Fréttablaðið - 04.04.2019, Side 8
B R E TL A N D Þing menn Íha ld s-
f lokksins breska lýstu margir yfir
óánægju með það í gær að Theresa
May, forsætisráðherra og leiðtogi
f lokksins, ætti nú í viðræðum við
Jeremy Corbyn, leiðtoga Verka-
mannaf lokksins, til þess að leita
að sameiginlegri lausn á þeirri
pattstöðu sem komin er upp á þingi
vegna Brexit-málsins.
Breska þingið hefur í þrígang
hafnað útgöngusamningnum sem
May gerði við ESB og hefur þing-
mönnum aukinheldur mistekist að
ná saman um aðra nálgun í málinu.
Leiðin áfram er því afar óskýr og
ekki nema átta dagar í dag þar til
aukafrestur Breta til þess að setja
fram áætlun rennur út. Takist það
ekki fyrir 12. apríl, eða ef ESB fellst
ekki á nýja beiðni May um frekari
frest, munu Bretar þurfa að ganga út
úr sambandinu án samnings. Lítill
vilji er fyrir slíku á þinginu.
Að því er kom fram hjá BBC eru
harðir Brexit-sinnar innan Íhalds-
f lokksins allt annað en sáttir við
viðræður leiðtoganna tveggja. Boris
Johnson, sem sagði af sér sem utan-
ríkisráðherra vegna óánægju með
stefnu May á síðasta ári, sakaði May
til að mynda um að afhenda Verka-
mannaflokknum stjórntaumana í
Brexit-málinu.
Þá sagði Iain Duncan Smith,
fyrrverandi leiðtogi f lokksins, að
viðræðurnar væru afleit hugmynd.
Kallaði Corbyn í þokkabót „marx-
ista sem hefur það eitt að markmiði
að valda ríkinu tjóni“.
Chris Heaton-Harris, ráðherra
útgöngumála, sagði af sér í gær,
meðal annars vegna viðræðna
May og Corbyns. Í yfirlýsingu sinni
sagði hann að sem ráðherra væri
hann ábyrgur fyrir undirbúningi
fyrir samningslausa útgöngu ef af
henni verður. Hins vegar hafi May
verið staðráðin í því að komast hjá
samningslausri útgöngu og því væri
starf Heaton-Harris, að hans sögn,
tilgangslaust.
Nigel Adams sagði svo af sér sem
ráðherra velskra málefna vegna
viðræðnanna. Sagði að May væri
með þeim að auka hættuna á því að
stjórnvöldum mistakist að verða
við kröfunni sem Bretar settu fram
í þjóðaratkvæðagreiðslunni um
útgönguna árið 2016.
Forsætisráðherrann mætti á
þingið í gær og svaraði spurningum,
líkt og ráðherra gerir alla jafna á
miðvikudögum. Þar sagðist hún
staðráðin í því að verða við Brexit-
kröfunni en minnti á að þingmenn
hefðu hafnað hverri einustu tillögu
sem lögð hefur verið fyrir þá hingað
til. May mun einnig hitta Nicola
Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku
heimastjórnarinnar, sem hefur
krafist langrar frestunar og þjóðar-
atkvæðagreiðslu um samning.
Óvíst er hvort viðræður May og
Corbyns beri árangur enda hefur
Corbyn ítrekað sett fram kröfur
sem May vill ekki verða við. Til að
mynda um nýjar þingkosningar
eða þjóðaratkvæðagreiðslu um
útgöngusamninginn. May sagði í
ávarpi á þriðjudag að hún myndi
ekki leggja samning sinn til hliðar.
Hún væri hins vegar tilbúin til þess
að gera breytingar á hinni pólitísku
yfirlýsingu sem fylgja þarf samn-
ingnum.
Pierre Moscovici, efnahagsmála-
stjóri ESB, sagði í gær að sambandið
myndi tafarlaust innleiða tollvörslu
og tolla gagnvart Bretum ef af samn-
ingslausri útgöngu verður. Um það
væru öll aðildarríkin sammála.
thorgnyr@frettabladid.is
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn
Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau
reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. Tveir ráðherrar sögðu af sér vegna viðræðnanna.
May ræddi við Corbyn í gær um Brexit-málið en viðræðurnar eru Brexit-sinnum ekki að skapi. NORDICPHOTOS/AFP
2
ráðherrar sögðu af sér í
gær vegna viðræðna May
og Corbyns.
4 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
4
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
B
E
-2
D
9
C
2
2
B
E
-2
C
6
0
2
2
B
E
-2
B
2
4
2
2
B
E
-2
9
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K