Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
„Jólin okkar“ er yfirskrift jóla-
tónleika Hinsegin kórsins sem
haldnir verða í Gamla bíói í kvöld,
miðvikudag, kl. 20.
„Við ætlum að fara aðeins aðrar
leiðir en við erum vön og verðum
órafmögnuð í þetta skiptið. Efnis-
skráin er að venju fjölbreytt og
skemmtileg. Við munum meðal ann-
ars frumflytja lag eftir kórstjórann
okkar, syngja lag sem var sungið í
konunglegu brúðkaupi, rifja upp lög
sem við höfum flutt áður, syngja lög
sem við höfum ekki flutt áður og
krydda þetta allt með dassi af jóla-
lögum,“ segir í tilkynningu. Þar
kemur fram að kórinn kryddi tón-
leikadagskrána með tónlist úr brúð-
kaupi Megan og Harry Bretaprins
og smellum frá Stevie Wonder og
George Michael. „Til þess að gera
tónleikana ógleymanlega fær kórinn
Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, betur
þekkta sem Hönsu, til liðs við sig.
Hinsegin kórinn og Hansa verða
ekki ein á sviðinu á miðvikudaginn
því þar leika með kórnum Vignir Þór
Stefánsson píanóleikari, Þorgrímur
Jónsson kontrabassaleikari og Ólaf-
ur Hólm Einarsson trommuleikari.
Og svo skýtur leynigestur upp koll-
inum.“ Miðar eru seldir á tix.is.
Söngelsk Kórstjórinn Helga Margrét Marzellíusardóttir með kórfélögum.
Hinsegin kórinn
syngur í Gamla bíói
Það virðist vera flókið aðfinna sig í nútímanum efmarka má þankagangSölva Daníelssonar, sem
leitast við að koma skáldskap sínum
á framfæri og finna tilgang með til-
verunni í Sölvasögu Daníelssonar,
sem er sjálfstætt framhald bókar-
innar Sölvasaga unglings sem hlaut
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs 2016 í flokki ungmenna-
bókmennta.
Það geta eflaust margir ungir
menn fundið sig í Sölva Daníelssyni,
sem á erfitt með að finna taktinn í
hversdagslífinu. Hann virðist þrátt
fyrir ungan aldur vera í einhvers
konar tilvistarkreppu. Hann á sér
draum um að verða skáld en hefur
litla trú á sjálfum sér. Hann fellur
ekki að norminu og virðist stundum
á einhvers konar
rófi. Sölvi virkar
einmana og
þunglyndur en
sér ljósið í kveð-
skap. Þroskasaga
Sölva sem ungs
manns hefst þeg-
ar hann fer í
heimavistarskóla
á Akureyri.
Bókin er vel
skrifuð, hún er brotin upp með
skáldskap Sölva og í henni er sterk
samfélagsádeila. Persónusköpun í
bókinni er mjög trúverðug og oft
langaði gagnrýnanda að taka í
hnakkadrambið á Sölva og vinum
hans. Foreldrar Sölva virka frekar
sjálfhverf, sem skýrir að einhverju
leyti líðan hans, og skólastjórnend-
urnir eru hippatýpur sem eiga ekki
að koma nálægt rekstri.
Lýsingar á þankangi og líðan
ungs fólks í Sölvasögu eru þungar
og á köflum niðurdrepandi en það
koma ljósir punktar inn á milli. Bók-
in vekur spurninguna um líf ungs
fólks í dag, hvort það sé tilgangslítið
og erfitt hjá of mörgum og ef svo er
hvað sé þá til ráða, en ef til vill er
Sölvasaga Daníelssonar einfaldlega
eðlileg þroskasaga ungs manns.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Spurning Gagnrýnandi segir bók Arnars Más vekja spurninguna um líf
ungs fólks í dag, hvort það sé tilgangslítið og erfitt hjá of mörgum.
Leitin að til-
gangi lífsins
Skáldsaga
Sölvasaga Daníelssonar bbbmn
Eftir Arnar Má Arngrímsson.
Sögur útgáfa, 2018. Innb., 263 bls.
GUÐRÚN
ERLINGSDÓTTIR
BÆKUR
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
býður til athafnar á Kjarvalsstöðum í
dag kl. 10.30 þar sem Kærleikskúla
ársins 2018 verður afhent verðugri
fyrirmynd eða fyrirmyndum en árlega
er valinn sérstakur handhafi Kærleik-
skúlunnar í viðurkenningarskyni fyrir
vel unnin störf í þágu fatlaðs fólks í
samfélaginu.
Fyrstu Kærleikskúluna, fyrir árið
2003, hannaði Erró og hafa þekktir
listamenn, innlendir sem erlendir,
hannað hana árlega upp frá því og má
af þeim nefna Yoko Ono og Ólaf Elías-
son. Nú er komið að Elínu Hansdóttur
og mun allur ágóði af sölu kúlunnar að
vanda fara í að styrkja sumarbúðirnar
í Reykjadal þar sem börn og ung-
menni með fatlanir geta komið og
dvalið yfir sumar eða vetur. Eliza
Reid forsetafrú verður kynnir við at-
höfnina í dag, bjöllukór tónstofu Val-
gerðar mun flytja jólalög en forsöngur
sönghópsins Lyrika hefst kl. 10.30.
Segulstálskúla í kúlunni
Elín segist hafa verið beðin um að
hanna kúluna í byrjun sumars og
hafði hún tvo eða þrjá mánuði til
stefnu, fram að framleiðslu kúlunnar
sem fer fram erlendis.
Elín er vön að vinna innsetningar
fyrir stór rými og segir þetta litla
rými, Kærleikskúluna, því hafa verið
töluverða áskorun og skemmtilega.
„Ég tók þann pól í hæðina að vinna
með eitthvað sem bendir á einhvers
konar hluta af raunveruleika okkar
sem er aðdráttarafl jarðar. Það er
segulstálskúla inni í glerhjúpnum og
járnduft sem laðast að þessu segul-
stáli. Svo er hægt að hrista kúluna –
varlega – og þá breytist lögunin á kúl-
unni sem er inni í henni,“ segir Elín.
Henni hafi þótt skemmtilegt að vinna
út frá því að engar tvær kúlur væru
eins og kúlan inni í kúlunni breytileg
frá einu augnabliki til annars.
–Og þú ert með því að vísa líka til
breytinga á jörðinni og að hver maður
sé einstakur, eða hvað?
„Já og hvernig utanaðkomandi afl
getur mótað umhverfi sitt,“ svarar
Elín. Hún er spurð að því hvort hún
hafi fengið margar hugmyndir til við-
bótar þessari. „Ja, það var kannski
ein önnur hugmynd sem var of flókin
í framkvæmd af því þetta eru allt
handblásnar kúlur og því hægt að
setja ýmislegt inn í þær en það þarf
að komast inn í gegnum mjög mjótt
rör. Þannig að takmarkanirnar eru
svolítið miklar,“ svarar Elín.
Litla jörð
Nafn kúlunnar, Terella, er latína
og þýðir Litla jörð. „Það er vísun í
rannsóknir eðlisfræðings, vísinda-
manns sem hét William Gilbert og er
sá sem uppgötvaði aðdráttarafl jarð-
ar, að inni í kjarna hennar væri segul-
magn. Hann notaði í rannsóknum sín-
um módel sem hann kallaði Terella,“
útskýrir Elín. Gilbert hafi notað kúlu-
laga segulstál í sínum rannsóknum
líkt og hún geri í Kærleikskúlunni.
Bestu gjafirnar
–Er ekki gott að taka þátt í þessu,
að fá að styrkja svona gott málefni
skömmu fyrir jól?
„Jú, það er engin spurning og mér
finnst að jólin eigi að snúast um svona
hluti. Maður sér víðsvegar spretta
upp sjóði á borð við sjóð Fatímu sem
safnar peningum fyrir börnin í Jemen
og fleiri og fleiri óska þess að fólk gefi
pening í þessa sjóði í stað þess að gefa
jólagjafir. Það er mikilvægt, þetta
eru bestu gjafirnar.“
Umbreyting „[K]ærleikurinn getur með krafti sínum sameinað og umbreytt
því sem kemst í tæri við segulmagn hans,“ segir m.a. um Kærleikskúlu
Elínar Hansdóttur á vefnum kaerleikskulan.is. Hér sést Elín með kúluna.
Afl kærleikans
Terrella eftir Elínu Hansdóttur er Kærleikskúla ársins
2018 Segulstálskúla og járnduft sem breytir um lögun
Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir