heim- boði feginshendi. Þú hefur nóg á þinni könnu, ekki bæta við þig verkefnum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu engan segja þér fyrir verkum en hlustaðu samt á þær raddir sem tala til þín af vinarhug. Reyndu að sýna þínar bestu hliðar heima fyrir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að horfast í augu við ákveðnar staðreyndir og ættir að leita lið- sinnis vinar þíns. Gefðu þér tíma til að hitta vini og félaga, þú hefur ekki hitt þá lengi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Skyndilega hefurðu þörf fyrir að tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinngar sem koma upp. Göngutúr í náttúrunni róar hug- ann og þú færð aðra sýn á hlutina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Af einhverjum ástæðum ertu meira áberandi þessa dagana en alla jafna. Sýndu að þú kunnir að meta það sem aðrir gera fyrir þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ringulreið og óreiða ríkir á heimili þínu í dag. Reyndu nú að hrista slenið af þér og taktu ærlega til hendinni. Dragðu þig í hlé þegar þín er ekki þörf. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú kemst yfir hindranir með gjafmildina að vopni. Mundu að uppörvun reynist yfirleitt betur en gagnrýni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gerðu allt sem þú getur til að bæta heilsuna, hreyfðu þig, bættu matar- æðið og stundaðu íþróttir. Gamall vinur gerir þér lífið leitt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst þú hafa skilað góðu verki og því eigir þú umbun skilið. Spyrðu sjálfa/n þig að því hvort þú sért vísvitandi að loka á umhverfi þitt. Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm: 106.1) Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin 1988 - 2018 Nýjar fallegar jólavörur Eigum alltaf vinsæ bómullar- og velúrgallana í mörgum litum. Einnig stakar svartar velúrbuxur Stærðir S-4XL lu . Í vikunni tók ég af rælni þaðmerka tímarit Helgafell út úr skápnum. Þar rakst ég á skemmti- legar þýðingar Magnúsar Ásgeirs- sonar á smáljóðum eftir Nils Ferlin, m.a. „Þanka“: Á loftinu er kæti og kliður, þótt klukkan sé þegar tólf. Og þá lýstur þanka niður: að þak mitt sé annars gólf! Ég læt „Ritningarnar og lífið“ fylgja: Einn sannkristinn maður sjónir rak í svofellt guðsorð – um hrafna: Ei sá þeir né uppskeru safna undir þak, og samt lætur Herrann þá dafna. – Og aleinn hann gekk út á öræfaslóð og ætlaði að sannprófa þetta. Að hálfum mánuði, hermir vort ljóð, að hrafnarnir fengu sig metta. Þessar vísur „Þrjár þenkingar“ eru „Úr vísnabókinni“, – þýtt og endursagt: I Að týna hreinlega hönskunum sínum er heppni á móti því að tapa öðrum en henda hinum og heimta þann týnda á ný. II Í hálfkæringi um hugskot mín er hláleg þenking oft á sveimi: að lífið sé tvö lokuð skrín, sem lykla hvort að öðru geymi. III Heilbrigð skynsemi er skömmtunarvara. Þeir, sem hafa ‘ana, hljóta að spara. Einar Ól. Sveinsson skrifar „150 ár minning“ Sveinbjarnar Egils- sonar og gríp ég niður í þann texta: „Sveinbjörn hefur miklar mætur á rímnaháttum alþýðunnar, og hann berst við að sigrast á öllu dýru hnoði. Og hann kveður vísu eins og þessa – það er morgunn, og hann er að bíða eftir að birti (Sveinbjörn fór á fætur klukkan 5): Hugurinn líður hér og þar, hvikull eftir vanda; ég er að bíða birtunnar, búinn upp að standa. Einar Ól. segir merkilegt hvern- ig Sveinbjörn geri Eddukvæðin að sinni eign: Þoka er í dölum, dögg á grasi, vestanblær í viði; mjúkt sá andar, uns máttfarinn deyr í dimmri nótt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Helgafelli flett „eini gallinn er sá aÐ þegar áhrifin líÐa hjá hrynur maÐur.” „MaÐurinn minn heimtaÐi aftur og aftur aÐ ég keyrÐi hraÐar, Hr. Lögregluþjónn.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... er spurning sem eingöngu hjartað getur svarað. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann TIKK TIKK TIKK TIKK JÁ! ÞAÐ ER HÆGT AÐ BAKA BÖKU INNAN Í KÖKU! SONUR, VERALDLEGAR EIGUR ÞÍNAR MUNU EKKI FÆRA ÞÉR HAMINGJU! ÉG VEIT … ÞESS VEGNA TEK ÉG EIGUR ANNARRA! Víkverji er ekki mjög upptekinn afaldri, hvorki sínum né annarra. Það vakti hins vegar athygli hans þegar fréttir birtust í nóvember af Hollendingi, sem vildi láta yngja sig í hollensku þjóðskránni. Maðurinn heitir Emile Ratelband og er 69 ára. Honum finnst hann hins vegar ekki vera degi eldri en 49 ára og vildi að þjóðskráin endurspeglaði það. Vík- verja fannst þetta nokkuð langt seilst, þótt rök mannsins í málinu hefðu ekki verið algalin. Hann benti á að fólki væri heimilt að skipta um nafn og jafnvel kyn og fannst því að það hlyti að vera hægt að skipta um aldur. Meginástæður Ratelbands fyrir þessari óvenjulegu ósk voru hins vegar að aldurinn takmarkaði verulega atvinnumöguleika hans og ekki síður líkurnar á því að hann hefði erindi sem erfiði á stefnumóta- síðunni Tinder. x x x Nú er dómur fallinn í málinu.„Ratelband hefur frelsi til þess að líða eins og hann sé tuttugu árum yngri en hann er í raun og hegða sér samkvæmt því,“ sagði í dómnum, en fæðingardeginum yrði ekki breytt í þjóðskrá. Slík breyting myndi hafa í för með sér að ýmsar upplýsingar yrði að fjarlægja úr þjóðskránni auk þess sem ýmsar skyldur og réttindi fylgdu aldri. Það ætti ekki við um nöfn og kyn. Voru skólaskylda og kosningaréttur nefnd til sögunnar. Dómurinn sagði jafnframt að rétt væri að fólk lifði lengur og væri leng- ur við góða heilsu en áður, en það væri ekki ástæða til að breyta fæð- ingardögum fólks. Þá var dómurinn ekki sannfærður um að Ratelband hefði orðið fyrir barðinu á aldurs- fordómum, auk þess sem aðrar leiðir væru til þess að vinna á þeim. x x x Víkverji er reyndar ekki hissa áþessari niðurstöðu hollenska dómstólsins, en honum hefði þótt forvitnilegt að sjá hvaða afleiðingar það hefði haft hefði Ratelband feng- ið að breyta fæðingardeginum. Hefði það orðið til þess að Hollendingar hefðu unnvörpum gengið í barndóm? Eða hefðu þeir flykkst á eftirlaun fyrir aldur fram? Þá fyrst hefði ald- ur orðið afstæður. vikverji@mbl.is Víkverji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.