Morgunblaðið - 28.01.2019, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019
Matvælastofnun gerði athugasemd-
ir á grundvelli laga um velferð dýra
vegna sauðfjár í þjóðgarðinum á
Þingvöllum.
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri
Bláskógabyggðar, segir að ábend-
ingin hafi verið vegna sauðfjár á
lausagangi.
„Matvælastofnun bárust sem sagt
ábendingar um að sauðfé sé á
lausagangi í þjóðgarðinum og það
var farið fram á að það yrði hand-
samað og því komið rétta leið.“
Ásta segir að brugðist verði við
ábendingunni hið snarasta.
„Fjallskilanefnd og yfirmenn
þjóðgarðs munu funda í vikunni og
skipuleggja handsömun á þessum
rollum.“
Aðspurð segir hún ekki óvenju-
legt að sauðfé verði eftir í þjóð-
garðinum. „Það gerist öðru hvoru.
Það er smalað þarna reglulega en
eitthvað hefur orðið eftir.“
ragnhildur@mbl.is
Sauðfé
vanrækt
Sauðfé á lausa-
gangi á Þingvöllum
Morgunblaðið/Eggert
Sauðfé Það gerist stöku sinnum að
sauðfé verði eftir á Þingvöllum.
Viðræður um sameiningu SORPU og Kölku nálgast nú
lokastig. Á fundi stjórnar Sorpu nýlega var samþykkt
að vísa ákvörðun um framhald málsins til bæjarstjórna
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Rætt hefur verið
um sameiningu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.,
Kölku, sem er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum og
SORPU bs. í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
frá miðju ári 2016, og auk viðræðunefnda hafa ráð-
gjafar frá Capacent og stjórnir fyrirtækjanna komið að
málum.
Í fundargerð stjórnar SORPU frá því í síðustu viku
kemur fram að málið sé nú komið á það stig að góðar
upplýsingar og hugmyndir liggi fyrir um á hvaða
grundvelli hægt sé að kynna mögulega sameiningu
fyrir bæjarstjórnum sveitarfélaganna.
Það yrði síðan eigenda SORPU og Kölku að ákveða
næstu skref.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur verið rætt
um að við sameiningu myndi eignarhlutur skiptast
svipað og íbúafjöldi. Eignarhlutur sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu yrði um 90% og eignarhlutur
sveitarfélaganna á Suðurnesjum 10%. aij@mbl.is
Viðræður um sameiningu
sorpstöðva á lokastigi
Morgunblaðið/Þórður
Kalka Sorpbrennsla undirbúin í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum.
Eigendur Kölku og SORPU ákveða framhaldið
Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig
varð laust eftir klukkan 10 í gær-
morgun á Torfajökulssvæðinu, um
átta km vestnorðvestur af Hrafn-
tinnuskerjum. Skjálftans varð vart í
Fljótshlíð.
Tugir minni skjálfta fylgdu í kjöl-
farið á sama svæðinu en þeir voru
allir undir tveimur stigum.
Skjálftinn varð á vesturhluta
Torfajökulsöskjunnar, en hún er sú
stærsta á Íslandi. Veðurstofan segir,
að jarðskjálftavirkni sé viðvarandi á
þessu svæði en fátítt er að skjálftar
mælist yfir 3,5 að stærð. Síðast
mældust skjálftar af svipaðri stærð í
ágúst 2018, rúmlega fimm km austar
en skjálftinn í gær.
Jarðskjálfti
við Torfajökul
Sindri Þór Stefánsson, sem var
dæmdur í fjögurra og hálfs árs
fangelsi fyrir stórfelldan tölvu-
þjófnað úr gagnaverum, hefur
ákveðið að áfrýja dómnum til
Landsréttar. Þetta staðfestir lög-
maður hans, Þorgils Þorgilsson, við
mbl.is. Matthías Jón Karlsson, sem
var dæmdur í tveggja ára fangelsi
vegna málsins, hefur einnig ákveð-
ið að áfrýja dómum. Guðni Jósep
Einarsson, verjandi Matthíasar
Jóns, staðfesti þetta við mbl.is.
Áfrýja til Landsréttar