Morgunblaðið - 28.01.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fyrir mér er algjörlega sjálf-
sagt að klukkunni verði breytt –
og mér hefur alltaf fundist ein-
kennilegt að hún fylgi ekki
hnattstöðu,“ segir Karl Ægir
Karlsson prófessor í taugavís-
indum við Háskólann í Reykja-
vík.
Á síðustu árum hafa verið
gerðar fjölmargar rannsóknir
sem allar sýna mikilvægi þess að
sólin og klukkan fylgist að. Það
er líkamanum mikilvægt að nýta
geisla morgunsólarinnar sem
best á morgnana, því árla dags
eru hraðar bylgjur í sólarljósinu
ríkjandi; blátt ljós sem kallað er
í daglegu tali. Það ljós nema
frumur í augum okkar og heila
svo hægir á svefnvirkni og fram-
leiðslu melatóníns. Í raun má
segja að þessir ferlar núllistilli
lífsklukkuna okkar og segi að
dagur sé risinn og tími kominn
til að fara á fætur.
Þrír valkostir
Sú spurning hvort breyta
eigi gangi Íslandsklukkunnar er
stór og áleitin. Að mati vísinda-
manna sem á síðasta ári unnu
greinargerð um málið fyrir
stjórnvöld hefur það neikvæðar
afleiðingar að miða við of fljótan
staðartíma.
Í einföldustu mynd eru
málavextir þeir að þegar klukk-
an á Íslandi slær 12.00 á sólin
enn eftir klukkustund í hádegis-
stað. Að gera breytingu sem
þessu nemur er einn þeirra
kosta sem landsmenn hafa um að
velja á svonefndri samráðsgátt á
netinu. Hinir eru óbreytt staða,
það er að klukkan sé áfram
einni klst. fljótari en hnattstaða
segir, en þá komi til fræðsla þar
sem fólk sé hvatt til að ganga
fyrr til náða á kvöldin. Þriðji
möguleikinn er sá að engu verði
breytt, en skólar, fyrirtæki og
stofnanir hefji starfsemi sína
seinna á morgnana, þannig að
fólk jafnan fari til daglegra
verka sinna þegar skíma er kom-
in á himininn.
Í áratugi og allt fram til
1968 gilti á Íslandi að klukkunni
var flýtt fram um eina klukku-
stund í apríl ár hvert en svo aft-
ur seinkað um þetta sama fyrsta
vetrardag, það er seint í októ-
ber. Allt var þetta gert til að
nýta birtuna vel.
Tíðni áfalla og slysa eykst
„Fólk taldi á sínum tíma
mikilvægt að Ísland væri á sama
tíma og helstu viðskiptalönd
okkar, til dæmis Bretland þar
sem tíminn er sá sami yfir vetur-
inn en Norðurlöndin klukku-
stund á undan okkur. Vissulega
eru þetta rök en með netvæð-
ingu og sjálfsafgreiðslu á svo
mörgu skiptir þetta minna máli
en áður. Svo verður líka að
halda til að haga að í Evrópu
þar sem er sumartími og klukk-
an röng á sumrin, til þess að
lengja birtuna yfir daginn, þá
gerist það fyrstu mánuðina eftir
breytingu eykst jafnan tíðni
heilablóðfalls, hjartaáfalla og bíl-
slysa. Að sofa er einfaldlega lífs-
spursmál fyrir okkur mann-
fólkið. Skertur svefn, eins og
rannsóknir sýna, eykur tíðni
hjarta- og æðasjúkdóma, Alz-
heimer, elliglapa, þunglyndis og
kvíða svo eitthvað sé nefnt.“
Hin hliðin á því að seinka
klukkunni um eina klukkustund
svo við njótum morgunbirtunnar
betur er að sólarljóss nýtur þá
skemur í hinn endann. Öll þekkj-
um við sumarkvöldin fögur;
notalegar stundir á veröndinni
þegar ágústnóttin nálgast. Eða
þann gæðatíma sem krakkarnir
hafa til útleikja og ævintýra á
björtum kvöldum þegar ómögu-
legt er inn að sofa. Karl Ægir
segir þetta allt skiljanleg sjónar-
mið en minnir á vísindin.
„Í lífeðlisfræðinni skiptir
sólarljósið að kvöldi litlu fyrir líf
okkar og líðan, það er morgun-
birtan sem öllu máli skiptir.
Líkamsklukkan er þannig gerð
af skaparanum að hringurinn er
25 klukkustundir og ef vísbend-
inga frá sólarljósi nýtur ekki við
erum við að setja lífið í ójafn-
vægi. Á Íslandi þarf fólk einfald-
lega að fylgja ljósinu og sofa
meira; skv. nýjum tölum sofa
ungmenni á Íslandi rétt rúmar 6
klukkustundir á sólarhring, sem
er allt of lítið. Og haldi þessu
áfram blasir við okkur eftir 20
ár eða svo faraldur þeirra sjúk-
dóma, eins og ég nefni hér að
framan. Svefn hefur líka mikil
áhrif á efnaskipti í líkamanum
og er skammur svefn þekkt or-
sök að sykursýki 2 sem í dag
nálgast að vera heimsfaraldur.
Mér finnst því í raun einboðið að
gera breytingar á klukkunni.
Mér finnst ekki valkostur að
fara í flókið og dýrt samfélags-
átak með óljósum markmiðum til
þess eins að viðhalda rangri
klukku – því rökin fyrir breyt-
ingum sem lúta að heilsu eru al-
veg skýr.
Þurfum að sofa meira og breyting á klukkunni sjálfsögð, segir vísindamaður
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þekking Í lífeðlisfræðinni skiptir sólarljósið að kvöldi litlu fyrir líf okk-
ar og líðan, segir Karl Ægir um bollaleggingar um breytta klukku.
Mikilvæg morgunbirta
Karl Ægir Karlsson er fædd-
ur 1971 og er með PhD-gráðu í
taugavísindum frá University
of Iowa. Karl hóf störf á tækni-
og verkfræðideild Háskólans í
Reykjavík og hefur verið pró-
fessor þar frá 2015. Karl stofn-
aði ásamt Haraldi Þorsteins-
syni sprotafyrirtækið 3Z sem
starfar á sviði lyfjaskimana og
lyfjaþróunar.
Rannsóknir Karls hafa að
mestu snúist um taugalíf-
eðlisfræði og þroska svefns.
Karl er í sambúð með Björk
Eiðsdóttur, blaðamanni og rit-
stjóra. Eiga þau sex börn og
vænta þess sjöunda, og fyrsta
sameiginlega, í maí.
Hver er hann?
Hópur fólks kom saman á Austur-
velli í gær til þess að mótmæla
þingmönnunum sem tóku þátt í
ósæmilegum umræðum á barnum
Klaustri stuttu fyrir jól. „Mér
finnst að þeir eigi allir að víkja
sem eiga hlut að máli,“ sagði Jó-
hann Torfason, einn mótmælenda,
í samtali við mbl.is. Þá sagði Anna
María Lind Geirsdóttir, annar
mótmælenda, að enginn Klausturs-
þingmanna hefði sýnt neina iðrun.
Meðal þeirra sem tóku til máls á
fundinum var Bára Halldórsdóttir,
aðgerðasinni og öryrki sem tók
upp samtal þingmannanna. „Við
höfum sömu skoðanir og við höfð-
um 1. desember. Við þurfum meiri
úrlausn en þessir menn eru til-
búnir að gefa okkur akkúrat
núna,“ sagði hún við mbl.is. Spurð
hvort hún héldi að mótmælin ættu
eftir að skila einhverju sagði hún
að baráttunni yrði haldið áfram
uns eitthvað gerðist.
Snæbjörn Brynjarsson, vara-
þingmaður Pírata, var einnig
ræðumaður á fundinum. Um
fundarstjórn sá Ninna Karla
Katrínardóttir.
Mótmæli vegna
Klaustursmáls
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Ósátt Ef gengið var hjá Austurvelli um tvöleytið í gær mátti sjá þar hóp af vel klæddum mótmælendum.
Umhverfisstofnun hefur fyrir sitt
leyti fallist á umsókn Hestamanna-
félagsins Geysis um að byggja áning-
arhólf fyrir hesta innan friðlandsins
að Fjallabaki.
Fram kemur í umsögn Umhverfis-
stofnunar að markmiðið með fram-
kvæmdinni sé að stýra því hvar
ferðamenn á hestum stoppi hrossa-
rekstra innan svæðisins og minnka
þannig rask á viðkvæmu landi. Árið
2018 höfðu viðkomu í Landmanna-
helli um 30 hópar hestamanna með
alls um 1.275 hross á leið sinni í
Landmannalaugar. Segir stofnunin,
að slíkur fjöldi hrossa geti valdið þó-
nokkru raski á svæðinu og við-
kvæmur gróður svæðisins þoli illa
slíkan ágang.
Stefnt er að því að setja upp hólfið
í sumar við Frostastaðavatn en
skipulögð reiðleið liggur þar um. Ná-
kvæm staðsetning liggur ekki fyrir,
en miðað verður við að setja hólfið
niður þar sem lítill eða enginn gróð-
ur er fyrir. Hólfið verður 15x15
metrar að stærð. Reknir verða niður
10 járnstaurar og lína strengd á milli
þeirra sem verður fjarlægð yfir
vetrartímann. Telur Umhverfis-
stofnun að uppsetning á áningarhólfi
við Frostastaðavatn muni ekki hafa
veruleg neikvæð áhrif á svæðið og
með þessari framkvæmd sé verið að
bæta stýringu á umferð hesta á
svæðinu. Um sé að ræða varanlegt
mannvirki sem Umhverfisstofnun
telur að sé ekki líklegt til að raska
ásýnd svæðisins verulega og sé
afturkræft.
Á rauðum lista
Umhverfisstofnun gefur út lista á
tveggja ára fresti yfir þau svæði sem
veita þarf sérstaka athygli og hlúa
sérstaklega að. Flokkast svæði á
rauðan lista og appelsínugulan lista.
Á hinum fyrrnefnda eru svæði sem
Umhverfisstofnun telur að séu undir
miklu álagi sem bregðast þurfi strax
við og er friðland að Fjallabaki talið
þar á meðal vegna ágangs ferða-
manna.
Stofnunin segir að í friðlandinu sé
stórbrotið og fjölbreytt landslag,
sérstakt en viðkvæmt lífríki, öræfa-
auðn og kyrrð. Veikleikar svæðisins
sé lífríkið sem sé viðkvæmt. Sam-
felld gróðursvæði fá, endurheimt
gróðurs sem spillist hæg og vaxtar-
tími gróðurs stuttur. Svæðið verji sig
illa sjálft fyrir hvers konar umferð.
Friðlandið er mikið sótt af ferða-
mönnum og er í dag vinsælasti við-
komustaður ferðamanna á hálendi
Íslands. Stjórnunar- og verndar-
áætlun fyrir friðlandið liggur ekki
fyrir en vinna við hana stendur yfir.
Byggja áningar-
hólf að Fjallabaki
Farið með 1.275 hross um svæðið í fyrra
Morgunblaðið/Hari
Að Fjallabaki Landslagið á frið-
landinu er stórbrotið og fjölbreytt.