Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 10

Morgunblaðið - 28.01.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 2019 j j g Tilnefningarnefnd vekur athygli á því að frestur til að skila inn framboðum til nefndarinnar er 7. febrúar og skal senda þau á netfangið tilnefningarnefnd@reginn.is Frekari upplýsingarmá finna á vefsíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestavefur Tilnefningarnefnd Regins hf. Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is st órnarm nnum s rn a s ns. AÐALFUNDUR 14.MARS2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fyrsta umræða fór fram á Alþingi á fimmtudaginn um frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkja- gerðar og annarra framkvæmda. Gekk frumvarpið áfram til efnahags- og viðskiptanefndar sem hefur það nú til umfjöllunar. Nái frumvarpið fram að ganga munu slík félagasam- tök geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt sem þau hafa þurft að greiða vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda sem miða að því að efla starfsemi eða bæta að- stöðu samtakanna. „Það sem er sammerkt með þess- um geira er að hann er ekki í virðis- aukaskattskyldri starfsemi, þannig að þegar þessi félagasamtök, hvort sem það eru björgunarsveitir eða íþróttafélög eða aðrir, eru að byggja yfir sína starfsemi þá þurfa þau alltaf að bera kostnað- inn af því að borga virðisauka- skattinn,“ segir Jón Gunnarsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Jón segir að þetta frumvarp hafi áður verið borið fram á þingi, en ekki náð fram að ganga. „En nú gerum við okkur vonir um að þetta nái að klárast þannig að þingið veiti þessu sjálfboðaliðastarfi sem unnið er um allt land ákveðna viðurkenningu, virðingu og þakklæti fyrir það mik- ilvæga starf sem unnið er í okkar samfélagi,“ segir Jón og bætir við að hann hafi heyrt í fulltrúum ýmissa samtaka sem séu vissir um að þetta úrræði myndi lyfta grettistaki í starfsemi margra félaga. Flutningsmenn í mörgum flokkum Frumvarpið er borið fram af tólf þingmönnum auk Jóns, og koma þeir úr flestum flokkum sem nú eru á þingi. Segir Jón að það ætti því að geta myndast sterk og góð samstaða um afgreiðslu málsins. „Það er vand- fundið samfélag, þar sem sjálfboða- liðastarf er eins öflugt og það er á Ís- landi í víðtækum skilningi,“ segir Jón og nefnir sem dæmi foreldra- starf innan íþróttafélaga, björgunar- sveitir og fleiri. „Þetta framlag verð- ur ekki metið til fjár fyrir íslenskt samfélag,“ segir Jón að lokum. Félagasamtök fái endur- greiddan virðisauka  Þingið myndi sýna sjálfboðastarfi „þakklæti og virðingu“ Jón Gunnarsson Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Börn á aldrinum 5 til 12 ára öttu kappi á skákmóti í Laufásborg sem haldið var á laugardaginn í tilefni af skákdeginum, en mótið er hugsað sem undirbúningur fyrir heims- meistaramót barna í skólaskák sem fram fer síðar á árinu. Friðrik Ólafsson gaf styttu og afrit af skákum Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeist- ari Íslendinga og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var heiðursgestur á mótinu og á jafn- framt afmæli á skákdaginn. Hann færði Laufásborg gjafir í tilefni dagsins, t.a.m. styttu af Hórasi sem hann hafði fengið í Egyptalandi og afrit af fimm æfingaskákum sem hann tefldi við sjálfan sig þegar hann var tíu ára. Börnin munu vafalaust njóta góðs af og fara yfir skákirnar á næstu skákæfingu, að sögn Omars Salama, skákkennara og skipuleggj- anda mótsins. Omar leggur áherslu á að venja börnin á að tefla kappskák, en slík skák er reiknuð til Elo-stiga auk þess sem umhugsunartíminn er iðu- lega einn og hálfur klukkutími á mann. Mótið er liður í mótaröð Lauf- ásborgar, mótin eru fimm talsins og tefld er kappskák, líkt og á HM barna í skólaskák. Tíu fulltrúar, 7 ára og yngri, keppa á mótinu fyrir Ís- lands hönd og fá börnin að tefla eins og alvöru skákmenn á báðum mót- unum, að sögn Omars. Krefjandi tímamörk „Börnin tefla kappskák á mótinu í Laufásborg til þess að undirbúa sig fyrir tímamörkin á HM. Þessi tíma- mörk eru mun meira krefjandi en at- skák og hraðskák, sem er skemmti- legri og fljótvirkari, en þetta er góð æfing fyrir HM,“ segir Omar Salama og líkir kappskák við kvöldmat en hraðskák og atskák við eftirrétt. „Kappskák er alvörukvöldmatur. Allir vilja eftirrétt en gott er að venja sig á að borða kvöldmat áður en mað- ur fer í eftirréttinn,“ segir Omar. Góð þátttaka var á mótinu og mættu 22 börn á mótið, flest þeirra úr Reykjavík en þó kom einn kepp- andi alla leið frá Selfossi. Skákdeg- inum hefur verið fagnað víða á síðastliðnum og verður áfram á næstu dögum en nálgast má frekari upplýsingar um viðburði tengda deg- inum á skak.is. Morgunblaðið/Ómar Einbeitt Fjöldi barna tefldi á mótinu á Laufásborg með langan umhugsunartíma, einn og hálfan tíma á mann. Æft fyrir HM í skóla- skák á skákdeginum  Kappskákmót fyrir 5 til 12 ára var haldið á Laufásborg Heiðursgestur Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, var heið- ursgestur á mótinu og lék fyrsta leikinn fyrir keppendurna á fyrsta borði. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alls höfðu 53 umsagnir verið birtar á vef Alþingis um helgina um frum- varp ríkisstjórnarinnar um þung- unarrof. Lögunum er ætlað að vera heildarendurskoðun á fyrri lögum um fóstureyðingar, sem sett voru ár- ið 1975, en af umsögnunum má ráða að skiptar skoðanir séu á efni frum- varpsins, einkum 4. grein þess, sem heimilar að bundinn verði endi á meðgöngu allt að 22. viku hennar. Sáttin hugsanlega rofin Trúfélög eru áberandi í hópi um- sagnaraðila, en einnig hafa borist umsagnir frá einstaklingum um frumvarpið. Athygli vekur að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður, er á meðal þeirra, en hún fagnar því að í fyrirliggjandi frumvarpi sé gert ráð fyrir að kona hafi sjálfsákvörðunarrétt til þess að binda endi á meðgöngu, en þurfi ekki að sækja um slíkt og fá samþykki annarra fyrir. „Sá réttur er löngu tímabær að óbreyttu núgildandi við- miði til þungunarrofs. Mikilvægt er að virða rétt einstaklings til sjálfs- forræðis yfir líkama sínum sem og til að taka ákvörðun um barneign,“ seg- ir Ólína um þann þátt frumvarpsins. Hún er öllu gagnrýnni á 4. grein frumvarpsins, og segist leggjast af alhug gegn þeim áformum að færa út tímamörk þungunarrofs til loka 22. viku meðgöngu. Telur Ólína að það stangist á við mannréttinda- ákvæði ýmis og inngróin sjónarmið sem lúta að mannhelgi og réttinum til lífs. Hefði hún kosið að haldið hefði verið við núverandi viðmið um lok 16. viku á sama tíma og sjálfs- ákvörðunarréttur konunnar hefði verið festur í sessi. Vísar Ólína þar meðal annars til þess þroska sem fóstur nái á þeim vikum sem um ræðir, og segir hún ekki siðferðilega verjandi að heimila fóstureyðingu þegar fóstrið er sann- arlega orðið barn og getur jafnvel lif- að utan líkamans. „Að óbreyttu reynir þetta frum- varp mjög á siðferðilegt þanþol þeirra sem að málum þessum koma ekki aðeins heilbrigðisstarfsfólks heldur allra sem láta sig málið varða. Fari frumvarpið óbreytt í gegn er hætt við því að sú sátt sem hefur ver- ið um fóstureyðingar á Íslandi sé rofin. Það yrði óbætanlegur skaði fyrir íslensk kvenréttindi og mann- réttindi í víðara samhengi,“ segir að lokum í umsögn Ólínu. Þarf að breyta skráningu Embætti landlæknis tekur á tveimur tilteknum efnum í umsögn sinni, annars vegar réttinn til að rjúfa þungun fram til loka 22. viku og hins vegar hvernig breyta þurfi skráningu aðgerða af þessu tagi verði frumvarpið óbreytt að lögum. Segir í umsögn landlæknis að það sé óumdeilt að réttur til að rjúfa þungun svo seint í meðgöngu þurfi að vera til staðar ef upp koma lækn- isfræðilegar eða þungar félagslegar ástæður. „Það er skoðun landlæknis að ákvörðun um rof þungunar svo seint á meðgöngu sé gríðarlega erfið og þungbær ákvörðun sem kona taki einungis að vandlega athuguðu máli og af illri nauðsyn,“ segir í umsögn- inni og bætir landlæknir við að eng- inn sé hæfari til að meta aðstæður í þessum tilfellum en konan sjálf. „Kona ætti því ekki að þurfa að af- sala sér þeim rétti til óskyldra aðila eins og fyrri lög gerðu ráð fyrir.“ Þá tekur landlæknir fram að almennt séð ætti að forðast þungunarrof eftir fremsta megni og að brýnt sé að leita allra leiða til að takmarka fjölda óráðgerðra þungana og þungunar- rofs. Þá leggur landlæknir til að gildis- töku laganna verði frestað til 1. september næstkomandi, svo hægt verði að breyta skráningarkerfum embættisins þannig að það geti áfram haft yfirsýn yfir tölfræði yfir þungunarrof. Skiptar skoðanir í umsögnum  Rúmlega fimmtíu umsagnir hafa borist um þungunarrofsfrumvarp Morgunblaðið/Ómar Þungunarrof Rúmlega fimmtíu um- sagnir hafa borist til Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.