Fréttablaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 14
Ég tala lélega rússnesku, fyrir- gefið. Ég hef verið að læra rússnesku í langan tíma. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Skúli og helstu lykil- starfsmenn WOW air vinna að því að endurvekja rekst- ur flugfélagsins. WOW air í hópfjármögnun Tilraun Skúla Mogensen til þess að endurreisa flugfélagið WOW air byggist meðal annars á því að safna allt að 670 milljónum króna í hópfjármögnun. Rætt er um að lágmarksfjárhæð sem verði hægt að leggja til verkefnisins verði um 200-250 þúsund íslenskra króna. Skúli og helstu lykilstarfsmenn WOW air vinna að því að endur- vekja rekstur flugfélagsins. Þeir leita fjármögnunar upp á 40 milljónir dala, jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin. Helsta fyrirstaða þess að þeim takist ætlunarverkið að mati heimildarmanna blaðsins er sú að tímaramminn sé of þröngur. Vélarnar sem Skúli hyggst taka á leigu muni ekki standa ónotaðar mikið lengur. Óásættanleg framúr- keyrsla í borginni Innri endurskoðun Reykjavíkur- borgar segir framúrkeyrslu kostn- aðar við framkvæmdir við Mat- höllina á Hlemmi óásættanlega og gefur borginni rauða ábendingu í skýrslu sem kynnt var fyrir borgar- ráði. Þar segir að kostnaður vegna eftirlits með framkvæmdum hafi í öllum tilfellum verið vanáætlaður og svo virðist sem gerðar áætlanir hafi einungis verið til málamynda. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir að það sé margt bogið við framkvæmdir á vegum borgarinnar. Útboð skorti, kostnaðaráætlanir séu of lágar og að nú séu þrír eftirlitsaðilar að skoða framkvæmdir borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir úttekt Innri endur- skoðunar endurspegla virkt innra eftirlit og að sérstaka athygli veki að í aðeins einni af fjórum fram- kvæmdum fari niðurstöður fram yfir viðmiðunarmörk. Ríkisstjórnin dregur úr losun koltvísýrings Ríkisstjórnin samþykkti lofts- lagsstefnu Stjórnarráðsins, sem öll ráðuneyti heyra undir. Í henni felst að kolefnisjafna Stjórnar- ráðið og ráðuneytin strax á þessu ári og draga úr losun koltvísýrings um 40 prósent fyrir árið 2030. „Verkefnið felst í rauninni í að fara úr orkukerfum sem nýta jarðefnaeldsneyti yfir í endur- nýjanlega, vistvæna orku,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann segir að markmiðið með loftslagsstefnunni, sem er liður í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, sé ekki aðeins að kolefnisjafna starfsemi ráðu- neytanna heldur að binda kolefni umfram það sem losað er. Flug til útlanda skýrir tvo þriðju hluta þeirrar losunar sem verður til við starfsemi Stjórnarráðsins og ráðuneytanna. Lögð verður aukin áhersla á fjarfundabúnað og færri utanlandsferðir. Forsetinn talaði rússnesku Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði á rússnesku mál- stofu í Sankti Pétursborg í Rúss- landi með norðurslóðaleiðtogum. „Ég tala lélega rússnesku, fyrirgefið. Ég hef verið að læra rússnesku í langan tíma. Og ég hef gleymt öllu. En ég get sagt þetta og vil segja það: Það er ekkert meira verðmætt á þessari jörðu en góð vinátta,“ sagði Guðni. Forsetinn flutti ávarp og svaraði spurningum á sameiginlegri mál- stofu hans og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefans Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Guðni hitti Pútín í gær ásamt Kristjáni Þór Júlíus syni, sjávar út- vegs- og land búnaðar ráð herra. Einstaklega vel staðsett 295,8 fm einbýlishús á 3 hæðum, með 3 aukaíbúðum ásamt bílskúr að Lynghaga 7 í hjarta Vesturbæjarins. Möguleiki á góðum leigutekjum. Aðalíbúð er 6 her- bergja með bílskúr. Aukaíbúðir eru tvær 2 herbergja og stúdíóíbúð. Fallegur garður með mjög góðum geymsluskúr og hellulagt bílaplan. Stutt er í skóla og aðra þjónustu í nágrenni. Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Vikan Skúli Mogensen leggur á ráðin um að endurreisa WOW air, kostnaður við fram- kvæmdirnar á Mat- höllinni á Hlemmi hafa farið upp úr öllu valdi, umhverfis- og auðlindarráðherra boðar vistvæna orku og forseti vor spreytti sig á rússnesku er það sem bar hæst í vikunni. TILVERAN 1 1 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C C -0 5 8 0 2 2 C C -0 4 4 4 2 2 C C -0 3 0 8 2 2 C C -0 1 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.