Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 VARÐANDI „AVIVA INSURANCE LIMITED“ -og- VARÐANDI FRIENDS FIRST LIFE ASSURANCE COMPANY DAC -og- VARÐANDI LÖG UM FJÁRMAGNSÞJÓNUSTU OGMARKAÐI 2000 HÉR MEÐ TILKYNNIST að þann 16. október 2018 lagði Aviva Life & Pensions UK Limited (áður Norwich Union Life & Pensions Limited) („UKLAP“) og Friends First Life Assurance Company dac (áður Friends Provident Life Assurance Company Limited og Friends First Life Assurance Company Limited) („FFLAC“) umsókn fyrir hjá hæstarétti (Her Majesty’s High Court of Justice) um skipun samkvæmt hluta VII í lögum um fjármagnsþjónustu og markaði frá árinu 2000 („lögin“) til að fá samþykkta áætlun („áætlun“) um yfirfærslu á: (i) öllum viðskiptum sem tengjast UKLAP og/eða UKLAP hefur umsjón með gegnum útibú UKLAP í Belgíu, Frakklandi og Írlandi og (ii) öðrum tilteknum viðskiptum sem tengjast UKLAP og/eða UKLAP hefur umsjónmeð sem beint var til tryggingataka utan Bretlands. Hægt er að fá afrit af eftirfarandi skjölum án endurgjalds þar til sett hefur verið fram tilskipun sem heimilar áætlunina: Skjalið sem sýnir áætlunina í heild sinni, heildarskýrsla um skilmála áætlunarinnar sem Tim Roff („óháður sérfræðingur“,enskipanhansvarsamþykktafPRA eftir samráð við FSA) vann í samræmi við kafla 109 í lögunum, samantekt á skýrslu óháðs sérfræðings, bréf semsendvoru til hagsmunaaðila og bæklingar tryggingataka með samantekt yfir áætlunina, ásamt öðrum viðeigandi upplýsingum. Hafið samband við UKLAP eða FFLAC eins og fram kemurhér fyrir neðan. Ráðgerteraðdómariviðdómstólinn„Businessand Property Court “, Rolls Building, 7 Rolls Buildings, Fetter Lane, London, EC4A 1NL, taki umsóknina fyrir hinn 13. febrúar 2019. Ef umsóknin verður samþykkt mun yfirfærslan taka gildi á gildistíma (eins og skilgreint er í áætluninni), sem áætlað er að verði kl. 22:59 (samkvæmt tíma í London) þann 29. mars 2019. Hver sá sem telur að framkvæmd áætlunarinnar gangi gegn hagsmunum sínum hefur rétt á að andmæla áætluninni við fyrirtökuna. Farið er fram á að hver sá sem telur að yfirfærslan gangi gegn hagsmunum sínum veiti rökstuðning þess efnis og láti vita skriflega eða símleiðis með að minnsta kosti fimm daga fyrirvara ef viðkomandi hyggst vera viðstaddur fyrirtökuna. Upplýsingar um pósthólf sem útbúið var í þeim tilgangi, sem og símanúmer, má finna hér fyrir neðan. Hver sá sem telur að framkvæmd áætlunarinnar gangi gegn hagsmunum sínummá vera viðstaddur fyrirtökuna í eigin persónu eða senda lögmann fyrir sína hönd. Póstfang: Aviva Transfer Mailing (BAU J) Customer Services Department PO Box 3661 NORWICH NR1 3JF Símanúmer: +44 (0) 1603 606388 Vefsíða: https://transfer.aviva.com/life Samskiptaupplýsingar UKLAP: Póstfang: Customer Services Department (Transfer Mailing) Friends First House Cherrywood Business Park, Loughlinstown Dublin 18, Ireland Símanúmer: +44 (0) 1603 606388 Vefsíða: https://transfer.aviva.com/life 10. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.32 121.9 121.61 Sterlingspund 154.63 155.39 155.01 Kanadadalur 90.52 91.06 90.79 Dönsk króna 18.462 18.57 18.516 Norsk króna 14.192 14.276 14.234 Sænsk króna 13.44 13.518 13.479 Svissn. franki 121.98 122.66 122.32 Japanskt jen 1.0746 1.0808 1.0777 SDR 167.9 168.9 168.4 Evra 137.81 138.59 138.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.8742 Hrávöruverð Gull 1236.45 ($/únsa) Ál 1943.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.25 ($/fatið) Brent ● Matsfyrirtækin S&P Golobal og Fitch Ratings staðfestu bæði á föstudagskvöld óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Ís- lands. Fitch gefur langtímaskuldum ríkis- sjóðs í erlendum gjaldmiðli einkunnina A með stöðugum horfum en S&P Global gefur einkunnina A/A-1 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar í erlendum og innlendum gjaldmiðli, einnig með stöð- ugum horfum. Segir S&P Global að ytri staða og ríkis- fjármál hafi styrkst á undanförnum árum en smæð og samþjöppun íslenska hag- kerfisins geri það viðkvæmara fyrir ytri þáttum og mögulegri ofhitnun vegna innri þátta. Fitch segir lánshæfiseinkunnina endurspegla háar þjóðartekjur, gott við- skiptaumhverfi og sterkar stofnanir, en að hagkerfið sé mjög háð hrávöruútflutningi og næmt fyrir ytri áföllum. ai@mbl.is Lánshæfismat óbreytt STUTT FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Vikulækkun helstu hlutabréfavísi- talna Bandaríkjanna í síðustu viku var sú mesta síðan í mars. Eru það einkum hlutabréf net- og tæknifyr- irtækja sem hafa verið á niðurleið og er þróunin m.a. rakin til áhyggja fjárfesta af spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og óvissu um mögulega hækkun stýrivaxta síðar í þessum mánuði. Huawei-málið skemmir fyrir Greina mátti merki um bjartsýni í byrjun vikunnar, eftir að bráða- birgðasamkomulag náðist á milli leiðtoga Bandaríkjanna og Kína um að gera vopnahlé í tollastríði land- anna, en taugaveiklunin virðist hafa náð yfirhöndinni þegar fréttist að stjórnvöld í Kanada hefðu, að beiðni Bandaríkjastjórnar, handtekið fjármálastjóra kínverska fjarskipta- tæknirisans Huawei þar sem hún var í heimsókn í Vancouver. Stafar hand- takan af grunsemdum um að Huawei hafi brotið gegn viðskiptabanni sem Bandaríkin og Evrópuþjóðir lögðu á Íran. Óttast fjárfestar að handtakan torveldi tolla- og viðskiptaviðræður Bandaríkjanna og Kína en löndin sammæltust um 90 daga samnings- tímabil þar sem leysa á úr ýmsum deilum. Takist samningar ekki fyrir þann tíma má vænta þess að ríkis- stjórn Donalds Trumps hækki tolla á kínverskan innflutning enn meira en hún hefur nú þegar gert. Þá hafa stjórnendur bandarískra fyrirtækja áhyggjur af að kínversk stjórnvöld freistist til að gjalda líku líkt með því að handtaka fulltrúa bandarísks fyrirtækis. Segir Reu- ters að mörg bandarísk fyrirtæki vilji hafa allan vara á; þau muni forð- ast að senda starfsmenn til Kína nema brýna nauðsyn beri til, og láta fundi með kínverskum samstarfsað- ilum fara fram í öðrum löndum sé þess kostur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 2,24% á föstudag, og 4,5% yfir vik- una og S&P 500 lækkaði um 2,33% á föstudag en 4,6% yfir vikuna. Mest lækkaði Nasdaq-vísitalan: 3,05% í viðskiptum föstudagsins og 4,9% yfir vikuna. Markaðsgreinendur segja þró- unina undanfarið gefa tilefni til að vænta þess að hlutabréfaverð haldi áfram að lækka á næstunni en að markaðurinn rétti svo úr kútnum áð- ur en langt um líður. Erfið vika að baki á Wall Street AFP Tap Það er orðið jólalegt í kauphöllinni í New York en óvíst hvort þar eru margir í jólaskapi eftir síðustu viku.  Handtaka fjármálastjóra Huawei veldur titringi  Bandarísk fyrirtæki líkleg til að forðast að senda starfsmenn til Kína á næstunni  Nasdaq lækkaði mest Bandaríska skutlfyrirtækið Uber hefur hafið undirbúning skráningar á hlutabréfamarkað. Reuters grein- ir frá þessu og segir að Uber hafi skilað inn fyrstu útboðsgögnum á fimmtudag. Athygli vekur að Lyft, helsti keppinautur Uber, tilkynnti sama dag að fyrirtækið hefði sótt um skráningu. Verði af frumútboði Uber og Lyft á næsta ári gæti það reynst mikil lyftistöng fyrir bandarískan hlutabréfamarkað en Wall Street Journal segir Lyft stefna að skrán- ingu í mars eða apríl næstkomandi. Er von á að af skráningu Uber verði um svipað leyti. Að sögn Reuters var Uber metið á 76 milljarða dala í síðustu fjár- mögnunarlotu og gæti félagið reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboði. Uber hefur mjög sterka stöðu á fjölda markaða en hægt hefur á vexti fyrirtækisins að undanförnu og var það rekið með ríflega eins milljarðs dala tapi á síðasta árs- fjórðungi. Þá hefur gustað um fé- lagið, m.a. vegna árekstra við stjórnvöld í mörgum borgum, og vegna uppátækja Travis Kalanick, stofnanda og fyrrverandi stjórn- anda fyrirtækisins, en hann rétti Dara Khosrowshahi stjórnartaum- ana fyrir rösku ári og hefur meiri friður ríkt síðan þá. Félagið heldur áfram að þróa nýjar vörur og kynnti t.d. í síðustu viku til sögunnar Uber-strætis- vagnaþjónustu í Kaíró. Munu not- endur í höfuðborg Egyptalands geta pantað far með smárútu og sér forrit Uber um að smala saman í eina rútu fólki sem er á sömu leið með það fyrir augum að fækka stoppum og aka farþegum rakleiðis þangað sem þeir þurfa að komast . ai@mbl.is AFP Veldi Uber verður tíu ára á næsta ári en er þegar orðið að risafyrirtæki. Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað  Gæti verið um 120 milljarða dala virði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.