Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 4
4http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
aett@aett.is
í að rita latínu og átti fremur auðvelt með að tala hana
og bjó í því efni að sumrinu 1842 er hann var fylgd-
armaður fransks greifa, Angles að nafni, um mik-
inn hluta vestur- og suðurlands og norður fyrir land.
Töluðu þeir saman á latínu þar eð Þorkell hafði ekki
lært frönsku; haft var eftir honum að flestir prestar,
þar sem þeir komu, hafi þá getað bjargað sér með því
að tala latínu.
Í vitnisburði hans við útskrift er sérstaklega tek-
ið fram um: siðgæði hans, hreinskilni og ein-
staka iðjusemi ... og óþreytandi lestrarstarf. Einn
skólabræðra hans hefur svo um mælt – það voru tveir
menn af mínum skólabræðrum, er ég mátti daglega
nokkuð gott af nema, séra Þorkell Eyjólfsson og séra
Daníel Halldórsson.
Kenndi mörgum
Þorkell hélt skólalærdómi sínum vel við fram eftir ævi
og kenndi líklega fleiri piltum undir skóla en flestir
aðrir prestar um hans daga. Kenndi hann ýmsum er
hann var stúdent í Reykjavík á árunum frá 1841 og
til 1844; þar á meðal Guðbrandi Vigfússyni (1827 –
1889) er síðar varð málfræðingur og mikill fræðimað-
ur, lengst af búsettur í Oxford á Englandi. Kostaði
Þorkell hann að öllu leyti á þessu skeiði, voru þeir
Guðbrandur náskyldir eða synir systkinanna Eyjólfs
Gíslasonar og Halldóru Gísladóttur. Með þeim tókst
ævivinátta, en lengst af bjuggu þeir hvor í sínu landi;
einn sona Þorkels ber nafn þessa vinar og frænda
föður síns. Hafði Þorkell jafnan nemendur í kennslu
meðan hann þjónaði í Ásum í Skaftártungu og Borg á
Mýrum, bæði til skólanáms og almennrar þekkingar.
Um það leyti er Þorkell útskrifaðist úr
Bessastaðaskóla stóð svo á að heimiliskennara vant-
aði hjá Jóni Thorstensen landlækni. Fráfarandi kenn-
ari, séra Sigurður Gunnarsson, síðar á Hallormsstað,
var að taka við prestsstarfi og lagði hann áherslu á að
Þorkell kæmi í sinn stað, og varð svo.
Landlæknisembættið hafði verið til húsa í
Nesstofu á Seltjarnarnesi en var flutt árið 1834 til
Reykjavíkur í nýbyggt hús í vesturbænum, jafnan
kallað Doktorshúsið. Þegar gatnakerfi var komið í
kring á þeim slóðum varð húsið nr. 13 við Ránargötu,
og stóð þar fram yfir 1950. Í þessu húsi fann Þorkell
konuefni sitt.
Ráðahagur – fjölskylda
Samtímis Þorkeli á heimili landlæknis var þar á
dvöl Ragnheiður dóttir séra Páls prófasts í Hörgsdal
(1797 – 1861), sonar Páls Jónssonar, fyrrum klaust-
urhaldara í Vestur-Skaftafellssýslu og síðar búandi á
Elliðavatni. Drógust þau Þorkell og Ragnheiður hvort
að öðru og hétu sín á milli tryggð og trú. Á hádegi hinn
19. maí 1844, sunnudaginn eftir páska, var Þorkell
vígður af Steingrími biskupi Jónssyni til prests að
Ásum í Skaftártungu. Síðdegis þann sama dag voru
Ragnheiður og Þorkell gefin saman í Dómkirkjunni í
Reykjavík. Fluttust þau þegar sama vor þangað austur
og þjónaði hann þar næstu fimmtán árin.
Afkoma þeirra eystra varð furðu góð miðað við
að Þorkell var ekki búmaður að sama skapi og at-
gervi hans var að öðru leyti. En hann var heppinn
með kvonfangið því Ragnheiður reyndist bæði táp-
mikil og útsjónarsöm og hafði hún jafnan mest-
öll búsforráð. Mikil gestrisni var á heimili þeirra og
nær aldrei mannlaust. Fæddust þeim hjónum þrett-
án börn á því árabili sem þau voru í Ásum og lifðu
átta þeirra. Fyrstu þrjú börnin létust öll skömmu eftir
fæðingu, einnig hið sjöunda í röðinni og það níunda.
Nöfn þeirra er létust voru þrívegis Guðrún, móð-
urnafn Þorkels, tvívegis Ragnheiður nafn ömmu og
uppeldismóður Ragnheiðar og einn Bjarni heitinn eft-
ir kærum skólabróður, Bjarna Bjarnasyni frá Ásgarði
er drukknaði 1847.
Í fóstur
Árið 1859 fékk Þorkell veitingu fyrir Borg á Mýrum.
Á vordögum það ár var framundan að flytjast alla þá
torsóttu leið úr Skaftafellssýslu og vestur á Mýrar,
með börn og búslóð á hestum. En þann 16. apríl, eða
skömmu áður en búast skyldi til ferðar, varð maddama
Ragnheiður léttari að þeirra 13. barni, dreng er degi
Ragnheiður Pálsdóttir, eiginkona Þorkels, ólst upp á
Elliðavatni hjá Ragnheiði ömmu sinni sem fædd var
1766. Ragnheiður Pálsdóttir var tápmikil og útsjón-
arsöm og hafði búsforráðin að mestu.
Hún ól manni sínum sautján börn, tíu komust til full-
orðinsára.