Fréttablaðið - 11.03.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Það er ekkert vitað
um hvað gerðist
þarna.
Jens Þórðarson,
framkvæmda-
stjóri rekstrar-
sviðs hjá
Icelandair
Ís-Band rekur fullkomið bifreiða- og þjónustuverkstæði,
ásamt varahlutaþjónustu.
Mikil lofthæð gerir okkur kleift að sinna húsbílum,
atvinnubílum og stórum pallbílum.
Tæknimenn okkar eru með áratuga reynslu af
viðgerðum á flestum gerðum bifreiða
og hafa hlotið sérþjálfun frá
FCA (Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Jeep og RAM).
STUTTUR BIÐTÍMI
Tímapantanir
í síma 534 4433
Erum á Smiðshöfða 5
ALLAR ALMENNAR BIFREIÐAVIÐGERÐIR
OG SMURÞJÓNUSTA
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF - VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN - SMIÐSHÖFÐA 5 - 110 REYKJAVÍK
SÍMI 534 4433 - THJONUSTA@ISBAND.IS - WWW.ISBAND.IS - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
Í umfjöllun í blaðinu á laugardag
um eftirmála f lugslyss í Barkárdal
2015 var rangt farið með nafn
útfararstofu. Hið rétta er að
Útfararstofa kirkjugarðanna í
Reykjavík annaðist þann sem lést
en ekki Útfararstofa Reykjavíkur.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTTING
SAMGÖNGUMÁL Ekki stendur til að
kyrrsetja Boeing 737 Max farþega-
þotur Icelandair eða grípa til sér-
stakra aðgerða. Tvær slíkar þotur
hafa undanfarið hrapað stuttu eftir
f lugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í
gær. Framkvæmdastjóri rekstrar-
sviðs Icelandair segir öryggið ætíð
vera í fyrirrúmi hjá f lugfélaginu.
Ný Boeing 737 Max farþega-
þota Ethiopian Airlines hrapaði
rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu,
Addis Ababa, sex mínútum eftir
f lugtak í gær. 157 manns voru um
borð og létu lífið.
Sams konar þota hrapaði í
október síðastliðnum yfir Jakarta
í Indónesíu, tólf mínútum eftir
f lugtak.
Icelandair gerir út þrjár svona
þotur en Jens Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá
Icelandair, segir ótímabært að
tengja slysin tvö saman.
„Það er ekkert vitað um hvað
gerðist þarna og í raun ekkert sem
gerir það að verkum að maður fari
að hugsa til einhverra aðgerða,“
segir Jens í samtali við Frétta-
blaðið.
Hann bendir á að rúmlega 300
vélar sem þessar séu í umferð á degi
hverjum um allan heim. Ekkert
bendi til að slysið í gær hafi orðið
vegna vélarbilunar.
„Eins og alltaf er samt öryggið
í fyrirrúmi hjá okkur. Við grand-
skoðum vélarnar fyrir hvert f lug og
tryggjum að öryggið njóti vafans,“
segir Jens og bætir við að fulltrúar
Icelandair séu ávallt í samskiptum
við Boeing, sérstaklega þegar atvik
sem þessi koma upp.
„Mögulega koma til einhverjar
aðgerðir eftir því sem rannsókninni
vindur fram, ef tilefni er til þess,“
segir Jens. „Við erum að bíða eftir
því að fólk átti sig og við tökum
stöðuna þegar eitthvað kemur í
ljós um ástæður slyssins, en enn
sem komið er er engin ástæða til að
óttast þessar vélar.“ – jt
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis
LÖGREGLUMÁL Mikill viðbúnaður
var hjá sjúkraflutningamönnum á
höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær
Þegar tilkynning barst um mann í
sjónum við Seltjarnarnes.
Samkvæmt slökkviliðinu á höf-
uðborgarsvæðinu var þó enginn í
sjónum og því um misskilning að
ræða. Drógu viðbragðsaðilar sig til
baka þegar það var ljóst.
Sæþota hafði þá sést mannlaus
og talið var að maður hefði fallið af
henni í sjóinn en í ljós kom að hann
var einfaldlega að leika sér á segl-
bretti. – oæg
Leikur í sjónum
endaði í útkalli
STJÓRNMÁL „Þetta er algjör áfellis-
dómur yfir stjórnsýslu Seðlabank-
ans í málinu. Það er í raun með
ólíkindum að bankinn hafi haldið
áfram með málið eftir að ítrekað
var búið að benda á að það væri ekki
lagastoð fyrir þeim refsingum sem
bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn
Víglundsson, varaformaður Við-
reisnar, í samtali við Fréttablaðið.
Umboðsmaður Alþingis fór hörð-
um orðum um framgöngu Seðla-
bankans í máli Samherja á fundi
stjórn skip un ar- og eft ir lits nefndar
í síðustu viku. Már Guðmunds-
son seðlabankastjóri mætir á fund
nefndarinnar á fimmtudaginn.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir í svari til Fréttablaðsins
að hún líti málið alvarlegum augum.
Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var
ekki fullnægjandi. Ráðuneytið
hefur óskað eftir frekari skýringum
frá Seðlabankanum bæði varðandi
umbætur á stjórnsýslu og samskipti
bankans við fjölmiðla.
Þorsteinn segir að það megi ætla
að lögfræðikostnaður Samherja sé
ærinn. „Það er ekki á allra færi að
standa uppi í hárinu á bankanum
með þessum hætti. Þarna hefur aug-
ljóslega margt farið úrskeiðis og það
er lykilatriði að koma í veg fyrir að
þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir
að hann sé ekki búinn að kynna
sér nákvæmlega lagalegu hliðina,
en hann hafi kynnt sér efnislegu
hliðina vel þegar málið kom upp.
„Þá spurði ég mig að því hvað það
væri í málinu sem bankinn er að
eltast við. Ég gat ekki áttað mig á
hver glæpurinn var og ég hlakka satt
best að segja til að heyra útskýringar
bankans.“
Smári McCarthy, þingmaður
Pírata, segir vandamálið tvíþætt.
Annars vegar sé algjörlega ótækt
að Seðlabankinn sinni „reglu-
setningar-, eftirlits- og böðulshlut-
verki“ þegar kemur að misnotkun
peningakerfisins. „Hins vegar sýnir
þetta mál að í grunninn er enginn
raunhæfur farvegur til staðar til að
hægt sé að virkilega ganga á eftir
fjármálamisferli af þessari tegund,“
segir Smári.
„Það er ágætur skilningur í Seðla-
bankanum á því hvað nákvæmlega
gerðist og hver nákvæmlega græddi
á því, en það er engin leið til að leiða
málið til lykta vegna þess að enn og
aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt
upp til að verja auðvaldið.“
arib@frettabladid.is
Algjör áfellisdómur yfir
stjórnsýslu Seðlabankans
Þingmaður Viðreisnar
segir það með ólík-
indum að Seðlabankinn
hafi haldið áfram með
mál gegn Samherja eftir
að ljóst var að ekki var
hægt að beita refsing-
um. Þingmaður Pírata
segir kerfinu stillt upp
til að verja auðvaldið.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á fimmtudaginn. Á
síðasta fundi fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um bankann í Samherjamálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
LÖGREGLUMÁL Maður var handtek-
inn snemma morguns í Hafnarfirði
í gær grunaður um að kasta grjóti
í svalahurð íbúðar á jarðhæð. Við
grjótkastið brotnaði rúða og hæfði
grjótið gest innandyra.
Grjótkastarinn var vistaður í
fangageymslu lögreglu. – smj
Árás með grjóti
Þorsteinn
Víglundsson,
þingmaður
Viðreisnar.
Smári McCarthy,
þingmaður
Pírata.
1 1 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
7
-E
C
6
C
2
2
8
7
-E
B
3
0
2
2
8
7
-E
9
F
4
2
2
8
7
-E
8
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K