Skemmtiblaðið - 26.11.1921, Síða 1

Skemmtiblaðið - 26.11.1921, Síða 1
SKEMMTIBLAÐIÐ Útgefandi, ábyrgðarmaður og ritstjóri: Hallgrímur Benediktsson. Bergstaðastræti 19. Rvík. 40. BLAÐ. REYKJAVÍK - 26. NÓV. 1921. 40. BLAÐ. MORÐVOPN LÁVARÐARINS. (Leynilögreglusaga frá New-York), >Böggullinn með bláa bandinuc, sagði Pinkerton enn Iremur, »heíur vafalaust haft inni að ha!da skuldabrjef þau og víxla, sem glæpamaðurinn hef- ur selt Paterson í hendur víðskiitunum til trygg- ingar. En þár sem þetta studdist ekki við full- komið öryggi, þá varð hann Hka að ná í bók- ina, er skuldar-upphæð hans og nahi var ritað (r. >Auðvitað hafa þessir hlutir verið glæpamann- inum nauðsynlegir undir þessum kringumstæðum<, sagði Eva Winston. »En hvernig í ósköpunum hefur maðurinn getað náð þeim, þar sem fyrir glugganum er örugt járnvirki, og inn um engar dyr varð komizt, án minnar vitundarc. »En það er nú einmitt atriði, sem mjer er hrein og klár ráðgáta<, ságði Pinkerton. »En átluð þjer ekki þess kost, að sjá ýmss áf skuldunautum húss- bónda yðar?« »Nei<, sagði konan, »Og satt að segja virtist mjer honum vera það kappsmá', að jeg hefði sem minnst veður af þeim. — Það kom ti! dæmis ekki ósjaldan fyrir, að menn heimsóttu hann að nætur- lagi, og þá hafði hánn ætíð þá reglu, að opna og Ioka sjálfur. En til New-York skrapp hann við og við í fjármálaerindum — Annars er það um þessa hlið málsins að segja, að jeg get ekki nafn- greint einn einasta af þeim mönnum, sem höfðu fjármálaviðskiíti við hússbónda minn, eða látið neinar persónulýsingar í tje um einn eða neinn af þeim«. »Já, vitanlega hefur hann haft sömu reglu og allir aðrir okurkarlar, að viðskiftia færu fram með sem mestri leynd — enda gera skuldunautarnir það nærri alltaf að skilyrði, að slik viðskifti sjeu ekki á annarra vitorði<, ságði Pinkerton og stóð upp »En eftir á að hyggja, jómfrú Winston — munið þjer nokkuð til þess, að hússbóndi yðar ætti nokkra gimsteina-muni hjerna innan húss?< Evá hrissti höfuðið. »Nei-nei! Hann var ákveðinn andstæðingur sííkra hluta, og talaði oft um það, hversu varhugaverðir þeir væru í viðskiítum. Hann átti aðains eitt silfur- úr, gjöf, sem hann hitði eignast í æsku, og ætíð gekk með stakri nákvæmni*. Pinkerton tók nú demantinn upp úr vása síuuui og sýndi Evu Winston. »Minnist þjer þess ekki, að hafa sjeð þennan stein i fórum hússbónda yðar? — Það er hreint ekki óhugsandi. að einhver náungi hafi afhent Paterson hann sem handveð fyrir peningaláni<. >Nei, jeg hef aldrei orðið hans var í eigu hans. Og jeg þori að fullyrða, að hann hafi aldrei tekið slíkar tryggingar gildar. — Jeg man það, eins og það hefði skeð í gær, að fyrir nokkrum árum siðan kom hingað inn á skrifstofuna til Patersons meiri háttar leikkona úr hö'uðborginni og falaðist eftir peningaláni hjá honum gegn tryggingu [ gimsteinagripum sínum, — en hann synjaði fyrir það mjög ákveðið. — Þegar stúlkan var farin, sagði hann mjer það, að hann hefði megna and- á öllu gimsteinaskrauti, — og jeg hef aldrei sjeð slíkt glingur í fórum hans<.------- >Jeg býzt ekki við, að við græðum á frekari athugunum hjerna að þessu sinni<, sagði Pinker- ton. — >Þjer minnist þagnárskyldunnár um allt, sem að þessu máli Iýtur<, bætti hann við, kvaddi ráðskonuna og hjelt svo á brott samhliða fjelaga sínum. — 3. kafli. SVARTI ÞJÓNNINN. Nat Pinkerton og Bob Rúland fóru nú beina leið inn á skrifstofu lögreglunnar f New Rochelle. Tremley yfirlögregluþjónn sat þar inni og varð allforviða yfir því, að hitta þar svo óvænnt þessa frægustu bófaveiðara landsins. >Nú er eitthvað nýtt á seiði — það bregst mjer ekki!< sagði Tremley og stóð upp í flýti og heils- aði þeim með handabandi. »Eða er þáð hugsan- legt, að þið sjeuð að leita að einhverjum stórbóta — hjerna f okkar litla og friðsama bæ?< Pinkerton hrissti hönd hans og sagði brosandi: >Ekki er þáð alveg ómögulegt, áð slíkt gæti borið við. — En annars var það erindið núna, að spyrja yður einnar spurningar<. »Já, eins mörgum og yður sýnist<. sagði Trem- ley. >Þjer vitið að mín aðstoð stendur yður opin hvenær sem er!< »Gott er það og blessað<, sagði Pinkerton. >En hefur enginn maður komið hingað inn á skrifstof- uná nýlega og tilkynnt það, að hann hafi týnt dýrum steini?< »Nei<, sagði Tremley. »Því er ekki að heilsa. Jeg mundi áreiðanlega vita það, ef svo væri<. >Jæja, kæra þökk fyrir<, sagði Pinkerton. »Er- indinu er þá lokið í þetta sinn!< Tremley lögregluforingi rak upp stór augu og sýndi á sjer öll merki sterkrar forvitni: »Hvað er eiginlega um að vera?< spurði hann. >Eða er ekki hægt að fá að skyggnast lítið eitt dýpra inn i spursmálið?< »Nei<, svaraði Pinkerton. >En hitt er það, að það er ekki óhugsandi, að þetta lítilræði, sem jeg er að forvitnast um núna, snúizt þannig, að þjer fáið ástæðu til að láta í ljósi dálitla undrun áður en langt um líður<. Þetta svar Pinkertons kynnti ennþá meir undir forvitninni, sem greip Tremley. En við það varð að sitja, því Pinkeiton beið ekki boðanna, en tók undir hönd fjelaga sfns og ók í rólegheitum til New-York. >Hvað hefurðu hugsað þjer að gera næst?< spurði Bob. »Auðvitað vissi jeg það fyrirfram, að deraants- eigandinn hefði ekki tilkynnt tap sitt lögreglu-

x

Skemmtiblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.