Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 8

Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum ÚRVAL INNRÉTTINGAVIð höNNum oG TeIkNum STuRTuTÆkI SpeGLAR oG LjóS styrkur - ending - gæði BAðheRBeRGISINNRÉTTINGAR hÁGÆðA DANSkAR opIð: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Við gerum þér hagstætt tilboð, bæði í innréttingu, spegla, vaska og blöndunartæki BLöNDuNARTÆkI Íslensk stjórnvöld hafa samiðvið OECD um að framkvæma samkeppnismat á ferðaþjónustu og byggingariðnaði með því að greina regluverkið sem þessar at- vinnugreinar búa við. Í samtali við Morgunblaðið segir Ania Thiemann, danskur sérfræðingur hjá OECD, að vísbendingar séu um að of flókið sé að fá bygg- ingarleyfi hér á landi.    Ísland sé að þessu leyti eftir-bátur helstu nágrannalanda og það geti tekið allt að 84 daga að fá byggingarleyfi, sem sé nokkuð hátt í samanburði við há- tekjulönd.    Það er vel til fundið að fara yf-ir þessi mál hér á landi og vel má vera að OECD muni skila gagnlegum tillögum í því efni.    Sá böggull fylgir þó skammrifiað ætlunin er að hefja matið á regluverkinu í mars og taka í það átján mánuði. Ef stjórnvöld bíða eftir niðurstöðu matsins má ætla að nokkur ár líði þar til ár- angur fer að líta dagsins ljós.    Í nýlegri úttekt átakshóps umhúsnæðismál var meðal ann- ars vikið að of flóknu regluverki vegna bygginga og hefur það oft verið gert áður, meðal annars hér í Morgunblaðinu.    Stjórnvöld eiga alls ekki aðbíða eftir mati OECD heldur hefjast þegar handa við einföldun regluverks atvinnulífsins. Það verður vonandi til þess að skýrsla OECD verður úrelt þegar hún birtist eftir tæp tvö ár, sem væri fagnaðarefni. Óþarfi að bíða STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á þriðjudag mun kvikmyndagerðar- fólk á vegum Sagafilm hefja tökur á sjónvarpsþáttaröðinni 20/20 í Stykkishólmi. Fólkið verður þar við tökur fram til 13. mars. Þetta kemur fram á vef Stykkis- hólmsbæjar en í samtali við Morgun- blaðið segir Jakob Björgvin Jakobs- son bæjarstjóri íbúa vera vana kvik- myndagerðarfólki í bænum og segir komu þess hafa góð áhrif á mannlífið. „Þetta er skemmtilegt og lífgar upp á tilveruna. Þetta er auðvitað ekki hánnatími í ferðaþjónustunni svo þegar það kemur svona stór hóp- ur, sem bókar upp hótelin, þá kemur ákveðin innspýting inn í ferðaþjón- ustuna líka.“ Tekið upp í ráðhúsinu Í fundargerð bæjarráðs Stykkis- hólmsbæjar frá því á föstudag kemur fram að samningur hafi verið gerður á milli Sagafilm og sveitarfélagsins, meðal annars um afnot af mann- virkjum bæjarins; ráðhúsi, húsnæði Tónlistarskóla Stykkishólms og flug- stöð. „Þetta er samframleiðsla með skandinavísku framleiðslufyrirtæki. Þeir verða að skjóta hér og þar í bænum,“ sagði Jakob um eðli verk- efnisins og sagðist halda að um 80- 100 manns yrðu í bænum vegna framleiðslunnar meðan á stæði. teitur@mbl.is Sagafilm fyllir Stykkishólm á morgun  Framleiðsla á nýrri þáttaröð að hefjast  Bæjarstjóri segir áhrifin jákvæð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hólmurinn Tökur hefjast á morgun. Um helgina fór fram fjórða alþjóð- lega mótið á Íslandi í herkænsku- borðleikjum, Polar Bear, sem nefnt er í höfuðið á 49. fótgönguliðsher- deild Breta sem var fyrsta setuliðs- deildin sem tók þátt í hernámi Ís- lands í seinni heimsstyrjöldinni. Mótið fór fram í Nexus í Glæsibæ og tóku 16 spilarar þátt í keppninni, en sjö þeirra komu frá útlöndum til að taka þátt í mótinu. „Í Polar Bear mótinu hafa allir keppendur yfirráð yfir sínum herj- um og hver eining innan herjanna hefur ákveðnar reglur. Lykilatriðin í leiknum eru bæði samsetningin á hernum og hvernig þú spilar úr honum,“ segir Jökull Gíslason, móts- haldari. Hann segir að hér á landi séu um 20 manns sem iðka her- kænskuborðleiki en helmingur þeirra hafi keppt á mótinu um helgina. Mótin sem haldin hafa verið á Ís- landi síðastliðin þrjú ár hafa haft seinni heimsstyrjöldina að fyrir- mynd en í ár var sögusvið mótsins ímynduð þriðja heimsstyrjöld árið 1985 á milli NATO og Varsjár- bandalagsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heimsstyrjöld Sögusviðið á mótinu í ár var ímynduð 3. heimsstyrjöld. Keppt í herkænsku  Polar Bear-mótið í Nexus er fjórða alþjóðlega mótið á Íslandi í herkænsku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.