Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Fagurfræði hinna hversdagslegu hluta IkonsC Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál 16 og 19mm, fyrir þýskar skrár ogASSA/Boda skrár d line FF Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál 19mm, fyrir þýskar skrár ogASSA/Boda skrár d line hurðarhúnarnir eru sígild dæmi um glæsilega hönnunþar semhvergi er gefið eftir í útliti og efnisvali. Fagurfræði í fullkominni sáttviðnotagildi, óaðskiljanlegur hluti hversdagsins. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sýkingavarnadeild Landspítalans er að hefja kynningu á mikilvægi hand- hreinsunar heilbrigðisstarfsfólks til að draga úr hættu á sýkingum hjá sjúklingum. Slíkar upplýsingaher- ferðir hafa hingað til beinst að starfsfólki spítalans en nú eru sjúk- lingar og að- standendur þeir hvattir til að fylgjast með að rétt sé staðið að málum. „Ef heilbrigðis- starfsfólk hreins- ar hendurnar á sér ekki nógu vel aukast líkur á spítalasýkingu um 20-40%,“ segir Þórdís Hulda Tómasdóttir hjúkrunarfræðingur. Vísar hún til upplýsinga frá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni, WHO. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af örverum og jafnvel ónæm- um bakteríum sem dreifast á milli fólks. Smitleiðir örvera eru snerti- smit, dropasmit og úðasmit. Snerti- smit er algengasta smitleiðin, ann- aðhvort beint með höndum eða óbeint við snertingu handa úr meng- uðu umhverfi. Þá smitleið er raunar einnig auðveldast að rjúfa með hreinlæti. Fleiri sýkingar hérlendis Þórdís Hulda segir að sýkingar sem sjúklingar fái á spítala geti orðið til þess að dvöl þeirra lengist, þeir geti orðið veikari en áður og jafnvel dáið. Dæmi eru um það síðastnefnda þótt Þórdís segi að tölur um fjölda látinna liggi ekki fyrir. WHO telur að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýk- ingu. Opinberar tölur Landspítalans sýndu að sýkingar þar voru við þetta viðmið á árinu 2016, eða 7,1% þeirra sem lagðir voru inn á spítalann. Það segir Þórdís að samsvari því að um 5 sjúklingar hafi sýkst á dag. Góður árangur náðist í þeirri viðleitni að draga úr sýkingum og voru þær komnar niður í 5,8% á síðasta ári. Hlutfallið hefur aðeins versnað í ár, er nú í 6,2%. Það samsvarar því að 4-4 1/2 sjúklingur sýkist á degi hverjum. Spítalasýkingar eru enn algengari hér en í nágrannalöndun- um þar sem hlutfallið er um 5%. Enn eru margir með skart Ráðið til að minnka þetta er að heilbrigðisstarfsfólk hreinsi hend- urnar á sér betur og á réttum tíma í meðhöndlun sjúklinga. Reglurnar eru þær að fólk hreinsi eða þvoi hendur með vatni og sápu eða spritti fyrir og eftir snertingu við sjúklinga, fyrir hrein verk, eftir líkamsvessam- engun og eftir snertingu við um- hverfi sjúklinga. Ekki er heldur sama hvernig starfsfólk hreinsar hendurnar á sér. Samkvæmt tilmælum frá sóttvarna- lækni á fólk ekki að vera með skart á höndum þegar það sinnir sjúkling- um. Það er þó ekki bannað með lög- um. Því er enn fólk með giftingar- hringa, úr, langar neglur eða gervineglur. Enn sjást einstaka heil- brigðisstarfsmenn sinna sjúklingum í eigin fatnaði, langerma. „Við þekkj- um margar rannsóknir sem sýna að bakteríur eru undir skarti og geta valdið skaða. Ekki er hægt að hreinsa hendurnar almennilega ef fólk er með skart eða í síðerma fatn- aði,“ segir Þórdís. Hún tekur fram að árangur hafi náðst í þessu. Þann- ig hafi um 50% starfsmanna verið með skart fyrir þremur árum en í nýrri talningu sé þetta komið niður í 11%. „Þetta á að vera núll,“ segir hún. Þórdís og Heiða Björk Gunn- laugsdóttir vinna saman að nýja átakinu. Þær kynna mikilvægi hand- hreinsunar fyrir öryggi sjúklinga í sjónvarpskerfi spítalans og með veggspjöldum. Sjúklingar og að- standendur þeirra eru hvattir til að spyrja starfsmann sem er að sinna þeim ef þeir hafa ekki séð hann hreinsa hendurnar á sér. „Við vitum að hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum,“ segir Þórdís. Fá sjúklingana í lið með sér  Meira en fjórir sjúklingar fá spítalasýkingar á Landspítalanum á hverjum degi  Handhreinsun er besta forvörnin  Ný upplýsingaherferð beinist að því að fá sjúklingana til að halda starfsfólki við efnið Ljósmynd/Landspítalinn Kynning Mikilvægt er að hendur heilbrigðisstarfsfólks séu vel hreinsaðar fyrir og eftir samskipti við sjúklinga. Þórdís Hulda Tómasdóttir Vegna mikillar koltvísýrings- losunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygg- inga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árang- ursrík loftslags- aðgerð. Þetta segir Þröstur Ey- steinsson skógræktarstjóri í pistli á vef Skógræktarinnar sem birtur var fyrir helgina Í grein sinni vekur Þröstur athygli á því að steinsteypa skilji eftir sig umtalsverð kolefnisspor. Virka efnið í sementi, sjálft límið, sé kalsíumox- íð. Það sé framleitt með því að hita eða brenna kalkstein en við það losni koltvísýringur út í andrúmsloftið. Auk sements séu síðan önnur stein- efni, svo sem sandur, möl og bindi- járn í steinsteypu. Járnvinnsla hafi enn meira kolefnisfótspor en sem- entsframleiðsla, hvort sem járnið sé frum- eða endurunnið. Flutningur á sandi og möl hafi líka áhrif. Ætli mannkynið að hægja á hnatt- rænni hlýnun verður að leita allra mögulegra leiða, segir skógræktar- stjóri. Í þeim öllum felist breytingar sem taki nokkurn tíma í innleiðingu svo forðast megi verstu efnahags- legu og umhverfislegu afleiðingar loftslagsbreytinga. Því þurfi strax að hefjast handa. Sumir vilja ráðast á vegginn þar sem hann er hæstur og taka á verstu losurum, svo sem sam- göngum og almennri neyslu, einmitt þar sem mest tregða til breytinga sé. Hverfa frá steypu og stáli „Á öðrum sviðum er mun minni tregða og breytingar geta jafnvel haft efnahagslega og umhverfislega jákvæð áhrif til viðbótar við að draga úr losun gróðurhúslofttegunda. Dæmi um það væri að breyta um áherslur í byggingarefnum húsa, hverfa frá steypu og stáli og yfir í við,“ segir Þröstur Eysteinsson. Hann bætir við að vinnsla og flutn- ingur timburs skilja eftir sig kolefn- isfótspor sem séu aðeins brot af því sem tré drógu úr andrúmslofti og bundið er í við. Að skipta út stein- steypu, stáli og áli fyrir timbur sé með því besta sem hægt er að gera í loftslagsmálum. Timburbyggingar kosta ekki meira en steinsteyptar og endist jafnlengi. Allt sem þurfi sé að hönnuðir auki notkun timburs á kostnað steinsteypu. sbs@mbl.is Tekið sé á vanda með timburhúsum  Skógræktarstjóri á móti steypunni Þröstur Eysteinsson „Það er eðli bráðaþjónustunnar að þar verða sveiflur. Álagið hefur verið að aukast að meðaltali og við ótt- umst sérstaklega tímann þegar flensan kemur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fram kemur í pistli hans sl. föstudag að álag hafi verið einstaklega mikið að undanförnu, til að mynda hafi nýting á bráða- legudeildum verið 117% í síðustu viku. Var þessi staða tilkynnt til landlæknis og velferðar- ráðuneytis vegna þess að öryggi sjúklinga getur stafað ógn af slíkum aðstæðum. Ekki hafa þó orðið slys vegna þess. Páll segir að tveir þættir valdi þessum vandamálum, skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum í vakta- vinnu og aukinn fjöldi aldraðra sem ekki er hægt að út- skrifa vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Á fimmta tug bráðalegurúma er nú ekki í notkun vegna vöntunar á starfsfólki. Segir Páll flókið mál að bæta mönnun en um alþjóðlegt vandamál sé að ræða. Stjórnvöld hjálpi til við að leita lausna. Sjálfur segir hann að gera þurfi störf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða meira aðlaðandi, sér- staklega hjúkrunarstörf í vakta- vinnu, og mennta fleira fólk. Það sé þjóðfélagslega mikilvægt. Landspítalinn hefur aðgang að biðrýmum fyrir aldraða sjúklinga á Vífilsstöðum og hjá Heilbrigðis- stofnun Vesturlands. Eigi að síður sé annar eins fjöldi á spítalanum í rýmum sem séu hugsuð fyrir bráðveika sjúklinga en ekki hjúkrunarrými. Vonast Páll til að nokkrir tugir rýma bætist við á hjúkr- unarheimilum á næstu mánuðum. Það muni hjálpa. Þá muni verða hægt að útskrifa einhverja sjúklinga fyrr en ella þegar sjúkrahótel Landspítalans verður tekið í notkun. Óttast ástandið þegar flensan bætist við ÁLAG EYKST STÖÐUGT Á LANDSPÍTALANUM Páll Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.