Fréttablaðið - 11.03.2019, Page 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Heimurinn
verður að
sætta sig við
að einstakl-
ingar sem eru
ekki góðar
manneskjur
geta gert
stórkostlega
hluti á
listasviðinu.
Á einhverjum
tímapunkti
hætti fólk að
gera við og
laga hluti og
keypti í
staðinn nýja.匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㈀ ∠ 刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㔀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀
嘀攀氀搀甀 爀甀最最琀 猀琀愀爀琀 洀攀 渀يح樀甀洀
刀䄀䘀䜀䔀夀䴀䄀刀
Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur
koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500.
Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund
lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem
ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við
stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum
á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum
toga – stanslaus og ósjálf bær neysla.
Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í dag-
legu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og
fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar
í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi
neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif.
Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og
laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð
hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir
helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innan-
lands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur
hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið.
Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað
höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mann-
kyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði
m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikil-
vægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann
verðum við að gæta þess að einbeita okkur að
því að leysa málin og vinna þannig á loftslags-
kvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við
getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni
til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif.
Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á
einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að
taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir,
alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í
þessu stóra verkefni.
Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í
Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að
neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar
eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer
líka.
Neysla er loftslagsmál
Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jack-son níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá
staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann
var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar
slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson
rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið sið-
blindur og vondur maður.
Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði
engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin
ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það
var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi
og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd.
Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt
viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis
viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu
aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftir-
mæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og
manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í
fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings.
Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af
ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar
skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og
harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kyn-
ferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnar-
lamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim til-
finningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess
að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar.
Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það
hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á
háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu.
Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að
efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem
níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur
staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson
telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu.
Nú þykir snillin óþægileg.
Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins
og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til –
sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að
forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska
ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst
haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila
tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega
er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins
konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo
mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið
á óvart.
Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar
sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega
hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki
að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu
lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var.
Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk
og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki
verið annað en skelfilegt.
List og glæpir
Guðmundur
Ingi Guð-
brandsson
umhverfis-
og auðlinda-
ráðherra
Ef það kvakar
Meðferð Seðlabanka Íslands
á Samherja hefur verið milli
tannanna á fólki undanfarið en
bankinn hefur verið brókaður
bæði af Hæstarétti og umboðs-
manni Alþingis. Samt sem
áður hefur seðlabankastjóri
ekki enn séð ástæðu til þess að
biðjast afsökunar á klúðrinu
og hafnar því alfarið að um
valdníðslu hafi verið að ræða.
Sé málið kannað ofan í kjölinn,
í raun nægir meira að segja að
skoða eingöngu yfirborðið,
bendir ýmislegt til annars.
Ef það kvakar eins og önd og
f lýgur eins og önd, þá er það
líklega önd.
Óflokksbundinn
Í dag tekur sæti á Alþingi vara-
þingmaðurinn Gísli Garðars-
son í fjarveru Andrésar Inga
Jónssonar. Sá síðarnefndi er
meðlimur Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs en hinn
fyrrnefndi er óf lokksbundinn.
Sagði hann skilið við f lokkinn
eftir að hann skreið í ból með
Framsókn og Sjöllum. Einhvern
tímann hefði þótt áhætta að
kalla inn varamann sem slitið
hefur sambandi við f lokkinn.
Að þessu sinni ætti það ekki að
koma að sök enda nefndavika
fram undan auk þess sem Andr-
és sjálfur studdi ekki stjórnar-
samstarfið og kýs ekki alltaf
eftir f lokkslínunni.
joli@frettabladid.is
1 1 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
7
-F
B
3
C
2
2
8
7
-F
A
0
0
2
2
8
7
-F
8
C
4
2
2
8
7
-F
7
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K