Fréttablaðið - 11.03.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.03.2019, Blaðsíða 6
EES og atvinnulífið Hvernig höfum við áhrif saman? Miðvikudaginn 13. mars efnir utanríkisráðuneytið til morgunfundar ásamt Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Rætt verður hvernig atvinnulíf og launþega- samtök geta haft áhrif á mótun löggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík klukkan 8:30-10:00. Skráning á: stjornarradid.is/EESogatvinnulifid BORGARMÁL Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að fundar- boð í samgöngu- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar í ágúst í fyrra hafi verið gallað. Sjálfstæðismenn gengu af fundinum og sögðu hann ekki hafa verið boðaðan með lög- legum fyrirvara. Þar að auki hafi fundargögn ekki fylgt fundar- boðinu. Vigdís Hauksdóttir, borgarfull- trúi Miðf lokksins, fór fram á það í byrjun fundarins að hann yrði af boðaður en sú tillaga var felld af fulltrúum meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins yfirgáfu fundinn. Í bókun meiri- hlutans segir að bilun í tölvukerfi og innsláttarvilla á netföngum hafi orðið til þess að fundarboðið barst ekki tímanlega, engu að síður sé það ótvírætt álit lögfræðinga sviðsins að ágallarnir valdi ekki því að fundurinn teljist ólög- mætur. „Þetta er hugsanlega vanhugsað- asta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum átta ára ferli í pólitík,“ sagði Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, um þá ákvörð- un Sjálfstæðismanna að yfirgefa fundinn. Í bréfi ráðuneytisins til borgar- stjóra í vikunni segir að ágallarnir séu til þess fallnir að valda óvissu um lögmæti fundarins. Er því beint til borgarinnar að tryggja framvegis að uppfylla kröfur um boðun funda og rétt væri að lengja lágmarksfyrirvara á fundarboðum. Hefur ráðuneytið beðið um viðbrögð frá borginni vegna tilmælanna. – ab Vandræðalega upphlaupið var réttmætt Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á [ákvörðunum félagsins]. Úr svarbréfi Póst- og fjarskipta- stofnunar við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins Krisín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar. B R E T L A N D Ut a n r ík isr áðher r a Bretlands, Jeremy Hunt, segir að útganga Bretlands úr Evrópusam- bandinu gæti orðið að engu ef þingmenn Íhaldsf lokksins, sem er í meirihluta á breska þinginu, sam- þykki ekki Brexit-samning Theresu May. Í samtali við BBC segir hann að andstæðingar Brexit hafi fengið byr undir báða vængi að undan- förnu. Þing menn munu k jósa um samninginn að nýju á þriðjudaginn en líkt og fram hefur komið var honum hafnað í janúar. Var það að mestu leyti vegna áhyggja þing- manna um hið svokallaða „back- stop ákvæði“ í málefnum Norður- Írlands en ákvæðið gerir ráð fyrir að Norður-Írland haldi áfram að vera hluti af Evrópska efnahags- svæðinu, að minnsta kosti tíma- bundið, til að koma í veg fyrir að eiginleg landamæri verði sett upp á milli Norður-Írlands og Írlands. Í umfjöllun BBC kemur fram að fátt bendi til þess að May hafi tekist að semja um breytingar á ákvæð- inu við forsvarsmenn Evrópusam- bandsins síðan þá. „Við eigum tækifæri á að yfirgefa sambandið þann 29. mars næst- komandi eða stuttu síðar. Það er mjög mikilvægt að við nýtum tæki- færið vegna þess að þeir sem vilja stöðva Brexit hafa fengið byr undir báða vængi að undanförnu,“ segir ráðherrann meðal annars. „Við erum í ólgusjó. Fái and- stæðingar Brexit sínu framgengt mun það hafa afdrifaríkar og skaðlegar af leiðingar fyrir f lokk- inn. Fólk mun geta sagt að þarna sé f lokkurinn sem kjörinn var til að leiða þetta mál til lykta en hafi mistekist.“ Hafni þingmennirnir samningi May á þriðjudag verður kosið um það á miðvikudaginn hvort Bret- land eigi að yfirgefa sambandið án samnings. Verði því hafnað verður kosið um að seinka útgöngu lands- ins og þá er óljóst hvenær nákvæm- lega Bretland mun yfirgefa sam- bandið. – oæg Hætta á að Brexit verði að engu Jeremy Hunt óttast afleiðingarnar fyrir Íhaldsflokkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Það er mjög mikil- vægt að við nýtum tækifærið vegna þess að þeir sem vilja stöðva Brexit hafa fengið byr undir báða vængi. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands SAMKEPPNI Að mati Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS) virðist lausa- fjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) til kominn vegna fækkunar einka- réttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráð- ist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytisins (SRN) frá því í des- ember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjár- hagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrek- enda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofn- unin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félag- ið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félag- ið stefndi í alvarlegan lausafjár- vanda árið 2018. Samkvæmt árs- hlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagn- aði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði af koma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörð- un sína um hækkun. Í síðasta mán- uði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsyn- legum gögnum til stofnunarinnar. joli@frettabladid.is Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Stofnunin segir eftirlit með fjárhag fyrirtækisins takmarkast við þætti er lúta að einkarétti og alþjónustu. Vandinn hafi ekki legið fyrir fyrr en á haustmánuðum í fyrra. Íslandspóstur réðst í framkvæmdir fyrir 1,2 milljarða á nýliðnu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 1 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 8 -0 0 2 C 2 2 8 7 -F E F 0 2 2 8 7 -F D B 4 2 2 8 7 -F C 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.