Fréttablaðið - 11.03.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.03.2019, Blaðsíða 12
Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 12. umferðar 2018-19 C. Palace - Brighton 1-2 0-1 Glenn Murray (19.), 1-1 Luka Milivojevic, víti (50.), 1-2 Anthony Knockaert (74.). Cardiff - West Ham 2-0 1-0 Junior Hoilett (4.), 2-0 Victor Camarasa (52.). Huddersf. - Bournem. 0-2 0-1 Callum Wilson (20.), 0-2 Ryan Fraser (66.). Leicester - Fulham 3-1 1-0 Youri Tielemans (21.), 1-1 Floyd Ayite (51.), 2-1 Jamie Vardy (78.), 3-1 Vardy (86.). Newcastle - Everton 3-2 0-1 Dominic Calvert-Lewin (18.), 0-2 Richarlison (32.), 1-2 Salomon Rondon (65.), 2-2 Ayoze Perez (81.), 3-2 Perez (84.). Southam. - Tottenham 2-1 0-1 Harry Kane (26.), 1-1 Yann Valery (76.), 2-1 James Ward-Prowse (81.). Man. City - Watford 3-1 1-0 Raheem Sterling (46.), 2-0 Sterling (50.), 3-0 Sterling (59.), 3-1 Gerald Deulofeu (66.). Liverpool - Burnley 4-2 0-1 Ashley Westwood (6.), 1-1 Roberto Firmino (19.), 2-1 Sadio Mané (29.), 3-1 Firmino (67.), 3-2 Jóhann Berg Guðmunds- son (90+1.), 4-2 Mané (90+3.). Chelsea - Wolves 1-1 0-1 Raul Jiménez (56.), 1-1 Eden Hazard (90+2.). Arsenal - Man. United 2-0 1-0 Granit Xhaka (11.), 2-0 Pierre-Emerick Aubameyang, víti (69.). FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 30 24 2 4 79-21 74 Liverpool 30 22 7 1 68-17 73 Tottenham 30 20 1 9 63-39 61 Arsenal 30 18 6 6 63-39 60 Man. Utd. 30 17 7 6 58-40 58 Chelsea 29 17 6 6 50-31 57 Wolves 30 12 8 10 38-36 44 Watford 30 12 7 11 42-44 43 West Ham 30 11 6 13 37-43 39 Leicester 30 11 5 14 38-42 38 Everton 30 10 7 13 41-42 37 Bournem. 30 11 4 15 41-54 37 Newcastle 30 9 7 14 29-38 34 C. Palace 30 9 6 15 36-41 33 Brighton 29 9 6 14 32-42 33 Southamp. 30 7 9 14 34-50 30 Burnley 30 8 6 16 34-57 30 Cardiff 30 8 4 18 27-57 28 Sunderland 30 4 5 21 28-68 17 Huddersf. 30 3 5 22 15-53 14 Innkoma Harry Kane í lið Tottenham hefur ekki reynst liðinu nægilega drjúg. Kane hefur skorað í þremur af síðustu fjórum leikjum en uppskera Spurs er rýr í þessum fjórum leikjum, aðeins eitt stig. NORDICPHOTOS/GETTY Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum á Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn þegar Everton glutraði niður tveggja marka forskoti. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Lék allan leikinn á miðjunni í lífsnauðsyn- legum sigri í fallbaráttunni. Reading Jón Daði Böðvarsson Var ekki í leikmannahóp Reading vegna meiðsla. Aston Villa Birkir Bjarnason Lék síðustu mínúturnar í sigri á Birmingham. Burnley Jóhann Berg Guðm. Kom inn af bekknum og minnkaði muninn fyrir Burnley á Anfield. ENSKI BOLTINN Landslagið er f ljótt að breytast í ensku úrvalsdeildinni, aðeins mánuði eftir að Tottenham Hotspur vann fjórða leikinn í röð án Harry Kane og hélt í við topp- liðin tvö, Liverpool og Man chester City, er Tottenham skyndilega í hættu á því að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Leikmenn Totten ham eru í fríi um næstu helgi vegna þátttöku Crys- tal Palace í enska bikarnum og handan landsleikjahlésins bíður leikur gegn Liverpool á Anfield þar sem Maur icio Pochettino þarf að taka út leikbann og fylgjast með úr stúkunni í leik þar sem hvorugt liðið má við því að misstíga sig og tapa stigum. Um helgina mættu Spurs liði Southampton sem hafði átt erfitt uppdráttar undanfarnar tvær vikur. Einn sigur á tæpum tveimur mánuðum og sá sigur kom gegn Rýr uppskera skilar Spurs í nýja baráttu liði Fulham sem er á hraðferð niður í Championship-deildina. Það hefði því verið auðvelt fyrir Dýrlingana að brotna niður þegar Harry Kane kom Tottenham yfir á upphafsmínútum leiksins eftir undirbúning Dele Alli sem sneri aftur í byrjunarlið Tottenham um helgina. Kane virtist vera rang- stæður í aðdraganda marksins en það var ekki hægt að segja annað en að markið væri verðskuldað eftir tvær tilraunir Tottenham í markrammann stuttu áður. Einbeitingarskortur í varnarleik Tottenham hleypti Dýrlingunum inn í leikinn á ný því jöfnunar- mark Southampton var af ódýrari gerðinni eftir að fjölmargir leik- menn Tottenham gátu gert betur í aðdraganda þess. Aðeins þremur mínútum síðar var aukaspyrna dæmd á hættulegum stað á Kyle Walker-Peters eftir efnilega sókn Southampton og James Ward- Prowse kom South ampton yfir með stórglæsilegu skoti. Leikmenn Tottenham virtust missa hausinn við markið hjá Ward-Prowse því stuttu síðar var Moussa Sissoko stálheppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann skallaði Nathan Red- mond. Þriðja tap Tottenham í síðustu Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Cardiff berst fyrir lífi sínu í deildinni og fékk kærkomin þrjú stig þegar West Ham kom í heimsókn. Fram að því var Card- iff búið að tapa þremur leikjum í röð. Cardiff er enn í fallsæti en með sigrinum heldur það í næstu lið fyrir ofan. Hvað kom á óvart? Brighton vinnur ekki marga leiki á útivelli en vann um helgina fimmta útisigurinn á síðustu tveimur tímabilum í leik gegn erkifjendunum í Crystal Palace. Selhurst Park er erfiður völlur heim að sækja en Brighton tók stigin þrjú í þetta skiptið. Mestu vonbrigðin Í hálfleik benti ekkert annað til þess en að Everton tæki stigin þrjú í Newcastle. Everton var 2-0 yfir og Jordan Pickford var búinn að verja víti eftir að hafa verið stálheppinn að fá ekki rautt en leikur Everton hrundi á lokamínútunum. Newcastle setti þrjú mörk á tuttugu mínútna kafla og sneri leiknum sér í hag. Leikmaður helgarinnar Hinn 24 ára gamli Raheem Sterling reyndist hetja Manchester City um helgina þegar hann skoraði öll þrjú mörk City-manna í 3-1 sigri á Watford. Sterling hefur alltaf verið góður að koma sér í færi en átti framan af á ferlinum oft erfitt með ákvörðunartöku þegar á hólminn var komið. Það vandamál virðist vera úr sögunni og er Sterling kominn með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar án þess að hafa stigið á vítapunktinn þegar átta umferðir eru eftir, eftir að hafa komið að 33 mörkum á síðasta tímabili. Fyrsta mark hans um helgina var ólög- legt þar sem hann var rangstæður þegar boltinn fór af honum í netið en í seinni tveimur mörkunum gerði hann vel. Í því fyrra var hann vel staðsettur og í því síðara afgreiddi hann færið vel eftir einleik inn á vítateig Watford. Aðeins fjögur stig skilja að lið Tottenham í þriðja sæti og Chelsea í sjötta sæti ensku úr- valsdeildarinnar eftir þriðja tap Tottenham í síðustu fjórum leikjum. Liðið stimplaði sig út úr titilbaráttunni á dögunum og er nú að berjast fyrir einu af efstu fjórum sætunum við reynslumeiri lið í þessum bransa. 1 1 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -E 2 8 C 2 2 8 7 -E 1 5 0 2 2 8 7 -E 0 1 4 2 2 8 7 -D E D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.