Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is5
síðar var skírður Jón og var það öðru sinni er hjónin
létu heita því nafni.
Álitið var að það væri nafn séra Jóns skáldmærings
á Bægisá, móðurafa Þorkels, en upplýst var að þetta
væri nafn Jóns landlæknis í minningu þess að í húsi
hans lágu saman leiðir þeirra Þorkels og Ragnheiðar.
Texti úr Fornólfskveri (útg. Rvík 1959) bls. 69:
Pilturinn var skírður áðurnefndan dag (17. apríl) og
einn skírnarvottanna var Eiríkur hreppstjóri Jónsson
í Hlíð, sem er næsti bær við Ása. Var Eiríkur kvæntur
Sigríði Sveinsdóttur læknis í Vík, Pálssonar. Áður en
Eiríkur reið á brott, sló hann upp á því við prest, hvort
hann myndi fáanlegur til þess að ljá sér vinnumann,
úr því að hann væri nú svo vel menntur orðinn heima
fyrir, og ætti þó langferð fyrir höndum. Ekki sáu þau
hjónin sér fært að hafna þessu boði, er þau voru
sjálf svo vant við komin, en í vinarhús að venda, þar
sem þau Hlíðarhjón voru, og varð það úr, að Eiríkur
reið heim með sveininn í reifum þann sama dag og í
krapaveðri. Vissi Sigríður húsfreyja ekki fyrri til en
bóndi lagði reifastrangann (fannbarinn) á pallskör-
ina og bað hana hirða.
Í Hlíð ólst Jón Þorkelsson upp og virtist hverj-
um manni vel, en foreldra sína sá hann ekki fyrr en
árið 1877, þá 18 vetra gamall og kominn í skóla (í
Reykjavík).
Hjá ömmu
Engu er líkara en atvikin endurtaki sig nákvæmlega.
Minnast má að Ragnheiður sjálf var skilin eftir á
sínu fyrsta aldursári 1821 hjá Ragnheiði ömmu sinni
á Elliðavatni þegar foreldrar hennar voru að búa
sig til langferðar austur að Kirkjubæjarklaustri, þau
Matthildur Teitsdóttir og séra Páll Pálsson, síðar nafn-
kenndur sem prófastur í Hörgsdal. Matthildur var þá
komin að því að ala sitt fjórða barn og með þrjú önn-
ur kornung börn. Varð Ragnheiður Pálsdóttir þá eft-
ir á Elliðavatni hjá nöfnu sinni og ömmu Ragnheiði
Guðmundsdóttur og ólst þar upp.
Flutningar – ný brauð – uppkomin
börn
Af ferðinni vestur á Mýrar er ekki neitt skráð eftir því
sem vitað er og munnlegar frásagnir fáar. Yngstur var
Jón, áttundi í röð barna sem lifðu (1859 – 1924) og að
honum frágengnum, líkt og greint hefur verið frá, þá
varð Páll, fæddur 1850 og því 9 ára, einnig eftir, en
hjá afa sínum Páli prófasti í Hörgsdal og þar ólst hann
upp með sínu móðurfólki.
Voru þá sex börn eftir í för og tvö þau yngstu,
Bjarni eins og hálfsárs og Guðrún rúmlega þriggja
ára, mun að mestu hafa verið búið um í hripum og
síðan fest á klakk, Guðbrandur 5 ára og Jón eldri 8
Greinarhöfundur Björg Einarsdóttir við Búðakirkju á Snæfellsnesi ásamt Þorkeli bróður sínum og Einari Hrafnkeli
syni sínum. Þorkell Eyjólfsson hvílir í kirkjugarðinum á Búðum.