Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015 http://www.ætt.is aett@aett.is13 Páll í Auraseli Á því hörmungasumri 1783 flýðu margir Skaftfellingar bæi sína og byggð, er þeir höfðu misst fasteign sína og fénað af völdum Skaftáreldanna. Héldu stórir hópar af hungruðu og harmþrungnu fólki vestur á sveitir til að leita sér einhverrar lífsbjargar. Einn af þeim mörgu er gengu þessi þungu spor var Páll bóndi Nikulásson á Núpum í Fljótshverfi. Hann var fæddur 1758 og var ættaður frá Hlíð undir Eyjafjöllum. Hann var kvæntur Guðrúnu Þorsteinsdóttur frá Arnbjargarlæk í Borgarfirði. Hún var systir Þorvaldar á Botnum í Meðallandi er fluttist í þessum eldnauðum að Alviðru í Ölfusi og bjó þar til dauðadags og niðjar hans allt til þessa dags. Guðrún var ekkja er Páll gekk að eiga hana. Fyrri maður hennar var Ögmundur Ólafsson bóndi á Núpum í Fljótshverfi, og voru synir þeirra Daníel, er ólst upp hjá móðurbróður sínum í Alviðru, og dó þar 13. október árið 1800 tvítugur að aldri, og Guðni bóndi á Arnarhóli í Landeyjum. Þau Páll og Guðrún lögðu á Mýrdalssand seint í tuttugustu viku sumars með fólk sitt og farangur sem var á þrem reiðings- hestum. Guðrún reið jarpskjóttri hryssu með folaldi og reiddi yngsta barn sitt, dreng á öðru ári, Ögmund að nafni. Um eldri drengina (Guðna f. 1778 og Hannes f. 1780) (Innskot ritstjóra) var búið ofan í milli á baggahestunum. Páll gekk. Lestin mjakaðist fót fyrir fót út á sandinn mikla. Veður var heitt og mollulegt og sást lítið frá sér fyrir þoku og eldmistri. Fleira fólk var þarna á ferð þótt eigi kunni ég að nafngreina það, en allt var það í sömu erindagjörðum, að flýja eld og ógæfu, en leita athvarfs og öryggis. Guðrún veikist Seint um kvöldið komu þau að Höfðabrekku í Mýrdal og voru þá margir hestanna sýnilega veikir. Þar var þeim tekið eftir beztu föngum, en margir voru þar fleiri gestir. Daginn eftir var annar hesturinn dauður, en hinn tók ekki jörð og var aðframkominn. Voru þau um kyrrt þann dag í illviðri. Að áliðnum degi þar á eftir lögðu þau af stað í sæmilegu veðri. Var nú lagður reiðingur á skjóttu hryssuna, því tveir hestarnir voru fallnir frá. Báru þau nú á tveimur, hjónin gengu, en Páll bar litla drenginn. Þegar fram kom á daginn fór Guðrún að kenna las- Aurasel Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur Safnað hefur Guðni Jónsson leika og þegar þau komu út í Reynishverfi, var hún orðin veik. Þar hittu þau mann, sem bauð þeim heim til sín og þáðu þau það með þökkum. Þar lá Guðrún hálfan mánuð, en Páll hjálpaði bónda við húsabætur og önnur hauststörf, því ekki vildi hann skilja konu sína eftir. Þegar hún fór að hressast lögðu þau af stað með folaldsmerina eina í taumi, því að nú voru all- Síðastliðið haust barst mér í hendur einkar ánægjulegt bréf frá Guðjóni Þór Valdimarssyni félaga í Ættfræðifélaginu. Þar segir meðal ann- ars: Ég var lesa grein þína um blinda Jón, ..... Sem ég var að lesa greinina um harða lífsbar- áttu forfeðra okkar, datt mér í hug ljósrit af grein úr ritinu Íslenskir sagnaþættir og Þjóðsögur og fjallar hún að hluta til um lífsbaráttu fólks á Suðurlandi í kjölfar Skaftáreldanna 1783. Þar koma m.a. við sögu forfeður föðurömmu minn- ar sem byggðu sér bæ í landi Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð sem þau kölluðu Aurasel. Mér fannst greinin svo athyglisverð að ég pikkaði hana inn á tölvuna mína þar sem ljósritið sem ég fékk var orðið snjáð og óskýrt. Ég var svo heppinn að stuttu eftir að ég hafði komið greininni í stafrænt form, þá fann ég í Lesbók Morgunblaðsins frá 4. janúar 1997 fallega mynd af Auraseli teikn- aða af Ragnari Lár...... Mér datt í hug að senda þér greinina... Ef þér dytti í hug að nota hana eða hluta hennar í Fréttabréfið þá er það allt í lagi frá minni hendi en ég veit ekki hvort það þarf að fá leyfi frá þeim sem gáfu hana út eða frá ættingj- um Ragnars, en þú veist örugglega betur um það en ég, hvort þess er þörf. Svo mörg voru þau orð. Ritstjórinn tók þessari sendingu fagnandi, ekki síst með Holuhraunið rennandi og eiturguf- urnar svífandi yfir landinu. Haft var samband við Bjarna Guðnason prófessor, son Guðna Jónssonar, og veitti hann fúslega leyfi til birt- ingar greinarinnar. Það er gaman að geta þess að Guðni Jónsson var um árabil formaður Ættfræðifélagsins og einn mikilvirkasti útgef- andi ættarfróðleiks á Íslandi. Kristín Pálsdóttir, ekkja Ragnars Lár, veitti einnig fúslega leyfi til þess að við birtum hina fallegu teikningu Ragnars og kann Ættfræðifélagið þeim báðum bestu þakkir fyrir elskusemina.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.