Skemmtiblaðið - 02.04.1921, Page 4

Skemmtiblaðið - 02.04.1921, Page 4
0 28 SKEMMTIBLAÐIÐ Skemmtnn og frððleikur víðsvegar að. Stórskorin mannvirki. Flestir munu hafa heyrt getið um pýramiðana á Egyftalandi, sennilegast risavöxnustu mannvirkin, sem enn hafa verið búin til í veröidinni. Stærstur allra pýramiðanna er hinn svonefndi Kheops-pýramiði, er gnsofir 140 metra hátt upp úr sandinum, en í kafi eru fullir 10 metrar. Grunnflötur hans er tslinn vera um 240X240 metrar. Hann er 6000 áragamall og þó eruenginþau fyrningarmerki sýnileg, er bendi til þess, að hann ekki fái staðið um ótakmark- aðar aldaraðir. — Aðeins til skýringar því, hversu tröllaukin þau eru þessi atórvirki, skal þess getið, að fyrir nokkrum árum gerðu útlendir verk- meistarar áœtlun um það, hvað það mundi kosta nú á dögum, að reisa annað eins grjótbákn eins og Kheops- pýramiðann, og taldist þeim svo til, að 376 miljónir króna mundu nægja, ef fullkomnustu verkvjelar væru notaðar, og ef ljúka ætti verkinu t. d. á tveim árum, þyrfti 40 þúsund verkamenn. — Ennfremur gerðu þeir áætlun um það, hversu mikinn vinnukraít hefði þurft til að reisa Kheops-pýramiðanu á þeim tima, er hann var byggður, og varð út- koman sú, að til þess hefði þurft 100 þúsund verkamenn i 30 ár. — Það er því augljóst mál, áð þ r æ 1 a r Faraó- anna egyfzku hafa kunnað vel til verka á sinni tíð og ekki setið auðum hönd- um. — En gallinn or bara þessi, að byggingar þessar hafa ekki svo kunn- ugt er orðið neinum að liði og eru því kaldræn tákn um stefnuleysi, fordild og árangurslausa bruðlunarsemi á viti og vinnuorku menningarþjóðar í fornöld. í tíð Bismarks bar svo við, að Danir pöntuðu nokkrar fallbyssur hjá Krupp hinum þýzka, af beztu og vönduðustu tegund. Krupp fór á fund Bismarks og spurði hann, hvort hann mætti sinna beiðninni. Bismark svaraði: >Þjer skul- uð selja þeim beztn og vönduðustu fallbyssurnar, sem þjer hafið til. Það er hægur hjá að sækja þær, hvenær sem jeg þarf á þeim að halda«. Frænkan: »tú ert heppinn, að eiga svona væna mömmu, Nonni, og jeg er viss um, að hún gerir þjer mik- ið gott, þegar þú ert góða barnið*. N o n n i: »Nei — þegar jeg er góða barnið þá fæ jeg aldrei neitt. En þeg- ar jeg verð vonda barnið gefur hún mjer svona líka mikið til að verða góða barniö . Faðir (við pilt, sem er brái _.ot- inn í dóttur hans): »Jeg vil ekkert til þess vita, að þú sjert á gangi með dóttur minni á kvöldin*. P i 11 u r i n n: »Það getur alveg eins beðið morgunsins min vegna, því jeg hef ekki svo mikið við að «a«. í útlendum stórborgum eru starfandi skrifstofur, þar sem ókvæntir menn geta leitað sjer kvonfangs. — Inn a eina slíka skrifstofu í Höfn fór einn herramaður. — Skrifstofustjórinn sagði: »Herra minn! JÞarna stendur hún stórríka stúlkan með vörtuna, sem við töluðum um í gær. — Sjáið nú til — þetta, þarna til hægri á andlitinu, er vartan, en hitt er nefið«. A. : »Skrifarinn, sem hjá yður er, virðist vera allra liprasti starfsmaður*. B. : »Já, hann er laginn um suma hluti«. A. : »Já, að vinna vel og dyggilega, meina jeg?« B. : »Nei — að láta öðrum v i r ð a s t s v o sem hann geri það«. Sigga: »Og hvers vegna tókstu upp á því, að fara að skilja við mann- inn svona fljótt?« Manga: »Af því að allar hans veiku hliðar reyndust mjer of sterkar*. Húseigandi (við pilt, sem hjá honum leigir): »Konan mín sagði mjer áðan, að í rökkrinu í gærkvöld hefðuð þjer tekið yfir um sig á ganginum frammi og rekið að sjer rembings-koss. — Ef þjer leikið slíkt í annað sinn, þá sæki jeg pístóluna«. P i 11 u r i n n : »Jeg verð þá að biðja yður auðmjúklega fyrirgefningar — því mjer gat ekki betur heyrzt, en hún Begðist vera vinnukonan yðar«. Siggi litli: „Heyrðu mamma — finnst þjer ekki, að trjen hjernaígarð- inum sjeu mestu kjánar?“ M ó ð i r i n : „Og hvers vegna ætti mjer að finnast það?“ S i g g i: „Af því þau fleygja af sjer öllum blöðunum og standa allsnakin einmitt þegar kuldarnir byrja fyrir al- vöru“. Gesturinn: „Er ekki þetta fyrir- taks bók, sem þjer hafið þarna?“ Bóksalinn: „Jú — það er ein- hver bezta bókin. sem jeg hef í verzl- uninni. Hún er svo hlægileg, að jafn- vel frammtannalausar frökenar hlæja að henni“. A. : »SæIl og blessaður! Þaðerlangt síðan við höfum sjest. — Þú drekkur einn snafs með í rólegheitum ?« B. : »Nei — af og frá — hef lofað að drekka aldrei framar*. A. : »Nú-jæja, skítt með það — en vindil má þó bjóða?« B. : »Ekki heldur — hef lofað að láta aldrei sj<» mig reykjandi eftirleiðis*. A. (eftir stutta umhugsun): »Nú — þú hlýtur að hafa þræl-trúlofað þig ein- hverfi, sem er »háttstandandi« i öllum stúkunum*. B. : »Það var lóðið — sjáðu til!« »Nei,nú er jeg alveg steinhissa á þessu öfugstreymiv, sagði stúlkan. »Yappar ekki þarna hæna og — allir ungarnir hennar orðnir að andarungum!< »Það er nú varla til að furða sig á«, sagði móðir hennar, »því í húsinu þarna fyrir handan býr yfirsetukonan, með báðum börnum sínum, sem nú eru orðin að stórum og sterkum járnsmiðum — og svona gengur það«. H ú n: „Ekki veit jeg, hvernig jeg á að ná af mjer þessum freknum, sem jeg hef fengið á andlitið. Jeghefreynt mörg meðul, en þær fara ekki samt“. H a n n: „Þetta finnst mjer mjög eðlilegt, — því væri jeg frekna á and- liti yðar, mundi jeg verða ófús til að þoka af svo yndislegum stað*. Björn hitti J á n á Ingólfsstræti, og bar hann (B.) sína stofnlúðunaí hvorri hendi. •Lögulegar bröndur þetta!« ságði Björn. »Það fara ekki m a r g a r i hundr- aðið af þeim!« svaraði Jón. G u d d a : »Alveg er það merkilegt, hvað hjónunum hjerna upp á loftinu kemur vel saman. Þau hafa átt hjer heima í 10 ár og allan þann tima hefur þeim aldrei orðið sundurorða«. G r ó a : »Þetta er minna kraftaverk en margan grunar — því h ú n vinnur að þvottum alla daga myrkranna á milli hjer og þar um bæinn — en h a n n er næturvörður«. KenDnarinn (við lata Jens): »Veiztu hver erlatasturhjernaí bekkn- um í vetur?« Jens: »Mjer sýnist allir svipaðir4l Kennarinn: »Þú hlýtur að finna það bezt Bjálfur, hver það er, sem situr í leti og aðgerðarleyBÍ þegar allir hinir reikna í óða önn«. J e n s: >Það er kennarinn*. F r ú i n (við þjónustustúlkuna): „ Jeg sá það greinilega, þegar jeg gekk fyrir eldhússgluggann í gærkvöld, að ungur maður sat undir yður á eldhússbekkn- um. Slíkt daður get jeg ekki liðið“. . S t ú 1 k a n: „Það var bara feiminn frændi minn, sem ætlar að opinbera annað kvöld, — hann var að æfa sig ofurlítið áður“. Kennarinn: »Jæja, Bjarni litli, Hvað kallar maður þann mann, sem stelur?* (Bjárni litli hugsar sig um stundar- korn). Kennarinn: »Hvað er þetta, drengur. Veiztu ekki annað eins og þetta. — Hugsaðu þjer að jeg færi nú ofan í vasa þinn og tæki þaðan tíu aura, án þess þú vissir af —■ hvað væri jeg þá?« B j a r n i (sem er þess fullviss að eiga ekki grænan skilding í vösunum); »Þjer væruð þá hreinn og klár t ö f r a- m að ur«; Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar. Bergstaðastræti 19.

x

Skemmtiblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.