Fréttablaðið - 11.03.2019, Qupperneq 29
Innkoma Harry Kane í lið Tottenham hefur ekki reynst liðinu nægilega drjúg. Kane hefur skorað í þremur af síðustu fjórum leikjum en uppskera Spurs er rýr í þessum fjórum leikjum, aðeins eitt stig. NORDICPHOTOS/GETTY
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
5 DAGA
TAX
FREE
FIM
M
TUD. TIL M
ÁNUD.
LÝKUR Í DAG
Allar vörur á taxfree tilboði*
* Taxfree tilboðið gildir af öllum vörum nema vörum
frá IITTALA og Skovby og jafngildir 19,35% afslætti.
Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði.
Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.
www.husgagnahollin.is
V
E F
V E R S L U N
A
LLTAF OP
IN
GOLF Kylfingurinn Valdís Þóra Jóns-
dóttir endaði á því að deila fimmta
sæti á New South Wales-mótinu
í Ástralíu um helgina eftir að hafa
leitt þegar mótið var hálfnað. Eng-
lendingurinn Meghan MacLaren
stóð uppi sem sigurvegari mótsins
annað árið í röð. Alls lék Valdís á
278 höggum eða sex höggum undir
pari vallarins og var sex höggum á
eftir Meghan.
Valdís sem keppir fyrir hönd
Leynis á Akranesi átti besta hring
mótsins á fyrsta degi þegar hún
kom í hús á 63 höggum, átta högg-
um undir pari vallarins. Henni
tókst að halda forskotinu á öðrum
hring þegar hún lék á einu höggi
undir pari en lék síðustu tvo hring-
ina á þremur höggum yfir pari
með átta fugla, níu skolla og einn
skramba.
Valdís deildi fimmta sæti ásamt
tveimur öðrum kylfingum, Felicity
Johnson frá Englandi og Diksha
Dagar frá Indlandi og fengu þær
allar tæplega þrjú þúsund ástralska
dollara í sinn hlut eða um 250 þús-
und íslenskar krónur.
Þá kom þetta Val-
dísi upp í 51. sæti
á st ig a l i st a L ET-
mótaraðarinnar fyrir
næsta mót sem hefst
í Suður-Afríku
á fimmtu-
daginn.
– kpt
Valdís í fimmta
sæti í Ástralíu
Rýr uppskera skilar Spurs í nýja baráttu
fjórum leikjum er því staðreynd
og hefur aðeins Fulham sem er án
stiga fengið færri stig í síðustu fjór-
um umferðum. Tap gegn Chelsea og
jafntef li gegn Arsenal er eitthvað
sem hægt var að spá fyrir um en að
fá ekki stig gegn Southampton og
Burnley sem berjast fyrir lífi sínu í
deildinni er óásættanlegt.
Það hef ur ger t nág rönnum
Totten ham í Arsenal og Chelsea
ásamt Manchester United kleift að
saxa á Spurs og í stað þess að þessi
þrjú lið séu að berjast innbyrðis um
fjórða sætið er þriðja sætið skyndi-
lega möguleiki. Það gæti farið svo
að næsti heimaleikur Spurs sem
verður sá fyrsti á nýjum heimavelli
liðsins fari fram þegar Tottenham
verði komið niður í sjötta sæti
deildarinnar.
Mauricio Pochettino, knatt-
spyrnustjóri liðsins, þurfti að
gjalda fyrir það að hafa misst stjórn
á skapi sínu eftir leik Tottenham og
Burnley á dögunum og tók út fyrri
leikinn í tveggja leikja banni um
helgina á gamla heimavellinum.
Hann virtist afar argur í leikslok
þegar hann svaraði spurningum
blaðamanna.
„Ég er afar vonsvikinn. Það var
eitt sem breyttist á milli hálf leikja
og það var hugarfar liðsins. Leik-
menn mínir voru á ákveðinn hátt
hrokafullir og vanmátu South-
ampton. Í fyrri hálf leik voru þeir
ákveðnir, einbeittir og mun betri
á öllum sviðum en í seinni hálf-
leik snerist allt við. Það þurfa allir
leikmenn liðsins að axla ábyrgð á
þessari frammistöðu því þeir tóku
hlutunum ekki alvarlega í seinni
hálf leik.“
Hann minnti enn og aftur á
að það væri staða Tottenham að
berjast um eitt af efstu fjórum sæt-
unum.
„Þetta er sá staður sem félag-
ið er á og vonandi hættir fólk að
krefjast þess að við gerum eitt-
hvað meira. Það sást í dag að okkur
skorti þroska en það er undir okkur
komið að þrífast á þeirri pressu sem
er komin á okkur að vinna leiki. Til
þess að vinna titilinn þarftu meira
en það sem við höfum.“
kristinnpall@frettabladid.is
Það þurfa allir
leikmenn liðsins að
axla ábyrgð á þessari
frammistöðu því þeir tóku
hlutunum ekki alvarlega í
seinni hálfleik.
Mauricio Pochettino
Aðeins Fulham (0) hefur
fengið færri stig en Totten-
ham í síðustu fjórum leikj-
um í ensku úrvalsdeildinni.
FÓTBOLTI Patrik Sigurður Gunn-
arsson fékk eldskírn sína í Champ-
ionship-deildinni um helgina
þegar þessi átján ára gamli Bliki
kom inn af bekknum í 2-1 sigri
Brentford gegn Middlesbrough á
útivelli. Aðeins níu mánuðir eru
síðan hann lék síðasta leik sinn á
Íslandi, þá með ÍR í Inkasso-deild-
inni eftir að Blikar lánuðu hann til
Breiðhyltinga.
Patrik sem samdi við Brentford
síðasta haust hefur verið að leika
með varaliði félagsins og var á vara-
mannabekk Brentford aðra vikuna
í röð um helgina. Daniel Bentley
þurfti að fara meiddur af velli á 75.
mínútu leiksins og kom Patrik inn
í hans stað. Hann fékk eitt skot á sig
en varði vel og hélt því hreinu þær
fimmtán mínútur sem hann fékk
um helgina.
Þetta var fyrsti útisigur Brent-
ford gegn Boro í 81 ár eða síðan
árið 1938 og með honum er Brent-
ford komið með 49 stig í 13. sæti
deildarinnar. – kpt
Patrik fékk
eldskírnina
KÖRFUBOLTI Ívar Ásgrímsson,
þjálfari Hauka, hættir með liðið í
vor en þetta staðfesti hann í sam-
tali við mbl.is í gær. Með því lýkur
átta ára samstarfi Ívars og Hauka
en hann hefur samtals stýrt liðinu
í átján ár eftir að hafa einnig verið
þjálfari liðsins frá 1991-2001.
Undir stjórn Ívars urðu Haukar
deildarmeistarar á síðasta tíma-
bili og léku til úrslita um Íslands-
meistaratitilinn árið 2016 en í bæði
skiptin var það hlutskipti KR að slá
Hauka úr leik í úrslitakeppninni.
Þrátt fyrir að f lestir af lykilleik-
mönnum liðsins frá því í fyrra hafi
horfið á brott í sumar tókst Ívari
að smíða saman nýtt lið sem er í
níunda sæti deildarinnar þegar ein
umferð er eftir. – kpt
Ívar hættir með
Hauka í vor
Valdís Þóra
Jónsdóttir.
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I ÐS P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M Á N U D A G U R 1 1 . M A R S 2 0 1 9
1
1
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
2
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
7
-E
2
8
C
2
2
8
7
-E
1
5
0
2
2
8
7
-E
0
1
4
2
2
8
7
-D
E
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K