Fréttablaðið - 11.04.2019, Page 26

Fréttablaðið - 11.04.2019, Page 26
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Meðal fjölmargra skemmti-legra viðburða á Hönnun-arMars í síðasta mánuði var opin vinnustofa fyrir börn sem haldin var í verslun fatamerkisins móa á Laugavegi í Reykjavík. Þar fengu börn að taka þátt í hönnun á nýjum bol með því að skila inn teikningum, en ein þeirra var síðan valin til prentunar á bol sem seldur verður í versluninni síðar á árinu og mun allur ágóði af sölu hans renna til Einhverfusam- takanna. Spennandi stund Telma Garðarsdóttir, hönnuður og eigandi móa, segir sig lengi hafa langað til að taka þátt í Hönnunar- Mars og með þessum viðburði sá hún tækifæri til að bjóða upp á skemmtilega og skapandi stund sem höfðaði til barna og sköp- unargáfu þeirra. „Vinnustofan var frábær leið til þess og um leið gott tækifæri til að kynna hönnun fyrir börnum og útskýra hönnunar- og framleiðsluferlið fyrir þeim áhuga- sömustu. Ferlið er ansi langt og kom þeim flestum verulega á óvart en um leið þótt þeim það spenn- andi.“ Góðar hugmyndir Vinnustofan fór þannig fram að nokkur borð voru sett upp og nóg af litum og blöðum dreift á þau. „Krakkarnir komu svo inn til okkar og teiknuðu myndir algerlega eftir sínu höfði. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað krakkarnir voru hugmyndaríkir og myndirnar ólíkar. Við hengdum flestallar myndirnar í gluggann á versluninni svo að sem flestir gætu virt listaverkin fyrir sér.“ Mikil eftirvænting Hún segir börnin hafa skemmt sér Skapandi stund fyrir börnin Börn á ólíkum aldri komu saman á opinni vinnustofu í verslun móa á HönnunarMars. Þar teikn- uðu þau myndir fyrir boli en ein þeirra mun prýða nýjan bol sem kemur í verslanir fyrir haustið. Telma Garðarsdóttir, eigandi móa. Flestar teikningarnar voru til sýnis í glugga verslunarinnar. Myndirnar voru litfagrar og fjöl- breyttar. Verðlaunamyndin eftir Gylfa Frey Fjölnisson fer á nýja bolinn frá móa. vel. „Hingað komu börn á öllum aldri og það var ótrúlega gaman að sjá hvað þau voru spennt fyrir þessu. Mörg þeirra voru jafnvel búin að bíða alla vikuna eftir því að mæta, sem vakti athygli okkar. Við völdum sigurvegarann um síðustu helgi og fyrir valinu varð mynd eftir Gylfa Frey Fjölnisson. Framleiðsla á bolnum hefst í sumar og hann ætti að koma í verslun móa í septem- ber og mun allur ágóði renna til Einhverfu sam takanna.“ Af hönnunarmerkinu móa er annars það helst að frétta að þessa dagana er verið að leggja loka- hönd á sumarlínuna 2020. „Þá línu ætlum við að kynna í París og New York í sumar og fylgja haustlín- unni í framleiðslu sem kemur svo í verslanir í lok ágúst.“ CREENSTONE KÁPURNAR KOMNAR Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is NÝTTU TÍMANN - LAXDAL ER’Í LEIÐINNI S Í G I L D K Á P U B Ú Ð 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 1 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C C -2 3 2 0 2 2 C C -2 1 E 4 2 2 C C -2 0 A 8 2 2 C C -1 F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.