Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Page 3
Fra stjorn FISÞ
Pistill formanns í desember 1998
„Góð þjónusta - árangursrík
meðferð - skráning -
upplýsingamiðlun“.
Þegar þessi orð eru skrifuð eru flestir
félagsmenn væntanlega komnir með
hugann við jólahald og á fullu í jólaundir-
búningi. Vonandi eru margir félagsmenn
og böm þeirra að skemmta sér saman í
dag á jólatrésskemmtun félagsins.
Mikilvægi skráningar
Pistill minn í dag fjallar þó ekkert um
jólaundirbúning og jólahald heldur
langar mig að ieiða hugann að öðrum
málum sem brenna á mér en það eru:
Mikilvægi skráningar í sjúkraþjálfun og
fagmennska.
Ég hef áður fjallað nokkuð um skoðun
mína á mikilvægi skráningar í sjúkraþjálfun
og minni á pistil minn frá í desember
1996. Því miður virðist enn vera þörf á
brýningu í þessum efnum. Allar breytingar
virðast gerast hægt, jafnvel breytingar til
batnaðar.
Lœknamtr kvörtuðu
Vorið 1997 stóðu fagnefnd og gæðanefnd
félagsins að könnun meðal sjúkraþjálfara
og lækna um samskipti þessara aðila.
Niðurstöður könnunarinnar sýndu
ótvírætt að skráningu var víða verulega
ábótavant og kvörtuðu læknamir sérstak-
lega undan því hversu sjaldan þeir fengju
upplýsingar frá sjúkraþjálfúrum um árang-
ur meðferðar. í kjölfar þessarar
könnunar var sett á stofn tölvunefnd
félagsins til að vinna að skráningu í sjúkra-
þjálfún á tölvutæku formi í samvinnu við
fagnefhd. Vinna við tölvutæka skráningu
er enn í gangi í samvinnu við Gagnalind
hf, fyrirtæki sem hefúr unnið að gerð
sjúkraskráningarkerfis fyrir heilsugæsluna í
samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið.
Megum ekki bíða róleg
Fagnefnd hefúr verið falið að gera tillögur
um stefnu félagsins varðandi skráningu.
Á meðan þessi vinna stendur yfir er ljóst
að sjúkraþjálfarar mega ekki bíða í róleg-
heitum þar tii skráningarkerfið og reglur
þar að lútandi verður tilbúið. Allir sjúkra-
þjálfarar verða að gera skýrslur um sjúkl-
inga sína, skrá árangur meðferðar og
senda tilvísandi lækni upplýsingar um
meðferðina.
TR telur átaks þörf
Stjóm FÍSÞ hefur nýlega borist bréf frá
Sigurði Thorlacius tryggingayftriækni þar
Að mínu mati eigum við ekki að
þurfa ábendingu frá trygginga-
yfirlcekni til að bæta skráningu
og skýrslugerðir okkar. Við
eigum ekki að bíða eftir að
heilbrigðisyfirvöld setji okkur
reglur varðandi skráningu.
Skráning er nauðsynlegur og
eðlilegur hluti afstarfi okkar.
sem fram kemur að við skoðun á
sjúkraskrám í heimsóknum samráðsnefnd-
ar FÍSÞ og TR á stofur sjúkraþjálfara að
undanfömu hafi komið í ljós að viða sé
skráningu verulega ábótavant. Tiygginga-
yfiriæknir beinir því til stjómar FISÞ að
átak verði gert til að bæta skráningu meðal
sjúkraþjáifara.
Að mínu mati eigum við ekki að þurfa
ábendingu firá tryggingayftriækni tii að
bæta skráningu og skýrslugerðir okkar.
Við eigum ekki að bíða eftir að heilbrigð-
isyfirvöld setji okkur reglur varðandi
skráningu. Skráning er nauðsynlegur og
eðlilegur hiuti af starfi okkar. Við verðum
að geta sýnt fram á að sú meðferð sem við
veitum sé gagnleg. Án skráningar og
upplýsingamiðlunar til lækna komumst við
ekki langt.
Beram ábyrgð sem fagstétt
Sjúkraþjáifarar leggja áherslu á faglegt
sjálfstæði sitt. Mikil ábyrgð hvílir á okkur
sem faglega sjálfstæð stétt. Við verðum
ávallt að hafa fagmennsku í fyrirrúmi í
starfi okkar.
Meðal megineinkenna fagstéttar er sér-
hæfð þekking og siðaregiur sem fagaðilar
þurfa að fýlgja. Sjúkraþjálfarar sem og
aðrar löggiltar og viðurkenndar fagstéttir í
heilbrigðisþjónustunni þurfa einnig að
fylgja lögum um heilbrigðisþjónustu,
lögum og reglum um réttindi og skyldur
heiibrigðisstarfsmanna, lögum um réttindi
sjúklinga og öðrum lögum sem lúta
að heilbrigðisþjónustunni. Sjúkraþjálfarar
þurfa einnig að fylgja lögum um sjúkra-
þjálfún, siðareglum og iögum félagsins og
siðareglum og stefnuyfirlýsingum Heims-
sambands sjúkraþjálfara um sjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfurum er skylt að þróa hæfni og
auka þekkingu stna, bæði í formlegu og
óformlegu námi. Sjúkraþjálfún er stöðugt
nám til að viðhalda, efla og auka faglega
hæfni.
Sönnum gildi meðferðar
Stöðugar framfarir og nýjungar koma fram
innan heilbrigðiskerfisins. Lögð eráhersla
á að nýjar aðferðir/meðferð byggi á vís-
indalegum grunni („Evidence based“).
Meðferð verður ávallt að vera örugg fyrir
sjúklinga og vera metin árangursrík.
Sjúkraþjálfun er þar ekki undanskilin. í
sjúkraþjálfún er stöðugt meiri áhersia lögð
á að við getum sannað gildi þeirrar með-
ferðar sem við veítum og að meðfetð
byggi á vísindalegum grunni. Ábytgð hvílir
á okkur varðandi þróun nýrra aðferða.
Notum viöurkenndar aðferðir
Við verðum einnig að meta hvar mörkin
liggja milli meðferðar sem telst innan
sjúkraþjálfunar og hvað ekki. Við megum
ekki sem löggilt heilbrigðisstétt stunda
FRÉTTABRÉF FÍSÞ - Tíundi árgangur 1998
3