Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is3
Uppruni – nafngift – uppvöxtur
Þorkell Eyjólfsson fæddist í Elliðaey á Breiðafirði
6. júní 1815. Foreldrar hans voru Guðrún ljós-
móðir Jónsdóttir prests Þorlákssonar á Bægisá
og séra Eyjólfur sonur séra Gísla á Breiðabólstað
á Skógarströnd, sonar Ólafs Skálholtsbiskups
Gíslasonar; oft kölluð Miðfellsætt. Rekja mætti
ætt Þorkels Eyjólfssonar á ýmsa vegu, líkt og ann-
arra, en þessi ættleggur valinn þar eð einkenni
hans virðist hversu margir þar hafa áhuga á
fræðslumálum og kennslu. Ekki er þó unnt að
geta þess nema takmarkað þar eð frásögnin er
einkum bundin ævi einnar persónu.
Til gamans má rekja hvernig nafn hans er tilkom-
ið. Þorkell Eyjólfsson hét í höfuð afabróður síns,
Þorkels gamla Ólafssonar officialis á Hólum (þ.e.
aðstoðarmaður biskups) syni Ólafs Gíslasonar bisk-
ups í Skálholti og Margrétar Jakobsdóttur, sem var
orðlagður skörungur. En hjá henni hafði vitjað nafns
Þorkell prestur Oddsson í Gaulverjabæ, en sá bar
nafn Þorkels prests og læknis Arngrímssonar, lærða
Jónssonar í Görðum á Álftanesi (1629 – 1677) föður
Jóns biskups Vídalín. Séra Þorkell læknir í Görðum
bar nafn Þorkels Gamlasonar Hólaráðsmanns og sá
bar nafn Þorkels Hallgrímssonar á Egilsstöðum í
Vopnafirði er hét eftir Þorkeli presti Guðbjartssyni í
Laufási og mætti væntanlega lengur rekja.
Guðrún, móðir Þorkels Eyjólfssonar, var sögð fyr-
irtaks gáfukona og orðlögð yfirsetukona en aftur á
móti ekki búkona. Hún tók allan arf eftir móður sína
Margréti Bogadóttur, er bjó í Galtardal á Fellsströnd,
og var vel efnuð kona. Séra Jón, faðir Guðrúnar, tók
við Bægisárprestakalli árið 1788 er hann endurheimti
prestskap sinn, en hún og Margrét móðir hennar
bjuggu áfram í Galtardal, var Guðrún þá 14 ára. Það
var ákvörðun hans að allar eignirnar félli til dótturinn-
ar, en hvorki Guðrún né séra Eyjólfur voru hagsýnt
búskaparfólk og gengu efni af þeim. Drykkjuskapur
hans, er mun hafa verið allnokkur, hefur án efa flýtt
þeirri þróun.
Galtardalstófan
Geta má þess að í þjóðsögum eru sagnir um mann er
vildi fá Margrétar Bogadóttur meðan hún var í föð-
urgarði, en var synjað hennar. Sá hafi þá haft í heit-
ingum að hún skyldi ekki njóta farsældar í hjónabandi
síðar og magnað á hana tófu og sent að Galtardal.
Tveggja alda afi
Þorkell 1815 – 1891 Einar 1867 – 1945 Björg 1925 –
Dýrið hlaut nafnið Galtardalstófa og einstaka afkom-
endur telja sig verða hennar varir. Hins vegar brosti
Þorkell jafnan að öllu tali um fylgju af því tagi.
Þorkell Eyjólfsson hefur greint frá atviki úr æsku
sinni: Þegar hann var um 14 ára hefði hann verið far-
inn að drekka, því að mikið hefði hann séð fyrir sér
af drykkjuskap bæði af bæ og á. Kvaðst hann einn
sunnudag hafa legið úti í hlaðvarpa svo ofurölvi þeg-
ar fólk var að koma til kirkju, að komumenn höfðu á
orði að drykkjuskapurinn úrættaðist ekki. Þótti hon-
um svo mikil óvirðing í þessu og hugsaði með sér
að menn skyldu hafa annað að tala um eftirleiðis en
drykkjuskap sinn og upp frá því bragðaði hann ekki
vín til æviloka.
Skólaganga – starfsval
Séra Eyjólfur hafði oftsinnis sótt um skólavist fyr-
ir Þorkel son sinn en ekki fengið. Bessastaðaskóli
rúmaði 30 til 40 nemendur og voru þeir þar í mikl-
um þrengslum. Margir nemendur voru þar allt að sex
vetur og endurnýjunin því hæg. Skólinn starfaði við
góðan orðstír þar eð sumir kennaranna voru miklir
lærdómsmenn og námi í íslensku gert hátt undir höfði
samhliða fornmálunum.
Lærður skóli var á Bessastöðum í um 40 ár, frá
hausti 1805 til vors 1846. Sem dæmi um hvernig nem-
endahópurinn var samsettur má tiltaka að um 1840
voru 23 piltar synir embættismanna en 15 synir bænda
og handiðnaðarmanna og tveir kaupmannasynir.
Þorkell Eyjólfsson kom tvítugur í Bessastaðaskóla
og útskrifaðist þaðan 1841. Hann kunni því illa í
fyrstu að vera neðarlega í bekk og tók að rísa snemma
úr rekkju er eldaði af morgni og las þá af kappi og
varð þegar fram liðu stundir með þeim er efstir voru.
Þorkell og vinur hans Vilhjálmur Finsen, síðar dóm-
ari (1823 – 1892) voru jafnan efstir í bekk tvö sein-
ustu árin.
Síðari ár Þorkels í skóla gerði hann að vana sínum
að kenna þeim skólabræðra sinna sem voru laklega að
sér svo þeir næðu að útskrifast. Sjálfur fékk hann besta
vitnisburð við útskrift 1841 sem fyrirmynd annarra
um iðni og háttprýði og hlaut verðlaun fyrir premium
industriæ (verðlaun fyrir iðni) að líkum Græsk-dansk
Ordbog, útg. í Khöfn 1830, höf. Páll Árnason.
Franskur greifi
Þorkell var latínumaður mikill og kunni utanbókar
margt eftir latínuskáldin svo sem úr Hómer og eftir
Hóraz og hafði oft yfir vísur af því tagi. Hann var viss