Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Það er mikilvægt að Ísland noti
rödd sína á alþjóðavettvangi,
dragi athyglina að mannréttinda-
brotum og komi jákvæðum hlutum
til leiðar. Í Mannréttindaráðinu
getum við komið ábendingum og
gagnrýni á framfæri milliliðalaust,
jafnvel beint við ráðherra viðkom-
andi ríkis. Öruggari og réttlátari
heimur er hagur allra,“ segir Nína
Björk Jónsdóttir varafastafulltrúi
í fastanefnd Íslands í Genf í Sviss.
Í stað Bandaríkjanna
Í júlí sl. tók Ísland sæti í
Mannréttindaráði Sameinuðu
þjóðanna eftir að hafa verið kosið í
ráðið í aukakosningum sem fóru
fram á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna í kjölfar þess að Banda-
ríkin sögðu sig úr ráðinu. Ísland
hefur verið virkt sem áheyrnar-
fulltrúi í mannréttindaráðinu síð-
ustu ár, sem greiddi leiðina í ráðið.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra var þannig fyrsti ís-
lenski ráðherrann til að sækja
fundi ráðsins. Ísland hefur einnig
leitt umræðu um ákveðin mál, s.s.
um mannréttindabrot á Filipps-
eyjum þar sem stjórnvöld hafa tek-
ið fólk af lífi án dóms og laga í bar-
áttunni við eiturlyf.
„Í sl. viku var sendiherrann
okkar hér í Genf, Harald Aspelund
fastafulltrúi, kjörinn einn af vara-
forsetum ráðsins. Hann mun því
stýra fundum ráðsins, sem er já-
kvætt fyrir Ísland og sýnir hve
mikla áherslu við leggjum á mann-
réttindamálin,“ segir Nína.
Í septemberlotu mannrétt-
indaráðsins, sem var fyrsta lotan
sem Ísland tók þátt í sem fullgilt
aðildarríki, voru 23 ályktanir sam-
þykktar. Þar á meðal var mjög
mikilvæg ályktun um mannrétt-
indaástandið í Mjanmar þar sem
miklar áhyggjur eru af stöðu
Róhingjamúslima. Ráðið sam-
þykkti einnig ályktun um Venesú-
ela, en yfir tvær milljónir íbúa
hafa flúið ástandið þar undanfarna
mánuði. Þá voru samþykktar
ályktanir um réttinn til vatns, ör-
yggi blaðamanna, og margt fleira.
Höfum leitt umræðuna
„Já, rödd Íslands skiptir svo
sannarlega máli í mannréttinda-
málum. Við höfum heyrt til dæmis
varðandi umræðuna sem Ísland
hefur leitt innan ráðsins um Fil-
ippseyjar, að okkar gagnrýni hafi
haft áhrif. Það getur skipt veru-
legu máli hvað ríki segja í mann-
réttindaráðinu, t.d. með því að
beina athygli alþjóðasamfélagsins
að mannréttindabrotum í einstaka
ríkjum, hópum sem eiga undir
högg að sækja eða t.d. með því að
nefna nöfn pólitískra fanga. Okk-
ur sem erum svo heppin að búa í
lýðræðislegu samfélagi þar sem
réttindi einstaklinga eru virt ber
skylda til að standa vörð um mann-
réttindi þeirra sem brotið er á.“
Jafnréttismál á dagskrá
Fastanefnd Íslands í Genf var
sett á fót árið 1970 þegar Ísland
gerðist aðili að EFTA og æ síðan
hafa viðskiptamál verið stærsta
verkefni sendiskrifstofunnar, en
gerð fríverslunarsamninga EFTA
er eitt af verkefnum hennar.
EFTA hefur gert alls 28 samninga
við 39 ríki og landssvæði utan ESB
og standa nú yfir viðræður við ríki
í Asíu, Afríku og S-Ameríku um
nýja samninga eða uppfærslu gild-
andi samninga.
„Víðfeðmt fríverslunarnet
hefur tryggt betri markaðsaðgang
fyrir íslensk fyrirtæki, en aðgengi
að erlendum mörkuðum er afar
mikilvægt fyrir lítið hagkerfi eins
og Ísland og í raun forsenda vel-
ferðar,“ segir Nína sem telur að að
grundvöllur að framförum og
samkeppnishæfni íslenskra fyrir-
tækja hafi verið lagður á sínum
tíma með aðild okkar að EFTA,
EES og Alþjóðaviðskiptastofn-
uninni (WTO).
„Mikilvægustu samninga-
viðræðurnar innan WTO í dag fyr-
ir Ísland eru án efa þær sem snúa
að því að banna ríkisstyrki til ólög-
legra og stjórnlausra veiða og
draga úr ríkisstyrkjum til ósjálf-
bærra veiða, sem geta stuðlað að
of mikilli afkastagetu og ofveiði.
Þá hefur að Ísland hefur verið í
leiðandi hlutverki innan WTO við
að setja jafnréttismál á dagskrá í
umræðu um alþjóðaviðskiptamálin
og haft frumkvæði að því að EFTA
skoði hvernig megi leggja áherslu
á jöfn tækifæri karla og kvenna
við gerð fríverslunarsamninga.“
Mannréttindi og viðskipti í deiglunni hjá fastanefnd Íslands í Genf í Sviss
Genf Setja jafnréttismál á dagskrá í umræðu um alþjóðaviðskiptamál, segir Nína Björk Jónsdóttir.
Rödd Íslands skiptir máli
Nína Björk Jónsdóttir fædd-
ist 1975. Hún nam frönsku,
stjórnmálafræði og hagnýta
fjölmiðlun við HÍ og lauk meist-
aranámi í alþjóðastjórnmálum
og öryggisfræði frá Bradford-
háskóla 2005. Var frétta- og
blaðamaður 2000-2004, með-
al annars á Morgunblaðinu.
Hóf störf í utanríkisþjónust-
unni 2005 þar sem hún hefur
m.a. unnið á sviði viðskipta-,
mannréttinda-, jafnréttis- og
loftslagsmála. Staðgengill
sendiherrans í París 2012-2016
og varafastafulltrúi í fasta-
nefnd Íslands í Genf frá 2016.
Hver er hún?
Umhverfis- og skipulagsráð Reykja-
víkur hefur vísað umsókn listamanns
um tveggja milljóna króna styrk til
að gera höggmyndir af landsliði Ís-
lands í víkingaklappi og setja upp
fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laug-
ardal til borgarráðs til afgreiðslu.
Víkingaklappið verður eitt af lista-
verkum á sögu- og listasýningu sem
fyrirhugað er að setja upp í höfuð-
stöðvum UNESCO í París.
Jóhann Sigmarsson listamaður
hugsar sér að skapa 11 gegnheilar
viðarhöggmyndir af landsliðsmönn-
um íslenska karlalandsliðsins í
knattspyrnu í fullri stærð og setja
saman í eina heild. Efniviðurinn er
100 ára gamlir drumbar úr bryggju í
Reykjavíkurhöfn. Reynt verður að
líkja eftir öllum liðsmönnum, í stell-
ingunni þegar þeir taka víkinga-
klappið fræga. Aðstandendur verk-
efnisins hafa kynnt það fyrir
Knattspyrnusambandi Íslands og
ýmsum mögulegum styrktaraðilum
og ætlunin er að færa það Knatt-
spyrnusambandinu að gjöf í fyllingu
tímans.
Í kostnaðaráætlun sem fylgir um-
sókninni til Reykjavíkurborgar kem-
ur fram að áætlað er að kostnaður
verði tæpar 11 milljónir króna.
Miðbaugs-minjaverkefnið verður
með sögu- og listasýningu í höfuð-
stöðvum Menningarmálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í
París 5. júní 2019, á degi umhverf-
isins. UNESCO fer með skráningu
heimsminja og eftirlit með þeim.
Fram kemur í umsókn listamannsins
að víkingaklappið verði eitt af lista-
verkunum þar, við hliðina á minjum
frá ýmsum mannvirkjum af heims-
minjaskrá.
„Hér er um verðugt og metnaðar-
fullt verkefni að ræða sem hefur
hagnýtt, sögulegt og menningarlegt
gildi,“ segir í umsókninni.
Víkingaklappið höggvið í tré
Listamaður vill setja höggmyndir af landsliðsmönnum upp við Laugardalsvöll
Morgunblaðið/Golli
Víkingar Aron Einar Gunnarsson
stýrir víkingaklappi eftir leik.
Fangageymslur Lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu fylltust í fyrri-
nótt. Þegar þær í Reykjavík voru
orðnar fullar var byrjað að vista
fólk, sem handtekið var vegna ým-
issa meintra brota, í Hafnarfirði.
Þrír voru handteknir á veitinga-
stað í Reykjavík vegna árásar á
dyravörð en hann var fluttur á
slysadeild til aðhlynningar. Um
nóttina barst tilkynning um líkams-
árás og rán í Efra-Breiðholti. Fjög-
ur voru handtekin og vistuð í
fangageymslum. Sá sem fyrir árás-
inni varð var fluttur á sjúkrahús til
aðhlynningar. Lögreglan hafði af-
skipti af fleira fólki vegna líkams-
árása, slysa og ölvunar.
Fangageymslur
lögreglunnar í
Reykjavík fylltust
GLÆSILEGUR NÝRBÆKLINGURKOMINN ÚT
JÓLABÆKLINGUR
Kristrún Eymunds-
dóttir, fyrrverandi
framhaldsskólakenn-
ari, lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund laugardaginn 8.
desember. Hún var 82
ára að aldri.
Kristrún varð stúd-
ent frá Verzlunarskóla
Íslands árið 1956. Eftir
stúdentspróf stundaði
hún háskólanám í
frönsku í París. Hún
lauk BA-prófi í frönsku
og ensku frá Háskóla
Íslands árið 1967 og
prófi í uppeldis- og kennslufræði frá
HÍ árið 1971. Hún vann við franska
sendiráðið meðfram háskólanámi.
Kristrún var mikil málamann-
eskja. Hún kenndi frönsku, ensku
og dönsku við ýmsa framhaldsskóla,
meðal annars við Menntaskólann á
Akureyri og síðast við Verzlunar-
skóla Íslands. Þá var hún leið-
sögumaður í mörg ár.
Kristrún var einn af
umsjónarmönnum
Laga unga fólksins á
RÚV frá 1959-1961.
Hún þýddi leikritið
Síðasta tangó í Salford
fyrir RÚV árið 1981
og Alfa Beta eftir
Whitehead sem sett
var upp í Leikfélagi
Akureyrar árið 1978.
Foreldrar hennar
voru Þóra Árnadóttir
og Eymundur Magn-
ússon skipstjóri.
Eiginmaður Krist-
rúnar er Halldór Blöndal, fyrrver-
andi alþingismaður, ráðherra og
forseti Alþingis. Sonur þeirra er
Pétur. Dætur Halldórs af fyrra
hjónabandi eru Ragnhildur og
Kristjana Stella. Fyrri eiginmaður
Kristrúnar var Matthías Kjeld
læknir. Synir þeirra eru Eymundur
og Þórir Bjarki.
Andlát
Kristrún Eymundsdóttir
Fimmta námstefnan um góða samningahætti í aðdrag-
anda kjarasamninga verður haldin í Borgarnesi dagana
14. til 16. janúar að sögn Elísabetar Sigurveigar Ólafs-
dóttur, skrifstofustjóra hjá ríkissáttasemjara.
Elísabet segir að í byrjun hafi ríkissáttasemjari áætlað
að halda tvö námskeið en fljótlega hafi komið í ljós að
aðsókn á námstefnurnar yrði mikil. Tæplega 300 manns
hafa setið námstefnurnar og hafa bæði launþegar í
samninganefndum og atvinnurekendur verið duglegir
að mæta.
Sigurveig segir að færri sitji í samninganefndum á
vegum atvinnurekenda en launþega. Hún segir að samn-
inganefndir SA, ríkisins, sveitarfélaga auk aðildarfélaga ASÍ, BSRB og
BHM svo einhverjir séu nefndir séu meðal þeirra sem tekið hafa þátt í nám-
stefnunum.
Hvort námstefnur ríkissáttasemjara eigi eftir að liðka til í samninga-
viðræðum kemur í ljós í yfirstandandi og komandi kjaraviðræðum.
ge@mbl.is
Vinsælar námstefnur hjá ríkissáttasemjara
Elísabet Sigurveig
Ólafsdóttir