Fréttablaðið - 11.03.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 11.03.2019, Síða 10
Nýjast Þór Þorl. - Haukar 99-76 Stigahæstir: Halldór Garðar Hermannsson 22, Nikolas Tomsick 19, Kinu Rochford 17/14 fráköst - Russell Woods 20, Hilmar Smári Henningsson 19, Daði Lár Jónsson 12/10 fráköst, Hjálmar Stefánsson 9. Skallagr. - Tindastóll 82-90 Stigahæstir: Matej Bouvac 23/13 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 16/10 frá- köst, Bjarni Guðmann Jónsson 15 - Brynjar Þór Björnsson 23, Dino Butorac 16, Philip Alawoya 15/10 fráköst. Breiðablik - Njarðvík 70-102 Stigahæstir: Sveinbjörn Jóhannesson 17, Arnór Hermannsson 16, Hilmar Pétursson 15 - Eric Katenda 22/10 fráköst, Elvar Már Friðriksson 18, Mario Matasovic 16, Logi Gunnarsson 11 . Keflavík - Valur 101-77 Stigahæstir: Michael Craion 16, Ágúst Orrason 16, Reggie Dupree 15, Mindaugas Kacinas 14 - Austin Magnus Bracey 12, Aleks Simeonov 11, Illugi Auðunsson 10, Oddur Birnir Pétursson 8, Illugi Steingrímsson 8. Domino’s-deild karla Okkur leið vel inni á vellinum og við náðum að stýra hraða leiksins frá fyrstu mínútu. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH FH - Valur 27-24 FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Arnar Freyr Ár- sælsson 6, Ágúst Birgisson 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Birgir Már Birgisson 3, Einar Rafn Eiðsson 2. Valur: Anton Rúnarsson 5, Vignir Stefáns- son 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ýmir Örn Gíslason 4, Róbert Aron Hostert 3, Magnús ÓlI Magnússon 2, Agnar Smári Jónsson 1. Fram - Valur 21-24 Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Stein- unn Björnsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 1. Valur: Lovísa Thompson 9, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Morgan Marie Þorkels- dóttir 3, Sandra Erlingsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Alina Molkova 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1. Coca-cola bikarinn Efri Valur 36 Keflavík 36 Stjarnan 30 KR 30 Neðri Snæfell 26 Haukar 16 Skallagr. 12 Breiðablik 6 Snæfell - Stjarnan 66-73 Stigahæstar: Kristen Denise McCarthy 34/11 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Berglind Gunnarsdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 5 - Daniella Victoria Rodriguez 37, Ragnheiður Benónísdóttir 11, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Auður Íris Ólafsdóttir 6. KR - Valur 67-98 Stigahæstar: Kiana Johnson 14, Vilma Kesanen 13, Perla Jóhannsdóttir 6, Jenný Benediktsdóttir 5, Þóra Birna Ingvarsdóttir 5 - Heather Butler 23, Helena Sverrisdóttir 16, Ásta Júlía Grímsdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karls- dóttir 10. Skallagr. - Keflavík 70-92 Stigahæstar: Shequila Joseph 24/13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14, Ines Kerin 14, Árnína Lena Rúnarsdóttir 13 - Brittanny Dinkins 35/14 fráköst/13 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 17, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Katla Rún Garðars- dóttir 8. Haukar - Breiðablik 70-86 Stigahæstar: Rósa Björk Pétursdóttir 26, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 6 - Ivory Crawford 26/12 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 19 Sanja Orazovic 18/16 frá- köst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 11. Dominos-deild kvenna HANDBOLTI Það var kaf laskiptur dagur á laugardaginn hjá stuðn- ingsmönnum Vals í handboltanum. Eftir að hafa séð kvennaliðið yfir- spila eitt besta lið landsins undan- farin ár og vinna öruggan sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum var karla lið félagsins allan tímann skrefinu á eftir FH í seinni leik dagsins þegar FH batt enda á 25 ára bið eftir bikarmeistaratitli í karlaflokki. Þrátt fyrir vonbrigðin undir lok dags gátu Valsmenn fagnað fyrsta bikarmeistaratitl- inum í kvennaf lokki í fimm ár og þeim sjöunda í sögunni en aðeins Stjarnan (8) og Fram (15) hafa unnið titilinn oftar í kvennaflokki. Virtumst hungraðri Annan leikinn í röð var það Vals- vörnin sem skóp sigurinn á laugar- daginn. Eftir að hafa haldið ÍBV í tólf mörkum í undanúrslitaleikn- um á fimmtudaginn stefndi í að Valur yrði fyrsta liðið til að halda Fram í undir 20 mörkum í vetur þegar staðan var 24-16 skömmu fyrir leikslok en Fram tókst að klóra í bakkann á lokamínútum og laga stöðuna þó að úrslitin hafi löngu verið ráðin. Valskonur leyfðu Fram aldrei að ná neinum takt í leiknum og á 20 mínútna kaf la gerðu þær út um leikinn. Fram komst yfir á 26. mínútu í stöðunni 11-10 en á næstu 20 mínútum kom Fram boltanum aðeins tvisvar framhjá Írisi Björk Símonardóttur í marki Vals, þar af einu sinni á vítalínunni. Á sama tíma náði Valur að koma boltanum ellefu sinnum í markið og var átta marka munur staðreynd þegar fjór- tán mínútur voru til leiksloka. Fram tókst að laga stöðuna undir lokin en náði ekki að ógna forskoti Vals. Lovísa Thompson fór á kostum í liði Vals í leiknum en hún var með níu mörk í leiknum ásamt því að vera öf lug í varnarleiknum. Þetta var fyrsti titill hennar með Vals- liðinu. „Heilt yfir var þetta frábær spila- mennska. Við mættum áræðnar til leiks og það sást snemma í hvað stefndi. Þó að þetta hafi verið jafnt í smá tíma fannst manni inni á vell- inum alltaf vera ljóst í hvað stefndi því við virtumst hungraðri. Okkur tókst að pirra þær í sóknarleiknum með því að vera alltaf mættar út þegar þær sóttu og það gerði Írisi auðvelt fyrir í markinu,“ segir Lovísa sem tók af skarið í sóknar- leiknum. „Við þurftum að taka skotin fyrir utan í byrjun og það gekk vel, þá var ekkert aftur snúið. Það er sagt að þeir skori sem þori. Það er mikið til í því,“ segir Lovísa létt. „Þessi sigur gefur okkur sjálfs- traust, við vorum búnar að tapa báðum leikjunum gegn Fram til þessa á tímabilinu en þetta sýnir okkur að við getum unnið Fram sem er mikilvægt upp á framhald- ið,“ segir Lovísa, aðspurð um hvað þessi sigur þýði fyrir framhaldið. Náðum að stýra hraðanum Síðar um daginn mættust FH og Valur í úrslitaleiknum karlamegin þar sem FH fór með öruggan 27-24 sigur af hólmi. Frá fyrstu mínútu var FH með frumkvæðið og skref- inu undan þó að Valsliðið hafi aldrei verið langt undan. Til marks um það leiddi FH frá fjórðu mínútu þegar Ásbjörn Friðriksson skoraði fyrsta mark leiksins til leiksloka þegar Ásbjörn var aftur á ferðinni og innsiglaði sigurinn endanlega eftir að FH tókst að finna lausn við ofarlegum varnarleik Vals þrátt fyrir að þeir væru manni færri. Aftur var það góður kaf li sitt hvorum megin við hálfleikinn sem skildi liðin að eftir að staðan var 11-11 rétt fyrir lok fyrri hálf leiks og sex mínútum eftir að seinni hálf- leikurinn hófst var FH komið með fimm marka forskot en Val tókst aldrei að jafna leikinn eftir það. „Við náðum að byrja þetta af krafti, fengum góð stopp í varnar- leiknum og sóknarleikurinn gekk vel og það setti svolítið tóninn. Okkur leið vel inni á vellinum og við náðum að stýra hraða leiksins frá fyrstu mínútu,“ segir Ásbjörn þegar Fréttablaðið ræðir við hann. „Leikurinn var í okkar höndum allan tímann. Við þurftum að spila öf luga vörn, fá markvörsluna í gang og stýra hraðanum og Birkir í markinu tók ansi marga stóra bolta sem skildi liðin að. Gegn jafn góðu liði og Valur er með er ekki hægt að loka á allt en okkur gekk vel að tak- marka það sem þeir vilja gera. Það er í raun ótrúlegt hvað leikplanið gekk vel miðað við stuttan undir- búning,“ segir Ásbjörn um leikinn á laugardaginn. Þetta er fyrsti bikarmeistara- titill hans sem þýðir að hann hefur unnið alla þá titla sem eru í boði á Íslandi. „Þetta var kærkomið eftir von- brigðin í úrslitum Íslandsmótsins síðustu ár. Það sveið að hafa tapað tvö ár í röð en þetta gefur okkur heilmikið fyrir lokasprettinn. Per- sónulega er þetta líka stór áfangi, ég hugsaði það fyrir leikinn að þetta væri rétta augnablikið til að landa þessum eftir alla þessa bið hjá FH eftir bikarmeistaratitlinum.“ kristinnpall@frettabladid.is Kaflaskiptur dagur hjá Val Valskonur sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þær urðu bikarmeist- arar um helgina eftir sannfærandi sigur á Fram. Síðar um daginn þurfti karlalið Vals að horfa á eftir bikarmeist- aratitlinum til FH sem vann bikarinn í fyrsta sinn í 25 ár. Okkur tókst að pirra þær í sóknar- leiknum með því að vera alltaf mættar út þegar þær sóttu að markinu. Lovísa Thompson, leikmaður Vals 1 1 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Valskonur og FH-ingar lyfta bikarnum á loft í leikslok eftir verðskuldaða sigra í úrslitum bikarkeppni Coca-Cola um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -E 7 7 C 2 2 8 7 -E 6 4 0 2 2 8 7 -E 5 0 4 2 2 8 7 -E 3 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.