Fréttablaðið - 11.03.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.03.2019, Blaðsíða 30
F immtán ár eru liðin í dag frá því að 193 fór-ust og 2.050 særðust í sprengjuárásum á lestar í Madríd, höfuðborg Spánar. Sprengjuárás- irnar voru þær mannskæðustu í sögu Spánar og þær mannskæðustu í Evrópu frá Lockerbie-árásinni 1988. Engin hryðjuverkaárás hefur verið gerð í Evrópu síðan ráðist var á Madríd sem hefur heimt svo mörg líf. Fréttablaðið fjallaði um árásina á sínum tíma. Í frétt blaðsins frá deg- inum eftir árásina sagði að eyði- leggingin hefði verið algjör, lestir sprungið í loft upp og lík þeyst til og legið eins og hráviði í og við lestir og lestarstöðvar. „Verst var aðkoman á El Pozo-lestarstöðinni þar sem tvær sprengjur sprungu og bönuðu ekki færri en sjötíu manns,“ sagði í fréttinni. Haft var eftir Jose Maria Aznar, þá forsætisráðherra Spánar, að hann grunaði ETA, aðskilnaðar- hreyfingu Baska, um árásirnar. Stutt var þá frá því að tveir ETA- liðar voru handteknir við komu sína til Madrídar á f lutningabíl hlöðnum efnum til sprengjugerðar. Arnold Otegi, leiðtogi Batasuna, stjórnmálaf lokks Baska, neitaði ásökununum og sagði að Arabar kynnu að bera ábyrgð á árásunum. Strax þremur dögum síðar birtist myndskeið þar sem Abu Dujana al- Afghani, sagður talsmaður al-Kaída í Evrópu, lýsti yfir ábyrgð hryðju- verkasamtakanna af árásinni. Spánverjar handtóku í kjölfarið hóp Marokkómanna, Sýrlendinga, Alsíringa og tvo uppljóstrara innan spænsk u lög reglunnar veg na meintrar aðkomu að málinu. Eltingaleikurinn við meinta árás- armenn var langur og erfiður. Til að mynda styttu sjö grunaðir hryðju- verkamenn sér aldur og myrtu lög- reglumann þegar þeir sprengdu sprengju í úthverfi Madrídar í þann mund sem lögreglumenn reyndu að klófesta þá. Tveimur árum seinna, þann 11.  apríl 2006, voru 29 ákærur gefnar út í málinu. Þyngstu sakirn- ar voru bornar á sjö einstaklinga. Fimm þeirra voru sakaðir um skipu- lagningu og framkvæmd en tveir um samstarf. Svo fór að átta voru sýknaðir, þar á meðal meintur höfuðpaur, Rabei Osman. Átján voru sakfelldir fyrir minni brot og þrír fyrir alvarlegustu brotin og dæmdir í þúsunda ára fangelsi. Þeir munu hins vegar ekki afplána nema fjörutíu. Við áfrýjun var sakfellingum yfir nokkrum ákærðu snúið við. thorgnyr@frettabladid.is Verst var aðkoman á El Pozo-lestarstöðinni þar sem tvær sprengjur sprungu og bönuðu ekki færri en sjötíu manns. Mannskæðasta árásin í sögu Spánar Merkisatburðir 222 Elagabalus Rómarkeisari er ráðinn af dögum. 1702 Fyrsta dagblaðið sem dreift er um allt England, The Daily Courant, kemur fyrst út. 1851 Óperan Rígólettó eftir Giu- seppe Verdi frumflutt. 1861 Suðurríkin innleiða nýja stjórnarskrá eftir aðskilnað frá Bandaríkjunum. 1864 238 farast í flóðum í Shef- field. 1888 Rúmlega 400 farast í snjó- stormum á austurströnd Banda- ríkjanna. 1907 Íþróttafélag Reykjavíkur stofnað. 1917 Breski herinn tekur Bagdad. 1946 Breskir hermenn taka Rudolf Höss, yfirmann í Ausch- witz, fastan. 1950 Kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum frumsýnd. 1976 Stjörnuskoðunarfélag Sel- tjarnarness stofnað. 1984 Vélbáturinn Hellisey frá Vestmannaeyjum sekkur, Guð- laugur Friðþórsson lifir einn af og syndir í land. 1985 Míkhaíl Gorbatsjov verður leiðtogi Sovétríkjanna. 1990 Litháen fær sjálfstæði. Þýskur kafbátur skaut á íslenska línuskipið Fróða á þessum degi árið 1941. Alls fórust fimm skip- verjar í skothríðinni en segja má að þjóðarsorg hafi verið á landinu í kjölfar árásarinnar. Morgunblaðið fjallaði um árásina strax næsta dag en fátt var vitað um hana á þeim tíma. „Sú fregn barst hingað til bæjarins í gærkvöldi, að í fyrrinótt hefði kafbátur gert árás á línuveiðarann „Fróða“ um 90 mílur SA af Vest- mannaeyjum. Fregnin um árás þessa var mjög ógreinileg, en vitað var þó, að „Fróði“ sökk ekki,“ sagði í blaðinu. Strax degi síðar var komið í ljós að fimm hefðu farist. Þeir Sigurður V. Jörundsson stýri- maður, Gísli Guðmundsson háseti og Guðmundur Stefánsson háseti voru sagðir hafa farist í skot- hríðinni sjálfri, sem dundi yfir í um klukkustund. Þeir Gunnar Árnason skipstjóri og Steinþór, bróðir Gunnars, háseti létust af sárum sínum. Þegar Fróði kom til hafnar um hádegisbil þann 15. mars tóku þúsundir á móti skipverjum, kom fram í Þjóðviljanum degi síðar. „Það var hátíðleg stund sorgar og samúðar, þegar höfuðborg Íslands í gær tók á móti fimm látnum og fimm lifandi sjó- mönnum, sem sundurskotið fiskiskip, línuveiðarinn Fróði, flutti að landi. Höfuðborgin bar á sér svip virðingarinnar við hina föllnu, - hvarvetna blöktu fánar Ís- lands í hálfa stöng, - og þúsundum saman söfnuðust íbúarnir niður á hafnarbakkann, til að votta hlut- tekningu sína í þeim hörmungum, sem aðstandendum og þjóðinni er valdið með vígunum ódrengi- legu úti í myrkri Atlanzhafsins,“ sagði í blaðinu. – þea Þ E T TA G E R Ð I S T: 11. M A R S 19 41 Fimm Íslendingar felldir í árás þýsks kafbáts Fimmtán ár liðin frá sprengjuárásum á lestir í Madríd. Baskar voru upphaflega grunaðir um að bera ábyrgð á voðaverkunum en at- hyglin beindist fljótlega að al-Kaída. Hátt í tvö hund ruð manns létu lífið og yfir tvö þúsund særðust í árásunum. Verst var aðkoman á El Pozo-lestarstöðinni þar sem tugir létu lífið. Mynd frá árásarvettvangi í Madríd fyrir fimmtán árum. Ófögur sjón og vitnisburður um voðaverkin sem felldu svo marga. NORDICPHOTOS/GETTY 1 1 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -D D 9 C 2 2 8 7 -D C 6 0 2 2 8 7 -D B 2 4 2 2 8 7 -D 9 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.